Pressan - 20.08.1992, Síða 27

Pressan - 20.08.1992, Síða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 27 líkamlegs sambands. Líkamleg viðbrögð þín færast á aðrar hæðir. Skilaboðin eru að berast til semju- hluta sjálfvirka taugakerfisins, til hjartans (hjartslátturinn verður styrkari og hraðari), og til adrena- línskirtlanna, sem svara með því að framleiða adrenalín og noradr- enalín. Þessi efni auka síðan hjartslátt- inn enn frekar, blóðþrýstingurinn hækkar og í kjölfarið fylgir útspýt- ing hormóns frá heiladinglinum, sem inniheldur þvagtemprandi hormón og stýrihormón sem örva starfsemi nýrnahettubarkarins. Maginn tekur að ólga fyrir til- stilli þvagtemprandi hormónsins. Semjuhluti sjálfvirka taugakerfis- ins hefur hlaðið öl! skothylki, heilabörkurinn tekur heljarstökk. Samtímis hvetur stýrihormónið adrenalínskirtlana til að framleiða efni er örva kynlöngunina. Á meðan einbeitir þú þér, lík- lega betur en þú hefur gert það sem af er dagsins, að hlutnum sem hefur vakið upp ástríðurnar. Það gerist fyrir áhrif frá þvag- temprandi hormóninu. Ea.oa Tilfinningavíman sem þú ert í er lituð af angist. Nærðu í hana? Mun hún stara á þig kuldalegu augnaráði, svo þú standir þarna eins og asni? Hormónin eru í fé- lagi með gómsætu stressi ástríðn- anna og hræðslunni við höfnun, sem fer um þig allan. Adrenah'nið og noradrenalínið gera þig ofurvaran um þig, auka hjartsláttinn og blóðþrýstinginn. Einkennin eru svipuð þeim sem hermenn upplifa skömmu fyrir átök. Þú beinir athyglinni að hræðsl- unni og skellir í þig tveimur kon- íaksglösum: Falskt hugrekki. í rauninni er þetta ekki svo vitlaust; alkóhólið dregur úr virkni tauga- boða, gerir hringrás efnasam- banda í heilanum óvirka, sem hef- ur áhrif á hegðun — hlýðnina við siðvenjur, feimnina og hræðsluna við að verða hafhað. Þegar þú ert búinn að ýta þessu til hliðar getur sjálfið sleppt „því sem ég á að gera“ og snúið sér beint að „því sem mig langar til að gera“. Ef þú gerir þau mistök að drekka of mikið fylgir drykkjunni minni hræðsla, minni félagsleg hæfni, slælegri siðferðiskennd og þú verður síður eftirsóknarverður, þar sem áfengið hefur líka gert minni hringrás efnasambanda í heilanum óvirka. Auðvitað getur svo of mikil drykkja líka haft áhrif á ffammistöðu þína í rúminu. Þegar hún sér þig og tekur eftir áhuga þínum breytir hún hárfínt um stellingu. Hún réttir úr sér, teygir hálsinn, verður dálítið fött og sýnir þér besta vangasvip sinn um leið og hormónastarfsemi hennar breytist líkt og hjá þér áð- an, breiðist smám saman út um líkama hennar. Ein spurning brennur sameiginlega á ykkur báðum. Hvernig ætli hún/hann sé í rúminu? Hugrakkari af koníakinu geng- urðu í áttina að borðinu hennar. Um leið og þú nálgast getur hún sér til um fyrirætlanir þínar. Bæði verðið þið vör við breytingar í hjarta- og æðakerfinu, sem hafa annaðhvort í för með sér kinn- roða eða fölva, sem orsakast af hormónum sem við ættum að vera farin að kannast við — adr- enalíni, noradrenaiíni og dopam- íni. Þessar litarbreytingar í andlit- inu eru gleggstu merki þess að þið hafið veitt hvort öðru athygli. Það getur líka verið að þú skjálfir og finnir fyrir stingjum í húðinni sem orsakast af sömu breytingum í æðakerfinu og urðu valdar að roðanum: ósjálfráði skjálftinn orsakast af aukinni virkni í einni hringrás miðtauga- kerfisins sem stjórnar aftari vöðvaspennu. \ „Má ég setjast hjá þér?