Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 Sigrfður Beinteinsdóttir söng- kona er kraftmikil og greind samkvæmt túlkun Guðnýjar. Hún býr yfir mikilli orku og hef- ur andiegan llt niður eftir hlið- unum, en hliðarlitirnir tákna oft það sem fólk hefur ekki enn nýtt sér en býr engu að síður yf- ir. Sóley Elíasdóttir hefur dökk- grænan lit í kringum sig, sem er merki um mikla sköpunarhæfi- leika, og meðfram hliðunum er aðkenning að rauðum lit, sem er merki um mikið skap. Skapið nýtist þó ekki til hlítar hjá henni þessa dagana, því liturinn sem kemur efst er merki um það sem er í mestri „notkun". Hvað hafa þau Gunnar Þor- steinsson í Krossinum, Steinn Ár- mann Magnússon leikari og Sig- ríður Beinteinsdóttir söngkona við sig sem gerir að verkum að öll þjóðin hefur skoðun á þeim? Búa miklir leikhæfiíeikar í Sól- eyju Elíasdóttur, aðalleikkonunni í Sódómu Reykjavík, sem frum- sýnd verður í dag? Hefur hin gamla rokksöngkona Debbie Harry (Blondie) jákvætt eða nei- kvætt aðdráttarafl? Samkvæmt nýjustu tækni og vísindum er hægt að upplýsa ýmis persónueinkenni fólks með því einu að taka mynd af því, svokall- aða árumynd, sem hingað til hef- ur aðeins verið talið á færi skyggns fólks að greina með ber- um augum. Það er til dæmis orðið nokkuð auðvelt að komast að því hvort fólk er kærleiksríkt, jafnvel ástfangið, því svo virðist sem tölvutæknin sé að ná skyggnihæfi- leikum fólks. Það eru sumsé ekki bara Jesús og María mey sem hafa geislabaug. Náskyld Kirlian-tækninni Eins og PRESSAN greindi ífá í síðustu viku er komin í Hafnar- fjörðin árumyndavél sem á að sanna tilvist árunnar, að hún eigi sér stoð, kannski ekki í raunveru- leikanum en í það minnsta í til- verunni. Tæknin byggist á tölvu- ljósmyndun sem nemur og greinir orkublik mannsins niður í liti samkvæmt formúlu þeirri sem skyggnt fólk hefur haldið fram. I meginatriðum er það fólk sam- mála um túlkun litaskalans. Eins og fyrri daginn eru íslendingar fljótir að tileinka sér nýjungar. Það er engin tilviljun að á íslandi er ein sjö árumyndavéla sem til eru í heiminum; þrátt fýrir að hún kosti umtalsverða peninga. Margir ættu að kannast við Kirlian-ljósmyndatæknina sem hefur verið við lýði allar götur síð- an 1920, en áruljósmyndatæknin ku vera náskyld henni nema ívið fúllkomnari. Kirlian-ljósmyndim- ar sýndu til að mynda útlínur plöntuhluta sem búið var að af- nema. Skoðun okkar á nærveru fólks er í það minnsta staðreynd og við- kemur engum sérstökum yfimátt- úrulegum hæfileikum. Sumar manneskjur falla okkur alls ekki í geð en að öðrum sogumst við hreinlega. Flest okkar eru einnig sammála því að annars vegar hafi ákveðnar persónur, off umtalaðar og þjóðþekktar, við sig eitthvert aðdráttarafl sem erfitt reynist að útskýra í orðum, og hins vegar bölvum við öðrum sem við skilj- um hreint. ekki hvað hafa til brunns að bera til að verðskulda alla þessa athygli. f daglegu tali köllum við þetta jákvæða aðdrátt- arafl, sem við höfum á tilfinning- unni um fólk, sjarma eða útgeisl- un. fslendingar með sterka áru „Ég hef skoðað margar myndir af áru fólks víða um heim. Af þeirri litlu reynslu sem komin er á þetta hér á landi get ég ekki séð betur en íslendingar hafi mjög sterka áru og bleikur og hvítur eða ljósir litir eru algengari hér en annars staðar,“ sagði Ægir B. Bessason, eigandi árumyndavél- arinnar. Trúarleiðtoginn Gunnar Þor- steinsson hafði eldrauða áru en vildi ekki láta birta mynd af henni. „Því miður hefur þetta verið tengt nýöldinni," sagði hann. Samkvæmt þeirri túUíun eru fs- lendingar fremur kærleiksrfkir og viskumUdir. Forstöðumaður Krossins, Gunnar Þorsteinsson, mætti af fúsum og ffjálsum vUja tU að láta mynda áru sína, hins vegar vUdi hann ekki láta birta myndina af þeirri ástæðu að árur hafa verið kenndar við nýöldina og hann hefur verið einn harðasti and- stæðingur nýaldarkuklsins svo- kaUaða. Blaðamaður PRESSUNN- AR reyndi hvað hann gat tU að fá birta ljósmyndina af Gunnari, en þá sagðist hann ætla að reyna að kristna blaðamanninn. Niður- staðan varð því sú að samkomu- lag var gert um að segja ff á mynd- inni, í stað þess að birta hana. Gunnar segist síður en svo and- stæðingur tækni og vísinda. „Það er alveg ljóst að sáUna er hægt að mæla í ákveðnum skilningi. Þetta