Pressan


Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 39

Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992 39 Framhald afsíðu 37 Ragnars felst einmitt í því, að gefa áhorfandanum tilfmningu fyrir því, að verkin standi rótföst í íslenskum veruleika og að þau séu unnin af manni sem er gjörsamlega laus við alla listræna stæla og gerir aðeins það sem honum er eðlilegt. I sýningarbók stendur að Ragnar hafi verið „ógleymanleg persóna öllum þeim sem honum kynntust". Þessu til staðfest- ingar hefur verið safnað saman, á efstu hæðinni, fjörutíu og fjórum teikningum af listamanninum eftir vini og samferða- menn. Óneitanlega skemmtilegt tilbrigði við staðlað sýningarform. Á miðhæðinni má sjá aðra hlið á lista- manninum í ellefu samstæðum vatnslita- myndum sem hann gerði undir lok æv- innar. Til að veita betri yfirsýn yfir list Ragnars hefur verið komið fyrir skyggnu- myndasýningu á útiverkum hans í nýju bókahorni Nýlistasafnsins. Vönduð sýn- ingarbók stendur til boða, með fróðlegri grein um Ragnar eftir Eirík Þorláksson. Það er vel að sýningunni staðið. Gunnar J. Árnason Bjartur og frú Emilía TfMARIT UM BÓKMENNTIR OG LISTIR. 2. 1992 ★★★ Það sem helst vekur athygli og fc'T lgleði í síðasta hefti Bjarts og frú Bú. ^F.milíu eru tvær smásögur eftir Ian McEwan sem Ástráður Ey- steinsson þýðir af mikilli prýði. Ég man ekki hvenær ég sá síðast jafn góðan skáld- skap í íslensku bókmenntatímariti en það hlýtur að vera þó nokkuð um liðið því nógu lengi hefur mér virst sem góður skáldskapur ætti í mesta basli með að rata til fundar við ritstjóra menningartímarita. En kannski hef ég ekki haldið mig á rétt- um slóðum því mér virðist að hér sé kom- ið tú narit sem vert er að gefa gaum. Þótt ekkert annað efni þessa tímarits geti keppt við hinar vel skrifuðu, mynd- rænu sögur McEwans þá er þar að finna forvitnilegt efni. Hafliði Arngrímsson seg- ir nokkur deili á leikritahöfundinum Bernard-Marie Koltes og birt er verk eftir hann sem sannar reyndar ekki að allt það lof sem hlaðið hefúr verið á Koites eigi rétt á sér. En hvað um það þá er einstaklega ánægjulegt að lesa bókmenntatímarit sem leggur áherslu á að kynna erlenda höf- unda fyrir lesendum sínum. Kristín Ómarsdóttir skáldkona tekur viðtal við Sjón þar sem hann reifar hug- myndir sínar um samband trúar, listar og geðveiki, ræðir athyglissýki nútíma- mannsins og varnarleysi hans gagnvart lífinu. Bygging viðtalsins virðist nokkuð ómarkviss. Það er vissulega ekki samræða en nær því ekki heldur að verða eintal skáldsins þótt það beinist mjög í þá átt. Sjón er á flugi og Kristín kallar í örfá skipti tfl hans spurningar eins og til að minna á að hann sé í viðtali og hún sé þarna líka. Viðtalið skortir formfestu sem hefði auð- veldlega náðst hefðu spurningar spyrj- anda verið fleiri eða skáldinu verið leyíft að eiga öll orðin að stuttum formála und- anskildum. En þetta er að mörgu leyti at- hyglisvert og býsna skemmtilegt viðtal þar sem skáldið kastar ffarn djörfiim ftfll- yrðingum. Tímaritið birtir ávarp sem Sigurður Skúlason flutti við skólaslit Leiklistarskóla íslands í vor. Sigurður vitnar þar í orð Shakespeares: „Segjum það sem okkur finnst, ekki það sem við ættum að segja“ og síðan segir Sigurður það sem honum finnst. Sigurður virðist vera leiklistarlífinu