Pressan


Pressan - 29.10.1992, Qupperneq 27

Pressan - 29.10.1992, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 27 Bubbi í tólfár Hér er listi yfir stórar hljóm- plötur Bubba. Auk alls þessa hefur hann gefið út helling af litlum plötum, sungið á safn- plötum og kvikmyndaplötum og komið fram sem gestur á plöt- um annarra. Flestar plöturnar hafa verið (endur)útgefnar á geisiaplötum og eru því fáanleg- ar í dag. ísbjarnarblús Iðunn 1980 ★ ★★ Frumraunin, platan sem kom Bubba- æðinu af stað. Slorugir vísnasöngvar, en gúanórokkið í gerj- un. Utanvarðsmenn Geislavirkir Steinar 1980 ★★★★ Gúanórokkið orðið fullgerjað, kraftmikið rokk og rólegri reggílög. Mögnuð spregging í ríkjandi Lummulédeyðu og upphafið að fjörugum rokktíma. Plágan Steinar 1981 ★★★ Bubbi sóló á ný þótt undirspilið sé Utangarðs. Fínir punktar. Utangarðsmenn í upphafi skyldi endinn skoða Steinar 1981 ★★ Misjafnir segulbandsbútar dregnir fram í sviðsljósið. Egó Breyttir tímar Steinar 1982 ★★★ Gúanórokkið fær á sig .nýbylgju'blæ. Stórir strákar, Sieg Heil og aðrir svip- aðir rokkarar gera þetta að góðri plötu. Egó í mynd Steinar 1983 ★★ Nýbylgjurokkið farið að þynnast. Dóp- neyslan farin að segja til sín. Fingraför Steinar 1983 ★★ Megas stingur inn kollinum í hinu -* ógleymanlega Fatla- leyti frekar slöpp plata. fóli. Að öðru Egó Egó Steinar 1984 ★ Bubbi nær botninum enda kominn hálfa leið til tunglsins. Lapþunnt rokkglundur. Ný spor Safarí 1984 ★ ★ Bubbi réttir aðeins úr kútnum en er þó ekki mjög sannfærandi. Das Kapital Lili Mariene Gramm 1984 ★ ★★ Bubbi snýr sér aftur að gúanórokkinu. Góðir sprettir en ekki mikil nýsköpun. Kona Gramm 1985 ★★★★ Ljóðrænn Bubbi upp á sitt besta. Blús fyrir Rikka Gramm 1986 ★★★ Tvöfaldur Bubbi einn með kassagítar- inn og munnhörpuna. Dálítið einhæft en svona vilja margir hafa Bubba. Frelsi til sölu Gramm 1986 ★ ★★ Bubbi í fylgd með tæknivaeddum Svfum. Frábært popp en dauðir kaflar inn á milli. Dögun Gramm 1987 ★ ★★★ Söluhæsti Bubbinn til þessa. Einn af hápunktunum. Pottþétt plata. Bubbi & Megas Bláir draumar Gramm 1988 ★★★ Bubbi og Megas leggja í púkk. Djass- að og blúsað en það er eins og þeir beri of mikla virðingu hvor fyrir öðr- um til að gammurinn fái að geisa al- mennilega. Serbian Flower Mistlur 1988 ★ ★★ Bubbi á ensku fyrir tortryggna Skand- inava. Brot af plötunum Frelsi og Dögun. Nóttin langa Geisii 1989 ★ ★★ Stöðnunar fer að gæta i .nútíma' Bubbastflnum. Hljóm- borðskuklið hans Hilmars Arnar er þreytandi til lengdar. Söguraf landi Steinar 1990 ★ ★★ Þéttur Bubbi en ekki pottþéttur. GCD GCD Steinar 1991 ★ ★★★ Kóngurinn og keisar- inn í ham. Guanórokk sameinast keflvfsku stuðrokki frá Rúnari Júl í frábærri rokk- heild. Stuðplata sumarsins i fyrra. Ég er Steinar 1991 ★★★ Bubbi á rólegu dóli á Púlsinum, einn og í góðum félagsskap atvinnu- manna. Fyrsta heila tónleikaplatan og heldur betur kominn tími á eina slíka. Gunnar Hjdlmarsson forystumenn landsins skuli ekki á þessurn síðustu og verstu tímum reyna að hughreysta fólk, í stað þess að tönnlast á því að hér sé allt að fara til íjandans. „Það er nógu slæmt samt. Okkur bráðvantar leiðtoga á fslandi sem getur þjappað þjóðinni saman og barið í hana jákvæðni. Ég hef ekki mikið álit á stjórnmálamönnum okkar, var áður mjög róttækur vinstri- maður en er nú búinn að missa trúna á öllum. Það er vont karma að vera pólitíkus, þetta fólk hlýtur að hafa gert eitthvað slæmt í fyrra lífi. Annars er eitt lag tileinkað þeim á plötunni minni, Þing- mannagœla.