Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 ÍÞRÓTTIR ___,« Á laugardaginn ýr * veröa gull-, silfur- * og bronsskór Adid- as afhentir í hófi á Ömmu Lú. Þetta er ítíunda sinn sem skórnir eru afhentir, en þá fá þeir þrír leikmenn sem flest mörk skora í fyrstu deild íslandsmóts- ins I knattspyrnu. Brons- skóinn fær að þessu sinni Anthony Karl Gregory Val, Bjarni Sveinbjörnsson Þór fær silfurskóinn og gull- skóinn fær Skagamaður- inn Arnar Gunnlaugsson, sem skoraði fimmtán mörk í sumar. Frá því byrj- að var að verðlauna leik- menn með þessum hætti hefur aðeins einn leik- maður skorað fleiri mörk á einu tímabili en Arnar gerði í sumar. Það var árið 1986 að Guðmundur Torfason, sem þá lék með Fram, skoraði nítján mörk og jafnaði þá marka- met Péturs Péturssonar sem skoraði nítján mörk fyrir ÍA árið 1978. Marka- kóngurinn hefur ekki komið úr röðum ÍA- manna siðan — þar til nú. Gervihnattasport EMfWMMrEFMMiWain 13.30 Golf Screensport. Fyrsti dagur keppni sem heitir þvi langa nafni Toyota World Match Play Champi- onship. Tíu bestu kylfingar Bandarikjanna leika á móti þeim tíu bestu sem Evrópa á. Kaninn vann I fyrra og nú á að hefna harma. 17.00 Körfubolti Eurosport. Þeir eru byrjaðir að endursýna Ólympíuleikana og sýna nú leik draumaliðsins bandaríska við Brasiliu. Aumingja Brassarnir. 19.30 Tho Boot Room Sky Sports. Hinn þunnhærðí Andy Gray spáir í boltann með aöstoð tilheyrandi græja. 13.00 Golf Screensport. Dagur tvö í keppni Bandaríkjanna og Evrópu. 15.00 Fótbolti Eurosport. Sýnt fré leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Meðal annars frá leikjum Norðmanna og San Mar- Inó-manna, Svía og Búlg- ara og (slendinga og Grikkja. 23.00 Hestaiþróttir Sky Sports. Nú fara þeir ríðandi um Wembley. Stórir hestar, litl- ir knapar og enginn Sigur- björn Bárðarson. «H«fM;lWiB:l 12.00 fþróttir á laugardogl Sky Sports. Fimm tíma pró- gramm, meðal annars fót- bolti, snóker, hestalþróttir og fleira. Bland I poka. 13.00 Golf Screensport. Jú, rétt til getið: Dagur þrjú ( keppni Bandarikjamanna og Evr- ópu um hvor álfan er betri I golfi. 18.00 Súperkross Eurosport. Bein útsending frá keppni . á mótorkross-hjólum á Parc des Princes-vellinum t Frakklandi. Þar eru menn nú vanari að sjá fótbolta. ■OTTCWMtMiiMkM.MJ 10.00 Hnefaleikar Eurosport. Notalegt i morgunsárið. 11.30 Liverpool Sky Sports. Þessi klúbbur á sér marga aðdá- endur hér á landi. I þættin- um verður saga liðsins rak- in og fólki sýnt á bak við tjöldín. 13.00 Golf Screensport. Síðasti dagur og spennan [ al- gleymingi. 20.00 Hollenski boltinn Scrcen- sport. Svipmyndir frá leikj- um í hollensku deíldinni. Þar er spiluö fín knatt- spyrna. Vinstrihandarsky framtíðarinnar Leikferill landsliðsmannanna og vinstrihandarskyttanna Kristjáns Arasonar og Sigurð- ar Sveinssonar hefur verið langur og glæsilegur en senn líður þó að því að þeir kapp- arnir dragi sig í hlé. Menn velta því eðlilega vöngum yfir hverjir muni taka við hlut- verki þeirra í landsliðinu í handknattleik, en víst er að skarð þeirra verður vandfyllt. Ekki virðast margir koma til greina á meðal yngri leik- manna og í raun standa að- eins tveir leikmenn upp úr; þeir Ólafur Stefánsson, Val, og Jason Ólafsson, Fram, ní- tján og tuttugu ára. Þeir sem til þekkja eru sammála um að þar fari mikil efni og eins og staðan sé nú komi aðr- ir arftakar þeirra Krist- jáns og Sigurðar ekki til greina