Pressan - 29.10.1992, Page 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992
HELGI
Seljan, fyrrverandi alþingis-
maður, hefur verið lengi burtu
úr þjóðmálaumræðunni, eins
og kom í ljós þegar Friðrik
Sophusson tilkynnti einkavæð-
ingu áfengisverslana ríkisins.
Helgi sagði þetta gert fyrir
„gróðaöflin", en það orð hefur
ekki heyrst síðan einhvern
tíma á ffamsóknaráratugnum.
Þetta er eins og daufur ómur
aftan úr fortíðinni, svo úrelt að
það virðist meira að segja horf-
ið úr orðaforða Steinríms Her-
mannssonar og er hann þó fá-
breyttari en flestra annarra.
Það ætti einhver að benda
Helga á að stærsta gróðaaflið í
landinu er
FRIÐRIK
Sophusson sjálfur, best klæddi
skattakóngur Vesturlanda. Það
er hann sem er að rýja fólk inn
að skinninu með því að hafa
verðið á áfengi svo hátt að
venjulegt fólk verður að drekka
billegan brennsann eða jafhvel
drekka ekki neitt í kreppunni.
Ef tillaga Friðriks verður til
þess að kaupmenn geti boðið
okkur bjórdósina á skikkan-
legu verði, þá eru meiri kjara-
bætur ekki skjótfundnari ann-
ars staðar. Og nú er spumingin
hvort Helgi ber fyrir brjósti hag
launafólks eða hálaunamanna
á borð við
DAVÍÐ
Oddsson, sem hefur vel efni á
að kaupa þessi örfáu glös sem
hann þó sötrar yfir árið. Davíð
tókst það sama á Stöð 2 í vik-
unni og Steingrími Hermanns-
syni tókst í vikunni þar áður.
Steingrímur talaði um
drykkjuskapinn í Davið án
þess að gera’ða og Davíð talaði
um drykkjuskapinn í Jónasi
Kristjánssyni án þess að
gera’ða. Jónas vildi hins vegar
ekkert tala um drykkjuskap,
hvorki sinn né Davíðs, enda er
hann löngu búinn að gera’ða.
Þjóðin hefur verið svo upptek-
in af brennivíni þessa vikuna
að meira að segja helstu fréttir
af Kirkjuþingi em deilur um
hverjir kunna best að kenna
fólki að hætta að drekka og
Ágústsson, forstöðumaður
Samhjálpar, verður að bera af
sér opinberlega að særingar
séu notaðar hjá söfnuði hans tilj
að ná vínandanum úr fólki. Óli
segir að svoleiðis hugmyndir
séu komnar ffá Þórarni
Tyrfmgssyni og kompaníi í
SAÁ, af því að þeir vilji meiri
peninga frá Friðriki Sophus-
syni og eru þá flestir hættir að
skilja hver er góði kallinn og
hver vondi kallinn íþessari
brennivínsafferu.
Ertu fylgjandi veru
varnarliösins á
Keflarvíkurflugvelli?
Hér eru abeirts sýndir
þeir sem tóku afstööu.
Oákveönir voru 14,3%
Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA
Meirhluti fylgjandi veru varnarliðsins
Niðurstöður í skoðanakönnun
um afstöðu fólks til veru varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli
benda til lítilla breytinga, þrátt
fyrir endalok kalds stríðs og
breytta heimsmynd. Sextíu pró-
sent þeirra, sem afstöðu tóku,
voru henni fylgjandi, en fjörutíu
prósent andvíg.
I könnun Skáís, sem gerð var
fyrir fjórum vikum, var spurt:
Ertu fylgjandi eða andvígur veru
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli? Urtakið var 505 manns. Af
þeim voru 262 fylgjandi veru
hersins eða tæp 52 prósent, 171
var andvígur eða tæp 34 prósent
og 72 óákveðnir, rúm 14 prósent.
Af þeim sem tóku afstöðu vildu
60.5 prósent að herinn væri, en
39.5 prósent' að hann færi.
