Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
7
F Y R S T
&
F R E M S T
M
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
Lágmarksárangur með
hámarkshávaða
Eftir eitt og hálft ár í embætti
heilbrigðisráðherra hefur Sighvat-
ur Björgvinsson sýnt fram á
hvernig á að ná lágmarksniður-
skurði í heilbrigðiskerfinu með
hámarkserfiðleikum.
Ef marka má orð hans sjálfs þá
var um tíma svo komið að hann
hafði ekki svefnfrið á nóttunni
vegna upphringinga frá bálreiðu
fólki, til urðu sögur um að hann
hefði þurft að leggjast inn á tauga-
hæli í útlöndum þar sem íslenskir
læknar hefðu sjálfsagt gengið frá
honum ef hann hefði hætt sér inn
á íslenska heilbrigðisstofnun og
honum var kennt um niðurskurð
á sætabrauði til aldraðra á Land-
spítalanum. Gott ef hann bar ekki
persónulega ábyrgð í hvert sinn
sem sjúklingur hrökk upp af ein-
hvers staðar.
Það má segja að maður sem
gengur í gegnum svona nokkuð sé
búinn að koma sér alls staðar út
úr húsi.
En ef þetta eru þeir erfiðleikar
sem Sighvatur lagði á sig hvaða
árangur uppskar hann?
Því miður er hann svo lítill að
hann sést ekki. Lyfjakostnaður
hækkaði, framlög til heilbrigðis-
stofnana hækkuðu, sérfræðing-
arnir fengu meira og tannlækn-
arnir líka. Yfirleitt hækkaði allt
sem hækkað gat í heilbrigðiskerf-
inu. Það eina sem lækkaði var
ffamlag ríkisins til Landakotsspít-
ala. En það dugði skammt. Gott ef
sérfræðingarnir gleyptu ekki
ávinninginn á mánuði eða svo.
Nú hafa félagar Sighvats í ríkis-
stjórninni sett honum fyrir að
spara tvo milljarða á næsta ári.
Miðað við hvað hann mátti þola
þegar hann sparaði ekki neitt á
þessu ári hlýtur svona tillaga að
ganga næst morðhótun. Ef Sig-
hvatur er með fulla fimm hlýtur
hann því að kæra samráðherra
sína fyrir RLR í stað þess að fara
að tilmælum þeirra.
En Sighvatur mun ekki kæra
þá. Hann veður beint í niður-
skurðinn. Svo aftur sé vitnað í orð
hans þá telur hann sig nefnilega
ekki hafa tapað áróðursstríðinu
við læknana. Hann heldur að ein-
„Nú hafafélagar Sighvats í ríkisstjórn sett
honumfyrir að spara tvo milljarða á
næsta ári. Miðað við hvað hann mátti
þola þegar hann sparaði ekki neitt á þessu
ári hlýtur svona tillaga að ganga nœst
morðhótun. EfSighvatur er meðfulla
fimm hlýtur hann því að kœra samráð-
herra sínafyrir RLR í stað þess aðfara að
tilmœlum þeirra. “
hverjum þeirra, sem vöktu hann
upp um miðja nótt til að segja
honum að hann væri illmenni, sé í
raun hlýtt til hans. Séu jafnvel til-
búnir að styðja hann í frekari nið-
urskurði.
Flestir aðrir gera sér grein fyrir
að það verða læknarnir sem vinna
en ekki Sighvatur. Það er sama
hvað hann reynir; hann fær þá
aldrei til að skera niður. Læknar
læra að skera upp í Háskólanum
og það fær enginn ráðherrablesi
þá til að skera niður!
As
Frétt í breska blaðinu The Sun
f breska blaðinu The Sun, sem
út kom á þriðjudag, er „ffétt“ um
að vísindamönnum hafi tekist að
lífga við norrænan víking sem leg-
ið hafi í ísnum við Baffins-eyjar
fyrir vestan Grænland í um 1.200
ár. Eftir uppvakninguna er víking-
urinn hinn hressasti; segist heita
Eiríkur hinn hárugi og lítur á vís-
indamennina sem innfædda villi-
menn sem hann hafi fúndið á leið
sinni.
