Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
13
Þessi bekkjarmynd úr Miðbæjarskólanum er tekin skömmu fyrir 1950. Af
þessum hópi hafa fjórir lagt fyrir sig flugið. Gunnari á vinstri hönd er
Bjarni Jóhannesson, flugstjóri hjá British Airways (bróðir Lofts flugstjóra
og kaupsýslumanns), þriðji frá hægri í efri röð er Harald Snæhólm, flug-
stjóri hjá Flugleiðum, og þriðji frá hægri í neðri röð er svo Hans heitinn
Ágústsson flugmaður, en hann fórst í flugslysi í Suður-Ameríku árið 1968.
Islenskur
milljarðamæringur
í Liechtenstein
Saga Gunnars Björgvinssonar er saga fátæks pilts sem ólst upp hjá aldraðri ömmu sinni á Freyju-
götunni. Rúmlega tvítugur lagði hann land undir fót og nú þremur áratugum síðar er hann vellauð-
ugur maður, með nettóeignir langt yfir einum milljarði íslenskra króna. Gunnar hefur keypt og selt
flugvélar og varahluti fyrir upphæðir sem nálgast fjárlög íslenska ríkisins. Hann á nú stóran hlut í
fjórum breiðþotum, auk mikilla persónulegra eigna. Má þar nefna veglegar íbúðir við Genfarvatn
og í Liechtenstein, glæsilega villu í Nice við frönsku Rivíeruna og er með aðra í smíðum í Kaliforníu.
Þá á hann verðmætar landareignir í Lúxemborg og helming í kastala með tíu hektara landi í Brussel.
Á sjötta áratugnum var skortur
á flugvirkjum á Islandi. Loftleiða-
menn vildu bæta úr því og senda
nokkra stráka utan í nám og fá þá
síðan til starfa hjá félaginu. Einn
afþeim piltum sem höfðu mikinn
hug á að komast í námið var
Gunnar Björgvinsson. Alfreð heit-
inn Elíasson, þáverandi forstjóri
félagsins, krafðist meðmæla. Þeg-
ar til kom gat Gunnar ekki útveg-
að tilskilin meðmæli. Hann geldc
því sneyptur á fund Alfreðs og
rakti raunir sínar. Alfreð kvaðst
skyldi sjá hvað hann gæti gert, en
lofaði engu. Ekki vildi hann þó
gefa stráksa frá sér, enda sá hann
að það var töggur í honum. Datt
honum þá í hug að hringja í við-
komandi sóknarprest og leita
meðmæla. Þar fékk Alfreð þau
svör að prestur þekkti Gunnar lít-
ið, en þó einungis af góðu. Þessi
orð nægðu Alfreð sem réð hann
með það sama. Þeirrar ákvörðun-
ar átti hann ekki eftir að iðrast,
enda var Gunnar fyrsta flokks
starfsmaður og síðustu ár sín hjá
Loftleiðum gegndi hann stöðu
framkvæmdastjóra viðhaldsdeild-
arinnar í Lúxemborg.
Upphæðir sem nálgast fjárlög
ríkisins
„Ég reyni að hafa samingana
'stóra til að geta haft ffí á milli. Ég
ýil geta lifað lífinu,“ sagði Gunnar
Björgvinsson í viðtali árið 1987,
þegar hann hafði fest kaup á tíu
stykkjum af DC-9-þotum ffá flug-
félagi í Sviss. Fréttin um kaupin
kom mörgum fslendingum á
óvart, enda voru þetta viðskipti
upp á svo háar upphæðir að nálg-
uðust fjárlög íslenska ríkisins.
Gunnar Björgvinsson hefur
unnið sig upp úr litlum efnum í
að eiga eignir sem skipta milljörð-
um króra. Hann er því einhver al-
auðugasti fslendingurinn, fyrr og
síðar. Gunnar er fæddur utan
hjónabanás í Reykjavík árið 1939
og ólst upp.hjá aldraðri ömmu
sinni, Guðrínu Sigurðardóttur, á
Freyjugötu 5. Faðir hans hét
Björgvin Stendórsson en móður
sína þekkti hmn aldrei. Gunnar
hlaut grunnmmntun sína í Mið-
bæjarskólanum en fékk fljótlega
ódrepandi áhuga á öllu sem
tengdist flugi.