Þessar niðurstöður eru keim-
líkar niðurstöðum úr könnunum
sem Ólafur Þ. Harðarson, dósent
í stjórnmálafræði, gerði 1983 og
1987. f hinni fyrri, frá 1983, voru
54 prósent hlynnt veru varnar-
liðsins, 15 prósent töldu hana
ekki skipta máli og 30 prósent
voru andvíg. Fjórum árum síðar
var 41 prósent hlynnt, 33 prósent
andvíg, en 26 prósent töldu þetta
engu máli skipta.
Af þeim sem voru hlynntir eða
andvígir voru niðurstöðurnar
þessar: Árið 1983 voru 64 prósent
með, 36 prósent á móti; árið 1987
voru 55 prósent með, 45 prósent
andvíg.
Á fundi Samtaka herstöðva-
andstæðinga um síðustu helgi var
samþykkt sú stefna að ekki skipti
lengur mestu máli að herinn færi
strax, heldur að brottför hans
væri með skipulegum hætti
þannig að sem minnst röskun
yrði á atvinnulífi á Suðurnesjum.
VIKUBLAÐI
Búið að ráða þekktan Qölmiðlamann sem
ritstjóra en deilt um hver á að kippa í
spottana af hálfu flokksins.
sýknuð
Siðanefnd Blaðamannafé-
lags fslands hefur komist að
þeirri niðurstöðu að Gunnar
Smári Egilsson, ritstjóri
PRESSUNNAR, hafi ekki brot-
ið siðareglur blaðamanna þeg-
ar hann skrifaði í ritstjórnar-
grein þá skoðun sína að þeir
læknar sem sæti eiga í Lækna-
ráði íslands virtust ekki „telja
það frumskyldu sína að ieiða
hið sanna í ljós“. Ólafiir Ólafs-
son landlæknir kærði þessi
ákveðnu ummæli úr leiðara er
fjallaði um samtryggingu
lækna gagnvart rannsóknum á
mistökum þeirra í starfi og
framgöngu læknaráða spítal-
anna og Læknaráðs íslands í
þessum málum.
Siðanefndin vísar til þess að
þessi ummæli, eins og önnur
sem sett eru fram í forystu-
greinum blaða, falli undir 5.
grein siðareglna blaðamanna. I’
henni segir meðal annars;
„Siðareglur þessar setja ekki
hömlur á tjáningarffelsi blaða-
manna sem skrifa undir fullu
nafni afmarkaða þætti í fjöl-
miðlum, til dæmis gagnrýni,
þar sem persónulegar skoðanir
höfundar eru í fyrirrúmi."
PBÍSSAN/KÞÁ
Alþýðubandalagsmenn eru
þegar farnir að deila um stjórn á
væntanlegu vikublaði sínu, sem
gert er ráð fyrir að komi út um
miðjan nóvember. Búið er að ráða
ritstjóra, en deilan snýst um
hvernig stjórn blaðsins verður
endanlega háttað. Þar hafa mynd-
ast kunnuglegir flokkadrættir á
milli stuðningsmanna Ólafs
Ragnars Grímssonar og Svavars
Gestssonar.
Málið var rætt á ffamkvæmda-
stjórnarfundi flokksins í fyrradag
og aftur á þingflokksfundi í gær.
Þar fékkst ekki niðurstaða og helst
er reiknað með að málið verði af-
greitt síðar, þegar reynsla er kom-
in á útgáfuna og séð hvert fram-
haldið verður. Það er flokkurinn
sem gefur blaðið út, en deilan
snýst um hversu mikla stjórn
hann á að hafa á blaðinu og þar
með flokksformaðurinn, Ólafur
Ragnar. Hans menn ráða ferðinni
að þessu sinni, en þeir sem stóðu
að útgáfu Þjóðviljans á sínum
tíma, „Svavarsmenn“, vilja gjama
tryggja sín áhrif. Hugmyndir hafa
verið uppi um sérstaka blaðstjóm
og jafnvel stofnun hlutafélags um
útgáfuna, þótt margir sem töpuðu
persónulega fé á útgáfu Þjóðvilj-
ans vilji fara varlega í það.
Svavari finnst sitt fólk eiga að vera með í ráðum, Ólafur Ragnar vill ráða ferðinni á Vikublaðinu.
þrátt fyrir reynsluna af Þjóðviljanum.
