Pressan - 08.10.1992, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 8. OKTÓBER 1992
PRESSAN
Útgcfandi
Ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúar
Auglýsingastjóri
Dreifingarstjóri
Blað hf.
GunnarSmári Egtlsson
Egill Helgason
Sigurður Már Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
HaukurMagnússon
Mjúkt
gæluverkefni
Vegna hrapaUegrar meðferðar stjórnmálamanna á almannafé
á undanförnum áratugum hefur orðið til hugtakið „gæluverkefni
stjórnmálamanna“. Dæmi um slíkt er fiskeldis- og loðdýramar-
traðirnar þar sem stjórnmálamenn gengust upp í nokkurs konar
spákaupmennsku með almannafé, veðjuðu á að þessar atvinnu-
greinar gætu borið sig og töpuðu milljörðum á milljarða ofan af
því sem þeim hafði verið treyst fýrir. Önnur dæmi eru ýmsar op-
inberar byggingar sem stjórnmálamenn vilja gera að minnis-
merkjum um eigið ágæti. Flestar hafa þessar byggingar hins veg-
ar orðið minnismerki um bruðl og sóun sem er því samfara að
reyna að berja upp stór hús innan fjögurra ára kjörtímabils
stjórnmálamanna.
En gæluverkefnin eru ekki aðeins bundin við atvinnulífið, hús-
byggingar eða annað sem flokka má sem hörð mál. Hin mjúku
mál stjórnmálamannanna hafa einnig getið af sér gæluverkefni
og sum ekki síður vitlaus en peningamál strákanna. Eitt þessara
mála er styrkir hins opinbera til einstæðra foreldra.
Þar sem stjórnmálamenn meta vandamál aldrei eftir því
hversu brýnt er að leysa þau heldur hversu vel þau eru fallin til
vinsælda hafa þeir notað einstæða foreldra mörg undanfarin ár til
að auglýsa góðmennsku sína. Ef til vill er það sökum þess að sér-
staða einstæðra foreldra hefur verið svo vel kynnt að það liggur
einfaldlega beinna við að gera á þeim góðverk en að leita uppi
önnur vandamál sem almenningur er ef til vill ekki jafn vel með á
nótunum um.
En hvað um það. Undanfarin ár hafa stjórnmálamenn varla
staðið fyrir nokkrum aðgerðum svo þeir gangi ekki þannig frá
málum að staða einstæðra foreldra sé sérstaklega bætt. Nú er svo
komið að þeir njóta sérstakrar fyrirgreiðslu í gegnum Trygginga-
stofnun, í dagvistarmálum, í gegnum skattkerfið, hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna, í húsnæðiskerfinu og guð má vita ekki
hvar. Þegar allar þessar gjafir stjórnmálamannanna eru síðan
skoðaðar í samhengi kemur í ljós að ef einstæðir foreldrar hafa
einhvern tímann mátt þola lakari aðstöðu en aðrir foreldrar þá er
það liðin tíð. Dæmið hefur snúist við. Ef einhvern tímann var
hola sem þurfti að fylla þá hafa stjórnmálamennirnir búið til fjali
þar sem holan var.
Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir til stuðnings einstæðum for-
eldrum hefúr stjómmálamönnunum aldrei dottið í hug að end-
urskoða meðlagið — það sem það foreldri sem hefur ekki for-
ráðarétt yfir barninu leggur til þess. Það er í dag um 7.500 krónur
með einu barni. Það er ekki há upphæð.
En þar sem meðlagsgreiðendur eru margir hafa stjórnmála-
menn eflaust ekki viljað hækkað upphæðina. Þess í stað hafa þeir
notað ríkissjóð til að niðurgreiða meðlagið með almannafé.
Án efa eru til þeir foreldrar sem eiga erfitt með að standa skil á
þessum 7.500 krónum. Hins vegar er alveg ljóst að þeir eru mý-
margir sem geta borgað gott betur en 7.500 krónur með börnum
sínum. Ef ríkið þarf að styrkja efnalítið fólk á það að láta nægja að
styrkja það en láta ekki styrkina ganga upp eftir tekjustiganum.
