Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 19 Hitnar enn einu sinni undir Kissinger Kvarnast úr brothættri ímynd Kissingers Nú sextán árum eftir að Henry Kissinger lét af embætti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna standa á honum fleiri spjót en oftast áður. Hann lenti nýverið í harkalegri yfirheyrslu hjá þingnefnd sem rannsakar málefni stríðsfanga og hermanna sem ekki sneru aftur úr Víetnamstríðinu. Um svipað leyti kom út ný ævisaga Kissingers eftir Walter Isaacson, blaðamann hjá tímaritinu Time. Hvorugt varð til þess að auka hróður Kissingers — og er honum þó annara um orðs- tír sinn en flest annað í lífinu. KERRY GRILLAR KISSINGER Fyrir hálfu öðru ári setti Banda- ríkjaþing á fót sérstaka nefnd til að kanna hvað hæft væri í sögn- um um að fjölda bandarískra her- manna væri enn haldið föngnum í Suðaustur-Asíu. Af því hafa borist flugufregnir árum saman að bandarískir hermenn væru í haldi í Víetnam og Laos. Fæst afþví hef- ur fengist staðfest og reyndar hef- ur margt reynst vera uppspuni þeirra sem vildu hafa Bandaríkja- menn að féþúfu með því að selja þeim rangar upplýsingar. Fræg varð blaðaljósmynd sem birtist í fýrra og átti að vera af bandarísk- um hermönnum í Víetnam. Kona hafði þóst þekkja eiginmann sinn á myndinni, en skömmu síðar kom í Ijós að þetta var gömul mynd af rússneskum hermönn- um á ótilgreindum stað. Öðru hvoru hafa hins vegar fyrrum starfsmenn varnarmála- ráðuneytisins sagt að til séu stað- festar skýrslur um að minnsta kosti nokkur hundruð manns sem enn gætu verið á lffi. Ráðuneytið virðist hafa legið á þessum upp- lýsingum, en það var fyrir tilstilli óbreyttra borgara (til dæmis Ross Perot) að þingið setti loksins sér- staka nefnd í málið. Hún hefur verið að störfum á annað ár og hefur grafið upp margt hnýsilegt. Fyrir skömmu var svo Henry Kissinger kallaður á teppið. Hon- um er borið á brýn að hafa vitað af bandarískum stríðsföngum í haldi Víetnama þegar ffiðarsamningum var lokið og bandarískt herlið kallað heim. Bæði Kissinger og Richard Nixon sögðu þá að allir fangar hefðu fengist lausir, en ým- islegt bendir til þess að því hafi farið fjarri og hernaðaryfirvöld hafi vitað afþví. Spurningin er hversu mikið Kissinger vissi, en það er ekki eins ljóst. Hann harðneitar að hafa skilið bandaríska hermenn eftir og lenti í harðri rimmu við John Kerry, annan formanna þing- nefndarinnar, um málið. Kerry var sjálfur hermaður í Víetnam og hefur sýnt málinu mikinn áhuga. Ekki fékkst niðurstaða í deilu þeirra Kissingers, en Kerry las upp úr skjölum sem bentu til þess að Kissinger færi ekki með alveg rétt mál. Það kæmi ekki mörgum á óvart þótt svo væri. Kissinger og Nixon var mikið í mún að ná friðar- samningunum í París á sínum tíma, enda var stuðningur þings og þjóðar við stríðið horfinn og stríðið sjálft að líkindum tapað. Auk þess er bandarískur almenn- ingur ekki óvanur því að þeir Nix- on-menn hafi farið ffjálslega með staðreyndir og látið siðferðið víkja fyrir praktískum pólitískum lausnum. ALLIR TALAILLA UM HENRY Það er enda meginþemað í nýrri bók um Kissinger, sem heitir einfaldlega Henry Kissinger: Ævi- saga. Þar dregur Walter Isaacson upp kunnuglega mynd af Kissin- ger sem metnaðargjömum, kald- lyndum, undirförlum, hrokafull- um