“ Æfir þú þig í því að vera já- kvœður? „Ég hef ofsatrú á jákvæðni, enda líður mér betur þannig og ég er handviss um að fólk lifir lengur ef það er jákvætt. Ég h't í spegil á hverjum degi og segi við sjálfan mig: Mikið svakalega þykir mér vænt um þig Bubbi. Þetta hefur ekkert með egóisma eða sjálfs- dýrkun að gera, enda er ég fyrir löngu dottinn út af kjötmarkaðin- um. Manni líður bara ekki vel nema maður sé ánægður og sáttur við sjálfan sig.“ Er boxið hluti afþvfí „Já, það er ekki nóg að rækta sig andlega ef líkaminn er ekki í lagi. Ég boxa og æfi lyftingar sex daga í viku og geng út sem nýr maður í hvert sinn. Eg hef reyndar alltaf hugsað um að þjálfa skrokk- inn á mér og það hefiir haldið mér gangandi. Þegar ég fór í meðferð- ina 1985 var mér sagt að ef ég hefði ekki stundað íþróttir allt mitt líf væri ég dauður eftir allt eitrið sem ég lét ofan í mig. Þeim leist ekkert á mig og sögðu blákalt að ég væri heill upp að hálsi.“ Svo virðist sem ekki síst eldri konur hrífist afþér ogþví sem þú ert að gera. Stangast það á við ímynd þína? „Nei, mér þykir vænt um það, enda er ég ekki með neinn ákveð- inn hóp í huga þegar ég sem lögin mín. Það hljóta að vera grimm ör- lög að semja tónlist sem höfðar til dæmis eingöngu til unglinga og missa þá svo úr höndum sér þegar þeir fullorðnast. Ég veit að ég höfða til mjög breiðs hóps af fólki, fékk til dæmis bréf um daginn frá 87 ára konu sem hefur stúderað mig. Það gladdi mig mikið. Ætli skýringin á þessu sé ekki fyrst og fremst sú að ég syng um fólkið í landinu. Ég held líka að menn kunni að meta það að ég þykist ekki vera neinn annar en ég er. Er bara Bubbi.“ Þó breyttur, frá því sem áður var? „Já, ég hef breyst. Núna veit ég hvenær ég á að bera grímuna og hvenær ekki. Áður tók ég hana aldrei niður. Ég var til dæmis sjúklega hræddur við konur og það gat verið mér kvöl og pína að sofa hjá, þrátt fyrir mikla löngun, því konur gátu fellt grímuna og þá var ég berskjaldaður. Núna er ég sáttur við sjálfan mig og auðvitað breytist maður við að verða ham- ingjusamur og eignast barn. Það þyngdist í mér hjartað þegar strákurinn fæddist, fyrir þremur árum. Hann fyllir mig ólýsanlegri gleði og ég er afskaplega ánægður með að hafa eignast barn á „efri árum“. Þótt mér líði að sjálfsögðu eins og ungum manni finnst mér ég þó stundum vera hundgamall, af því að ég hef lifað svo hratt.“ Nýirstraumar t tslenskri popp- tónlist? „Mér finnst margt mjög gott sem yngri hljómsveitirnar eru að gera. Jet Black Joe til dæmis; ég tel að Páll Rósinkranz sé einn magn- aðasti söngvari sem við eigum. Mér finnst samt að þeir og aðrar hljómsveitir hér eigi að leggja meiri rækt við málið okkar. Það er ekkert tungumál eins flott í rokk- tónlist og íslenskan. Eins hef ég taisvert gaman af Kolrössu krók- ríðandi, Nýdanskri og Todmobile. Tindurinn í íslenskri músíkflóru er þó Megas, sem hefur verið mér eins og faðir og bróðir, en hann er í mínum huga hafinn yfir gagn- rýni.“ Lestu mikið afljóðum? „Ég hef alltaf verið ljóðafíkill. Hef lengi stúderað ljóðlist og lagði mikið á mig til að læra bragfræð- ina fyrir nokkrum árum, þar sem ég naut aðstoðar vina minna Meg- asar og Silju Aðalsteinsdóttur. Núna er ég að vinna ljóðabálk um æsku mína sem er ekki rímaður, en stuðlaður, undir áhrifum forn- yrðislags. Kannski verður úr því plata. Við fslendingar eigum mörg góð skáld. Þó held ég mest upp á Einar Benediktsson, en bæði Ijóð hans og ævi heilla mig. Svo les ég mikið effir Jóhann Sigurjónsson og Sigfus Daðason. Af yngri skáld- unum held ég mest upp á Sigfus Bjartmarsson, svo er Gyrðir Elías- son býsna góður. Annars kann ég góða uppskrift að ljóðalestri. Eitt ljóð fyrir svefh- inn og annað þegar maður fer á fætur. Þá er ágætt að taka ljóða- bók með sér inn á bað.“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.