Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
E R L E N T
Ekki fyrir
nokkurn
pening
Könnun meðal 1.007 banda-
rískra sjónvarpsáhorfenda u
síðustu helgi leiddi í ljós að (jórð
ungur þeirra kvaðst mundu sli
hendinni á móti einni milljó:
Bandaríkjadala fremur en að lát;
af sjónvarpsglápi fyrir fullt og fast,
en 46% vildu ekki gera það fyrii
minni pening. Einnig kom fram|
að tæpur helmingur svarenda
kveikir á sjónvarpinu um leið o;
hann kemur inn í herbergi, sem ei
slíkum tækjakosti búið, hvort sem
hann horfir á það eða ekki. At-
hyglisvert þótti einnig að um 46%
töldu ofbeídi á skjánum óþægilegt
áhorfs en aðeins 24% fundu til
sams konar óþæginda þegar kyn-
líf var annars vegar.
Kurteisi
kostar ekkert
Jafnvel dansarar við Kirovballettinn fraega óttast um framtíð flokksins.
Kosningarnar til ráðgjafaþing:
Kúvæt á mánudag fóru friðsam-
lega ffam, en athygli vakti þó þeg-
ar um 50 konur mótmæltu kosn-
ingaréttarleysi sínu fyrir utan
kjörstað í einu finasta úthverfi Kú-
væt. Eftir kortérslangt kurteisis-
hjal, eins og allar samræður í ar-
abaheiminum hefjast á að góðurr
sið, benti lögregluvarðstjóri kon
unum á að yfirgefa staðinn, þar-
sem hann óttaðist að þær hefðu
verið of lengi úti í sólinni. Þæij
héldu hins vegar áfram þöglum
mótmælum sínum með slagorð-j
um á borð við „Þolinmæði þrautir
vinnur allar“, en sennilegt er að
kosningaréttur kvenna komi tií
umræðu hjá hinu nýja þingi.
Hvort emrírinn Sheikh Jaber al-
Ahmed al-Sabah tekur slíkt í mál
er svo önnur saga.
Leiftursókn vestrænnar menningar yfir sléttur Rússlands
Rússnesk menning
á í vök að veriast
Allt eíns
og blómstrið
eina
72 ára kona í Illinois í Banda-
ríkjunum, Irene Lathom að nafni,
hélt sérkennilega teiti á dögunum,
þegar hún bauð um 200 manns f
erfidrykkju sína. Sú gamla kvaðst
engan veginn vera á förum, en
héldi partíið af tillitssemi við dæt-
ur sínar þrjár, sem hefðu brugðist
æfar við þegar hún tilkynnti þeirri
að hún kærði sig ekki um erfi-L
drykkju að sér genginni. Hún lét
hins vegar undan þeim með því
skilyrði að hún yrði sjálf viðstödd.
Meðal gestanna var tilvonandi út-l
fararstjóri hennar, Rick Kellet,
sem sagði það skemmtilega til-l
breytingu að kynnast kúnnunum
áður en hann sinnti þeim á vinnu-
stað.
Svartsýnis-
verðlaun
Almenningur í Rússlandi hefur
greinilega verið orðinn lang-
þreyttur á því að láta yfirboðara
sína segja sér fyrir verkum um
það hvað kalla skyldi menningu
og hvað leyfilegt væri að lesa,
hiýða á eða beija augum. Komm-
únisminn var ekki fyrr hruninn í
Rússlandi en vestræn menning
tók að flæða yfir landið og var
henni tekið opnum örmum af al-
menningi. Það hjálpaði heldur
ekki að Rússar voru ekki sterkir á
menningarsvellinu fyrir að ýmsu
leyti, því þrátt fyrir innilokunina
hafa þeir alla tíð verið mjög
áhrifagjarnir eins og sjá má á
rússneskri tungu, sem er alsett
tökuorðum og hugtakið „sletta“ er
ekkitil.
öðru máli gegndi um listafólk
og menningarfrömuði í Rúss-
landi, sem fylgst hafa með hryll-
ingi með innreið vestrænnar
menningar í landið. Ekki einungis
af umhyggju fyrir rússneskri
menningu, heldur líka af þeirri
einföldu staðreynd að þetta fólk
hefur lækkað gífurlega í launum,
hafi það þá haldið vinnunni á
annað borð. Menningarklíkan
eystra naut alla tíð gífurlegra for-
réttinda og er nú fyrst að kynnast
I.
kjörum alþýðunnar af eigin raun.
Þessi sama alþýða hefur hins veg-
ar litla samúð með menningarvit-
unum.
Gamalgróin menning í Rúss-
landi á í vök að verjast og hafa
margir þungar áhyggjur af því að
hún muni líða undir lok. Af þeim
sökum óttast nú margir rússnesk-
ir listamenn um afkomu sína,
meðal annars ballettdansarar hins
fræga Kírovdansflokks.
VESTRÆNT OG LÉTT
í nýlegum sjónvarpsþætti í
Rússlandi var ung stúlka innt eftir
því hver væri eftirlætistónlist
hennar. „Lögin með Madonnu“
var svarið og kom það stjórnand-
anum svo sem ekkert á óvart, í
ljósi þess að nýir menningar-
straumar leika nú um landið.