í landsliðið fyrir heimsmeistara- keppnina hér heima 1995. Ólafur Stefánsson, Val. PRESSAN leitaði álits þeirra Viggós Sigurðssonar og Guðjóns Guðmundssonar, sem eru á einu máli um að þeir Ólafur Stefánsson og Jason Olafsson séu vinstri- handarskyttur framtíðarinnar. Að mati Guðjóns er Ólafur án efa mesta efhi meðal örvhentra hand- knattleiksmanna sem fram hefur komið síðan Sigurður Sveinsson og Kristján Arason voru að koma upp í kringum 1977, og geti hann jafnvel orðið mun betri leikmaður en þeir. „Ólafur er feiknagóður í stöðunni „maður á móti manni“ og mjög góður hraðauppleiks- maður,“ segir Guðjón. „Hann er ekki nema nítján ára og á effir að bæta gífurlega við sig; hann hefur allt til þess að bera að verða af- burðagóður. Eini veikleiki Ólafs er að hann er ekki nógu öflugur í vöminni og það má hann bæta.“ Guðjón segir menn hafa verið að bíða eftir Jasoni Ólafssyni síð- ustu árin en hann hafi leikið mjög vel alla yngri flokkana. „Að mínu mati hefur hann þó staðið nokkuð í stað síðustu tvö árin og ekki sýnt eins miklar framfarir og margir höfðu búist við. Það er spurning hvort þjálfuninni er um að kenna eða hvort orsakanna er að leita hjá honum sjálfum. Jason hefur þó allt til að bera til að verða öflug skytta og hann er mjög fjölhæfur Taugarnar verða að vera í lagi Þegar pílukast ber á góma sjá líkast til margir fyrir sér víga- legan karlmann á breskri lcrá með bjórkollu í annarri hendi og pílu í hinni. Það er þó með öllu óþarft að leita út fyrir landsteinana í huganum í þessu sambandi, því hér á landi er töluverður áhugi á pílukasti og hefur íslenska pílukastfélagið nú verið starf- rækt í sjö ár. En hvað er það eiginlega sem er svona spenn- andi við það að kasta ein- hverri píluskömm í kork- spjald? Friðrik Diego er einn þeirra sem mikla ánægju hafa af pílu- kasti og hefur hann verið að „kasta“, eins og hann orðar það, ffá árinu 1987. „Ég fékk strax sem krakki áhuga á pflukasti en byrj- aði samt ekíd sjálfur fyrr en fyrir fimm árum,“ segir Friðrik. „Pílu- kast er alls ekki ósvipað til dæmis handbolta eða golfi; leikurinn gengur út á það að hitta með píl- unni í mark, en þó ekki í miðjuna eins og margir virðast halda. Keppnisleikurinn getur orðið óhemju spennandi en þá miðast allt að því að ná ákveðnum stiga- fjölda, oftast 501 stigi, á undan andstæðingnum. í Bretlandi er leikmaður. Hann mætti þó laga varnarleikinn, sem er veikasti hlekkúrhans." Guðjón kveðst vænta þess að þeir félagar verði báðir teknir við þegar heimsmeist aramótið fer fram hér heima að þremur árum liðnum og segir að Ólafur eigi hiklaust að fara með landsliðs- hópnum til Sví- þjóðar á næsta ári, enda þótt hann muni ekki leika mikið með. Viggó Sigurðsson segir um Ólaf Sigurðsson að þar sé feikilega mikið efni á ferð og hann hafi aÚt til að bera til að geta orðið mjög góður leikmaður. Sama sé að segja um Jason Ólafsson, hann sé gífur- legt efni. „Ég lít til þeirra tveggja sem arftaka Sigurðar og Kristjáns í landsliðinu. Jason og Ólafur eru ekki ósvipaðar týpur og þeir eiga báðir að geta leyst stöðuna," segir Viggó. „I augnablikinu er Ólafur bestur og ég hef trú á að hann fari með til Svíþjóðar á næsta ári. Það er aftur á móti alveg klárt mál að það verða komnir inn nýir menn fyrir keppnina 1995 og þá reynir væntanlega á þá Ólaf og Jason.