það sem Matthías Viðar Sæmundsson er bókmenntaheiminum; röddin sem varar við sjálfumgleði og yfirborðsmennsku. Hér er dæmi: „Þar (í leikhúslífinu) er að finna samkeppni eins og hún getur verst orðið; pot, baknag og valdatafl. Þar blómstrar viðleitnin til þess að búa til og viðhalda einhverri sérstakri ímynd sem hefur yfirleitt lítið með raunveruleikann að gera. Og allt sprettur þetta og lýtur hin- um alltumlykjandi hégómaskap. Hégóma frægðar og frama, hégóma egósins sem gagnsýrir allt umhverfi og starf leikarans." Ég geri ekki ráð fyrir að leikarastéttin klappi Sigurði lof í lófa fyrir þess orð sín fremur en bókmenntaheimurinn gerði á sínum tíma þegar Matthías Viðar las í út- varpi svipaðan pistil, en það er ætíð gott að vita af mönnum sem skima ekki í allar áttir effir stuðningsmönnum áður en þeir segja skoðun sína og minna á að ekki þarf allt að vera í allra besta lagi alls staðar. Auk þess efnis sem hér hefur verið talið er í tímaritinu að finna ljóð effir Sigfús „Sjón er á flugi og Kristín kallar í örfá skipti til hans spurningar eins og til að minna á að hann sé í viðtali og hún sé þarna líka," segir Kolbrún í gagnrýni sinni á Bjart og frú Emelíu. Bjartmarsson og tvær sögur effir Þorvald Þorsteinsson. Ljóð Sigfusar eru úr ljóða- bók sem von er á fyrir jól og lofa sannar- lega góðu. Saga Þorsteins „Dr. Living- stone, býst ég við“ er skemmtilega hugsuð en „Fagur dagur“ er ein af þessum svið- settu sögum sem líkegt er að lesanda finn- ist hann hafa lesið margoft áður, svo kunnuglega hljómar hún. Bjartur og frú Emilía er ekki stórt tíma- rit, 68 blaðsíður í litlu broti, en mér virðist greinilegt að ritstjórar þess geri listrænar kröfur til þess efnis sem þeir birta og það er mikill ferskleiki yfir þessu riti. Þeir bók- menntaunnendur sem fletta stærri tíma- ritum og finna þar aðeins léttvægan skáldskap ættu að lesa þetta ágæta tíma- rit. Haldi ritstjórn áfram á sömu braut mun tímaritið ekki valda lesendum sín- um vonbrigðum. Kolbrún Bergþórsdóttir Endurunnið Suð- urríkjarokk THE BLACK CROWES THE SOUTHERN HARMONY AND MUSICAL COMPANION ★★★ Á síðustu árum hefur verið WMnóg að gerast í endurvinnslustöð ^Á»poppsins. Flestar stefnur hafa verið endurnýttar, í þær dælt nú- tímalegri áferð og þeim dælt á markaðinn í nýjum umbúðum. The Black Crowes koma einhvers staðar ffá Suðurríkjunum en hafa alið manninn í Los Angeles ffá því fyrsta plata þeirra kom á markaðinn. The Southern Harmony... er þeirra annað verk og hefur verið á hægri ferð upp bandaríska breiðskífulistann. Þetta er sex manna hljómsveit og það eru bræðurnir Chris og Rech Robinson, söngvarinn og gítarleikarinn sem eru innstu koppar í búri. Þótt tónlistin beri það ekki með sér, er stirt á milli þeirra og fara þeir aldrei saman í viðtöl. The Black Crowes hafa valið suðurr- íkjarokk, blúsað rokk í anda Creedence og álíka sveita sem sinn efnivið í skemmti- lega og ferska endurvinnslu. Stundum dettur manni líka í hug Rolling Stones á góðum og blúsuðum degi. Tónlistin er gegnumsýrð af munnhörputónum, frá- bæru Hammondspili, gargandi bakrödd- um sem hljóta að tilheyra svörtum söng- konum, fínum gítarsólóum sem aldrei nálgast montstig þungrokksins og beittri röddu Chris, sem leynir ekki uppruna sín- um. Það sem gerir tónlist the Black Crowes jafn