“ Þú stamar þessi fyrstu orð. Vöðvarnir íbarkakýlinu, spenntir af angist, orsaka það að röddin hljómar eins og geldingslegt tíst. Þið virðið hvort annað al- mennilega fyrir ykkur í fyrsta skipti. Þegar þið uppgötvið að þið hafið ekki gert mistök, að ykkur líkar hvoru við annað, dregur úr spennunni. Ríkjandi tilfinningar eru ástríður og væntingar. Þegar gagnkvæm kynlöngun eykst bein- ist eftirvæntingin að neyslunni. Maðurinn tjáir sig með því að þrýsta á og gefa eftir til skiptis, bæði með orðum og sýnilegum merkjum. Líkamstjáning er lík- lega mikilvægasta merkjamálið. Núna sitjið þið (hólpin) hlið við hlið — opnari staða, þar sem þið eruð andspænis hvort öðru, bíður betri tíma — og sýnið hvort öðru þrjá fjórðu hluta af vangasvipn- um. Þig langar til að snerta hana, en þú bíður með það; síðan strýkst höndin á þér við úlnliðinn á henni eins og fyrir tilviljun og axlir ykkar snertast. Fjarlægðin á milli ykkar minnkar. Lyktarskyn þitt tekur til starfa. Þú ert nógu nálægt henni til að finna undir- tóninn í líkamslykt hennar, sem ffamleidd er af virkum fitukirtíum húðarinnar og á svæði kynfær- anna. Það er þegjandi samþykki um samstarf á milli ykkar, þið deilið saman dagskrá sem vel gæti haft að geyma kynlíf. Þið komið ykkur saman um kvöldverð. ei.oo Tilfinningin sem þú stjórnast af þessa stundina er eftirvænting. Þú ert gerður úr spennu augnabliks- ins, forritaður fyrir hana. Þú færir þig úr hlutíausu stöðunni og sest á mótí henni. Andspænis hvort öðru eruð þið opnari og horfist meira í augu. Tilfinningar ykkar eru gagnstæðar á öllum stigum leiksins. Þegar beint augnsamband hefur mynd- ast þenjast sjáöldur hennar út, ekki aðeins vegna dempaðs ljóss- ins heldur vegna adrenalínsins. Borð veitingahússins skreppur saman. Líkamar ykkar færast nær hvor öðrum. Þetta er ekki einangruð þróun. Líkami þinn er logandi miðstöð fyrir undirbúning kynlífs. Skila- boð eru send niður til ósjálfráða taugakerfisins, blóðið streymir út í alla vefi sem geta orðið stinnir — liminn, leggöngin, eyrnasneplana, nefið (hefurðu tekið eftir stinn- leika þess?) — og þeir fyllast. Blóðið fer út í húðina, líkamar ykkar beggja merkja hitann. Þið getið varla farið að látið trufla ykkur með því að fá ykkur að borða. Þvagtemprandi hormónið, sem að þessu sinni vellur út úr heiladinglum ykkar beggja, rænir ykkur allri matarlyst og býr ykkur undir hið óumflýjanlega. E3.00 Kossinn. Er hann eðlishvöt eða menningarfélagsleg venja? Hann er ekki til í Kína né meðal „frum- stæðra“ manna. En kossinn, sér- staklega sá franski, er undanfari ástaleikja og innsiglar það sem var á dagskrá hjá ykkur báðum. En hvar? Þið þarfnist uppörvunar í persónulegra umhverfi. Á ganginum, áður en farið er inn í svefnherbergið, verður sam- bandið innilegara, stundin nálg- ast. Varir ykkar snertast. Rólega skiljast þær að, tungur ykkar mætast og vitneskjan um hvað framtíðin ber í skauti sér breytist úr vangaveltum í vissu. Orð og merkjamál tapa mikilvægi sínu á sama