Það er kominn tími til að stjórnmálamenn líti yfir verk sín og
endurskoði styrkjakerfi einstæðra foreldra. Að þeir hætti að
styrkja tekjuháa foreldra með niðurgreiddum meðlögum og dag-
vistarrýmum. Að þeir hætti að nota einstæða foreldra sem tákn
um góðmennsku sína.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80
Faxnúmer
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn
Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson.
Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún
Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
þórsson veðurstofustjóra virðist
ekki fara fram í öðrum fjölmiðl-
um en ríkissjónvarpinu. Engir
aðrir fjölmiðlar virðast hafa áhuga
á launaumslögum þessara manna
eða hvenær þeir eigi að lesa veð-
urlýsingar í ríkisíjölmiðl-
unum. Ef til vill stafar
þessi áhugi frétta-
manna ríkissjónvarpsins af ná-
lægðinni við vandamálið, það er
veðurfræðingana, í stúdíóinu þeg-
ar fréttirnar eru sendar út.
ALLTAÐDEYJA
Nú er Sambandið
dautt. Og Fjárfesting-
arfélagið virðist
vera að lognast
út af. Járnblend-
ið þarfhast líka gjör-
gæslumeðala ef það
ætlar að lifa. Og eigend-
ur álversins í Straumsvík
eru víst að æsa til verkfalla
til þess eins að segja upp
raforkusamningum eða
jafnvel loka sjoppunni.
Sjávarútvegurinn er á
hausnum sem fyrr. Fisk-
eldið er löngu dautt og
sömuleiðis loðdýraræktin.
Það hefur meira að segja
harðnað á dalnum hjá sól-
baðstofúm og veitingahúsum í
Reykjavík og þá er víst fátt eitt eft-
HVERS VEGNA
Er ekki hœgt að tryggja
sparifjáreigendum öryggi á
verðbréfamarkaði?
RAGNAR HAFLIÐASON, AÐSTOÐARFORSTÖÐUMAÐUR BANKAEFTIRLITS SEÐLABANKA ÍSLANDS
Fjárfesting í
hlutdeildarskírteinum
verðbréfasjóða er í eðli sínu
I áhættufjárfesting.
STJÓRNMÁLAFLOKKARN-
IRHERÐAÓLINA
I hinu nýja fjárlagafrumvarpi er
gert ráð fyrir að liðurinn „til út-
gáfumála samkvæmt ákvörðun
þingflokka“ falli niður. Á yfir-
standandi ári runnu 25 milljónir
til þessara hluta, en sem kunnugt
er skipta stjórnmálaflokkarnir
þessum peningum á milli sín til
að reka skrifstofúr sínar, blöð eða
hvað svo sem þeim kann að detta
í hug. En þótt þessi liður falli nið-
ur er ekki um sparnað að ræða.
Liðurinn „styrkur til útgáfúmála
samkvæmt tillögum stjórn- ,
skipaðrar nefndar" hækkar
úr 55 milljónum í 80 milljón- m
ir. Með þennan lið er farið á
nákvæmlega sama hátt og þann
fyrri. Flokkarnir skipta honum
milli sín og eyða peningunum.
RÍKISSJÓNVARPIÐ & VEÐ-
URFRÆÐINGARNIR
Það er dálítið sérstakt að launa-
deila veðurfræðinga við Pál Berg-
Með sparifjáreigendum er hér
væntanlega átt við eigendur hlut-
deildarskírteina í verðbréfasjóð-
um. Fjárfesting í hlutdeildarskír-
teinum verðbréfasjóða er í eðli
sínu áhættufjárfesting og er því
ekki sparifé í þeim skilningi að
ábyrgst sé að höfúðstóll skili sér til
baka með tiltekinni ávöxtun. Eng-
in trygging er fyrir því að eigendur
hlutdeildarskfrteina fái alltaf góða
ávöxtun á bréf sín. 1 þessu sam-
bandi skal vakin athygli á mis-
muninum, sem er á innstæðum í
banka eða sparisjóði annars vegar
og hlutdeildarskírteinum hins
vegar.
