Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 11 Dró sér sex milljónir frá Félagi leikara: Fjárdráttur Helga Rúnars Magnússonar hjá RLR Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú haft kæru Félags íslenskra leikara á hend- ur Helga Rúnari Magnússyni, lögfræð- ingi og fyrrum ffamkvæmdastjóra félags- ins, í nær sjö mánuði, án niðurstöðu. Liggur þó fyrir bein viðurkenning Helga Rúnars á því að hafa dregið sér um sex milljónir króna úr sjóðum félagsins. Hin beina viðurkenning felst í því að Helgi Rúnar endurgreiddi félaginu um- rædda peninga þegar fjárdrátturinn varð ljós. Neyddist hann til að segja af sér sem framkvæmdastjóri félagsins, en fjárdrátt- urinn mun hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið. Effir að í ljós kom hvers lags var var Helgi Rúnar kallaður fyrir stjóm fé- lagsins, þar sem hann viðurkenndi að hafa tekið peningana og í kjölfarið endur- greiddi hann þá með skuldabréfi. Pening- arnir voru teknir af lífeyrissjóðs- og fé- lagsgjöldum leikara. Helgi Rúnar hefur rekið lögmannsstofu á Seltjamamesi og stundað umfangsmikil fasteignaviðskipti, en PRESSAN greindi á síðasta ári frá umdeildum kaupum eins af hlutafélögum Helga Rúnars á fasteign annars hlutafélags hans á nauðungarupp- boði, en það var Ópal-húsið við Skipholt. Áður en til uppboðs kom höfðu Helgi Rúnar og félagar gengið frá tíu ára þing- lýstum leigusamningi um eignina. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur mál Helga Rúnars meira og minna legið í salti hjá RLR og enginn frá félagi leikara verið kallaður til skýrslutöku. Náttúruverndarráð Rannsakar náttúruröskun umhverfis Silfurstjörnuna Núpsmýri í öxarfirði, þar sem fiskeld- isstöðin Silfurstjarnan er staðsett, hefur verið að þoma upp að undanfömu og eru kenningar á lofti um að fiskeldisstöðin sé með vatnsdælingu sinni völd að þessum breytingum. Guðrún Jónsdóttir hjá Nátt- úmvemdarráði fór á vettvang síðasdiðið sumar og kannaði aðstæður. Sagði hún í samtali við PRESSUNA að hún hefði get- að staðfest að Núpsmýri væri þurrari en áður. Hún gæti þó á þessari stundu ekki dæmt um það hver skýringin væri, eti ynni að rannsókn málsins. „ýmsir halda fram að mýrin sé að þoma upp af völdum vatnsdælingar fisk- eldisstöðvarinnar,“ sagði Guðrún. „önn- ur hugsanleg skýring er sú að úrkoma hefur verið mjög lítil á þessum slóðum; síðasti vetur var snjólítill og þarsíðasta sumar mjög þurrt. Ég bíð nú eftir gögnum frá Orkustofnun, Hollustuvemd ríkisins og fleiri aðilum, sem hafa yfir að ráða upplýsingum um vatnsdælingu fiskeldis- stöðvarinnar og úrkomu- og rennslis- mælingum á svæðinu. Ef ástæða verður til að ætla að fyrirtækið geti átt þátt í þessari uppþornun Núpsmýrar mun ég kanna málið nánar.“ Guðrún segir það vafalaust koma til með að hafa áhrif á lífríki svæðisins ef þomun mýrarinnar heldur áfram. „Mýrin mundi þá breytast í háifgerðan móa, gróðurfar mundi smám saman breytast og fuglalíf sjálfsagt líka.“ FLÍSAR CM nn 305: 201 lítra kælir, 104 lítra frystir Verb: 68.200 Tilbo&sverb: 54.560 \_M355:247 lítra kælir, 104 lítra frystir Ver&: 70.550 Tilboðsver&: 56.440 CM345 :201 lítra kælir, 144 lítra frystir Ver& 72.950 Tilbo&sverð: 58.360 *o ^ M50:50 lítra frystihólf. (-18 C) Verð 32.800 Tilbo&sver& 26.240 C 225:225 lítra kæliskápur m/ frystihólfi Verð 33.900 Tilboðsver&: 27.120 á kynningarveiti Þvíekki aö nýta tækifærib og endurnýja ísskápinn, nú þegar vi5 kynnum betri kaup en ábur hafa þekkst á svibi heimilistækja. Calex kæliskáparnir eru traustir og endingargóbir á hreint ótrúlegu verbi. Þab á eftir aö koma þér á óvart hvílíkir gæbagripir bíba þín hjá okkur. C275:275 lítra kæli- skápur m/. frystihólfi Ver& 35.590 Tilbo&sverð: 28.472 VERSLUNIK munXl. HLJOMBÆR HVERFISCÖTU 103: SÍMI2S999 Stórhöf&a 17, við Gullinhru sfmí 67 48 44 ^3:

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.