og fölskum pólitískum snill- ingi. Bók Isaacsons er þó sanngjarn- ari í umfjöllun um Kissinger en flestar sem hingað til hafa verið skrifaðar. Blaðamaðurinn Seymo- ur Hersh skrifaði The Price of Po- wer fyrir áratug, þar sem honum er lýst sem valdasjúkum hroka- gikk. Hersh hélt því til dæmis ffam að Kissinger, sem aðstoðaði samninganefnd Johnsons í Víet- nam árið 1968, hefði lekið jafnóð- um upplýsingum til Nixons til að koma sér í mjúkinn þar og hjálpa Nixon í kosningabaráttunni. Þetta og fleira varð tilefni meiðyrða- málaferla, sem ekki var séð fyrir endann á síðast þegar fféttist. Annar blaðamaður, Bretinn William Shawcross, skrifaði Sideshow um leynilegar loftárásir Bandaríkjamanna á Kambódíu, land sem átti ekki í stríði við Bandaríkjamenn. Sagan er rakin mjög ítarlega og fer ekki á milli mála að Kissinger og Nixon lugu oftar en einu sinni að þjóðinni um þær aðfarir. Kissinger fór ekki í mál út af bókinni, en sendi út af örkinni aðstoðarmann sinn, Peter Rodman, sem lenti í hörkuritdeilu við Shawcross. Henni lauk með nokkuð öruggum sigri þess síðar- nefnda. Það slæma í fari Kissingers er vel þekkt og margumskrifað, til dæmis símahleranir sem hann stóð fyrir hjá undirmönnum sín- um þegar hann grunaði þá um að leka upplýsingum til fjölmiðla. Hroki hins óforbetranlega „bess- erwissers" er samofinn honum, svo og fýrirlitningin sem hann bar í garð Nixons, en leyndi með smjaðri og undirferli. í eyru ann- arra kallaði hann Nixon ýmist „hann drukkni vinur okkar“ eða „moðhaus“, en lýsti svo aðdáun sinni á stjórnvisku hans í návist forsetans sjálfs. Fræg er lýsing Bobs Woodward og Carls Bern- stein af því þegar þeir krupu sam- an, mótmælandinn Nbcon og gyð- ingurinn Kissinger, og báðust fýr- ir í gegnum táraflóð forsetans á Á s&ma tíma og óþægjlegar upp- gar koma fram Aiýrri ævi- er Henry rsakaður afa skilið íska her- iríVíet- n verst á baða bóga, en heldur er farið að a fölva á ímynd hans sem helsta stjórnvitrings darinnar. Undirritun friðarsamninga við Víetnam. Aðstoðarmaðurinn Win- ston Lord er Kissinger á vinstri hönd. erfiðustu dögum Watergate. Kiss- inger lýsti atvikinu fýrir aðstoðar- mönnum sínum og átti ekki orð til að lýsa fýrirlitningu sinni á veiklyndi forsetans. Bók Isaacsons staðfestir þetta flest, en áfallið fýrir Kissinger felst í því að hann byggir ffásögn sína að miklu leyti á lærlingum Kissin- gers og nánustu samstarfsmönn- um hans, til dæmis áðurnefndum Rodman og Winston Lord. Að sögn kunningja ræður Kissinger sér vart fýrir bræði þessar vikurn- ar vegna þessa og hefur látið það í ljósi á ýmsan hátt, til dæmis með því að hunsa stórveislur góðvina sinna. STJÓRNVITRINGUR Á HÁUM LAUNUM En Isaacson staðfestir líka að Kissinger var einhver mesti stjórnvitringur þessarar aldar, burtséð frá öllum skapgerðar- brestum. Hann átti meginheiður- inn af stórkostlegum diplómatfsk- um sigrum Nixons, svo sem de- féníe-stefnunni gagnvart Sovét- ríkjunum, nýjum og góðum tengslum við Kína og áhrifaríkum samningaumleitunum í Miðaust- urlöndum. Aðal Kissingers fólst í raunsæi, sem lét siðferði eða lýð- ræði ekki ráða ferðinni, heldur byggði valdajafnvægi á köldu mati á eigin styrk og andstæðingsins. Hann byggði á gamalli hefð stjómenda heimsvelda