Pressan - 29.10.1992, Síða 35

Pressan - 29.10.1992, Síða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 35 Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður „Þetta er hjá Hilmari Emi og Gunnu Siggu. Við getum ekki tekið símann eins og er, en ef þú vilt þá skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.“ Samband ungra sjálfstæðismanna og Skífan hafa tekið höndum saman — ekkiþó gengið i eina sæng — heldur standa þau sameiginlega að út- gáfu á geislaplötu með úrvali afræðum Ólafs Thors, sem margir minnast sem mesta íslensks ræðuskörungs sem uppi hefur verið. „Ég hef trú á þvi að margir vilji eignast þennan disk. Þetta er mikil heimild; Ólafur var skemmti- legur ræðumaður og einn mesti stjórnmálamaður sem uppi hefur verið, og svo má nota diskinn til að læra afhonum ræðutækni. Það eru enn margir á lífi sem „upplifðu" Ólaf Thors og að auki er þetta órjúfanlega tengt menningu okkar," sagði Birgir Gunnlaugsson hjá Skifunni. Þetta er í fyrsta sinn sem ræðugeisladiskur er gefinn út hérlendis. Um erað ræða útvarpsræður Ólafs, en Rikisútvarpið geymir allt útsendingar- efni á snældum. Eru þetta góðar upptökur? „Já, gæðin verða mjög mikil. Allt dósahljóð verður afmáð, — þetta verður fyrsta flokks. Áætluð útgáfa disksins er um mánaðamót nóv- ember/desember. Heyrst hefur að í kvöld muni Megas spila tuttugu ára lög svo og splunkuný sem ekki eru enn komin á plötu, og allt þar á milli. „Þetta verða rokk and ról-tón- leikar, það verður mikið fjör. Gera eitthvað af mér? Áttu við að stökkva upp á svalir, klæða mig úr eða hoppa?“ sagði Megas að- spurður um tónleikana sem verða í Islensku óperunni í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan níu, þar sem hann kemur fram í íyrsta sinn með stórhljómsveit. Hana skipa Guðlaugur Ottósson, Har- aldur Þorsteinsson, Jóhann Hjör- leifsson og Hörður Bragason. „Ég mun fyrst og fremst leika lög af nýju plötunni minni, Þrír blóðdropar, en einnig mun ég rifja upp gamla tíma og spila splunku- ný lög sem ekki eru á nýju plöt- unni.“ Heyrst hefur að Megas sé rétt að ljúka við að semja þessi splunkunýju lög fýrir tónleikana í kvöld. Þess má til gamans geta að bærinn logar af illdeilum vegna textanna á nýju plötunni hans, þar sem hann syngur meðal annars um þrifalegar, þröngar og þrettán og örlagaglettur. Mörgum konum til mikillar gleði og feðr- um ungra leggjafagurra stúlkna til gífurlegs léttis eru síðpilsin aftur komin í móð. Á ljósvakanum hljóma nú auglýsingar ffá hverri tískubúðinni á fætur annarri um það hver hafi upp á ódýrustu pilsin að bjóða. Með tilkomu síðpilsanna ríkir mikil gleði í herbúðum þeirra kvenna sem ekki gátu leyft sér að ganga í stuttum pils- um sökum ófagurra leggja. Þá gleðjast feður fallegra stúlkna óskaplega yfir því að nú geta for- vitnir karlar ekki lengur horft upp í eggjastokkana á litlu prinsessun- um þeirra. Læknar taka og ffegn- unum fangnandi, því síðum klæðnaði fylgir minni hætta á móðurlífs- og blöðrubólgu, sem hrjáir ungar stúlkur mjög þegar tískan segir að pils eigi að vera stutt. En það er annað og meira sem helst í hendur við missíða pilsa- tísku. Það er sjálft efnahags- ástandið. Það má í raun og veru teikna einfalt pilsalínurit til að sýna svart á hvítu hve vel þetta helst í hendur. Eftir fýrra stríð, í kringum 1920, var velmegun og bjartsýni ríkti í áratug eða svo. Það var í fýrsta sinn í sögunni sem pilsin náðu næstum því upp að hnjám. Þetta var hið svokallaða Charleston-tímabil, eitt áhuga- verðasta djammtímabilið í sög- unni að margra dómi. Um eða upp úr 1930 fara pilsin aftur síkk- andi. Það þarf ekld miklar gáfur til Mismunandi mynsturfrá að geta sér til um í hvaða horf efnahagslífið var komið á þeim tíma. Kreppan mikla var skolíin á. Síðan hafa sveiflurnar verið upp og niður og nokkurn veginn í samræmi við efnahag. Um og upp úr 1980 kom uppsveifla í efnhags- lífið og því fyigdi einnig mikil uppsveifla í pilsatískunni. Og hef- ur einhver heyrt eitthvert kreppu- tal nýverið? Ef ekki þá er sú manneskja líklega af öðrum heimi. Og það þarf ekki að fara mörgum orðum um núverandi pUsasídd. 28 ára tískudrós úr Reykjavík er afar fegin því að síðu pilsin eru aftur að komast í tísku. Hún hefur ástæðu til að fagna því henni hef- ur aldrei liðið vel í stuttu pilsi. „Ástæðan er einfaldlega sú að ég er með ljótt ör á vinstri fæti eftir bílslys. Áð auki er ég ekki með fegurstu leggi í heimi. Af þessum ástæðum geng ég einfaldlega ekki í stuttum pUsum þótt mér finnist þau glæsUeg á sumum konum. Á Þessi tíska réð ríkjum á sjötta áratugnum og hefur sjálfsagt náð rétt í hœlana á olíukreppunni 1973. Þá urðu pilsin dragsíð. þeim tímum sem pflsin hafa verið stutt hef ég bara haldið mig við buxumar. Nú finnst mér hins veg- ar gaman að geta brugðið mér í sítt pUs.