kemur lUca inn á það að syndin er Þótt otrúlegt megi virðast — að minnsta kosti samkvæmt myndinni Veggfóðri og ýmsum töffaraauglýsingum í sjónvarpi — segir árumyndavélin okkur að Steinn Ármann Magnússon sé afar kærleiksríkur maður. Það beinlínis geislar af honum hlýjan og kærleikurinn. Það gef- ur bleiki liturinn til kynna. Sá lit- ur kemur einnig oft sterkur upp ef fólk er mjög ástfangið. Eftir því sem ofar dregur í áru Steins verður hún rauðari, en rauði lit- urinn táknar kraft og er sjálf- sagt ríkjandi hjá Steini dags- daglega, það er að segja þegar hann er ekki að springa af ást til konu sinnar og nýfædds sonar. Þetta er árumynd af rokksöng- konunni sem kölluð hefur verið Blondie, en sigin ára eins og hennar hefur verið tengd ólifn- aði. óhrein orka: Þegar maður ffelsast breytist þessi orka þannig að hún fer í réttan farveg í stað þess að vinna að niðurbroti mannsins. Orka þessi er mælanleg í einhverj- um skilningi, að minnsta kosti sér maður augljósa birtingu yfir fólki sem frelsast, sem kannski væri hægt að sjá muninn á með þessari árumyndavél. En hvað um það. Syndin er orka sem hverfúr ekki, heldur breytir hún um farveg,“ sagði Gunnar. Eldrauð ára Það er skemmst ffá því að segja að áran í kringum Gunnar var eld- rauð, sem þýðir að í trúarleiðtog- anum býr ógnarkraftur og mikið skap — sem kemur sjálfsagt fáum á óvart. Litadýrðin í kringum Stein Ármann kom hins vegar verulega á óvart, að vísu ekki rauða blikið efst í árunni, sem er tákn um kraft hans, sem sjálfsagt margir hefðu getað sagt sér án þess að árumynd kæmi til. Það var bleiki kærleiksliturinn sem olli fjðrafokinu, ekki þó lengi, því skýringin kom fljótt; Steinn Ár- mann er nýorðinn faðir og því uppfúllur af kærleikstilfinningum þessa dagana. Leikkonan Sóley í Sódómu hefúr greinilega ríka sköpunargáfu, samkvæmt græna litnum, en Sigríður Beinteinsdótt- ir er umvafin mörgum litum. Það er mikið að gerjast í henni þessa dagana,__________________________ Guörún Kristjánsdóttir grófum dráttum T ú • Rauður stendur fyrir lífskraft og llkamlega heilsu. Eins getur rauður, sérstaklega dökkrauður, táknað reiði og notkun mikilla skapsmuna til að koma á breyting- um. • Appelsínugulur er litur lækningamáttar. Ef mikið er um þennan lit (áru eða orkusviði ein- staklings hefur hann lækninga- mátt frá náttúrunnar hendi (nat- ural healer), en eins getur liturinn táknað að viðkomandi sé að I k u n I i vinna að bættri heilsu sinni. Þetta á sérstaklega við um bjartan app- elsinugulan lit. Ef hann fer út ( brúnt gæti hann verið merki um metnað og eigingirni. • Hvítur er hinn fullkomni lit- ur og tákn fyrir mikinn þroska og hæfileika viðkomandi til að beina orkunni í þann farveg sem hann vill; hvort sem hanh er innan eða utan líkamans. t a n n a í • Gulur er litur persónulegs styrks og merki um visku eða greind. Fólk sem hefur fallegan gulan lit er talið hamingjusamt og vinsamlegt og eiga auðvelt með að tileinka sér hlutina. Sé guli lit- urinn ekki mjög fallegur getur hann verið tákn um veikan vilja og auðmýkt. • Grænn er tákn um náin tengsl líkama og-sálar. Eins getur grænn litur táknað þroska og sköpunarhæfileika og/eða breyt- ingar sem eiga sér stað eða verða í nánustu framtíð. Gulgrænn get- ur táknað að einstaklingurinn sé ekki allur þar sem hann er séður, en sé liturinn meira út í blátt er hann merki um að hægt sé að reiða sig á viðkomandi. Afar sjald- gæft er að þessi litur sé yfirgnæf- andi. • Blár litur í orkusviði eða áru gefur til kynna mikla ákveðni eða ríka sköpunargáfu. (flestum tilfell- um táknar blái liturinn að rásir fyr- ir sköpunargleði einstaklingsins séu opnar. Milliblár er táknrænn fyrir fólk sem leggur mikið á sig og nær fram flestu með vilja sín- um en því Ijósari sem blái liturinn er því „latari" er einstaklingurinn, þótt hann hafi sömu hæfileika til að bera og þeir sem hafa dekkri lit. • Fjólublár litur stendur fyrir dulræna hæfileika og vitneskju. Eins kemur þessi litur fram þegar andlegt ástand einstaklingsins er að breytast. 0 Dökkir muskulegir litir lýsa yfirleitt neikvæðum tilfinningum; brúnn lýsir græðgi og nísku, svartur hatri, grár þunglyndi, mó- brúnn losta og gruggugur rauður litur reiði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.