Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 25 STJÓRNMÁL HANNES HÓLMSTEINN GI5SURARSON Vanstillingarskrif um virðisaukaskatt Margt er til í því, sem þeir Þor- steinn Gylfason, Einar Bragi og ýmsir aðrir rithöfundar og menntamenn hafa sagt síðustu vikur um gildi lista og menningar. Auðvitað er listin til þess, að vís- indin gangi ekki af mannkyninu dauðu. Skefjalaus nytjahyggja full- nægir ekki þörf okkar mannanna fyrir fegurð, yndisauka, sterkari lit í lífíð. En ég get ekki annað en furðað mig á vanstillingarskrifum þessa fólks um þá nýlegu hug- mynd fjármálaráðherra að setja virðisaukaskatt á blaða- og bóka- útgáfu og aðra menningarstarf- semi. Engu er líkara en öll rök- hugsun rjúki út í veður og vind, þegar menn telja eigin hagsmun- um ógnað. Nokkur rök hníga vissulega að því, að hið opinbera hlynni að ís- lenskri menningu. Spurningin er aðeins, hvernig það verði best gert. Ef til vill er heppilegast að gera það með því að sleppa allri bóka- og blaðaútgáfu á íslensku við skatta. Það hefur þann kost fram yfir beina styrki til slíkrar starfsemi, að ekkert opinbert út- hlutunarvald myndast þá og því síður verður þá tíl einhver opinber stoínun, sem einhveijar klíkur eða fjölskyldur taka herskildi. Skyn- samlegast hefði því verið að mín- um dómi, að rfkið hefði fellt niður alla styrki til rithöfunda, lista- manna og blaða- og bókaútgáfu, lagt niður alla menningarsjóði sína, um leið og það ákvað á sín- um tíma að sleppa þessari starf- semi við virðisaukaskatt. Rökin fyrir því að leggja virðis- aukaskatt á blaða- og bókaútgáfu eru á hinn bóginn vel skiljanleg líka. Allar undanþágur frá skattí bjóða heim misnotkun og eru flóknar í framkvæmd. Og því er ekki að leyna, að þær eru óréttlát- ar í þeim skilningi, að þær mis- „Skynsamlegast hefðiþví verið að mínum dómi, að ríkið hefðifellt niður alla styrki til rithöfunda, listamanna og blaða- og bókaútgáfu, lagt niður alla menningar- sjóði sína, um leið ogþað ákvað á sínum tíma að sleppa þessari starfsemi við virð- isaukaskatt. “ muna einstaklingum og atvinnu- greinum. Það var satt að segja furðulegt að sjá Þorstein Gylfason, sjálfan siðfræðikennarann í Há- skóla íslands, taka andköf af hneykslun yfir „rangsleitni" ríkis- ins, þegar það ætlaði að dirfast að hætta að mismuna prentsmiðjum húsamálurum. Hann, Einar Bragi og margir aðrir sjálfskipaðir tals- menn íslenskrar menningar hafa stórskemmt fyrir sér með stóryrð- um og rakalausum þvættingi í þessu máli. fslenska ríkið er rekið með stórkostlegum tekjuhalla, sem verður að jafha, ef við eigum ekki að fara sömu leið og Færeyingar nú og íbúar Nýfundnalands fyrir nokkrum áratugum. Eitthvað verður blátt áffam að gera til þess að spara, og íslenskir rithöfundar og menntamenn mega ekki láta, eins og þessi vandi komi þeim ekki við. Ég geri það því að tÚlögu minni, að ríkið haldi áfram á gjöld fyrir afnot af þjónustu þess, til dæmis skólagjöld uppi í Há- skóla íslands. (Nemendur hljóta að geta selt eitthvað af þeim bíla- flota, sem liggur nú við skólann, upp í skólagjöldin.) Enn fremur geri ég það að tillögu minni, að Rithöfundasambandið og önnur samtök menningarfólks fái að ráða því, hvor kosturinn verði tek- inn, — að menningarstarfsemi sé áfram undanþegin virðisauka- skatti, en allir styrkir til hennar felldir niður á móti, eða að tekin sé upp álagning virðisaukaskatts á slíka starfsemi. STJÓRNMÁL Ný lögregla Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra er að koma á fót nýrri sveit lögreglumanna viðskiptalífsins. Og það er engin venjuleg lögregla eins og ég þekkti á bamsárunum, sem kom í skólann og ffæddi okk- ur börnin um umferðina og lögin eða hjálpaði okkur í vandræðum. Nei, það er allt önnur lögregla, með allt önnur og hættulegri völd. Og lögreglustjórinn verður pólit- ískur ráðherra. Það versta við þetta allt saman er að flestum virðist standa á sama. Fyrstu umræðu um frumvarp viðskiptaráðherra til samkeppnis- laga lauk í vikunni, en ráðherrann gerir nú aðra tilraun til að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Hugmyndin er að ný lög leysi af hólmi lög frá 1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Að sögn ráðherra er markmiðið að efla „virka“ sam- keppni enn ffekar til hagsbóta fyr- ir atvinnulífið og neytendur. Þetta er því göfugt markmið og háleitt, en mér er til efs að það náist verði frumvarpið