Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PKESSAN 8. OKTÓBER 1992
Félagsmálastofnun Hafnaríjarðar barst ásökun móður um sifjaspell barnsföður síns
Umræða um sifjaspell hefur
verið talsverð síðustu ár og orðið
til þess að fjöldi þessara-við-
kvæmu mála hefur fengið þá
meðferð sem þeim er ætlað. Það á
þó ekki við um öll tilfelli og réttar-
staða einstaklinga gegn hinu opin-
bera hefur verið dregin fram í
dagsljósið af þeim sökum að
málsmeðferð þess síðarnefnda
hefur á stundum þótt ábótavant.
Eitt þeirra sifjaspellamála, sem ef
til vill má gagnrýna vegna með-
ferðarinnar sem þau hafa hlotið,
kom upp í Hafnaríirði á síðasta ári
og er enn til umfjöllunar. Þykir af-
greiðsla þess ekki hafa farið fr am á
grundvelli óvilhallrar og réttlátrar
málsmeðferðar og brotið hafi ver-
ið á réttindum einstaklingsins.
„Mjög röng viðbrögð“
Málsatvik eru þau að í janúar-
mánuði á síðasta ári kom til um-
fjöllunar Barnaverndarnefndar
Hafnarfjarðar mál þess efnis að
móðir ásakaði barnsföður sinn
um hugsanlega kynferðisiega mis-
beitingu á dóttur þeirra. Var hann
sviptur umgengnisrétti við hana,
að fenginni tillögu ffá fulltrúa Fé-
lagsmálastofnunar, án þess að
rannsókn færi fram á meintum
ásökunum móðurinnar og að
auki var honum ekki skýrt frá því
hvernig komið var í málinu fyrr
en í marsmánuði á sama ári. Allan
þann tíma lá hann undir grun um
að hafa framið brotið en engar
sönnur höfðu verið færðar á að
sifjaspell hefðu átt sér stað.
Samkvæmt skriflegri umsögn
Einars Gauts Steingrímssonar
héraðsdómslögmanns, sem hefúr
haft með málið að gera fyrir hönd
mannsins, eru „þessi viðbrögð
mjög röng“ og hefði „starfsfólk
Félagsmálastofnunar átt að fara
með þetta mál strax á fund barna-
verndarnefndar, sem hefði getað
tekið einhverja bráðabirgða-
ákvörðun og kannað málið með
formlegum hætti svo tryggt væri
að sjónarmið hvors aðila um sig
kæmu fram“. Jafnframt bæri
stofnuninni skylda til að kæra
málið til RLR „ef minnsti grunur
léki á um glæpsamlegan verkn-
að“. Marta Bergmann, félagsmála-
stjóri í Hafnarfirði, segir að í til-
fellum sem þessu sé barnavernd-
arnefnd ekki skylt að kæra slíkar
grunsemdir og fulltrúar stofnun-
arinnar geti einungis verið leið-
beinandi eða ráðgefandi aðilar.
Faðir bamsins hefur farið ffam
Faðir barns kveður
félagsmálayfirvöld
í Hafnarfirði hafa
lagstgegn rannsókn
um meint sifjaspell
afhans hálfu sem
sannað hefði sekt
hans eða sakleysi. í
samræmi við tillög-
ur Félagsmála-
stofnunar hafi
móðir umsvifalaust
klippt á umgengn-
isrétt hans við dótt-
ur stna.
á opinbera rannsókn á ásökunum
móðurinnar en Rannsóknarlög-
reglu ríkisins hefur ekki þótt
„nægjanlegt tilefni til rannsóknar
þeirrar sem beiðst er“ og byggir
niðurstöðu sína á viðtali við fé-
lagsmálastjórann í Hafiiaríirði þar
sem forræðismálið hefur verið til
umfjöllunar. Segir hann að um
„jaðarmál" sé að ræða sem ekki
gefi tilefni til kærumálsmeðferðar
enn sem komið er, heldur fari
fram viðtöl við aðila sem málinu
tengjast og fylgst verði með barn-
inu. Ásakanirnar af hálfu móður
bamsins gagnvart föðurnum hafa
verið teknar sem „tilkynning
móður til Félagsmálastofnunar“
og með málið farið í samræmi við
það, með vísan til laga um vernd
barna og ungmenna.
Hagsmunir barns ganga fyrir
Það vekur spurningar að á
sama tíma og félagsmálastjóri gef-
ur rannsóknarlögreglunni þá um-
sögn að ekki þyki ástæða til rann-
sóknar er móður ráðlagt að koma
í veg fyrir umgengni föður og
barns. Faðirinn er hafður undir
grun án þess að tilraun sé gerð til
að fá botn í málið og honum jafn-
framt ráðlagt að láta málið kyrrt
liggja.
