Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Harðar ásakanir á hendur lögreglu- yfirvöldum í PRESSUNNI er í dag greint frá tveimur siíjaspellamálum. í öðru tilfellinu greinir ung kona frá kynferðislegri misnotkun stjúpa síns á sér frá því hún var níu ára og þar til hún flutti að heiman fjórtán ára. I hinu tilfellinu er sagt frá kynferðislegri misnotkun föður og bróður á stúlku, sem hófst þegar hún var sjö ára og stóð í mörg ár. í hvorumtveggja tilfellunum voru gerendurnir lögreglumenn. Unga konan sem segir sögu sína í viðtali við PRESSUNA er ekki í vafa um að starf stjúpa síns hafi haft áhrif á að ekkert var gert þegar hún, ung að árum, leitaði aðstoðar lögreglunnar. „Ég ræddi við varðstjóra og hann sýndi málinu áhuga, hrip- aði allt niður. En þegar ég nefndi nafn [stjúpa míns] og starf hans lagði hann frá sér pennann. Ég man vel hvað hann sagði: „Sjaldan launar kálfurinn ofeldið,“ og átti sjálfsagt við hversu góður [hann] hefði verið að taka að sér tveggja barna ólétta móður,“ segir konan í viðtalinu. Það eina sem lögreglan gerði var að segja stjúpa stúlkunnar frá heimsókn hennar á lög- reglustöðina, sem hafði að sjálfsögðu mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir hana. Það liðu mörg ár þar til stúlkan reyndi aftur að leita réttar síns; svo mörg að málið var fyrnt. Um meðferð lögreglunnar á hinu málinu segir Drífa Krist- jánsdóttir, forstöðukona meðferðarheimilisins á Torfastöðum, svo í opnu bréfi til dómsmálaráðherra: „Málið var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins en þar fékk það mjög skrýtna meðferð, lélega rannsókn og hæga afgreiðslu.“ Drífa segir að allar yfirheyrslur yfir hinni kornungu stúlku hafi verið með þeim hætti að sér hafi þótt nóg um og af þeim dragi hún þá ályktun að lögreglan sé ekki starfi sínu vaxin. Drífa gat ekki um það í bréfi sínu að faðir stúlkunnar hefði verið lögreglumaður. Það hefur hins vegar komið fram síðar þar sem móðir stúlkunnar hringdi í símatíma á útvarpsstöð og ræddi um þetta mál. Á undanförnum árum hefur lögreglan þráfaldlega verið gagnrýnd fyrir hryssingslega ffamkomu við fórnarlömb kyn- ferðisglæpa. Þau hafa kvartað undan tillitsleysi lögreglumanna við yfirheyrslur og að þeim væri gjarnt að beina yfirheyrslun- um inn á brautir sem væru tfl þess fallnar að kasta rýrð á per- sónuleika fórnarlambanna. Þau tvö mál sem PRESSAN fjallar um í dag snúast ekki um almenn störf lögreglumanna. Það eru hins vegar þungar ásak- anir sem þolendur í þessum málum og aðstandendur þeirra bera á lögregluyfirvöld; að þau taki slælega á jafnalvarlegum málum og kynferðislegri misnotkun á börnum ef gerendur starfa innan lögreglunnar. Það er eðlileg krafa að lögregluyfirvöld leggi fram upplýs- ingar um hvernig staðið var að meðferð ofangreindra mála hjá viðkomandi embættum. Kynferðisleg misnotkun á börnum er litin jafnalvarlegum augum meðal almennings og morð. Það er því með öllu óþolandi að vísbendingar til lögreglunnar um slík brot séu lagðar ofan í skúffu ef hinir meintu brotamenn eru starfsmenn lögreglunnar. Eða að einu viðbrögð lögregl- unnar skuli vera að láta hina meintu kynferðisglæpamenn vita afkærunni. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N MAÐUR VIKUNNAR Það er ekki nokkur vafi á að Jóhannes Jónsson, 22 ára Reyk- víkingur, er maður síðustu viku. DV birti á laugardaginn mynd af Jóhannesi undir fyrirsögninni; „Algjör leiðindagaur“. Og í frétt DV sagði að blaðið hefði „fengið upplýst frá báðum aðilum að samskipti Jóhannesar og starfs- fólks deildarinnar (innheimtu- deildar Ríkiusútvarpsins) í téðum viðskiptum hafi ekki beint verið honum til sóma“. DV sannar með öðrum orðum að Jóhannes er algjör leiðindagaur. Með þessu braut DV blað í íslenskri fjöl- miðlasögu. Aldrei áður hefur ís- lenskur fjölmiðill pikkað út ein- hvern mann af