og er sér- stakur aðdáandi Castlereaghs og Bismarcks. Hann skrifaði dokt- orsritgerð sína um eðli átaka milli stórvelda og síðar bók um Vínar- fundinn, þar sem byggt var upp áratugalangt valdajafnvægi í Evr- ópu. En það er Kissinger ekki að skapi að aðrir felli misréttláta dóma um störf hans; hann vill skrifa sínar ævisögur sjálfur. Hann hefur þegar gefið út tvær bækur um árin hjá Nixon og Ford, samtals upp á 2.700 síður. Sú þriðja hefur lengi verið í burðar- liðnum, en síðustu störf Kissin- gers eru ekki síður gagnrýnd en hin fýrri. Hann rekur nú fýrirtæki, Kissinger Associates, gefur stór- fýrirtækjum og ríkisstjórnum ráð um þróun stjómmála víðs vegar í heiminum og þiggur allt að átta milljónum dala árlega fýrir þetta. Hann heldur þó áfram að skrifa um stjórnmál og margir hafa brð- ið til að gagnrýna hann fýrir hags- munaárekstra. Þótti mörgum mælirinn fullur þegar hann mælti með varfærnum viðbrögðum í kjölfar fjöldamorða á kínverskum stúdentum á Torgi hins himneska friðar árið 1989, en ríkisstjórn Kína er einn af stærri viðskipta- vinum Kissinger Associates. Svip- að var upp á teningnum í frak og Kissinger hefur átt fullt í fangi með að verja sig út af þessu, þótt ekki kæmu til erfiðar yfirheyrslur í þinginu og óþægilegar lýsingar í nýrri ævisögu. Karl Th. Birgisson Kissinger um íslensku ráðherrana: „Ég sat þarna alveg hlessa“ f öðru bindi æviminninga sinna lýsir Henry Kissinger kynnum sínum af fslendingum þegar þeir Richard Nixon komu hingað til fundar við George Pompidou árið 1973. Þá var út- færsla landhelginnar í 50 mílur efst í huga íslenskra ráðamanna, en Kissinger (sem þá var enn ör- yggisráðgjafi Nixons) hafði um aðra og merkilegri hluti að hugsa. Ummælin lýsa vel raunsæispóli- tík Kissingers, en um leið næst- um hrokafullri óþolinmæði þess sem hefúr eitthvað betra við tím- ann að gera en hlusta á rausið í smáþjóð norður í hafi: „Áður en við snerum okkur að erindi heimsóknar okkar þurft- um við að hitta leiðtoga þessa harðneskjulega lands hraun- breiðna og kufdalegra fjalla, þar sem aðdáunarverð þjóð dregur fram lífið á því sem ófrjór jarð- vegur og miskunnarlaust hafið bjóða upp á. Að diplómatískri siðvenju heimsóttum við Nixon og Rogers utanríkisráðherra lyk- ilmenn í ríkisstjórn fslands til að þakka þeim fýrir gestrisnina. Þeir voru kurteisir, en höfðu frekar lítinn áhuga á leiðtogafundi Frakka og Bandaríkjamanna. Þeim lá mest á hjarta stríðið sem þeir voru að hefja við Bretland út afþorskfiski. Málið snerist um umráð yfir hafsvæði úti fýrir landinu. íslend- ingar kröfðust fiskveiðiréttinda sér einum til handa í hafinu á milli fslands og Bretlands; þetta vakti spurningar um öryggismál og aðgang að auðlindum á hafs- botni. Hvert svo sem var gildi lagaraka, sem íslendingar byggðu kröfur sínar á, þá ætlaði þetta litla land að ná þeim í gegn með því að hóta að loka NATÓ-herflug- vellinum í landinu og fara í stríð við Bretland ef með þyrfti. Bresk- ir togarar og breskt herskip höfðu þegar orðið fyrir árásum íslenskra hraðbáta, sem bættu það upp með siglingaleikni sem á vantaði í vopnabúrið. íslensku ráðherrarnir höfðu uppi alvöru- þrungnar hótanir um að átök myndu enn harðna, en Nixon og Rogers báðu þá þess lengstra orða að halda ró sinni. Ég sat