„Barnaverndarnefndir líta á
málin út frá hagsmunum bams en
foreldrar vilja stundum heldur
hugsa um eigin hag. Það er alger
undantekning ef lagt er til að al-
farið sé klippt á umgengni milli
bams og foreldris, en ef um vafa-
atriði er að ræða er almennt lagt til
að umgengni sé tímabundið undir
eftirliti,“ segir Marta. „Svona
dæmi þarf að meta og engar
skyndilausnir eru til. Fyrir dóm-
stólum þarf ótvírætt að sýna ffam
á sekt manna en í barnaverndar-
lögum er í raun ekki fjallað um
sekt eða sakleysi heldur velferð
bams og það er okkar hér að gæta
þess. Það segir ekkert í lögum um
að barnaverndarnefnd eigi að
kæra mál sem þessi.“ Marta sagði
ennffemur að reynslan af RLR og
dómskerfinu væri slík að það væri
ekki hvetjandi til að kæra. í árs-
skýrslu RLR ffá 1991 er álitið að
þessi mál gangi mjög á tíma þann
og fé sem lögreglan hefur til ráð-
stöfunar hverju sinni og væri bet-
ur varið í alvarlegri og brýnni
verkefni.
Þau viðbrögð hljóta að teljast
harkaleg að maðurinn skuli svipt-
ur umgengni við dóttur sína á
grundvelli grunsemda sem ekki
hafa að fullu verið kannaðar. Að
auki er réttur bamsins til að um-
gangast foreldri sitt engum vafa
undirorpinn og virðist í máli
þessu ffeklega horff framhjá því. f
greinargerð Einars Gauts kemur
og fram að „barn hafi lögvarinn
rétt til umgengni við báða foreldra
sína og enginn getur svipt nema
viðeigandi stjórnvöld sem gera
það með formlegum hætti og
gæta réttrar málsmeðferðar“.
Sekuránþessaðhafanokkuð
um málið að segja
Vegna málsins alls sóttist lög-
maðurinn eftir að veita umsögn
fyrir hönd umbjóðanda síns og
var boðaður með klukkustundar
fyrirvara á fund barnarverndar-
nefndar Hafnarfjarðar. Ekki var
hann viðlátinn þegar boðun var
gerð og gat því ekki mætt á fund-
inn auk þess sem hann hefði ekki
séð sér fært að undirbúa sig með
svo skömmum fyrirvara. Komst
nefndin að sömu niðurstöðu og
starfsmenn Félagsmálastofnunar
án þess að sjónarmið föður kæmu
nokkurn tíma beint og milliliða-
laust ffam og var honum því ekki
gert kleift að tala máli sínu gagn-
vart þeim aðila sem gaf umsögn
sína. Dregur lögmaðurinn þá
ályktun að að umsögninni hafi
verið staðið með ólögmætum
hætti, en hún var síðar lögð fyrir
dómsmálaráðuneytið.
Faðirinn hefur þannig upplifað
málsmeðferðina alla á þann hátt
að búið sé að dæma hann sekan
fyrirfram án þess að hann hefði
nokkuð um málið að segja. Farið
var ffam á formlegan umgengnis-
rétt og þá undir eftirliti ábyrgs að-
ila, sem var samþykkt, og jafn-
ffamt óskað effir að rannsókn færi
fram. Einungis í eitt skipti hefur
faðirinn hitt dóttur sína undir
þeim kringumstæðum, en að öðru
leyti hefur ekki verið staðið við
samkomulagið. Samkvæmt upp-
lýsingum hjá Félagsmálastofnun
er forræðisaðila skylt að halda
samkomulagið eða hljóta dagsekt-
irella.
Nú er málið í þeim farvegi að
faðirinn krefst þess að rannsókn
fari fram svo hið sanna megi
koma í ljós; vill að kannaðar verði
ásakanir á hendur sér, trúverðug-
leiki ffásagnar móður og vitna en
janframt að sálfræðileg athugun
verði gerð á barninu sjálfu. Hann
gerir kröfu til að sér verði úr-
skurðaður hæfilegur umgengnis-
réttur við dóttur sína án nokkurra
takmarkana og álítur jafnffamt að
samskipti hans við dóttur sína
hafi markvisst verið eyðilögð með
þessari málsmeðferð og grun-
semdir um sifjaspellin setji mark
sitt á tilfmningalegt samband föð-
ur og bams, auk þess sem hann er
fullur sektarkenndar og telur sig
hafa upplifað mikla niðurlægingu
í máli þessu. Eftir því sem PRESS-
AN kemst næst hefði ffamgangur
málsins átt að vera í samræmi við
málsmeðferð samkvæmt íslensk-
um lögum þegar og ef ljóst varð
að maðurinn hefði gerst sekur um
refsiverða háttsemi og brot á al-
mennum hegningarlögum. Eðli-
leg neyðarráðstöfun hefði falist i
því að úrskurða tímabundinn
skertan umgengnisrétt meðan
rannsókn færi ff am og fá dómsúr-
skurð. „Það er almennt vandamál
að íslendingar hafa staðið mjög
illa að því að semja leikreglur um
það hvernig opinberir aðilar eiga
að starfa,“ segir Einar Gautur.