“ Að sögn Viggós er gallinn hjá þeim báðum sá að þeir eru ekki nógu góðir í vöm, eins og reyndar hafi oft loðað við vinstrihandar- leikmenn, og það þurfi þeir tví- mælalaust að laga. „Eins og staðan er nú koma þeir Ólafur og Jason einir til greina fyrir keppnina í Svíðþjóð. í yngri flokkunum eru svo feiknin öll af stórefnilegum strákum sem eiga vafalaust marg- ir eftir að gera góði hluti þegar fram líða stundir." Þeir Ólafur og Jason voru hóg- værir þegar ummælin hér að ofan voru lögð fýrir þá og vildu lítið láta hafa eftir sér. Ólafiir kvaðst þó ætla að reyna að standa undir væntingum manna og auðvitað væri stefnan tekin á landsliðið. Jason sagðist stefna að því að gera betur og framtíðarmarkmiðið væri að komast í landsliðið og at- vinnumennsku í handknattleik. hefðin fýrir þessum leik geysilega sterk og sagt að þar horfi fleiri á pílu en fótbolta í sjónvarpi.“ Að sögn Friðriks er pílukast íþrótt fýrir flestum þeim sem það stunda og er það von manna að hún verði viðurkennd sem slík af ÍSf áður en langt um líður. „Auð- vitað er þetta ekki eins og mara- þon en þetta er engu að síður íþrótt í mínum huga. Það sakar ekki að vera í góðri líkamlegri þjálfun og því gott að synda eða ganga. Fyrir utan leikni í að hitta og þekkja vel spjaldið er afskap- lega mikilvægt að taugarnar séu í lagi, öðruvísi er þetta alls ekki hægt.“ Friðrik er með píluspjald heima hjá sér og þar kastar hann á hverjum degi, auk þess að taka þátt í mótum reglulega. Hann seg- ist eiginlega ekki vera ánægður nema hann nái að æfa sig í klukkustund á dag og notar þá helstkvöldiníþað. En hvernig er það, skyldi vegg- urinn umhverfis píluspjaldið ekki vera orðinn illa farinn? „Auðvitað gekk misvel að kasta þegar ég var að byrja í þessu en það er nú liðin tíð að ég skjóti út fyrir spjaldið. Reyndar eru nokkur göt á veggn- um heima hjá mér, en þau eru eft- ir gestil" Guðmundur Guðmundsson í keppni í kerruakstri á Hellu. Með knapann í eftirdragi Friðrik Diego pílukastari Áður var það svo að það tíðk- aðist eingöngu meðal hesta- manna erlendis að festa kerr- ur aftan í klára sína og geysast svo sitjandi í makindum sín- um um kappreiðavelli. Sú tíð er liðin og nú eru íslendingar farnir að reyna fyrir sér í svo- kölluðum kerruakstri þar sem þeir hleypa klárum sínum ýmist á brokk eða skeið. En skyldi íslenski hesturinn vera hrifinn af þessu uppátæki hestamanna hér á landi? Guðmundur Guðmundsson á Hellu hefur fengist nokkuð við kerruakstur síðustu árin og keppt í greininni á stórmóti sunníenskra hestamanna á Hellu síðastliðið sumar. Guðmundur hefur þjálfað einn hest sinn til þess arna en víst er að íslenska hestinum er það ekki í blóð borið að þurfa að hlaupa eftir kappreiðavelli með kerru og knapa í eftirdragi. „Ég byrjaði fyrir nokkrum árum að fikta við kerruakstur og hef haft feikilega gaman af. Á stórmótinu á Hellu síðasta sumar var gerð til- raun með keppni í kerruakstri þar sem keppt var í tveimur greinum, kerrubrokki og kerruskeiði. Til- gangurinn var meðal annars sá að reyna-að endurvekja áhuga fólks á kappreiðum og um leið nýrri keppnisgrein, en þróunin hefur orðið sú að mestur áhugi virðist nú vera fyrir gæðingakeppninni.“ Sem svar við spumingunni hér að framan segir Guðmundur kerruakstur vissulega útlenskt fýr- irbæri en íslenski hesturinn sé hins vegar ekkert síður til þess fallinn að fást við slíkt en stóru hestarnir erlendis. „Ég fæ ekki betur séð en íslensku hestarnir kunni ágætlega við þessa nýjung. Þeir eru auðvitað hræddir fyrsten um leið og þeir eru búnir að venj- ast kerrunni er þetta ekkert mál. Kerrumar sem notast er við em fi- sléttar og það er auðveldara fyrir þá að draga knapann á eftir sér en bera hann á bakinu.