Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 38
'39. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 8. október LOGREGLAN REB- ISTINN í FJÁR- MÁLARÁÐUN EYTIÐ Fengum vísbendingar um að þar væri rekinn næt- urklúbbur, - segir Böðvar Bragason lögreglustjóri. Fimmtán embættismenn ráðuneytisins sem unnu að fjárlagagerð voru færðir á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Lögreglan fann hálfa koníaksflösku á skrifstofu Friðriks Sophussonar. Hann sagðist hafa ætlað að bjóða gestum upp á koníakið en alls ekki ráðgert að selja það. Róttækar tillögur krata í ríkisfjármálum LÖGÐU TIL AD BAIUDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ YRÐIHERTEKIÐ Og lausnargjalds krafist fyrir starfsmenn þess. Jón Baldvin Hannibakson benti á í skýrslu sinni að sendiráðstaka ír- aka hefði á sínum tíma skilað milljarða dollara virði í hergögn- um. Þess vegna gæti taka sendi- ráðsins á Laufásvegi verið álitleg leið út úr vanda ríkissjóðs. fslendingartaka þátt í fjármálaráðgjöf í Eystrasaltsríkjunum ÁRMANN í ÁVÖXTUN SENDUR ÚT SEMÞRÚUNARABSTDB Ármann ætti að lækna Eistlendinga afóraunhæfum væntingum til kapltalismans, - segir Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðtabanka. Enginn er spámaður í sinu föðurlandi, - segir Ármann í Ávöxtun og segist búast við þægi- legri vinnuaðstöðu (Eistlandi en hann þurfti að búa við hér heima. Ungur athafnamaður LÉT SKÍRA SIG „ÞRÚUNARSAM- VINNUSTQFNUN ÍSLANDS" og krefst framlaga stofn- unaráfjárlögum. Þar sem Þróunarsamvinnu- stofnunin hefur ekki verið skráð f firmaskrá getum við ekki neitað manninum um þessar 30 milljónir, - segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Þessar gínur voru kynntarfyrirforráðamönnum Skandia sem gjaldkerar Fjárfestingarfélagsins. Peningaskápar Fjárfestingarfélagsins voru úr pappa, marmarinn á gólfunum var teiknaður og annar af- greiðslusalurinn var bara málaður á vegginn, - segir Gísli Örn Lárusson, sem er fyrir miðju á myndinni. Hann segir að Skandiamönnum sé þó vorkunn að hafa látið blekkjast. „Þetta var ótrúlega vel gert." TVEIR AF ÞREMUR GJALDKERUMFJÁR- FESTINGARFÉLAGS- INS VORIIGÍNUR Höndin á öðrum þeirra brotnaði afþegar ég heilsaði honum, - segir Gísli Örn Lárusson, fór- stjóri Skandia, um aðkomuna þegarSkandiamenn keyptu Fjárfestingarfélagið. Reykjavlk, 8. október. „Það er ekkert sem sýnist í þessu fyrirtæki,“ sagði Gísli Om Lárusson, forstjóri Skand- ia-íslands, í samtali við GP um Fjárfestingarfélagið, en eins og kunnugt er hefur Skandia látið fara fram rannsókn á fyrirtæk- inu. „Ég þori varla að labba um húsakynnin lengur. í morgun ætlaði ég að ganga inn í her- bergi inn af afgreiðslusalnum en gekk beint á vegg. Dyrnar voru einfaldlega málaðar á vegginn. „Ég veit ekki hvað Gísli er að tala um,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður Fjárfestingarfélagsins, þegar GP bar undir hann ummæli Gísla. „Mér hefur reyndar aldrei dottið í hug að fara í þetta herbergi sem hann talar um, svo ég get ekki svarið fyrir að það sé þarna. Hins vegar hef ég verið stjómarformað- ur í um tíu ár og mér hefur tekist að sinna störfiim mínum án þess að fara í umrætt herbergi. Ég skil því ekki í öðm en Gísli ætti að geta gert slíkt hið sama.“ Þegar blaðamaður GP gekk um sali Fjárfestingarfélagsins kom margt einkennilegt í ljós. Þegar blaðamaður ætlaði að tylla sér á peningaskáp brotnaði hann sam- an, enda var hann úr pappa en ekkijámi. Gísli Örn sagði að sér hefði komið mest á óvart að tveir af þremur gjaldkerum fyrirtækisins vora ekki af holdi og blóði heldur gínur. „Höndin á öðrum þeirra brotnaði af þegar ég heilsaði hon- um,“ segir GísU. „Ef starfsfólkið er úr plasti býð- ur manni í grun að viðskipta- mennirnir séu ekki ýkja traustir heldur,“ bætti hann við. 68 55

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.