„Þeir komast að því leyti ekki
miklu neðar í mannréttindamál-
um.“
Telma L. Tómasson
Bogi Nilsson rannsóknarlög-
reglustjóri: fhugar að koma á
skipulagsbreytingum sem und-
irmenn hans óttast að muni
draga úr aukavinnu þeirra og
þarafleiðandi lækka launin.
Vaxandi óánægja
innan RLR:
Bogi vill
meiri
árangur
með minni
aukavinnu
Vaxandi óánægju gætir nú
meðal almennra rannsóknarlög-
reglumanna innan RLR með
iaunakjör og starfsaðstöðu. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNN-
AR íhuga yfirmenn stofnunarinn-
ar að taka upp skipulagsbreyting-
ar sem á dagskrá voru 1990, en
var þá ýtt til hliðar vegna mót-
mæla rannsóknarlögreglumanna.
Telja þeir að slíkar breytingar leiði
til lækkunar á útborguðum laun-
um með því að aukavinna dragist
saman meira en þegar er orðið.
Vinnuálag hjá RIR hefur vaxið
verulega á undanförnum árum,
einkum í fjársvikadeild. Geta
starfsmenn engan veginn sinnt
öllum þeim málum sem berast og
fullyrða heimildir blaðsins að ekki
færri en 1.500 mál séu óafgreidd
hjá RLR. Samt hafi yfirvinna verið
skert og á sama tíma krefjist yfir-
mennirnir að mál gangi hraðar og
betur fyrir sig. Það vekur athygli
að þrátt fyrir verulegan aukinn
málafjölda hafa fjárveitingar til
RLR staðið í stað að raungildi á
undanförnum árum og jafnvel
komið fyrir að fjárveitingar til
launa og annars rekstrarkostnað-
ar hafi ekki verið nýttar til fulls.
Fjárlagafrumvarp næsta árs
gerir ráð fyrir 163,7 milljónum
króna til RLR og ráðningu eins
rannsóknarmanns. Fyrsta sept-
ember síðastliðinn tók Hörðurjó-
hannesson stöðu yfirlögreglu-
þjóns við hlið Helga Daníelsson-
ar.
Á UPPLEIÐ...
Á NIÐURLEIÐ...
Konráð Jónsson. Hann er ekki bara hótelstjóri á
Hótel Sögu heldur líka á Hótel fslandi og Hótel
Höfða.
Skattarnir. Með fjárlaga-
frumvarpinu hefur Friðrik
Sophusson slegið fyrra
skattpíningarmet sitt frá
síðustu fjárlögum.
Guðmundur Þ. Jónsson.
Allt í einu datt einhverj-
um í hug að hann gæti
orðið forseti Alþýðu-
sambandsins.
Sverrir Hermannsson. Hann er
lengur bara Landsbankastjóri heldui
lika Sambandsforstjóri.
Guðni í Sunnu.
Hann ætlarað
koma sér upp
persónulegu
málgagni,
sem er ólíkt
virðulegra
en það pláss
sem Velvakandi
Moggans hefur
skammtað
honum.
Skandia-fsland. Það virk-
ar aldrei traust að láta
gabba sig í viðskiptum. Á
(talíu er meira að segja
frjálst veiðileyfi á þá sem
eru nógu vitlausir til að
láta blekkja sig.
Ólafur Ragnar Grímsson. Undir for-
ystu hans er Alþýðubandalagið eini
stjórnarandstöðuflokkurinn sem
tapar fylgi.
Levi's
Magnús Ver.
Sterkasti maður í
heimi er í lagi. En
hvað er hægt að
gera við næst-
sterkasta mann í
heimi?
Levi's-gallabuxur.
Að minnsta kosti er verðið á
þeim á niðurleið í Hagkaup.
Ómar Ragnars-
son.Þegar hann
fór að leita
frétta í skrokkn-
um á sjálfum
sér kom tóma-
hljóð í þær.