Pressan - 29.10.1992, Side 4

Pressan - 29.10.1992, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 bílskúrssteik „Ástœðan fyrir gagnrýni Kaupmannasamtakanna var að þeirra sögn ótti um að kröf- um um hreinlœti vœri ekki full- nœgt í Kolaportinu og að þarna vœri um afturför í sölumálum að rœða. Þetta settu þeirfram, þráttfyrir að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið samþykki sitt fyrir sölunni. Og hvað kemur það kaupmannasamtökum við hvar og hvenœr bœtidur og neytend- ur eiga viðskipti? Ef neytendur vilja kaupa frosið kjöt í plast- pakkningutn í Kolaportinu frekar en úr kjötborðum versl- ana, þar sem alls kyns ópökk- uðu kjöti œgir saman, þá er það þeirra mál. Kaupmannasatn- tökunum kemurþað ekki frekar við en hvort fólk kaupir sér tniða í stúku eða stœði þegar þaðferá völlinn Glúmur Jón Björnsson í DV Guðni Þorgeirsson, skrif- stofustjóri Kaupmannasam- taka Islands: „Kaupmenn eru skikkaðir til að gæta ýtrasta hreinlætis við sölu á matvælum og hefur verið reynt að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda í þeim efnum og verið kostað til þess ómældu fé. Rétt er að heil- brigðisyfirvöld gáfu samþykki sitt fyrir umræddri sölu í Kola- portinu. Það breytir þó engu um að Kaupmannasamtökin eru al- gjörlega mótfallin því að kjöt sé selt þar, enda um bílageymslu að ræða og útilokað að húsnæð- ið standist hreinlætiskröfúr. Það er alveg hreint ótrúlegt að þetta skuli vera leyft. Ég spyr bara, hvað verður það næst? Megum við eiga von á að menn fari brátt að selja kjöt í kjöllurum húsa og bílskúrum út um allan bæ?“ Allir á H VALVEIÐAR „Nú œtti tvímælalaust t.d. að minnka síldarstofninn í 200-300 þúsund tonn. Reytta að minnka kolmunnastofninn (samnorrœnt verkefni?) Og — ekki bara „hejja hvalveiðar“ með þessu sífellda kjaftœði, fundahöldum og blaðatnanna- funduni, heldur hefja hvalveið- ar í alvöru og sleppa öllu kjaft- æðinu því það skilar engum gjaldeyri til að borga skulda- súpu þjóðarinnar! Úrelda mætti nú þegar ólöglegar reglu- gerðir sjávarútvegsins sem tak- tnarka hvalveiðar. Samkvæmt 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins tná „engin bönd leggja á at- vinnufrelsi manna netna al- mannaheill krefji og þarf laga- boð til“. Lagaboð þýðir að Al- þingi geti sett lög um málefnið en ekkiframselt lögboðið hlut- verk sitt til ráðuneytisins með löggjöf um reglugerðarútgáfu utn takmörkun atvinnufrelsis eftir geðþótta ráðherra hverju sinniK Kristinn Pétursson í Morgunblaðinu Magnús H. Skarphéðins- son, talsmaður Hvalavinafé- lags íslands: „Mikið dæma- laust gleður það mig þegar hval- veiðisinnar (eða sjálfstæðis- menn) eru svona gjörsamlega úti að aka eins og Kristinn hefur að undanförnu verið í hvalamál- inu, og reyndar flestöllu sem varðar sjávarútveginn eins og sjá hefur mátt í greinum hans í Mogganum nú nýverið sem fyrr. Það er eins og hann sé nýkom- inn frá öðrum hnetti og hafi ver- ið þar lengi. A.m.k. allan tímann síðan hvalveiðiumræðan fór af stað. Við hvalavinir þurfum ekki að hafa áhyggjur af vinum vor- um í úthafinu meðan sprelligos- ar á borð við þennan fyrrverandi þingmann sjálfstæðisflokksins fá að leika lausum hala í Morgun- blaðinu. Áfram Kristinn! Ut af með dómarann!“ Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips B E S T Hörður er eldklár ná- ungi, með klárari mönnum sem maður hittir, það er alveg Ijóst. Hann er einn af þeim sem eiga mjög auðvelt með að gera flókna hluti einfalda; útskýra hlutina fyrir fólki og setja mál sitt skýrt fram. V E R S T Það má segja að Hörður sé stundum hrokafull- ur. Og hann er lélegur bilstjóri. ATKVÆÐAÚT- GERÐ „Hann segir það líka rangt að úrelda verði rúmmetra á móti þeim rúmmetrum sem fara til að koma vinnslu fyrir utn borð ífrystitogurum. Sjálfur fór hann ásamt einhverjum Brjánslœkjarmönnum með einn eða tvo ónýta spýtubáta og keypti sér frystitogara í staðinn. Menn erufarnir að tala heldur betur í gegnum sjálfa sig. Það eru nógir um það að ráðast að frystiskipaútgerðinni þótt for- maður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands blandi sér ekki íþann hóp. Þeir sem eru í útgerð frystiskipanna hafa allt of lengi setið þegjandi undir alls kyns ásökunum og það hefur skaðað okkur. En Guðjón er kominn í bullandi pólitík, hann œtlar sér á Alþing sem ég vona hins vegar að verði aldrei. Hann á að hœtta sem formaður, segja af sér strax og snúa sér að atkvœðaveiðum al- farið." Þorsteinn Vilhelmsson í DV Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands: „Ég vil byrja á að taka það fram, að Þorsteinn misskilur hluta af því sem ég var að segja. Ég var m.a. að benda á að mér finnst vera mótsögn í því, að sú aðferð að fækka atvinnutækifær- um í landinu skuli vera inn- byggð í úreldingarreglurnar. Einnig vakti ég athygli á því að ef einhver skip í fiskiflotanum hafa burði til að stækka auðlindina, þá eru það einmitt stóru frysti- skipin. Þetta var það sem ég vildi benda á og ef Þorsteinn telur það vera atkvæðaveiðar þá er það hans mál. Ég lít á þetta sem hagsmunamál fyrir aðra sjó- menn, ekki bara fyrir Þorstein, svo þeir hafi líka möguleika á að starfa við atvinnugrein sína.“ F Y R S T F R E M S T ÖRN HELGASON er sálfræðingur sem búsettur hefur verið í Noregi undan- farin ár. Hann hefur rannsakað ferð þeirra Jóns Leifs, Guðmundar Kamban og Kristjáns Albertssonar til Þýska- lands fyrir stríð þar sem þeir fóru þess á leit við Friedrich Christian, prins frá Schaumburg-Lippe, að hann gerðist kóngur yfir íslandi. Vildu gera nasistaprins að kúngi á íslandi örn hefúr haft ívið meira fyrir stafni en að vinna hjá norska rík- inu í Florö skammt frá Bergen. Hann hefúr verið að rannsaka tvö íslensk ævintýri sem birtast í bók hans sem kemur út fyrir jólin og nefnist Kóng viljum við hafa. Annað þeirra er tengt því þegar þrír þjóðkunnir menn; Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson, lögðu leið sína til gamallar hallar í miðborg Berlín- ar, Prinz Leopold Palais, sem voru höfuðstöðvar upplýsinga- og áróðursmála dr. Josefs Göbbels. Erindi þeirra var að leggja boð fyrir embættismenn og fá að ræða við prins Friedrich Christian frá Schaumburg-Lippe og biðja hann að gerast konungur yfir Islandi. Þeir sögðust vera sendiboðar áhrifamikilla afla á Islandi. Prins- inn hafði vægast sagt mikinn áhuga og gerði tilkall til konung- dómsins aUt til ársins 1972 og stóð í sífelldum bréfaskriftum við ís- lenska ríkið. íslensk stjórnvöld voru hins vegar heldur pennalöt og margir embættismenn gerðu sér upp veikindi er hann heim- sótti Island árið 1972. Merkilegasti flöturinn á þessu sérstæða máli er hins vegar sá að þegar örn Helgason og norskur sagnfræðingur, Sverre Hartman að nafni, óskuðu eftir því við utanríkisráðuneytið að fá að sjá gögnin um konungsmálin var svarið: „Þau eru ekki til.