Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 Þurfa meðlagsgreiðendur félagslega aðstoð úr ríkissjóði? Rlkissjóður gæti sparað sér 700 til 1.000 milljóna króna útgjöld vegna einstæðra foreldra með því að tvöfalda meðlagsgreiðslur úr 7.550 krónum að meðaltali fyrir hvert barn upp í 15.100 krónur á mánuði. Þetta er hægt að gera með einföldum úrskurði og hertri innheimtu. Með því að láta hina forræðis- lausu foreldra greiða þannig að meðaltali tvö- falt meira með börnum sínum en nú er gert gæti ríkissjóður um leið af- numið allar mæðra- og feðralaunagreiðslur, sem áætlaðar eru 800 milljónir Þetta mundi um leið draga nokkuð úr þeirri mismunun sem orðin er á milli foreldra eftir hjú- skaparstöðu, sem leitt hefur til sí- aukinna málamyndaskilnaða og annarrar misnotkunar á velferð- arkerfinu. SAMHENGISLAUSAR STUÐNINGSAÐGERÐIR VIÐ EINSTÆÐA Sérstök nefnd sem Sighvatur Björgvinssou heilbrigðis- og tryggingaráðherra setti á laggirnar hefur skilað áliti og komist að þeirri niðurstöðu að fjárhagslegur ávinningur af málamyndaskilnaði sé talsverður, sérstaklega hjá tekjulágu fólki. Núverandi kerfí mismunar um leið bömum tekju- lágra foreldra eftir hjúskapar- stöðu. Nefhdin benti sérstaklega á þann möguleika að „nýta í ríkara mæli tiltækar lagaheimildir þann- ig að meðlagsgreiðslur endur- spegli greiðslugetu þess foreldris sem er meðlagsskylt". Þá leggur nefndin til að greiðsla mæðra- og feðralauna verði tekjutengd og al- mennt að ýmis „stuðningskerfi“ foreldra og barna verði samtengd. Af niðurstöðum nefndarinnar má ráða að aðgerðir undanfarinna ára og áratuga til stuðnings ein- SKILNADUR SKIPTIR MEIRU EN ÞJÚDARSÁTTARSAMNINGAR! Skattalegt hagræði af málamyndaskilnaði er mikið, því einstæðum foreldrum er ívilnað verulega í skattalöggjöflnni. Þjóðhagsstofhun hefur reiknað út „gróðann“ af þvi að skilja á pappírunum miðað við ýmsar forsendur um tekjur og bamafjölda og áhrifþessa á bamabæt- ur, barnabótaauka og vaxtabætur. Upphæðirnar að neðan sýna aukn- ingu ráðstöfunartekna hjóna/sambýiisfólks á mánuði fyrir og eftir málamyndaskilnað. Hrein „kauphækkun“ er allt frá 2,8 prósentum þar sem barnið er eitt og sameiginlegar tekjur 140 þúsund á mánuði upp í 32,4 prósent þar sem börnin eru þrjú og sameiginlegar tekjur 160 þúsund krónur. Við þessa skattalegu hagræðingu má svo bæta mæðra/feðralaununum og stórlega lækkuðum dagvistarútgjöldum þar sem við á. Eittbarn: Tekjur yngra en 7 Tvö börn: yngraog eldra en 7 Þrjú börn: ölleldri en7ára 100.000 140.000 160.000 400.000 110.200 117.800 138.100 1 41.900 150.400 165.400 291.800 301.800 Fyrir Eftír 119.700 141.400 126.800 161.300 145.300 165.500 150.400 114.000 155.200 179.400 159.400 211.100 294.100 318.800 294.000331.500 Fyrir Eftir Fyrir Eftir stæðum foreldrum hafi verið samhengislausar og leitt til mis- mununar. Einstæðir foreldrar fá barnabætur, barnabótaauka, mæðra- eða feðralaun, meðlög, niðurgreidda dagvist.nærri vaxta- bætur þegar um íbúðarkaup er að ræða, aðgang að fé'agslega hús-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.