Undirbúningur hefur að mestu
verið í höndum Einars Karls
Haraldssonar framkvæmda-
stjóra, en undanfamar vikur hefur
Olafur Þórðarson, tónlistar- og
útvarpsmaður, unnið að söfnun
áskrifta fyrir blaðið. Farið er fram
á þrjá mánuði fyrirfram, þrjú þús-
und krónur, og hafa þegar á fjórða
hundrað manns greitt þá upphæð.
Þess er vænst að upp úr mánaða-
mótunum komist sá fjöldi jafnvel
í eitt þúsund. Blaðið á að heita
„Vikublaðið“, koma út einu sinni
í viku og vera 12-16 síður að
stærð.
Tekin hefur verið ákvörðun um
ritstjóra og var það að sögn gert
með „fagmennskusjónarmið“ í
huga — ekki valinn pólitískur
blaðamaður úr öðrum arminum.
Nýi ritstjórinn er vel þekktur fjöl-
miðlamaður, en nafn hans verður
ekki látið uppi þar til honum hef-
ur gefist færi á að ganga frá sínum
málum á núverandi vinnustað.
PRESSAN
Gunnlaugur Magnússon á Hólmavík
Fékk lán vegna hákarla-
verkunar en reisir gistlhús
f sumar lánaði Byggðastofnun
Gunnlaugi Magnússyni, hákarla-
verkanda á Hólmavík, fimm millj-
ónir króna, en í umsókn Gunn-
laugs kom ffarn að það væri vegna
byggingar húsnæðis undir há-
karlavinnslu. Gunnlaugur hefur á
skömmum tíma reist stálgrindar-
byggingu, sem nú er að verða fok-
held, en samkvæmt öruggum
heimildum PRESSUNNAR er
ætlunin að reka þar gistihús.
Teikningar að innra skipulagi
hússins gera ráð fyrir tíu gistiher-
bergjum, en sjálfur vill Gunnlaug-
ur hvorki segja af né á um fram-
tíðarnotkun hússins. Fyrir liggur
að umsókn um lán var send útibúi
Byggðastofnunar á fsafirði með
þeim rökstuðningi að lánið yrði
notað til að reisa húsnæði undir
hákarlavinnsluna og til að efla
hana. Þar sem forstöðumaður úti-
búsins á fsafirði, Aðabteinn Ósk-
arsson, er sonur annars hákarla-
verkanda þótti rétt að senda um-
sóknina suður til Reykjavíkur. Þar
fékk hún jákvæðar viðtökur og
Gunnlaugur fékk fimm milljónir
króna til að moða úr.
Gunnlaugur lét hendur standa
fram úr ermum og reisti á
skömmum tíma veglegt stálgrind-
arhús, sem nú er nær fokhelt.
Heimildamenn sem PRESSAN
ræddi við voru hins vegar ekki í
vafa um til hverra hluta húsnæðið
væri ætlað og liggja fyrir teikning-
ar um það, sem fyrr segir. Sömu
menn voru á hinn bóginn sam-
mála um mikla þörf á gistirými á
svæðinu, enda útlit fyrir að Hótel
Matthildur eigi ekki eftir að starfa
miklu lengur.
Gunnlaugur Magnússon vildi
sjálfur hvorki játa því né neita að
hann væri að reisa gistihús fyrir
féð sem hann fékk að láni hjá
Byggðastofnun. „Ég er að reisa
skemmu undir hákarlavinnslu.
Það er ætlunin að vinna þar há-
karl, en hitt er annað að ég veit
ekki hvað ég geri í ffamtíðinni. Ef
mér dettur eitthvað sniðugt í hug
Byggðastofnun: Lánaði Gunnlaugi Magnússyni á Hólmavikfimm
milljónir króna vegna húsnæðis undir hákarlavinnslu. Notaði féð til
að reisa gistihús.
læt ég verða af því. Ég vil ekkert
segja af eða á hvort ég er að reisa
gistiheimili eða hótel, ég er ekki
með plön um eitt né neitt.
Kannski kemur eitthvað upp sem
vit er í. Þarna verður hákarla-
vinnsla frá og með næstu helgi, en
hvort það breytist verður að koma
í ljós,“ sagði Gunnlaugur.
Hann vildi ekkert tjá sig um til-
vist áðurnefhdra teikninga.
Friðrik Þór Guomundsson
KOMMABHIB BYRJABIR M
rífastumBM^H