“ Að sögn Guðmundar er nokk- uð um það meðal hestamanna hér að þeir séu að leika sér við kerrn- akstur. „Hingað til hefur þessi íþrótt fýrst og fremst þjónað sem uppákoma á hestamannamótum en vonandi tekst að efla áhuga fleiri hestamanna á henni. Þetta er að mínu mati kærkomin nýjung og það er von mín að kerruakstur verði gerður að keppnisíþrótt og föstum lið á mótum. f því sam- bandi em uppi hugmyndir um að koma á veðmálum eins og tíðkast erlendis og er alveg bráðsniðugt." Um helgina KÖRFUBOLTI - ÚRVALSDEILD KR-Grindavík kl. 20.00 KR- ingar taka á móti Grindvíkingum í iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Samkvæmt spám munu þessi fé- lög bítast um annað sætið i sinum riðli. HANDBOLTI -1. DEILD KARLA Þór-Haukar kl. 20.00. Þórsárar hafa staðið sig vel það sem af er og Haukar'nír eiga að vera sterkir. Selfoss-ÍBV kl. 20.00. Eyjamenn geta meira en þeir hafa sýnt hing- að til. k KÖRFUBOLTI - ÚRVALSDEILD Breiðablik-Keflavík kl. 20.00 Iþróttahúsið Digranesi. Veturinn verður Blikum strembinn en þeir hafa marga stóra leikmenn og geta bitið frá sér. Samkvæmt hefðinni berjast Keflvíkingar á toppnum. Njarðvik-Tindastóll kl. 20.00 Tvö af sterkari liðunum undanfar- in ár. Stólarnir hafa að vísu misst Pétur Guðmundsson og Ivan Jo- nes en fengið Pál Kolbeins í stað- inn. Njarðvíkingar eiga að vera góðir. AKSTURSÍÞRÓTTIR Alþjóðlega Kuhmo-rallíið hefst í dag. Fyrsti bill verður ræst- ur frá Perlunni klukkan átta og þvi vissast að vakna snemma. Um klukkan sautján verða rallkapparn- ir i Smárahvamminum og þar er kjörið að fylgjast með, þeir sem það vilja geta meira að segja fengið að vera farþegar í bflunum. HANDBOLTI - 1. DEILD KARLA HK-Valur kl. 16.30 Marka- maskínan Hans Guðmundsson er búinn að fá leyfi til að spila og með hann t formi getur HK farið langt. Valsmenn eiga þó að vera sterkari. AKSTURSÍÞRÓTTIR Aljóðlega Kuhmo-rallíið Dag- ur tvö og farið frá Hjólbarðahöll- inni klukkan átta. Þeir sem fara snemma á fætur ættu að fara að Korpúlfsstöðum, þar munu bílarn- »»*! i' ■ i' »'l •ÆM.'Ría il ir þeysa. HANDBOLTI -1.DEILD KARLA Fram-Víkingur kl. 20.00 Frammarar eru með efnilegt lið en þeir hafa einstæða hæfileika til að glopra niður unnum leikjum t lokin og þvl þurfa þeir að hætta. FH-Stjarnan kl. 20.00 Ná- grannaslagur og eins og ávallt þegar þessi lið eigast við verður ekkert gefið eftir. (R-KA kl. 20.00 (R-ingar eru sprækir og sömuleiðis norðan- menn. KÖRFUBOLTI - ÚR- VALSDEILD Skallagrimur-Valur kl. 16.00. Borgnesingar stuppu með naum- indum við fall í fyrra. Liðinu er spáð falli í ár en það á að hafa styrkst. Valsmenn hafa Bookerinn og fleíri góða. Breiðablik-Njarðvík kl. 16.00 Samkvæmt bókinni eiga Njarðvík- ingar að vinna. Haukar-Keflavík kl. 16.00 Jón Arnar og Rhodes hjá Haukum eru klárir en Keflvíkingarnir eru með besta mannskapinn — á pappirunum að minnsta kosti. Snæfell-KR kl. 20.00 (var Ás- grímsson og Kristinn Einarsson eru komnir í Hólminn og lið Snæ- fells þvi til alls víst. AKSTURSÍÞRÓTTIR Alþjóðlega Kuhmo-rallHð Enn vakna þeir snemma og fara frá Hjólbarðahöllinni klukkan átta. Keppni lýkur klukkan þrettán við Perluna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.