þarna alveg hlessa. Héma var 200 þúsund manna ey- þjóð, sem hótaði að fara í stríð við 50 milljón manna heimsveldi, og hér var stórveldi sem fannst nauðsynlegt að ajláta í ljósi skoð- un á málinu og b)reyna að halda aftur af, ekki sterkari aðilanum, heldur hinum veikari. Nixon og Rogers reyndu að róa íslensku ráðherrana, en þeir hvikuðu í engu ffá því sem hefði virst sjálfs- morð hvenær sem var í sögunni. Mér varð hugsað til þeirra um- mæla Bismarcks meira en öld áð- ur, að hinir veiku öðlist styrk með ófyrirleitni og hinir sterku verði máttvana vegna eigin bæl- „Þetta er mjög gott svar, sem er erfitt að fínna einfalda spurn- ingu við..." Ross Perot á fréttamannafundi þar sem hann tilkynnti endurvakið forsetafram- boð sitt eftir að hann var spurður um í hverju efnahagstillögur hans fælust. Tekið á móti pöntunum... I hörðum heimi viðskiptanna skipta hraði og góð sambönd öllu. Bandaríski kókaínsalinn Gregory Bolling i Hartford í Connecticut kunni á öllu þessu skil og gekk jafnan með símboða á sér, þannig að vaentanlegir við- skiptavinir gátu látið apparatið pipa á hann, hann hringt í þá og gengið frá stað, stund, magni og verði. Þegar lögreglan handtók Gregory i síðustu viku hélt símboðinn áfram að gjalla, svo lögregluþjónarnir hringdu í hans stað, útskýröu að Gregory væri „bund- inn í augnablikinu" en buðust til þess að sinna viðskiptaerindinu. Fjöldi kókfíkla var handtekinn í framhaldinu. „Okkargóða nafn svertl" Marvel Comics, stærsti hasarblaðaútgefandi í Bandaríkjunum, hleypti af stokkunum nýrri ritröð um ofurkvenhetjuna Hell's Angel i júlí síðastliðnum og var ekki annað að merkja en hún mæltist vel fyrir. Þangað til hin góð- kunnu bifhjólasamtök Hells Angels stefndu Marvel fyrir að nota hið skrásetta vörumerki samtakanna, en þau voru skráð sem lögaðili fýrir ellefu árum með varnarþing I Oakland í Kaliforníu. Talsmenn samtakanna segja Mar- vel vera að reyna að hagnast á hinu „góða nafni" samtakanna og krefjast lögbanns á útgáfuna og hárra bóta. Lesið leiðbein- ingarnar! Innbrotsþjófur f Frakklandi eyddi tveimur klukkustundum í að dýrka upp fjóra lása á öryggishurð í lyfjafyrirtæki ( Paris fyrir skemmstu og ályktaði af nokkurri rökvísi að fyrir innan hlytu að vera veruleg verðmæti. Hann sleppti þvi hins vegar að lesa áletrun- ina á hurðinni. Þegar inn var komið læsti hann á eftir sér, en uppgötvaði um seinan að vasaljósið var bilað. Hann þreifaði sig því áfram i myrkrinu, fann að um allt herbergi voru glerkassar og hóf þegar að brjóta þá til að komast í gersemarnar. Þegar hann var búinn að brjóta allnokkra heyrði hann hins vegar hljóð, sem aðeins gat komið frá skrölt- ormshala. Þegar snákageymslan var opnuð fimm tímum siðar stóð þjófurinn lamaður af hræðslu á miðju gólfi en umhverfis iðuðu 14 eitruðustu eiturslöngur heims. Frá fundi Nixons og Pomp- idou f Reykjavik. Nixon á tali við Kristján Eldjárn forseta. ingar. Þessi minnisstæði litli fundur í ráðhúsinu í Reykjavík — stórveldið sem grátbað, smá- þjóðin sem hótaði að fara í stríð við sér 250 sinnum stærri þjóð og fara úr NATÓ (en án þess væri landið varnarlaust) — sagði mikla sögu um heiminn sem við lifum í og harðstjórnina sem smárfki geta beitt hann.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.