Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRÆSSAN 8. OKTÓBER 1992 E R L E H I Ju, það er rétt v\ð erum að ðkilja... ág sótti um skilnað frá grislingnum i í -fyrradaq. iEíintíie Brasilía ergott fordœmi ~ Ákvörðun brasilíska þingsins um að setja Fernando Collor de Mello forseta af er líklega mikilvægasti atburður í sögu landsins síðan herfor- ingjastjórnin lét af völdum árið 1985. Þingmennirnir 441 sem greiddu tillögunni atkvæði hafa gert landi sínu og lýðræðinu stóran greiða. Spilling var harðlega fordæmd, sem er ekkert nýtt, en það var líka refsað fýrir hana, sem er athyglisverðara. Collor var einmitt kjörinn árið 1989 til að beijast við spillinguna. Þetta er gleðiatburður í heimshluta sem er þekktari fýrir valdarán og virðingarleysi fýrir stjórnarskrárbundnu stjórnarfari. Brasilía á enn við að etja skuldavanda, sem illa gengur að vinna á, og geysistór hluti þjóðarinnar býr við mikla fátækt. Landið er enn risi á brauðfótum. En sú pólitíska kreppa, sem skapaðist vegna græðgi Collors forseta og fjölskyldu hans, var farsællega leyst. Lög og regla höfðu yfirhöndina. Brasilía hefur kennt nágrönnum sínum lexíu og kannski allri heims- byggðinni um leið. Havel: Langþráðri bið að Ijúka? höfundarnir V.S. Naipaul, sem fæddur er á Trinidad en býr á Englandi, og Joyce Carol Oates ffá Bandaríkjunum. Þá hafa nöfh Japanans Kenzaburos Oe, Belg- ans Hugos Klaus, Þjóðverjans Peters Handke, Mexíkóbúans Carlos Fuentes, Pólverjans Zbigniews Herbert og Albanans ísmafls Kadare heyrst nefnd í þessu sambandi. Sem fyrr fara fundirnir fram í algerri leynd og nefndarmenn í norsku nóbelsnefndinni og sænsku akademíunni greina ekki einu sinni frá tilnefningum til verðlaunanna. Á hinn bóginn hafa þeir, sem tilnefna viðkom- andi, gjarnan greint frá því, þann- ig að menn renna ekki alveg blint í sjóinn þegar rýnt er í nóbelsum- ræðurnar. Nóbelssjóðurinn var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Alberts Nóbels, hins sænska uppfmninga- manns dýnamítsins. Öll verðlaun- in eru veitt í Svíþjóð nema friðar- verðlaunin, sem nóbelsverðlauna- nefnd norska Stórþingsins úthlut- ar, en þegar sjóðurinn var stofn- aður laut Noregur sænsku krún- unni. Tilkynnt verður um önnur Nóbelsverðlaun — í læknisffæði, eðlisffæði, efnaffæði og hagffæði — í Stokkhólmi nú þegar eftir helgi. Það er gífurleg gróska í nóbels- iðnaðinum um þessar mundir. Hinir heimssögulegu atburðir síð- asta árs hafa orðið til þess að aldrei hafa fleiri verið tilnefhdir til ffiðarverðlauna Nóbels, en kand- ídatarnir eru alls 115 — bæði ein- staklingar og samtök. Fyrrum forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, er talinn með þeim líklegri til að hljóta verð- íaunin, sem verða afhent í Ósló á föstudag í næstu viku. Hann hefur reyndar verið á blaði yfir senni- Iega Nóbelsverðlaunahafa undan- farin þrjú ár, en árið 1990 veittu norsk samtök honum sérstök verðlaun til þess að mótmæla val- De Klerk og Mandela: Þröngt mega sáttir sitja. inu á Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseta sem friðarverðlaunahafa. Havel stakk hins vegar sjálfur upp á Aung San Suu Kyi, stjómarand- stöðuleiðtoganum í Búrma, sem fékk verðlaunin í fýrra, en hún er enn í stofufangelsi í Búrma. En Havel er engan veginn einn um hituna. Frönsku samtökin Læknar án landamæra hafa einn- ig oftlega verið nefnd til sögunnar undanfarin ár. Stungið hefur verið upp á að Gareth Evans og Sidd- hi Savetsila, utanríkisráðherrar Ástralíu og Thaílands, deili verð- laununum fýrir þátt sinn í að koma á ffiði í Kambódíu og eins F.W. de Klerk, forseti Suður- Jeltsín: Hafa menn gleymt hetjunni í Moskvu? Affíku, og Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóðarráðsins, fýrir að binda enda á aðskilnaðarstefn- una. Meðal annarra tilnefndra ríkjaleiðtoga eru