Hins vegar missti stjórnandinn
málið þegar konan svaraði spurn-
ingu hans um hver væri uppá-
haldsklassíkin hennar. Eftir
nokkra umhugsun svaraði hún
því til að það væri tónlist Bítlanna.
Þótti stjórnandanum þá illa vera
komið fyrir rússneskri æsku.
Um það blandast engum hugur
að menning hefur fengið aðra og
nýja merkingu í hugum manna í
Rússlandi. Fyrir vestrænu „menn-
ingarbyltinguna“ litu menn á tón-
verk Tsjaíkovskís eða Rachman-
ínoffs sem tónlist af alvarlegra tag-
inu og góðar bókmenntir töldust
verk eftir Púshkín og Gógol.
En tímarnir hafa breyst og
menn eru búnir að fá sig fullsadda
af „alvarlegri menningu", sem
alræðisstjórn kommúnista var
hugnanleg. í stað grafalvarlegra
bókmennta eru nú allar bókahill-
ur í Moskvu fullar af vestrænum
afþreyingarbókmenntum og
renna bækur á borð við „Leitin að
rauða október“ eftir Tom Clancy
og „Scarlett" út eins og heitar
lummur. Svo ekki sé talað um
bleiku ástarsögurnar eftir Barböru
veitt
Árlega veita stúdentar við
Massachusetts Institute of
Technology (MIT) nokkurs konar
skammar-Nóbelsverðlaun og í ár
var það mannvinurinn Daryl F.
Gates, fyrrum lögreglustjóri í Los
Angeles, sem fékk friðarverðlaun
MIT fýrir einstakar aðferðir við að
koma andstæðingum í návígi
hverjum við annan. Meðal ann-
arra verðlaunahafa var franski
unglingaklúbburinn Edaiteurs de
France, sem þekktur er fyrir alls
kyns sjálfboðavinnu í þágu góðrá
málefna. Þegar félagar í honum
tókust á hendur að hreinsa
veggjakrot í Mayriéres-hellunum
gekk þeim verkið svo vel að þeir
hreinsuðu líka burt veggjamál-j;
verk, sem prýtt höfðu vegginá
undanfarin 15.000 ár.
Hamborgarahyggjan gengur í garð.
Vestræn menning hefur gert innreið sína f Rússland.
Cardand.
Ástæða þess að kommúnist-
arnir í Rússlandi lögðu sig alla
fram við að hafa fulla stjórn á
menningu landsins var ekki að-
eins silfurtær ást þeirra á menn-
ingararfleifðinni. Rétt eins og nas-
istarnir trúðu þeir því jafnframt
að með því að stjóma því hvemig
landsmenn verðu frítíma sínum
væri fundin ein leið til þess að
endurmóta þjóðfélagið og hefta
frelsi einstaklingsins.
MEXÍKÓSK SÁPA
ÍÖNDVEGI
En kommúnisminn er kominn
á sorphauga sögunnar og rúss-
nesk menning geldur þess. Hún á
nú í harðri baráttu við hina vest-
rænu og hafa ýmis leikhús, söfn
og listaskólar, sem kommúnista-
stjórnin styrkti áður, orðið að
leggja starfsemi sína niður vegna
fjárskorts. Lenín-bókasafnið má
til dæmis muna fífil sinn fegurri,
en þar eru salarkynni nú myrkvuð
vegna þess að ekki em nægir fjár-
munir til að kaupa nýjar ljósaper-
ur.
Fyrrum menningarmálaráð-
herra landsins, Níkolaj Gúbenko,
er einn þeirra sem fullir em and-
úðar í garð vestrænnar menning-
ar, eða öllu heldur bandarískrar,
þar sem þaðan koma vinsælustu
straumarnir, þótt það sé engan
veginn algild regla að bandarísk
menning kafsigli allt annað þar
austur frá. Bandarískar rokk-
sveitir hafa til dæmis haldið mjög í
austurvíking að undanförnu, en
þrátt fyrir það ekki náð að komast
með tæmar þar sem þýska sveitin
Scorpions er með hælana, þrátt
fyrir að hér á Vesturlöndum þyki
mönnum ekkert sérstaklega varið
í það band. Reyndar hafa rúss-
neskar hljómsveitir eins og Gorkíj
Park og Krjús Adím verið að
sækja í sig veðrið, en þær leika líka
hreinræktað iðnaðarrokk.
Hvað sem rússneskum menn-
ingarvitum kann að finnast um
þessa þróun er víst að ekki verður
aftur snúið í þessum efrium og til-
gangslaust að ætla að segja mönn-
um til um það hvað þeim sé hollt
og hvað ekki. Af vali á sjónvarps-
efrii sést greinlega hverjar áhersl-
urnar eru orðnar. Á meðal al-
mennings í Rússlandi er langvin-
sælasta sjónvarpsefnið mexíkósk
sápuópera sem sýnd er þrisvar í
viku, en samkvæmt skoðana-
könnun sem gerð var meðal
Moskvubúa fyrir skömmu situr
71 af hveijum 100 íbúum borgar-
innar límdur við skjáinn þegar sú
mexíkóska fer í loftið.
i