Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 8. OKTÓBER 1992
9
Forráðamenn Fjárfestingarfélagsins Skandia
FRYSTU
SJOÐINA ÞEGA
ÍSLANDSBANKI
LOKADITÉKKA-
REIKNINGUNUM
Á föstudag ákvað íslandsbanki
hf. að loka hluta bankaviðskipta
sinna við Fjárfestingarfélagið
Skandia hf. Var félaginu þá sent
bréf um að yfirdráttarheimildir á
öllum tékkareikningum fyrirtæk-
isins hjá bankanum væru af-
numdar. Þetta gerir að verkum að
Fjárfestingarfélagið Skandia
treystir sér ekki til að standa undir
auknum innlausnum á hlutdeild-
arskfrteinum í sjóðum félagsins.
Þessi yfirdráttarheimild var sam-
kvæmt sérstökum kjörum sem
sjóðirnir höfðu haft frá því að
Fjárfestingarfélag íslands sá um
þá og var hún án þaks.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hafði bankinn áður farið
fram á endurskoðun á þessu yfir-
dráttarákvæði og öðrum þjón-
ustusamningum við fyrirtækið.
INNLAUSNIR
ÞREFÖLDUÐUST
Innlausnir úr verðbréfasjóðun-
um höfðu aukist veruiega á
fimmtudag og föstudag, meðal
annars í kjölfar fréttar PRESS-
UNNAR. Má sem dæmi taka að í
upphafi mánaðar er innlausn á
fyrsta degi yfirleitt um 10 milljónir
króna en var á fimmtudaginn um
35 milljónir.
Þegar yfirdráttarheimild Fjár-
festingarfélagsins Skandia hvarf
blasti við að forráðamenn fyrir-
tækisins treystu sér ekki til að
halda áfram að innleysa skírteini
eftir helgi. Eftir fundahöld alla
helgina með fulitrúum bankaeffir-
litsins var ákveðið að loka sjóðun-
um eins og komið hefur fram.
En þessi atburðarás átti sér
nokkurn aðdraganda. Sem kunn-
ugt er sendi stjórn Fjárfestingarfé-
lagsins Skandia Fjárfestingarfélagi
íslands bréf fimmtudaginn 1.
október þar sem kaupum á verð-
bréfasjóðum þess síðarnefnda er
rift. Ef marka má viðbrögð stjóm-
enda Fjárfestingarfélags Islands
kom þessi riftunarkrafa þeim í
opna skjöldu og höfnuðu þeir
henni í bréfi 2. október. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins vissi
þó stjórnarformaður Fjárfesting-
þeim og lá það'fyrir 17. septem-
ber. Þetta uppgjör var gert sam-
kvæmt forskrift Skandia- manna
og átti að taka nákvæmlega til
allra útistandandi krafna fyrirtæk-
isins.
Mat endurskoðandans var það
að þá strax þyrfti 100 milljóna
króna leiðréttingu á sjóðunum til
að þeir stæðu undir skráðu gengi
Ragnar Aðalsteinsson stjórnarformaður og Gísli Örn Lárusson for-
stjóri: Mátu stöðuna þannig eftir fundi helgarinnar að ekki væri
hægt að hafa sjóðina opna áfram, einkum vegna þess að Islands-
banki bauð þeim að fara á „fittið" til að standa straum af innlausn-
arfélagsins, Guðmundur H.
Garðarsson, um þetta töluvert
fyrr eða strax 18. september —
daginn eftir að niðurstaða endur-
skoðanda Fjárfestingarfélagsins
Skandia lá fyrir. Félagið hélt síðan
stjórnarfund um málið í húsa-
kynnum Féfangs 24. september.
100 MILLJÓNIR VANTAÐI
STRAX TIL AÐ STANDA
UNDIR GENGISJÓÐANNA
Endurskoðanda sjóðanna,
Tryggva Jónssyni, var falið að
gera nákvæmt hálfsársuppgjör á
þeirra. Og til að þeir stæðu undir
þeirri ávöxtun scm búið var að
lofa þyrfti að bæta 163 milljónum
inn. Þetta töldu Skandia-menn
gjörbreyttar forsendur frá því er
þeir keyptu sjóðina.
Forsendur fyrir kaupverðinu í
apríl, 186,5 milljónum króna,
voru eftirfarandi: 1. Styrldeiki
sjóðanna. 2. Eigið fé fyrirtækisins,
135 milljónir. 3. Viðskiptavild.
Hinn 16. júní tók Skandia form-
lega við fyrirtækinu en þá vantaði
staðfestingu frá endurskoðanda
um stöðu fyrirtækisins.