að lögum. Og það versta í frumvarpinu er hin nýja lögregla viðskiptaráðherra, sem að óbreyttu ffumvarpi verður pól- itísk lögregla ráðherra hverju sinni. Jón Sigurðsson ætlar að leggja Verðlagsstofnun og Verðlagsráð „niður“ og er löngu kominn tími til þess, eins og ég hef bent á oft áður. Verðlagsstofnun hefur raunar fengist við lítið annað á síðustu árum en að gera nokkrar verðkannanir (sem aðrir gera jafnvel betur) og reynt að koma í veg fyrir að lukkumiðar séu faldir í ávaxtafernum. En ráðherrann ætlar úr öskunni í eldinn (eins og svo oft áður þegar breyta á lög- um), þar sem í staðinn koma Samkeppnisstofnun og Sam- keppnisráð. Völd Samkeppnisráðs verða gífurlega mikil, samkvæmt ffum- varpi ráðherra, og má líkja við lögreglu með dómsvald. Ráðið getur brugðist gegn því, sem Jón opinberir löggæsluaðilar eins og Samkeppnisstofnun og Sam- keppnisráð þjóni hagsmunum neytenda eða atvinnulífs. Hags- munir þeirra eru best tryggðir með almennum, skýrum leikregl- um, sem stjórnmálamenn eru ekki alltaf að breyta. Jón Sigurðs- son ætlar sér að koma ffumvarp- inu í gegnum Alþingi fyrir ára- mót, þannig að það verði að lög- um á nýju ári. Því verður ekki trú- að að þingmenn samþykki það óbreytt, og raunar er engin ástæða til að flýta sér, þetta er eitt af þeim „Nei, það er allt önnur lögregla, með allt önnur og hættulegri völd. Og lögreglu- stjórinn verðurpólitískur ráðherra. Það versta við þetta allt saman er aðflestum virðist standa á sama. “ Sigurðsson kallar misbeitingu markaðsráðandi fyrirtækja á að- stöðu sinni, orð sem hafa enga raunverulega merkingu í mínum huga að minnsta kosti. Hvað er markaðsráðandi fyrirtæki? Og hvernig og hvenær er um misbeit- ingu að ræða? Til að kóróna allt er Samkeppnisstofnun veitt heimild til að leggja hald á gögn fyrirtækja. Það er mikill misskilningur að frumvörpum sem að ósekju mættu velkjast í þinginu um ókomna framtíð. Hitt er svo ann- að að lögin frá 1978 eru úrelt, en þingmenn ættu að hafa það sem reglu að breyta ekki lögum nema þeir séu sannfærðir um að betra taki við. Það á ekki við um umrætt frumvarp Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra._____________________ Hölundur er tramkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins U N D I R Ö X I N N I Hefur velferðar- kerfið verið byggt upp meira og minna sam- hengislaust, Sig- hvatur? „Það verður að segja þá sögu eins og hún er, að til eru ýmis dæmi um slíkt. Það hafa verið gerðir tugir breytinga á al- mannatryggingalögum, sem aldrei hafa verið færðar sam- an í samræmdan lagatexta, breytingar sem oft á tíðum stangast á, þannig að úr hef- ur orðið viðamikið og flókið kerfi." Þið létuð sérstaklega skoða stuðningskerfið í kringum einstæða foreldra. Erekki ástæða til að skoða fleiri svið? Jú, við fórum einfaldlega af stað með þetta því það var gríðarlega mikið um ábend- ingar um misnotkun. Fólki finnst ekki sanngjarnt að fólk- ið í næstu (búð sé jafnvel að stórauka tekjur sínar með málamyndaskilnaði. Það kemur þessu á framfæri ef því finnst mælirinn orðinn fullur. Þá er kannski hringt heim til fólksins og ef barn svarar er spurt um pabba. Og barnið nær í pabba, sem átti ekki að vera til staðar. Ef kerfið á að vera óbreytt verður að minnsta kosti að gera strang- ari kröfur gagnvart mögu- legri misnotkun, t.d. með nánara samstarfi heilbrigðis- yfirvalda, skattyfirvalda, Hag- stofunnar og fleiri." Fáum við að sjá einhvers kon- ar velferðarlögreglusveit?" „Nei. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir njósnandi einkalífslögreglusveitum. Nær er að bjóða ekki upp á lífeyristryggingakerfi sem gerir mun verr við hjón en þá sem eru ekki í sambúð." Er þörf á að samfélagið að- stoði meðlagsgreiðendur með því að hafa meðlagið að- eins 7.551 krónu mánuði með barni? „Þetta er lágmarksupphæðin. Það er engin ástæða til að foreldri komist upp með að borga aðeins lágmarksupp- hæðina ef hún er (engu samræmi við efnahag við- komandi. Finnst fólki eðlilegt að hátekju-og stóreigna- maðurgreiði hið sama og lágtekjumaður?" Sighvatur Björgvinsson stendur í ströngu við að skera niður út- gjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála. I sérstakri úttekt PRESSUNNAR annars staðar i blaðinu er fjallað um niðurstöð- ur nefndar um misnotkun á stuðningskerfi einstæðra for- eldra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.