“ Þrátt fyrir þetta svar má draga þá álykt- un af skrifum Þórs Whitehead í bókinni, Stríð fyrir ströndum, að hann hafi komist yfir þessi gögn. „Þau eru til,“ segir Örn Helgason, Prinsinn sem þeir Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Al- bertsson vildu fá sem konung yfir (slandi var náinn vinur Hitlers og starfsmaður í upplýsinga- og áróðursmálaráðuneyti Dr. Josefs Göb- bels. Örn Helgason, höfundur bókarinnar Kóng viljum við hafa, kom að lokuðum dyrum í íslenska utanríkisráðuneytinu. höfundur bókarinnar „Mér vitanlega hefur aðeins tví- vegis verið minnst á þetta mál á Islandi. Það var í grein sem ég skrifaði sjálfur í Bókaorminn og í neðanmálsgrein í bókinni hans Þórs Whitehead. En í minni bók styðst ég meðal annars við bækur prinsins og einkabréf frá honum sem ég hef í fórum mínum, samtöl og fleira.“ Nú var prinsinn yfirlýstur nasisti, hvað var það sem vakti fyrir mönnunum þremur? „Það er rétt að hann var nasisti að hugsjón og var í vinfengi við Hitler og Göb- bels. Hann gekk í nasista- flokkinn löngu áður en hann tók völdin í Þýskalandi. En prinsinn var aldrei háttséttur hjá Göbbels. Hann var ffekar skrautfjöður vegna þess hve hann var af fínum ættum. Schaumburg-Lippe-ættin átti ættir að rekja til allra helstu konunga álfimnar. Það vakti alls ekld fyrir íslensku mönn- unum að koma á neinum nasisma heldur komast í tengsl við fjársterkan aðila sem hefði sambönd víða um Evrópu og gera hann að kóngi á íslandi. Menn trúðu því á þessum tíma að Þjóðverjar mundu ná heimsyfir- ráðum.“ Segir þú frá því í bókinni hver þessi áhrifamiklu öfl eru á bak við þá Jón, Guðmund og Krist- ján? „Nei, það verða aðrir að gera. Það er enn stóra spumingin hvort þessir þrír menn hafi hafi áhrifa- mikla menn á bak við sig. En það kemur margt forvitnilegt fram í bókinni.“ Þú talar um tvö ævintýri, hverju tengist hitt? „Það tengist ásökunum á hend- ur Guðbrandi Jónssyni, starfs- manni þýska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn, og Einari Árnasyni, ráðherra íslands, árið 1920 er þeir .voru sakaðir um að hafa viljað steypa Danakonungi af stóli og fá þess í stað einn af sonum Vil- hjálms Þýskalandskeisara sem konung á Islandi. Fréttin um þetta komst í hámæli í blaðinu Journal de Polange í Varsjá árið 1920.“ Hvaðan komu þessar ásakan- ir? „Þær komu frá Jóni Dúasyni sem tók við af Guðbrandi. Jón gerði það með þeim hætti að brjóta upp skrifborð Guðbrands og koma gögnum hans í hendur bresku leyniþjónustunnar." Á RÖNGUNNI Þrátt fyrir að þess sé sjaldan getið eru sagnfræðingar almennt sammála um að Lambini og synireigi heiðurinn af gólfinu í sixtínsku kapellunni. TVÍFARAR Skyldi það vera tilviljun að Bjarni Einarsson, varaforstjóri Byggðastofnunar, ersvona mikið á móti EES? Nei, það er ekki tilviljun. Það er nóg að líta á myndina afPhilippe Séguin til að sjá að svo er ekki. Philippeþessi var helsti baráttumað- ur Frakka gegn Maastricht ogfór hamförum. Al- veg eins og Bjarni gegn öllu þvísem evrópskt er. Báðir hafa þeirþetta þykka, þungbrýnda and- evrópusamvinnu-yfirbragð. Og ef einhvern lang- ar til að vita hvernig herrar Evrópu munu líta út í Brussel framtíðarinnar, þá erþað ekki eins og þeirBjarni ogPhilippe.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.