þeir George Bush Bandaríkjaforseti, Borís Jeltsín Rússlandsforseti, Helmut Kohl Þýskalandskanslari og Yitz- hak Shamir, fýrrverandi forsætis- ráðherra ísraels. Oyvind Johnsson, erlendur fféttastjóri Arbeiterbladet, minnir hins vegar á að vel komi til greina að veita óvæntum og tiltölulega óþekktum aðila verðlaunin, lfkt og gerðist þegar móðir Theresa fékk þau. Hann telur að Rigo- berta Menchu, leiðtogi indíána í Guatemala, sé ekki ólíkleg til að hljóta verðlaunin, sem þá slægi nýjan tón í 500 ára affnælishátíð uppgötvunar Kristófers Kólumb- usar á Ameríku. Bókmenntaverðlaunin eru líka langt í ffá ffágengin. Það er meira að segja ófrágengið hvenær til- kynnt verður um þau. Fram til þessa hafa þau verið veitt á fimmtudegi og í dag er fyrsti mögulegi dagurinn til þess. Sænska vísindaakademían veitti Suður-Affíkananum Nadine Gordimer verðlaunin í fyrra, en það var í fýrsta sinn sem kona ffá Affíku fékk bókmenntaverðlaun- in. Talsmenn akademíunnar segj- ast velja verðlaunahafann eftir verkum, ekki eftir kynferði, kyn- þætti, tungu eða ríkisfangi. Á hinn bóginn má minna á einstæða yfir- lýsingu ffá nokkrum akademíker- um í fýrra, þar sem þeir játuðu að þeir væru beittir nokkrum þrýst- ingi til þess að finna hæfan kven- rithöfund. Átján manna nefnd akadem- íunnar hefur fundað stíft að und- anförnu, en meðal þeirra, sem til greina koma, eru ljóðskáldin De- rek Walcott frá Jamaíka og Se- amus Heaney frá írlandi og rit- JMiaður vikunnar Ross Perot Algengasta kenningin um Ross Perot er sú að hann sé haldinn athyglisþörf sem hann verður að svala hvað sem það kostar. Þess vegna leið honum illa að horfa upp á Bush og Clinton í forseta- framboði þegar hann vissi að hann gat verið á senunni með þeim. Og þegar honum tókst að kalla til sín helstu pótintáta beggja flokka fýrir rúmri viku með því einu að smella fingri fann hann hversu mikil áhrif hann hafði enn. Það kitlaði hé- gómagirndina meira en allt ann- að. Auk þess var hann búinn að eyða tugmilljónum í sjónvarps- auglýsingar sem hann langaði að sýna. Þess vegna ákvað hann að fara í ffamboð og njóta sviðs- ljóssins. Þessi hernaðaráætlun hefur brugðist. Ross Perot hefur ekki stolið senunni — fær yfir- leitt undir tíu prósentum í skoð- anakönnunum. Kjósendum fannst Perot spennandi í vor, þegar hann virtist vera ekta um- bótamaður, en nú grunar of marga að það sé hans eigið egó, en ekki umhyggja fyrir landinu, sem knúði hann í ffamboð. Auk þess getur hann ekki unnið. Það er ekki möguleiki. Hann hefur ekki tíma til að fara þangað sem þarf að fara, halda fundina sem þarf að halda, hitta fólkið sem þarf að hitta og skipuleggja starf- ið sem er nauðsynlegt. Hann á hins vegar fullt af peningum og getur notað sjónvarpið til að ná til fólks. Hann kemst ekki langt á því, en er þó búinn að tryggja sér stól í kappræðum frambjóðend- anna. Þar reynir á hversu mikla þolinmæði kjósendur hafa til að hlusta á líkingamál úr sveitinni og hernum, um ráðsmanninn sem ætlar að moka flórinn eða liðþjálfann sem kann að losa þjóðina við aumingjaskap og agaleysi. En Perot fær væntan- lega líka spumingar um það sem margir óttast í fari hans: leyndar- hyggjuna, ofsóknaræðið og fas- ískar tilhneigingar. Fjölmiðlar voru farnir að skoða þá hlið grannt í sumar þegar hann hætti við ffamboðið. Perot notaði hlé- ið til að hugsa upp mótleiki, en fann bara einn: hann neitar að svara spumingum um allt nema efnahagsmál, ríkisfjármál og önnur „alvömmál“. Það hefur ekki reynt á það enn, en ffétta- menn og kjósendur láta hann varla komast upp með þetta. Þeim er nefnilega ennþá ekki al- veg sama hvaða mann sá hefur að geyma sem verður yfirmaður öflugasta herafla heims eftir kosningamar í nóvember. Hver vinnur Nóbelslottóið I bókum og friðl?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.