tíma og merki gefin með snertingu verða eindregnari. Gælurnar örva enda skynvefja í húðinni, sem þegar hafa náð há- marksnæmi, og úr svitakirtlunum vellur ferómón (hormónið sem sendir frá sér líkamslyktina og framkallar tilfmningar eins og ótta, árásargirni eða kynferðislega örvun). Flæðið eykur Iostann. Púlsinn, sem var 70-80 slög fyrir augnablikið á barnum og fór upp í 90-100 á fyrri stigum örvun- arinnar, er nú í 130. (Hann verður 150 við fullnægingu.) Flæði kyn- hormóna eykst. Óll aðvörunar- merki og spenna sem þú hefur fundið fyrir fram að þessu eru horfin. Efri, skynsamari heilinn hefur látið stjórnina í hendur heila eðlishvatanna. Það sem nú gerist á ekkert skylt við rök. E3.40 I svefnherberginu hennar. Þú færir hana úr fötunum. Adrena- línið kemur henni til að flissa, og noradrenalínið, sem er ennþá að aukast, kemur af stað kunnugleg- um slætti girndarinnar. Þú færir blússuna niður af öxlum hennar, jafnvel núningur efnisins sem rennur niður handleggi hennar er hluti af samspili nautnarinnar. Þegar hún hneppir frá þér skyrt- unni getur verið að þú verðir óljóst var við að hreyfingar hennar eru nærgætnari en þínar. Hárfi'nn en greinanlegur munur er á þinni ánægju og hennar. Testósterónið þitt gerir þig árásargjarnari, þín nautn er meira á ytra borðinu; fyr- ir hana skírskotar jafhvel þetta stig örvunarinnar meira til tilfinning- anna. En ástríður hennar eru jafn- miklar og þínar og til viðbótar lfk- amlegri löngun ykkar til að snerta hvort annað verðið þið bæði vör við sálfræðilega löngun í innileik, líkamlegan samruna og löngun til að brúa aðskildar tilfinningar. Hún breytir um stellingu: fótíegg- irnir færast lítillega í sundur, búk- urinn er ess. Líkami þinn sveigist, limurinn skýst ffarn. 00.07 Athugun á geislasamsætu í heilanum á þér á þessari stundu myndi leiða í ljós óðastarfsemi á svæðum randkerfisins, sem gjarn- an er vitnað til sem „nautnamið- stöðvanna" (þær eru nokkrar), og í hita fullkomnunar ástríðanna minni hugsun og starfsemi heila- barkarins. Faðmlög ykkar eru tjáning á þörf fýrir einingu. Lík- amar ykkar liggja samhliða, and- spænis hvor öðrum og tengjast náið. Kynlíf er ekki aðeins samruni tveggja líkama, heldur stendur það fyrir dýpstu og mestu þörf okkar fyrir samruna, þar sem öll tilveran gerir grein fyrir sjálfri sér. Undirstúkan og miðheilinn ijóma saman í skínandi samstill- ingu og þar finnur þú — sem nú ert par — löngun til að uppræta allar tilfinningar tengdar missi og aðskilnaði, þig langar til að vera með hinum aðilanum, þessum sem kom þessu öllu af stað. Þar sem þið örvið hvort annað, sam- taka og full skilnings, komið þið af stað hringrás í starfsemi tauga- samstæðu mjaðmagrindarinnar. Ef þessu er haldið áfram af nógu miklum ákafa og nógu lengi fylgir fullnæging í kjölfarið. Það er nokkur sannleikur fólginn í því að líkja leiknum á líkama ástkon- unnar við leik á hljóðfæri. Þig langar til að hún njóti sömu ánægju og þú veist að þú átt eftir að verða aðnjótandi: þú spilar á líkama þinn í takt við hljómfallið í líkama hennar. Þegar nautnastöðvarnar standa í björtu báli flæða um líkama ykk- ar bylgjur af oxýtósíni (hormóni sem einnig örvar mjólkurfram- leiðslu þegar