Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
í Þ R Ó T T I R
29
Rallað frá Perlunni til Smárahvamms
Bogdan „Bóbó" Kowalzyk gerði garð-
inn frægan með íslenska landsllðinu í
handbolta. Hann þjálfar nú landslið
Póllands.
Bóbó,
Andrés
og Janus
Á morgun hefst þriggja daga alþjóðlegt
rallí hér á landi, alþjóðlega Kuhmo-rallíið.
Tuttugu og tveir bílar eru skráðir til
keppni, þar afkoma fimm að utan.
Keppnin hefst klukkan átta í fyrramál-
ið, föstudag, við Perluna. Þaðan verður
farið á Geitháls, þá Kleifarvatn, að ísólfs-
skála og út á Reykjanes. Um klukkan
sautján verða ökuþórarnir komnir í
Smárahvamm, en þar er góð aðstaða fyrir
áhorfendur til að fylgjast með. Keppend-
um verður einnig heimilt að taka farþega í
bíla sína og því eiga þeir sem áhuga hafa
kost á að fara einn hring á ofsaferð og
upplifa spennuna sem rallíkeppni fylgir.
Á laugardagsmorgun verður farið af
stað klukkan átta ffá Hjólbarðahöllinni og
ekið að Korpúlfsstöðum og þar er kjörið
að fylgjast með keppendum. Síðan er ekið
á Tröllháls, Kaldadal, Grafning, Lyngdals-
heiði, Árnes, að Hrauneyjarfelli, Tungnaá,
Dómadal og Næfurholt en keppni lýkur
um klukkan tuttugu og tvö við Hjólbarða-
höllina.
Enn er lagt af stað klukkan átta á
sunnudagsmorgun og byrjað á því að aka
Geithálsinn og út á Reykjanes. Keppninni
lýkur við Perluna um klukkan þrettán.
Það eru þeir Ásgeir Sigurðsson og
Bragi Guðmundsson á sérsmíðaða rall-
íbílnum MG Metro 6R4 sem eru efstir í
baráttunni um íslandsmeistaratitilinn.
Næstir koma Steingrímur Ingason og
Gunnlaugur Rögnvaldsson ogþá feðgarn-
ir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson.
Þessir eiga örugglega eftir að berjast hart
um helgina.
INIiislhuuia P292
SAMBYGGT FAX OG
19 j LJÓSRITUNARVÉL
ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM NOTAR
VENJULEGAN PAPPÍR
OPTiMA
" ÁRMÚLA 8 - SÍMI67 90 00
Það er dálítið gaman að þeirri stað-
reynd að núverandi landsliðsþjálfarar
Pólverja í handknattleik og knattspyrnu
hafa báðir þjálfað á íslandi. Og reyndar
ekki bara þeir heldur hefur formaður
handknattleikssambands Póllands líka
þjálfað hér — þótt sú þjálfun færi að
miklu leyti ffam með aðstoð póstþjónust-
unnar.
Mennirnir sem hér um ræðir eru
Bogdan Kowalzyk sem, eins og hvert
mannsbam veit eða á að minnsta kosti að
vita, þjálfaði Víkinga og síðar íslenska
landsliðið í handknattleik. Bóbó — eins
og Sigurður Sveinsson kaliar hann — var
óumdeilanlega ffábær þjálfari þótt sum-
um fyndust aðferðir hans kyndugar og
maðurinn sjálfúr furðufýr. En með Bóbó
unnu íslendingar sæta sigra og hann
þjálfar nú Iandslið Pólveija í handbolta og
hlýtur að ganga vel, í það minnsta skilja
leikmenn hans hann núna, en tungumálið
sem Bóbó talaði við strákana oldcar var
víst sérstakt.
Á árunum 1982 til 1984 var pólskur
knattspyrnuþjálfari í herbúðum Fram-
mara að nafni Andrzej Strejlau. Hann
þjálfaði Framliðið í annarri deild 1982 og
kom því upp í þá fyrstu og var með liðið
eitt tímabil þar. Andrés þessi lagði að
margra áliti grunninn að því Framliði sem
svo ff ábærlega hefúr leikið síðustu ár, þótt
liðið hafi að vísu aðeins misst flugið í ár.
Nú er hann þjálfari Pólverja en þeir eru í
riðli með Holíendingum, Norðmönnum,
Englendingum og fleirum í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar. Andrés á þar
við ramman reip að draga og varla líklegt
að hann komi Pólverjum í úrslitin í
Bandaríkjunum.
Það er svo Janus Czerwinski sem er
formaður pólska handknattleikssam-
bandsins. Hann þjálfaði íslenska landslið-
ið einhvem tíma í fýmdinni og naut við
það dyggrar aðstoðar Pósts og síma, en
sjálfur var Janus karlinn fáséður á íslandi.
Þessir þrír eru semsagt í forsvari
íþróttahreyfingarinnar í Póllandi nú um
stundir og eiga það allir sameiginlegt að
hafa þjálfað á litla íslandi.
/nýjasta hefti Shoot velta
blaðamenn fyrir sér ástæð-
um dræmrar aðsóknar að
leikJuventus og Anorthosis
frá Kýpur íEvrópukeppn-
inni. Aðeins 5.000 áhorfend-
ur mættu á leikvöll Juvent-
us, sem þó tekur um 80.000
manns í sæti. En blaðamenn
Shoot bæta við að eftil vill
geti Juventus- menn hrósað
happi yfir að hafa dregið
fleiri á völlinn en mættu á
leik Vikings frá Reykjavík og
CSKA-Moskvu. Á hann komu
aðeins 329.
WINDSOll
3ja sæta sófi & 2 stólar
ANNARS 298.600,-
m llVll ÍZWh
i-iii m
HÁll STOLL Stgr: 64.125,- Afb. 67.500,-
MGIJll STOLL Stgr: 58.235,- Afb. 61.300,-
SOFI Stgr: 82.080,- Afb. 86.400,-
SKRIFBOKÐSSIÓLL
Meö snúningi og ruggu
Stgr. 54.720,-
Ruggustóll
húsgögn
(IHESTERFIELD
3+1+1
ANNARS 298.600,-