Kaupverðið var reyndar
nokkru lægra en Fjárfestingarfé-
lagið hafði sett fram en það var
upp á 202 milljónir. Sá pakki var
þannig verðmerktur: Eigið fé upp
á 135 milljónir, 42 milljónir fyrir
Frjálsa lífeyrissjóðinn og 25 millj-
ónir fyrir viðskiptavild.
Við þessa nýju endurskoðun
virðist í fyrsta skipti hafa verið
tekið á ýmsum „gömlum synd-
um“ Fjárfestingarfélagsins. Flest
þau mál sem Skandia hefur gert
athugasemdir við eru tilkomin frá
þvífyrir 1991.
GAMLAR SYNDIR
KOMAÍLJÓS
Má þar nefna lánafyrirgreiðslu
vegna verslunarsamstæðunnar
Gerðubergs í Breiðholti. Sam-
kvæmt heimildum blaðamanns
gerir endurskoðandi ráð fyrir að
afskrifa þurfi ríflega 30 milljónir
króna vegna lána til handa Hreið-
ari Svavarssyni og fyrirtæki
hans, Borgarfossi. I ársbyrjun
1991 var fyrirtækinu Borgarfossi
hf. (sem þá var ekki einu sinni
komið á skrá) seld eignin á 98
milljónir og átti að staðgreiða 45
milljónir. Sú greiðsla barst hins
vegar aldrei. Afgangurinn var lán-
aður til langs tíma. Þessi aðgerð
var tilraun til að bjarga enn eldri
vandræðum. Verslunarsamstæð-
an stendur nú að mestu tóm.
Vegna húseignar á Höfða-
bakka, þar sem rekin hefur verið
heilsurækt, telur endurskoðandi
að þurfi að afskrifa um 20 milljón-
ir króna. Einnig má tína til lána-
fyrirgreiðslu til Laugardals hf. sem
rak Ask við Suðurlandsbraut. Þar
þarf að afskrifa verulega upphæð.
Þá má einnig nefna lánafyrir-
greiðslu til handa Borgarkringl-
unni vegna lo-
kaffágangs á efstu
hæðum. Skráður
lántakandi þar er
Víglundur Þor-
steinsson sem
situr í stjórn Líf-
eyrissjóðs versl-
unarmanna, sem
er einn aðaleig-
andi Fjárfesting-
arfélags íslands
hf.
ÓVÍSTHVORT
SJÓÐIRNIR VERÐA OPNAÐ-
IRAFTUR
Allar þessar skuldbindingar
sluppu framhjá þegar sjóðirnir
voru færðir niður um 2,5 til 4,5
prósent í ágúst í fýrra. Rætt er um
að ef átt hefði að mæta þessu of-
mati upp á 163 milljónir nú hefði
orðið að lækka gengi langstærsta
sjóðsins, Verðbréfasjóðsins, um 6
til 7 prósent.
En hvað verður um sjóðina nú?
Talið er að á milli fjögur og
fimm þúsund manns eigi fé þarna
inni en heildarumfang sjóðanna
er um þrír milljarðar. Þetta fólk
getur þurft að bíða í alllangan tíma
áður en það fær peninga sína til
baka.
Ljóst er að um leið og sjóðimir
verða aftur opnaðir streyma inn
innlausnarbeiðnir. Til að standa
undir þeim á meðan fyrirtækið
væri að vinna traust þarf að sönnu
mikla sjóði. En þó að sænska fyr-
irtækið Scandia eigi úr miklum
sjóðum að moða verða þeir tæpast
notaðir.
Innan bankakerfisins er rætt
um að með þeim aðgerðum sem
stjórnendur og eigendur Fjárfest-
ingarfélagsins Skandia gripu til
IULMi
Sama dag og
PRESSAN kom út
í síðustu viku
óskuðu forráða-
menn Skandia eftir
að kaupsamningur
þeirra við
Fjárfestingafélagið
yrði rift.
hafi traust sjóðanna horfið. Meðal
viðmælenda blaðsins var jafnvel
rætt um að þeir Skandiamenn
hefðu farið „á taugum“. I stað þess
að grípa til riftunar hefði verið
nær að lækka gengið og fara ffam
á endurskoðun vegna „gömlu
syndanna“. Á móti benda forráða-
menn Fjárfestingarfélagsins
Skandia á að bankaeftirlitið hafi
gert þeim að grípa í taumana og
án bankafyrirgreiðslu treystu þeir
sér ekki til að halda áfram að
mæta vaxandi innlausnum.__________
SigurÖur MárJónsson