Eins og áður sagði lærði Gunn-
ar flugvirkjun og starfaði hann hér
á landi í fjögur ár, eða til ársins
1962. Samstarfsmaður hans frá
þeim tíma segir að þrátt fyrir að
hann væri fremur umkomulaus
unglingur hafi hann verið reglu-
samur myndarstrákur, stór og
stæðilegur. Þá hafi hann haft eink-
ar viðfelldið og hlýtt bros, sem
menn sögðu að bræddi flesta(r).
Síðar var hann sendur sem flug-
virki í hálft ár til Hamborgar. Það
átti eftir að koma honum vel að
kunna þýskuna og vera einstæður
því í árslok 1962 var ákveðið að
hann skyldi koma upp viðhalds-
þjónustu Loftleiða í Lúxemborg.
Upphaflega var hann ráðinn til
tveggja ára en hann átti eftir að
ílengjast þar ytra. Tæknideildin óx
mjög hratt og sá um viðhald fyrir
fjölda fyrirtækja, ekki síst Cargo-
lux, sem varð mjög umsvifamikið
með tímanum. Árið 1974 ákváðu
Flugleiðir að selja Cargolux deild-
ina og þá fóru Gunnar og þeir
hundrað starfsmenn sem þar
störfuðu yfir til Cargolux.
Gunnar var framkvæmdastjóri
verkfræði- og viðhaldsdeildar
Cargolux til 1981 er hann hóf eigin
rekstur með verslun flugvéla og
varahluta. Reyndar var hann
stjómarmaður hjá Cargolux í fjög-
ur ár eftir að hann hætti sem
starfsmaður félagsins. Reksturinn
var erfiður í upphafi áratugarins
en eftir að vel fór að ganga ákvað
Gunnar að draga sig út úr stjórn-
inni, enda hafði hann í nægu að
snúast á eigin vígstöðvum.
Kaup og sala á breiðþotum
Eftir að Gunnar hóf eigin rekst-
ur hefur hann efnast óhemjumik-
ið. Starf hans felst í því að kaupa
og selja flugvélar og varahluti
tengda þeim. Upphafið að vel-
gengni hans má rekja til fyrsta
verulega stóra viðskiptasamnings-
ins, sem hann gerði árið 1982. Þá
keypti hann tíu Boeing 707-flug-
vélar frá Air France. Þá átti hann
talsverð viðskipti við Líbýu á tím-
um viðskiptabanns Bandaríkj-
anna við landið. Þessi viðskipti
voru bæði í formi umsvifamikils
viðhalds og sölu á flugvélum. Það
skal þó tekið fram að viðskipta-
bannið gilti ekki í Lúxemborg, en
þaðan voru viðskiptin gerð.
Gunnar hætti effir að viðskipta-
bannið var hert árið 1984, en talið
er að hann hafi hagnast vel á
þeim.
Vegna mikilla umsvifa Gunn-
ars þurfti hann vitanlega að greiða
háa skatta. Hann ákvað því árið
1984 að flytja aðsetur sitt til
skattaparadísarinnar Liechten-
stein en hélt ríkisborgararétti sín-
um í Lúxemborg, sem hann hafði
fengið þremur árum áður.
Gunnar gerðist stórtækari upp
úr samningunum við Líbýu.
Stærsta fjárfesting hans, og líklega
Islendings fyrr og síðar, var þegar
hann, í helmingsfélagi við annan
aðila, keypti átján breiðþotur af
flugfélaginu Cathey Pacific í Hong
Kong, þegar það ákvað að endur-
nýja allan flugflota sinn. Flugfélag-
ið endurleigir reyndar vélarnar til
áranna 1995-1997. Gunnar hefur
selt flestar þeirra áffam en á enn í
fjórum Tristar-breiðþotum. Slíkar
vélar verðleggjast á 10-15 milljón-
ir dollara hver. Verðmæti þessara
fjögurra véla er því ekki fjarri
þremur milljörðum króna.
Auðugastur íslendinga?