I fyrra tilfellinu er á hverjum
tíma lofað tiltekinni ávöxtun fram
í tímann eða þar til viðkomandi
banki eða sparisjóður auglýsir
breytingu þar á. f seinna tilfellinu
er um það að ræða að hlutdeildar-
skírteini, sem er í reynd ávísun á
hlutdeild í eignum viðkomandi
verðbréfasjóðs, gefúr eingöngu þá
ávöxtun, neikvæða eða jákvæða,
sem felst í aukningu eða minnkun
á verðmæti eigna verðbréfasjóðs-
ins fyrir liðinn tíma. f auglýsing-
um verbréfasjóðanna er enda ein-
göngu getið um hver ávöxtun hafi
verið fyrir liðinn tíma, t.d. síðustu
3, 6 og 12 mánuði, en ekki lofað
ákveðinni ávöxtun ffarn í tímann.
Ávöxtunin er þannig háð virði
eigna sem í sjóðnum eru á hverj-
um tíma.
Verðbréfasjóði er skylt að hafa
löggiltan endurskoðanda og gerir
hann reglulega úttekt á verðmæti
eignanna í viðkomandi verðbréfa-
sjóði og hvort gengi hlutdeildar-
skírteina sé í samræmi við það.
Samsetning eigna hvers verð-
bréfasjóðs á að vera í samræmi við
þá fjárfestingarstefnu, sem skylt er
að tíunda í samþykktum viðkom-
andi sjóðs. Þess má geta að í sam-
ræmi við ákvæði laga þarf banka-
eftiriit Seðlabanka íslands að stað-
festa samþykktir hvers verðbréfa-
sjóðs og ennfremur eiga sam-
þykktirnar að vera aðgengilegar
fyrir eigendur hlutdeildarskír-
teina. Vægi áhættusamra eigna,
og þar með væntingar um háa
ávöxtun, getur þannig verið mis-
munandi eftir sjóðum. Það að mat
á eignum sé annað í dag en t.d.
fyrir 6 mánuðum getur átt sér
eðlilegar skýringar og þarf ekkert
að vera óeðlilegt við það þótt
gengi hlutdeildarskírteina sveiflist
upp og niður til samræmis vð
mismunandi verðmætamat frá
einum tíma til annars.
Sem dæmi um breytingar á
eignamati má nefna að gengi
verðbréfa í eigu verðbréfasjóða,
sem skráð eru á Verðbréfaþingi,
breytast stundum frá degi til dags
eftir því hver ávöxtunarkrafan er á
hverjum tíma. Virði hlutabréfa,
sem fjárfest hefúr verið í af verð-
bréfasjóði, getur breyst verulega á
skömmum tíma eins og öllum
ætti að vera kunnugt. Þá geta ver-
ið í sjóðunum ýmis verðbréf, sem
eru með fasteignaveði eða sjálf-
ir. ÁTVR hefur í ofanálag mátt
þola samdrátt. Ríkið sjálft er líka
að draga saman þótt það sjáist
kannski ekki glöggt 1 reikningum
ríkissjóðs.
Á móti þessum hörmungum er
fátt eitt sem er til þess fallið að
auka bjartsýni þjóðarinnar. Á
meðan stóriðjuverin tvö ramba á
barmi gjaldþrots bendir ekki
margt til stórra hluta í raforku-
sölu. Þegar þorskurinn hefur yfir-
gefið okkur mun sjávarútvegur-
inn ekki standa undir neinu —
varla sjálfúm sér. Vatnsútflutning-
ur mun ef til vill skila einhverjum
fýrirtækjum þokkalegum tekjum
en varla svo miklum að aðrir verði
feitir afþeim. Og fríiðnaðarsvæðið
á Suðurnesjum mun þurfa að
sætta sig við samkeppni við 1.100
önnur fríiðnaðarsvæði víðsvegar
um heiminn og það er ekkert sem
bendir til þess að Suðurnesin hafi
nokkuð að bjóða sem þau hafa
ekki.
