Pressan


Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 31

Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20 ÁGÚST 1992 31 Bréffrá Landlœkni vegnafréttar um lœknamistök Hr. ritstjóri. í blaði yðar þ. 13. ágúst er fjallað um kærumál vegna meints gáleysis lækna, m.a. í leiðara. Ég legg ekki í vana minn að fjalla opinberlega um einstök mál er koma tÚ afgreiðslu Læknaráðs fslands, m.a. vegna þess hve viðkvæm þau eru og auðveldlega má þekkja slík mál. Síst af öllu tel ég mig geta rætt slíkt mál í blaði yðar, þar sem ég hef iðulega orðið að leið- rétta rangfærslur sem þar hafa birst — eins og dæmin sanna og yður er þaul- kunnugt um. Ég geri þó undantekningu varðandi umfjöíun blaðs yðar í þessu tíl- felli. f blaðinu er látið að því liggja að stuðst sé við opinber gögn er fjallað er um mál er borið var undir Læknaráð fslands, en þess ekki getíð að læknaráð klofnaði f afstöðu sinni og dómur Hæstaréttar var samhljóða áliti minnihluta ráðsins. Þess skal getið að ýmis mál læknaráðs hafa gengið áfram til dóma enda mjög erfið og flókm. Á tuttugu ára ferli mínum sem for- maður læknaráðs hafa dómar yfirleitt fall- ið samhljóða álití læknaráðs, nema í einu tilfelli féll dómur gegn áliti þess og (Öðru tilfelli var dómurinn samhljóða minni- hluta ráðsins. Ummæli yðar um afstöðu lækna f læknaráði til slfkra mála, „að þeir telji ekki frumskyldu sína að leiða hið sanna í ljós“, eru því bæði röng og ill- gjöm. Ég hef því ákveðið að vísa ummæl- um yðar til siðanefndar blaðamanna. Gert á Þórshöfii, Ólafur Ólafsson landlæknir. Athugasemd ritstjóra Það var ekki við því að búast að Ólafi líkaði leiðarinn. Okkur mun gefast tæk- ifæri til að ræða efni hans hjá siðanefnd blaðamanna. Skoðanir mínar á ffamferði lækna við rannsóknir á mistökum við aðgerðir hefur ekki breyst. Ritstj. Bréffráfram- kvœmdastjóra Alþýðubanda- lagsins I „fyrst og ffemst“-dálki Pressunnar 13. ágúst sl. er því haldið ffam að Álfheiður Ingadóttir hafi greitt atkvæði gegn því að opna fundargerðarbækur stofnana Al- þýðubandalagsins. Þetta er rangt því að birtingin var samþykkt einróma á fundi ffamkvæmdastjómar Alþýðubandalags- ins 6. ágúst síðastliðinn. Ef Pressan hefði viljað hafa í heiðri reglur blaðamennskunnar hefði blaða- maður þinn með einu símtali getað orðið sér útí um eftírfarandi texta úr fundargerð framkvæmdastjóman „Álfheiður Ingadóttir, Guðrún Helga- dóttir og Arthur Morthens kváðu sjálfsagt að birta umrædd gögn, en bentu á að þessi gögn væm ekki fullkomin lýsing á sögunni. Svavar Gestsson kvað samantektina sýna að stofnanir Alþýðubandalagsins hefðu virt samþykktina frá 1968. Hann kvaðst sem fýrrverandi formaður styðja birtingu greinargerðarinnar. Jóhanna Eyfjörð, Unnar Þór Böðvars- son og fleiri ræddu ýmis mál í sambandi við birtínguna. Samþykkt einróma að birta greinar- gerðina og fylgiskjölin og opna fundar- gerðarbækur stofnana Alþýðubandalags- ins fyrir almenningi." Eins og af framansögðu má sjá er „- ffétt“ Pressunnar tilhæfulaus og útlegging hennar markleysa. Vonandi verður þessi fingurbrjótur til þess að þú eflir með blaðamönnum þínum símþrek til heim- ildaöflunar. Kveðjur, Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri. EININGABRÉF 1 Raunávöxtun s/. 3 mánuði 7,3% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Knttglutitii 5, síttti 689080 í eigu llúnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna EINFÖLD OG GÓÐ SKRI FBÆRí SHARR Z-50 - Viöhaldsfrí Ijósritunarvél. - 8 eintök á mín. - Sjálfvirk lýsing. - Pappírsskúffa undir vél. - Auka framhjámatari. - Ljósritar frá A4 nióur í nafnspjaldastærö. VERÐ: 59.580,- m/vsk. Hverfisgötu 103, sími 627250, Fax 627252

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.