Lesendur Gulu Pressunnar,
fylgirits PRESSUNNAR, kannast
sjálfsagt við svipaða frétt sem birt-
ist í því blaði fyrir fáeinum vikum.
Þar var það reyndar ekki Eiríkur
hinn hárugi sem fannst heldur
sjálfur Eiríkur rauði.
f endursögn er ffétt The Sun á
þessa leið:
„Víkingurinn sem fannst ffos-
inn í heimskautaísnum í fyrra hef-
ur verið vakinn upp úr dái. Vís-
indamenn sem ffamkvæmdu að-
gerðina segja að víkingurinn hafi
snöggffosið fyrir 1.200 árum þeg-
ar skip hans fórst við strendur
kanadísku eyjarinnar Baffins.
Þetta hefur gerst síðla sumars
og hann hefur ekki áttað sig á
hvað sjórinn var kaldur,“ útskýrir
Dr. Bemard Gerhardt, sem stjórn-
aði endurlífguninni.
Víkingurinn — sem kallaður er
Eiríkur hinn hárugi — er einn
hinn norrænu sæfara sem könn-
uðu strendur Nýfundnalands og
Kanada á árunum 750 til 900, að
sögn Norberts Scones lífffæðings.
„Hann er fúrðuskýr í kollinum
og getur talað en stundum er erfitt
að skilja hvað hann segir þar sem
hann talar norræna mállýsku sem
enginn hefúr talað undanfarin 500
ár,“ segir Scones, sem jafnframt er
sérfræðingur í evrópskum forn-
málum.
Vísindamennirnir hafa enn
ekki sagt Eiríki að hann hafi verið
djúpfrystur í meira en 1.000 ár.
„Það yrði of mikið áfall fyrir
hann, jafnvel þótt hann væri fær
um að skilja hvað hefði komið fyr-
ir hann,“ segir Gerhardt. Hann
segir að Eiríkur telji að vísinda-
mennirnir sem hafa búðir sínar
nærri bandarískri herstöð á
Grænlandi séu „innfæddir Amer-
íkumenn".
„Hann heldur að við séum viUi-
merm sem hann hafi fúndið,“ seg-
ir Scones. „Við reynum að fela
fyrir honum ýmsan tæknibúnað
svo hann verði ekki tortrygginn.
Og þar sem hann heldur að við sé-
um villimenn sem hafa bjargað
honum frá að frjósa í hel er hann
tilbúinn að spjalla við okkur og
segja deUi á sér.“
Scones segir að Eiríkur hafi lagt
af stað ffá Islandi ásamt félögum
sínum á langskipi með vistir fyrir
víkinganýlendu í Kanada. En
skipið hreppti sunnlæga vinda og
hraktist norður með vesturströnd
Grænlands þar til það brotnaði
við strendur Baffins-eyju. Eiríkur
er sá eini sem bjargaðist í land.
Hann vafði um sig feldi og sofn-
aði. Um nóttina mun hann síðan
hafa ffosið í ískaldri heimskauta-
nóttinni.
„Líkami hans ffaus svo snögg-
lega að allir vessar og ffumur lík-
amans hafa haldist heil fram á
þennan dag,“ segir Gerhardt.
Scones, Gerhardt og aðrir vís-
indamenn í hópnum hafa ekki
enn komist að því með hvaða
hætti þeir ætla að segja Eiríki frá
því að eiginkona hans og börn,
sem hann skildi effir á fslandi, hafi
verið látin í um 1.200 ár.
„Við munum neyðast til þess
að lokum," segir Scones. „En
hann trúir því sjálfsagt ekki fyrr
en hann sér breytingarnar sem
hafa átt sér stað í heiminum —
sjónvarp, flugvélar, geimferðir.