skuldarábyrgð, sem taldar voru
traustar tryggingar þegar viðkom-
andi verðbréf voru keypt inn í við-
komandi sjóð en teljast það ekki
lengur. f einhverjum mæli sitja
verðbréfasjóðir, sem samkvæmt
fjárfestingarstefnu sinni keyptu
verðbréf tryggð með fasteigna-
veði, nú uppi með fasteignir, en
eins og kunnugt er hafa fasteignir,
og þá sérstaklega atvinnuhús-
næði, verið erfiðar í sölu, sem hef-
ur áhrif á virði þeirra.
Af framansögðu er ljóst að það
fylgir því áhætta að festa fé í verð-
bréfasjóði, en hún getur verið
mismunandi mikil með hliðsjón
af þeiri fjárfestingarstefnu, sem
hver og einn verðbréfasjóður
starfar eftir.
FJÖLMIÐLAR
Án Ólafs vœru Færeyjar ekki til
Sérviska fer aldrei vel í frétta-
eða blaðamennsku. Það er heldur
aldrei trúverðugt þegar blaða-
eða fJéttamenn eru auðsjáanlega
keyrðir áfram af persónulegum
frekar en faglegum áhuga á við-
fangsefni sínu. Dæmi um þetta
tvennt eru mýmörg úr íslenskum
fjölmiðlum: Áhugi Ómars Ragn-
arssonar á eigin sjúkrahúslegu,
áhugi Sigurdórs Sigurdórssonar á
DV á að gera Pétur Sigurðsson að
forseta ASÍ, áhugi Olafs E. Jó-
hannessonar á lax- og skotveiði,
áhugi Morgunblaðsins og Styrm-
is Gunnarssonar á upptöku veiði-
leyfagjalds, áhugi DV og Jónasar
Kristjánssonar á sundurliðun
símreikninga og andstöðu við
skrásetningarkerfi á hrossum.
En þótt þetta sé oftast hvim-
leitt ber íslendingum að þakka
fyrir eina sérviskuna. Það er
áhugi Ólafs Sigurðssonar, frétta-
manns á Ríkissjónvarpinu, á
Færeyjum. Mér er til efs að ís-
lendingar hefðu frétt af því að
stjórn á landssjóði þeirra Færey-
inga var nánast tekin af þeim nú í
vikunni ef Ólafur hefði ekld þrá-
ast við að flytja íslendingum
fréttir af Færeyingum. Að
minnsta kosti hefði þessi frétt
komið eins og þruma úr heið-
skíru lofti, án nokkurs aðdrag-
anda. En svo er Ólafi fyrir að
þaltka að við fslendingar höfum
getað fylgst með hægri en öruggri
leið færeysks efhahagsh'fs til and-
skotans á undanförnum misser-
um.
Þótt ég ætli ekld að draga úr
gildi frétta frá Suður-Afríku, fyrr-
um lýðveldum Júgóslavíu, óveðr-
um í Suður-Fralcklandi eða kyn-
þáttaofsóknum í Þýskalandi; þá
held ég að fréttir frá Færeyjum
komi okkur meira við en marka
má af rúmmáli þeirra í íslenskum
fjölmiðlum samanborið við ofan-
greint efni. Færeyingar eru um
margt líkir okkur; þeir lifa á fiski
eins og við og því miður bendir
margt til þess að íslenskt efna-
hagslíf sé ekki á svo ýkja ólíku
róli og það færeyska. Þótt það sé
gott fyrir hjartað og sálina að taka
siðferðislega afstöðu til ýmissa
átaka sem eiga sér stað sunnar og
austar en í Þórshöfn þá er það
ekld síður gott fyrir magann og
pyngjuna að fylgjast með baráttu
Færeyinga fyrir efnahagslegu
sjálfstæði.
Gunnar Smári Egilsson