götunni, tekið af honum mynd og sannað á skil- merkilegan hátt upp á hann ein- hverja persónuleikagalla. I raun er hér um heimssögulegan viðburð að ræða. Jafnvel Daily Mirror, The Sun og álíka góðir pappírar hafa hingað til látið persónuleika til- tölulega venjulegs fólks í friði. EIGA LEIÐINDAGAUR- ARNIRRÉTTÁAÐ VERA LEIÐINLEGIR? En á milli þess sem DV er að sanna leiðindin upp á Jóhannes í greininni fær hann að bera hönd fyrir höfuð sér. Þó ekki fyrr en hann er búinn að viðurkenna sakarefni. „Það getur vel verið að ég sé leiðindagaur,“ segir Jóhannes í fréttinni. Hann vill hins vegar ekki meina að það sé. mergurinn málsins. „Er öllum sama ef persónulegar upplýsingar eru skráðar og þar með breiddar út á meðal fjölda starfsfólks ríkisstofnunar? Eg trúi ekki að þetta sé löglegt. Það er að minnsta kosti með eindæmum siðlaust." Þegar leiðindagaurinn hefur lokið sér af ber DV skoðanir hans undir formann tölvunefndar, Jón Thors. Hann segir: „Ég held að það séu engin sérstök laga- ákvæði, sem fjalla um svona skráningar. Það eru hins vegar til lög um skuldastöðu manna og annað slíkt.“ Það er því fúllkomlega ljóst að Jóhannes hefur ekkert til síns máls, enda er hann leiðindagaur eins og DV sannaði í frétt sinni. ALLAR SKRÁRNAR UPP Á BORÐIÐ En þetta með Jóhannes er lík- lega bara toppurinn á ísjakanum; eins og hann áttar sig á sjálfur þegar hann spyr í fréttinni: „Spurningin er hvað stendur um aðra viðskiptavini innheimtu- deildarinnar.“ Það er einmitt málið. Það er krafa okkar að DV láti ekki deigan síga heldur haldi áfram að birta upp úr þessum skrám. Það er eðlilegt að inn- heimtudeildin leggi spUin á borð- ið og segi umbúðalaust frá því hverjir eru algjörir leiðinda- gaurar og hverjir ekki. Hver veit nema einn slíkur leynist í ættinni eða á vinnustaðnum. Maður gæti jaftivel verið giftur einum án þess að hafa áttað sig fyllilega á því. Opnið skrámar! HVERS VEGNA Er atvinnubótavinna betri en atvinnuleysi? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON DÓSENT SVARAR Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt. Báðir kostirnir, at- vinnuleysi og atvinnubótavinna, eru vondir. Frá skammtímasjónarmiði séð er atvinnuleysi verra en atvinnu- bótavinna. 011 myndum við auð- vitað varpa öndinni léttar, ef við fengjum atvinnu eftir að hafa ver- ið atvinnulaus. En við megum' ekki aðeins hugsa um það, hvað er gott til skamms tíma, heldur hvaða ráð duga best, þegar til lengdarlætur. Frá langtímasjónarmiði séð er atvinnuleysi líklega betra en at- vinnubótavinna, því að atvinnu- leysi hefur þann kost við eðlilegar kringumstæður að vera tíma- bundið, hverfa af sjálfu sér. Með atvinnubótavinnu er hins vegar frestað hinni nauðsynlegu aðlög- un eða sjálfsleiðréttingu atvinnu- lífsins. Með eðlilegum aðstæðum á ég við það, að laun séu sveigjanleg, lagi sig að ffamboði og eftirspurn, — það er að segja, að þau lækki, þegar eftirspurn minnkar eftir vinnuafli, og hækki aftur, þegar effirspum eykst eftir vinnuafli. Ég er með öðrum orðum að segja það, að nú, þegar atvinnuástand er slæmt, sé eina raunverulega lausnin á vandanum sú, að menn kunni sér hóf í launakröfum. Það, sem einkum hefur komið í veg fyrir, að menn kunni sér hóf í launakröfum, er starfsemi verka- lýðsfélaga og annarra sérhags- munasamtaka. Þau hafa reynt eft- ir mætti að hindra það, að laun séu sveigjanleg niður á við ekki síður en upp á við, en slíkur sveigjanleiki er frumskilyrði fyrir því, að flestallir vinnufærir menn geti haft atvinnu. Ég held, að þeir um átta hundr- uð einstaklingar, sem hafa hér at- vinnu af hagsmunagæslu, starfs- menn verkalýðsfélaga og atvinnu- rekendasamtaka ýmiss konar, vinni ekki fyrir kaupinu sínu. Nærtækast væri, að laun þeirra rynnu til venjulegs alþýðufólks. Að minnsta kosti einum milljarði króna er hér sóað í svonefnda