Gunnar hefur gert marga slíka
samninga, stærri eða smærri, en
hefur stofnað sérstakt fyrirtæki
um hvern einstakan samning, til
að dreifa áhættunni. Spilaborgin
hrynur því ekki þótt einn samn-
ingur gangi ekki nógu vel. Nú allra
síðustu ár hefur hann heldur
dregið úr umsvifunum. Hann hef-
ur ekki gert nýja samninga en fyr-
irtæki hans, Transreco Trading
Establishment, hefur umsjón með
hagsmunum hans í öðrum fýrir-
tækjum. Meginástæða þess að
Gunnar hefur dregið sig út úr við-
skiptunum er sú að ástandið í
flugheiminum er ekki vænlegt til
hagstæðra viðskipta. Auk þess
hefur Gunnar hagnast það vel að
hann þarf ekki á viðskiptunum að
gagntekinn af golfbakteríunni,
þótt sjálfur segist hann ekki spila
vel. Hann er meðlimur í golf-
klúbbum í Frakklandi, Lúxem-
borg og Kaliforníu og þess má
geta að hann hefur 28 í forgjöf.
Húsið sem hann er að reisa í Kali-
forníu er einmitt innan lóðar-
marka einkagolfldúbbs. Golf-
svæðið er risastórt, nærri 300
hektarar, og innan þess eru tveir
fullkomnir 18 holu golfvellir.
Meðlimir klúbbsins, sem eru um
fjögur hundruð, þurfa allir að eiga
fasteignir innan svæðisins.
Þótt Gunnar eigi margar verð-
mætar fasteignir er flugvélaeignin
líklega hans stærsta eign, þrátt fyr-
ir að vissulega séu erfiðleikar á
mörkuðum þessa stundina. Auk
þeirra fjögurra véla sem áður eru
nefndar á hann hlut í fjölda flug-
véla sem eru í leigu víða um heim.
halda. Aðspurður hvort
hann sé ríkasti núlifandi ís-
lendingurinn segist hann
ekki vita, en getur þess að
þau hjónin lifi ágætu lífi og
bætir því við að hann vonist
til að allir hafi það gott á ís-
landi!
Þótt Gunnar hafi gegnt
ábyrgðarstöðum hjá Loft-
leiðum og síðar Cargolux
hafði hann einnig leyfi frá
bandarískum stjórnvöldum
til að yfirfara viðhaldsgögn
þarlendra flugvéla í Evrópu.
Einungis 3-4 einstaklingar
höfðu slíkt leyfi í Evrópu og
nefndust þeir FAA-Inspect-
ors. Gunnar ferðaðist um
Evrópu, yfirfór og skrifaði
undir viðhaldsskjölin. Þessi
vinna er mjög vel borguð,
svo ekki sé meira sagt. Fyrir
dagsvinnu gat hann fengið
rífleg mánaðarlaun. Sjálfur
segir Gunnar að mestu hafi
munað að hann fékk tæki-___________________________________________
fæn til að læra á kerfið og Gunnar Björgvinsson — ef til vill auðugastur
kynnast þeim mönnum |ifandi (slendinga.
sem storfuðu í greinmm.
Það kom sér síðar einkar vel í
einkaviðskiptum Gunnars.
Gunnar er ekki mikið gefinn
fyrir sviðsljósið. Hann er ekki einn
þeirra sem njóta þess að horfa á
nafn sitt á prenti eða mynd af sér í
blaði. Ótrúlegt er raunar hve mik-
inn frið hann hefur fengið fyrir ís-
lenskum fjölmiðlum, þar sem ár-
angur hans er slíkur að ef til vill
stendur enginn Islendingur hon-
um á sporði hvað auðlegð varðar.
Hluti skýringarinnar kann að fel-
ast í því að hann er sagður afar
hógvær og lítillátur. Sjálfur segir
hann að raunsýnn sé betra lýsing-
arorð.
Eignir um allan heim
I Liechtenstein á Gunnar stóra
íbúð, en öllu veglegra er húsið
sem hann á í Nice við frönsku Riv-
íeruna. Þá er ekki allt talið af hús-
eignum hans, því hann er að reisa
stóra villu í Kaliforníu, sem hann
áætlar að kosti um eina og hálfa
milljón dollara eða um 82,5 millj-
ónir íslenskra króna. Gunnar er
Gunnar er kvæntur franskri
konu, Evelyne Biewer að nafhi, og
á með henni tvo uppkomna
drengi. Þeir stunduðu nám í Sviss
en Gunnar á íbúð við Genfarvatn.