Þegar það gerist er ég hræddur
um að hann fari yfirum og eyði
því sem eftir er ævinnar á geð-
veikrahæli.“
Á L I T
Á að fella gengi krúnunnar?
Sveinn Hjört-
ur Hjartarson
hagfræðingur
„Hvort sem okkur líkar betur
eða verr verðum við að laga geng-
isskráningu krónunnar að þeim
raunveruleika sein efnahagur
landsins gefur tilefni til. Halli í
viðskiptum við útlönd er á annan
tug milljarða og vex enn frekar
vegna lækkunar pundsins. 25% af
útflutningi sjávarafurða fara til
Bretlands. Halli í ríkisbúskapnum
er umtalsverður, raunvextir hafa
ekki lækkað sem neinu nemur og
hækka ef fram heldur sem horfir.
Aflasamdráttur í sjávarútvegi og
lækkandi verð á mörkuðum eru
af þeirri stærðargráðu að at-
vinnugreinin lifir ekki af þessar
þrengingar verði gengið ekki fellt
mjög fljótlega. f raun er þetta því
ekki spurning um hvort fella eigi
gengið heldur hvenær."
Viihjálmur Eg-
ilsson
hagfræðingur
Guðmundur
G.Guðmunds-
son hagfr.
Þorvaldur
Gylfason
prófessor
„Ég tel að spurningin sé ekki
hvort eigi að feUa gengið eða ekki.
Að sjálfsögðu á það að vera
keppikefli að halda kerfinu sem
stöðugustu. Ég tel að markaður-
inn sé besti dómarinn um það
hvort gengið er rétt eða rangt
skráð, en það gildir í rauninni
ekkert annað um verð á erlend-
um gjaldmiðlum en verð á öllu
öðru sem við kaupum og seljum.
Efnahagsstefna stjórnvalda varð-
andi stöðugt gengi miðast við að
halda því stöðugu á markaði."
„Ég tel að það eigi ekki að fella
gengi krónunnar. f fyrsta lagi var
um það samið í kjarasamningun-
um í vor, þannig að ef til gengis-
fellingar kæmi yrði að rífa upp
aUa samninga. I öðru lagi er gengi
krónunnar að meðaltali ekki það
lágt núna að það sé einhver sér-
stakur þrýstingur á því. í þriðja
lagi hefði ég haldið að það væri
miklu viturlegra að viðhafa ein-
hverjar aðgerðir gagnvart fyrir-
tækjum í útflutningi en að vera
með aUsherjar aðgerðir gagnvart
krónunni. Ég hefði til dæmis
haldið að hægt væri að skuld-
breyta og hagræða í sjávarútvegi.“
„Nei, það væri ekki skynsam-
legt að fella gengið með gamla
laginu. Með þessu er samt ekki
sagt, að gengisfelling krónunnar
geti ekki komið til greina undir
neinum kringumstæðum. Maður
á aldrei að segja aldrei. Sá tími
getur komið, að gengisfelling
verði óumflýjanleg. Þá þurfa
stjórnvöld að búa þannig um
hnútana, að gengisfellingin fari
ekki beint út í verðlag og kauplag
eins og endranær, því þá fer verð-
bólgan aftur á fulla ferð. Það er
hægt að fella gengið án verð-
bólgu, ef menn vilja, með því að
taka upp skynsamlegri stefnu í
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
málum samtímis. Annars vegar
þarf að taka upp veiðigjald sam-
tímis gangisfellingunni og nota
veiðigjaldstekjumar ffarnan af tíl
að lækka til dæmis virðisauka-
skatt og verðlag um leið til mót-
vægis. Þá mun hagur iðnaðar,
verslunar og þjónustu, sem eru
aðalatvinnuvegir þjóðarinnar,
batna til muna. Hins vegar þarf
að knýja matarverð og um leið
framfærslukostnað heimilanna
niður á við með því að auka sam-
keppni á búvörumarkaði innan-
lands og erlendis frá. Þannig
verður hægt að fella gengið án
verðbólgu þegar þar að kemur."