“ Nýkomnar eru á markað hér bækur sem geta hjálpað okkur við að flikka upp á gömlu húsgögnin sem við höfum sankað að okkur. Hugmyndin er að vísu ekki islensk en það skiptir ekki máli, því Islendingar eiga sér litla sem enga hefð í hús- gagnaskreytingum. Bækurnar sem hér um ræðir eru einfald- ar, svo einfaldar að versti rati gæti tekið sér pensil í hönd og gert upp eldgömul húsgögn. Inni í bókunum er smjörpappír með mismunandi mynstrum á, kalkipappir er lagður undir smjörpappirinn og hann síðan á húsgögnin. Svo er bara teiknað eftir línunum beint á húsgögnin. Og hver og einn getur málað í uppáhaldslitunum sinum. Til eru bækur með mynstrum frá mismunandi löndum, til dæmis Mexikó, Skandinaviulöndum, íRibbons og Bow-stíl, amerískum og fleirum. Bækurnar eru i það minnsta sniðugar fyrir þá sem eiga ekki mikinn pening en vilja samt búa i þokkalega líflegu um- hverfi, að ekkisé talað um fyrirþá sem þrá að hafa eitthvað fyrirstafni. B I O B O R G I N Systragervi Sister Act ★★ Whoopi Goldberg í felum í nunnuklaustri. Það er visst áfall þegar kemur í Ijós að syngjandi nunnurnar eru fyndnari en hún. Hinir vægðarlausu Unforgiven ★★★★ Cnnt Eastwood er vernd- ari hins vestræna heims — að minnsta kosti þess villta. Þegar engum dettur lengur í hug að bjóða upp á vestra kemur hann með þetta meistarastykki. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. B I O H O L L I N Systragervi Sister Act ★★ Nunn- urnar eru fyndnari en Whoöpi Goldberg. Að öðru leyti sannar myndin hversu slæm blanda gam- ansemi og tilfinningasemi getur orðið í amerískum bíómyndum. Kaliforníumaðurinn California Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu. Rush ★★ Fíknó eru líka bóhemar og fikta við eiturlyfjaneyslu. Dálítið skemmtilega hrá og stundum trú- verðug mynd. En aðalpersónurnar ná ekki að lifna við. Alien 3 ★★★★ Meistaralegur lokaþáttur þessarar trílógíu, gerir Batman-veröldina að hálfgerðu Lególandi. Seinheppni kylfingurinn ★★ Golfarar ættu að geta öskrað úr hlátri, en varla aðrir. Fyrir strákana For the Boys ★★ Bette Midler fer fiarskalega vel með músíkina. En.allt verður frekar útþynnt þegar henni sleppir. Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★ Yfirleitt hugljúf, en nornin er býsna hræðileg og hefur valdið mörgum börnum andvökunóttum. Frambjóðandinn Bob Roberts ★★ Tim Robbins, gulldrengurinn í Hollywood, leikstýrir og leikur hægrisinnaðan lýðskrumara, þjóð- lagasöngvara sem er eins konar and-Dylan, frambjóðanda sem er eins konar sambland af Ross Perot og Jósef Göbbels. Myndinni er ætl- að að vera háðsádeila og kannski er hún tímabær rétt fyrir forseta- kosningar í Bandaríkjunum; gallinn er sá að satíran verður fljótt einhæf og myndin einfaldlega ekki nógu fyndin. Tvídrangar Twin Peaks, Fire Walk With Me ★★ David Lynch hefur verið að missa flugið og er hættur að koma á óvart. Ljóðræni fjar- stæðustíllinn hans er orðinn klisja. Háskaleikir Patriot Games ★★ Stundum æsileg, en oftar stirð- busaleg. Fátt kemur á óvart; smá- smugulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. Sódóma Reykjavík ★★★ ímynd- aðir undirheimar Reykjavíkur eru uppfullir af skemmtilegum kjánum og aulahúmor. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu örnólfsdóttur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. IMIMlllMai.] Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Drew Barrymore vinnur sín stærstu afrek í slúðurdálkum tímaritanna. í bíó þarf hún að leika, en það ferst henni ekki eins vel. Mynd sem byggð er í kringum Drew hlýtur því að mistakast. Lygakvendið Housesitter ★★ Góð hugmynd, en Goldie Hawn og Ste- ve Martin eru eins og grínsjálfsalar. Ferðin til Vesturheims Far and Awav ★★★ Rómantísk stórmynd, ákafíega gamaldags en oft stór- skemmtileg. ■li-liHMIII Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa- legir og hlægilegir smákrimmar í höfuðborginni. Hvítir sandar. White Sands ★ Mickey Rourke er orðinn vöru- merki á vondum myndum. Prinsessan og durtarnir ★★★ Myndin er tal- og hljóðsett af mik- illi kostgæfni og ekkert til sparað. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá báðar j stjörnurnar. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Henry, nærmynd af fjöldamorð- ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi- legri morðingi en Hannibal Lecter. STJORNUBIO Bitur máni Bittcr Mooti ★ ★★ Meinlega erótísk og oft kvikindis- lega fyndin sápuópera. Samt er spurning hversu alvarlega maður á að taka þessa mynd. Það bregður fyrir meistaratöktum en kannski er Polanski löngu hættur að búast við því að maður taki hann hátíðlega. Ofursveitin Universal Soldier ★★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærusturnar með. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska blómyndin. S O G U B Lygakvendið Housesitter ★★ Myndin er spunnin út frá bráð- snjallri hugmynd, en það er líka allt og sumt. Hvítir geta ekki troðið White Men Can't Jump ★★★ Leikkonan Rosie Perez stelur senunni. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.