Hún er staðsett á afar fallegum
stað sem nefnist Montraux. Auk
þessa á hann verðmætar landar-
eignir í Lúxemborg. Þá átti Gunn-
ar lengi vel Beach Jet-einkaþotu
með öðrum, en hann hefur nú selt
hana. Til fróðleiks má upplýsa að
slík þota kostar á annað hundrað
milljónir. Gunnar hefur einnig
talsverð ítök í Belgíu þar sem
hann rak, ásamt vini sínum, fyrir-
tækið Air Xport á árunum 1984 til
1990. Það hafði mikil umsvif,
keypti og seldi varahluti og átti
verðmætt flugskýli. Þetta var tals-
verð eign og seldu þeir félagar það
á hárréttum tíma, þegar verðið var
í hámarki. Hann á nú talsvert af
fasteignum þar í landi en þeirra
stærst er tíu hektara landsvæði í
Brussel, með kastala sem hann á
með félaga sínum.
Harðduglegur og afar viðfelld-
inn
Gunnar kallar ekki allt ömmu
sína í viðskiptum, enda þykir
hann ákveðinn og harður í samn-
ingum. Þegar hann var yfirmaður
hjá Cargolux var hann kunnur
fyrir dugnað og ósérhlífni, auk
þess sem hann skelfdi marga
starfsmenn sína með því að krefj-
ast þess sama af þeim. En slík
vinnubrögð skila árangri og því
telja margir að það sé einmitt
Gunnari að þakka hve mikillar
virðingar viðhaldsdeild Cargolux
nýtur nú hvarvetna um heiminn.
Þeir sem til hans þekkja segja
að það sé ekki tilviljun ein að hann
hafi komist í svo góð efni, þar sem
hann sé snjall, góður skipuleggj-
andi og sérlega ákveðinn. Þegar
krökkunum var gefið lýsi í barna-
skólanum fussuðu flestir og svei-
uðu yfir því, en ekki Gunn-
ar; hann bað um meira. Þá
hefur hann það framyfir
marga aðra í flugvélageir-
anum, að hann getur sjálf-
ur skoðað nákvæmlega
vélarnar sem hann hyggst
kaupa. Gunnar er nú 53
ára, en þegar hann varð
fimmtugur hélt hann
mikla veislu í Monte Carlo
í hinu glæsilega Hermites-
hóteli og var hvergi til
sparað við að gera veisluna
sem eftirminnilegasta fýrir
gestina. Alls bauð Gunnar
um fimmtíu manns í gleð-
skapinn, sem stóð í tvo
daga.
Hingað, í norðannepj-
una, hefur Gunnar lítið
sótt. Síðustu ár hefur hann
komið hingað í laxveiði en
ólíklegt er að hann setjist
aftur að hér á landi. Stöku
sinnum hefur þó nafn
hans skotið upp kollinum í
umræðunni hérlendis.
Þannig var honum boðin
þátttaka í stofnun hluta-
bréfafyrirtækisins Handsals, en
einn af hvatamönnum þess var
Sigurður Helgason, vinur hans og
samstarfsmaður til langs tíma.
Þegar til kom var Gunnar þó ekki
meðal stofnenda. Þá vakti það
talsverða athygli þegar frændi
hans, Steindór Ólafsson, opnaði
Pizza Hut með stæl í húsi Hótel
Esju á Suðurlandsbraut. Fundu þá
ýmsir lykt af ffændpeningum. Hið
rétta er að Steindór bauð frænda
sínum þátttöku en Gunnar af-
þakkaði kurteislega.
Örlög manna geta verið marg-
breytileg. Gunnar Björgvinsson
sprettur upp úr mölinni og verður
„milljóner“ úti í hinum stóra
heimi. Hann er því „íslenski
draumurinn11 holdi klæddur, sem
tiltrú Alfreðs Elíassonar á þessum
meðmælalausa stráklingi af
Freyjugötunni gerði að veruleika.
Pálmi Jónasson og Jónas Sigurgeirsson
vinna að ritun bókarinnar íslenskir auð-