barn er á brjósti). Þið tapið vitundinni unr sjálf ykkur og allt annað en yfirþyrmandi ómót- stæðilegar og stórkostlegar líkam- legar tilfinningar sem streyma um ykkur. Hér nær hormónastreymið hámarki og brjóst hennar, sem þegar voru orðin stinnari vegna vaxandi æsingar, eru nú 25 pró- sentum stærri en venjulega. Vöðvar ykkar eru spenntir, andar- drátturinn óreglulegur, fyrst grunnur, síðan djúpur. Þegar há- markinu er náð missið þið með- vitund eitt andartak — la petite mort. 01.30 Þegar þið færið ykkur rólega í sundur til að hvílast minnkar adr- enalínið snögglega og róandi hormón, prólaktín, leysist úr læð- ingi og flytur ykkur inn í svefninn. Starfsemi hjarta- og æðakerfis verður smám saman eðlileg á ný. Hjá henni leysa samfarir úr læðingi prógesterón sem streymir um líkamann og róar hana, en hún sofnar ekki. Ferlið í líkama hennar, sem fær hana til að „slaka á“, tekur lengri tíma og ólíkt flest- um karlmönnum er geta hennar til að fá endurtekna fullnægingu tæknilega ótakmörkuð. Þar sem hún liggur vakandi hefur hún ennþá áhuga og getu til að halda áffarn í nokkur skipti enn. 07.00 Þú vaknar snemma og þar sem girnd þinni hefur verið svalað eru hormónin í viðráðanlegu jafn- vægi. Skynfæri þín hafa þó verið vakin. Þú lítur yfir rúmið. í gær- kvöldi varstu þræll tilfinninga þinna. Hverjar eru þær núna? Sektarkennd, kannski? Eða virðist kannski sofandi höfuðið á kodd- anum minna lokkandi í kaldri morgunskímunni. Eða kannski ekki. Þegar morgunninn brýst fram og testósterónið þitt eykst af eðli- legum ástæðum, til að búa þig undir að takast á við daginn, getur minningin um það sem gerðist í gærkvöldi orkað svo sterkt á þig að þú getir varla beðið eftir því að byrja aftur. KYNLÍF JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓmfr Teygjuhopp í kynferðismálum í sumar hefur landinn verið duglegur við að prófa ffístunda- nýjung sem barst hingað til lands frá útlandinu — teygju- hoppið svonefnda. Meira að segja góðkunningja minn, sem átti ekki til orð yfir tilgangsleysi þess hjá mér að ganga yfir glóðir fyrir nokkrum árum á galdra- nesinu fyrir vestan, langaði núna óhemjumikið að fara svona sal- íbunu. „Kikkið“ er að þora að stökkva og finna hvernig hjartað fer upp í háls á leiðinni niður, finna um leið nokkurra sek- úndna óttafiðring eða sælu — allt eftir því hvernig kroppurinn er tilfmningalega innréttaður til stökksins. Fáir þyrðu að láta sig gossa ef öryggis væri ekki gætt í hvívetna. Því má spyrja: Hversu mikill er kjarkurinn í raun og veru? Eftir því sem ég hugsaði meira um teygjuhoppið fór ég að hugsa um í hverju alvöru kjarkur vœrifólg- inn. Og afþví kyn- ferðismálin eru mér hugleikinfór ég að skoða hverjir hafa sýnt alvöru þor í kynferðis- málum á opinber- um vettvangi und- anfarin ár hér á landi. Við aðstæður þar sem meiri óvissa ríkir um útkomu reynir á raunverulegt þor og sjálfstraust. Eftir því sem ég hugsaði meira um teygjuhoppið fór ég að hugsa um í hverju alvöru kjarkur væri fólginn. Og afþvíkynferðismálin eru mér hugleikin fór ég að skoða hverjir hafa sýnt alvöru jor í kynferðismálum á opinber- um vettvangi undanfarin ár hér á landi. Fyrst allra dettur mér í hug Margrét nokkur Pála