aðlaðandi og raun ber vitni, er sú virðing sem þeir bera til tólistarinnar. Þeir eru ekkert að þykjast, þeir fíla það sem þeir eru að gera, það er sál í jjesu hjá þeim. Sú staðreynd að þeir eru allir helvít- is hasshausar skemmir ekki fyrir, þvert á móti; þetta rennur allt áffam afslappað og létthippað, eðlilegt og einlægt, maukæft og skakkt. Lögin eru auðvitað misjöfn, platan er ekki gegnumheilt meistaraverk, en þegar The Black Crowes eru sem bestir eru fáar hljómsveitir sem vekja upp jafn góðan Suðurríkja-fíling. Ég bendi sérstaklega á lögin Remedy, Black Moon Creeping og No Speak No Slave; eftir svona snilld langar mann helst að kaupa miða aðra leið til Alabama, liggja í sólinni og þamba Bourbon. Jet Black Joe-aðdáendur; tékkið á Svörtu Krákunum. Gunnar Hjálmarsson Ágœttstöff THE B-52'S GOODSTUFF REPROSE ★★★ Annað líf bandarísku sveitarinnar, the B-52’s, hófst með plötunni Cosmic thing sem kom út 1990. platan varð mjög vin- sæl enda pottþétt poppplata. Á nýju plöt- unni er margt vel gert en samt augljóst að sveitarmeðlimir hafa notað uppskriftina að Cosmic thing og kryddað með þeim léttgeggjaða nýbylgjuferskleika sem ein- kenndi fyrstu afurðir hljómsveitarinnar. Good stuff er því blanda af gömlu og ný- legu og enginn vendipunktur hjá hljom- sveitinni. Aldurinn færist yfir hljómsveitina og tíminn hefur höggvið skörð; gamli gítar- leikarinn dó úr eyðni 1985 og nú hefur önnur söngkonan, Cindy sagt skilið við sveititna um stundarsakir. Þau eru því bara þrjú eftir Kate Pierson, ein skemmti- legasta söngkona poppssins í dag; ætíð stelpulega fersk og nú án heysátu-hár- greiðslunnar, Fred Schneider; grallaraleg- ur raddari sem þekkir sín takmörk og Keith Strickland sem skipti á trommum og gítar og kemur sterkur út úr spilinu á nýju plötunni. Aðkeyptir spilarar sjá svo um afgangin af festu tímakaupsins. Það eru mörg fi'n lög á Good stuff; Re- volution earth og Dreamland eru nútíma popplög sem renna vel, og titillagið og Tell it like it T-I-S minna á gamla partý- tíma. Hið ósungna Worlds’s green laught- er er svo skemmtilega ffískandi, eins og ffostpinni eftir gufúbað. Þegar gagnrýnendur hafa fundið sig knúna til að líkja Sykurmolunum við aðra hljómsveit hefur B-52’s oftast orðið fyrir valinu. Samlíkingin er ekki út i hött, þótt hún sé ónákvæm, því báðar sveitirnar spila skemmtilegt nútímapopp með gáfú- legum, en jafnframt gáskafullum fersk- leika. Gunnar Hjálmarsson Opið föstudags- og laugardagskvöld kl. 11-03 FJÖRÐURINN NILLABAR HLJÓMSVEITIN HLJÓMSVEITIN VÖLUSPÁ SMÁ DJQK LEIKUR FYRIR DANSI sjá um , LAUGARDAGSKVÖLD ROKK OG ROL. BJÖGGI GÍSLA, HALLI, A.T.H. JÓN ÓLAFS OG SVENNI. AFSLÁTTARKORTIN KOMIN. ■■ JÁ NILLI SÉR UM HORKU BALL SÍNA. OPIÐ: 23.0003.00 OPIÐ FRÁ KL: A.T.H. snyrtilegur Klæðnaöur. 1 8.0003.00 aldur, 20 ár aldur, 18 ár STRANDGÖTU 30 SÍIVII650123 ftðaíréttir Skötuseísteilý tned'ferskugrœnmeti í estragon rjómasósu. ‘Jýr. 990.- (jíjáó „tfiai“ fjúffinfjabringa medeggjanúðtum qi7 tvítfaufssósu ‘Jýr. 1590.- (jriífaður tamBatryggur boiinn fram meðrósin piparsoði og seíjurótar- anifistíamauýi. Jýr. 1.490.- Opið föstudags- og laugardagskvöld sími 689686 (jriffuðnautafmjgijsneið meðsfaffottufaufj. sveppum, fersfum Baunum og madeirasósu. ‘Jýr. 1.890.- "

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.