hagsmunagæslu. Launafólk getur á hinn bóginn best gætt hags- muna sinna sjálft með frjálsum samningum beint við vinnuveit- endur, þar sem laun væru sveigj- anleg. Nú er líklega komin verri kreppa á íslandi en menn muna eftir um langan aldur. Það leiðir hugann að því, að þeir Steingrím- ur Hermannsson og Olafur Grímsson sóuðu mörgum, mörg- um milljörðum árin 1988-1991 í vitleysu. Þetta átti að vera at- vinnubótavinna, en var ekkert annað en frestur á nauðsynlegu uppgjöri við vonlausan rekstur á mörgum sviðum. í stað þess að safna í varasjóði í góðærum und- anfarinna ára, svo að við hefðum eitthvað við að styðjast nú, þegar harðnar á dalnum, hafa þeir Stein- grímur, Ólafur og aðrir stjórn- málamenn (því miður úr öllum flokkum) eytt miklu meiru en þjóðin aflaði. Margir þeir, sem vilja fá að halda áfram að reka sín vonlausu fyrirtæki undir þvf yfirskini, að þau séu atvinnuskapandi, tala af mikilli fyrirlitningu um gjald- þrotaleiðina svonefndu. En hvort er betra að stöðva mistök eða halda þeim áffam? Aðalatriðið er að hafna báðum kostum, atvinnuleysi og atvinnu- bótavinnu, en einbeita sér að hinni eðlilegu atvinnusköpun, sem verður í krafti heilbrigðs at- vinnulífs, þar sem hugvit, áræði og sérþekking einstaklinganna nýtist öllum í hag. En þolinmæði „Áðalatriðið er að hafna báðum kost- um, atvinnuleysi og atvinnubótavinnu, en einbeita sér að hinni eðlilegu at- vinnusköpun...(< og hugrekki þarf til þess að hlusta ekki einu sinni enn á þá masara, sem halda, að leysa megi öll mál með því að ausa í þau peningum úr almannasjóðum. FJÖLMIÐLAR Kosningar eru betri en snóker Eitt af fáu sem mér finnst gam- an að í sjónvarpi eru sviðsettir stórviðburðir í beinni útsend- ingu. Ég horfi til dæmis á alla leiki í Evrópu- og heimsmeistara- keppni í fótbolta og eins mikið og ég kemst yfir af beinum útsend- ingum frá Ólympíuleikum þótt ég hafi alls engan áhuga á íþrótt- um. Ég horfi meira að segja á beinar útsendingar af handbolta- leikjum á stórmótum þótt mér finnist sú íþrótt leiðinlegri á að horfa en flestar aðrar. Það er helst sundið sem er leiðinlegra, þar gerist ekkert annað en að sund- hettur hreyfast mishratt ffarn og affur í lauginni. Ég fylgdist líka með Persaflóa- stríðinu af því það fór fram í beinni útsendingu, þótt ekkert sæist í sjálfu sér í þessum útsend- ingum. Og ég er líka einn af þeim sem höfðu hjartað í buxunum þegar Kortsnoj reykti framan í Jóhann íbeinni útsendingu. Ég horfði á breska kosninga- sjónvarpið í beinni útsendingu (eða það sem ég fékk að sjá fyrir fréttamönnum Ríkissjónvarps- ins, álitsgjöfum og þýðingar- kvöðunum). Og ég horfði á kapp- ræður forsetaffambjóðendanna í Bandaríkjunum í beinni útsend- ingu og ég ætla að horfa á kosn- ingasjónvarpið þaðan á þriðju- daginn kemur. Útsendingar Ríkissjónvarpsins frá bresku og bandarísku kosn- ingunum hafa sannað fyrir mér að kosningar eru betra sjón- varpsefni en snóker. Þótt það breyti í sjálfu sér litlu hver fær Hvíta húsið, Bush, Clinton eða jafnvel Perot, er gaman að fýlgjast með tilraunum þeirra til að hreppa það. Þetta er í raun til- komumikill leikur. Frambjóð- endur hampa hugmyndum sín- um, mannkostum og ímynd framan í kjósendur og rægja keppinauta sína í leiðinni. Á ákveðnum degi gefa dómararnir þeim síðan einkunn og sá sem fær flest atkvæði vinnur. Engin íþróttagrein getur boðið upp á jafnlangan leik án þess að missa áhorfendur — ekki einu sinni krikket. Ég vona að Ríkissjónvarpið haldi áfram að sýna ffá kosning- um í útlöndum. Frönsku kosn- ingarnar koma næst á eftir þeim .bandarísku. Þá þarf Ríkissjón- varpið að fá einhvern með liðug- an talanda til að hvísla þýðingar á kappræðum og kosningasjón- varpi undir beinum útsending- um fyrir mig og aðra sem skilja ekki bofs í ffönsku.______________ Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.