Ólafsdóttir, sem hélt ótrauð áffam starfi sínu í „kjörnun" þrátt fyrir fordóma í garð hennar sem lesbíu og til- raunir í þá átt að gera vinnu hennar tortryggilega vegna kyn- hneigðar hennar. (Hvenær ætl- um við að koma því inn í haus- inn á okkur að kynhneigð er einkamál viðkomandi og kemur starfi ekkert við?) Rannsóknir Margrétar Pálu á kynhlutverkum og leiðum til að styrkja bæði kynin gefa tvímælalaust til kynna að halda beri þessu rannsóknar- starfi áfram og þá meðal eldri barna. Þá eru mér ofarlega í huga þeir sem komið hafa fram opin- berlega undanfarin ár sem HIV- jákvæðir eða með sjúkdóminn alnæmi. Til að breyta viðhorfum til alnæmis er nauðsynlegt að fara ekki í felur með sjúkdóminn (ekki frekar en krabbamein nú á tímum). Hver vildi stíga fyrstu skrefin fram í dagsljósið vitandi að almenningur mundi bregðast ókvæða við? Ég væri að ljúga ef ég viður- kenndi ekki að mér datt ég sjálf meðal annarra í hug í sambandi við „teygjuhopp“ í kynferðismál- um á opinberum vettvangi. Sér- staklega núna effir að nágran’ni minn hringdi í mig út á land og tjáði mér að tveir unglingsstrák- ar hefðu ætlað að gera mér og fjölskyldu minni grikk með reyk- sprengju, en þá hefði bévítans reyksprengjan tekið upp á að loga svo olli skemmdum fyrir framan íbúðina mína (þeir ætl- uðu nefnilega „bara“ að láta koma reyk). Þar sem ég bý í sex- tíu íbúða fjölbýlishúsi hvarflaði að mér að val þeirra á íbúð hefði kannski ekki verið tilviljun. Ég leiði það nú að mestu leyti hjá mér þótt ég fái nokkur hallæris- leg símtöl ár hvert. En þegar íbúðin mín fær ekki að vera í friði fyrir unglingum sem eru að fá aukna kynhormónainnspýt- ingu í kroppinn fæ ég bakþanka um hvort ég hefði frekar átt að fara í framhaldsnám í geðhjúkr- un en ekki kynfræðslu. Þegar ég hóf störf hér á landi fyrir fjórum árum grunaði mig ekki að starfs- val mitt myndi vekja sérstaka at- hygli. Stundum hvarflar að mér að ég hafi hreinlega verið barns- lega einföld að vera svo vitlaus að halda að það væri ekkert tíltöku- mál að sérhæfa sig í kynfræðslu og öðru fólki þætti það líka sjálf- sagt. Kynlífið hlýtur að vera þessum gelgjustrákum mjög hugleikið fyrst þeir vildu reyk- myrkva íbúðina mína, eða það hefði að minnsta kosti hann Þór- bergur Þórðar sagt. Strákarnir væru svona ári hræddir við kyn- orkuna í sér að þeir vildu þurrka hana út. Þeir gerðu það á afar snyrtilegan og táknrænan hátt; með því að búa til lítið dóms- dagsatriði — nokkurs konar kynlífsgjörning fyrir framan íverustað „kynlífskonunnar". Mín kenning er sú að unglings- pilta vanti „ritúal" til að komast í gegnum og melta kynþroska- skeiðið. Þessir pörupiltar gáfu mjög skýr skilaboð fyrir hönd fjölmargra annarra drengja um þessa þörf. Annars eru fæst „teygjuhopp- in“ í kynferðismálum fram- kvæmd opinberlega. Flest fara fram fyrir luktum dyrum. Það að þora að vera óttalega Iítill í sér, viðurkenna að maður viti ekki alla hluti, þora að tala um það sem skiptir máli í nánum sam- böndum og kynlífi er raunveru- legur kjarkur. Hér er óhætt að láta það gossa svo framarlega sem „öryggislínan" er fyrir hendi — vilji til að hlusta, virða og við- urkenna. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.