Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 ÞETTA BLAÐ ER Á ÚTLEIÐ ...einsog Ástþór Magnússon. Eins og sjá má af sögu hans á blaðsiðu 18 er allt annað líf í útlöndum. Þeir sem fara á haus- inn hér heima fljúga upptil stjarnanna yfir viðskipta- heiminum. ... en ætlarað passa sig betur en þeir Pét- urog Arnór Vikar. Á blaðsíðu 9 kemur nefnilega fram að ef maðurætlarað stunda óheiðarleg viðskipti borgar sig ekki að eiga þauvið lögguna. ... þvíþaðerallt svo miklu, miklu, miklu ódýrara í útlandinu ef marka má upplýs- ingarnarsem koma fram á blaðsíðu 76. Þó er þaðhuggun harmi gegn að það má panta hlut af út- landinu í gegnum póst. ... eins og hann Loft- ur Jóhannesson. Hann virðist líka gera það gott í útlöndum, eins og sjá má á blað- síðu 12, þótt ekki sé víst að öllum líki það sem hann fæst við. ... þvíef maður hangirá íslandi og velur sér íslenskt að borða og utan á sig á maðurekkisjödag- ana sæla. Það er nóg að skoða myndirnar á blaðsíðu 24 tilað átta sig á því. ... og þó. Elskaðasti rithöfundur landsins, samkvæmt könnun á blaðsiðu B4, sagði eitt sinn að í útlönd- um væri ekkert skjól, eilífur stormbeljandi. Ertu viss um að eggin séu ekki fölsuð eins og gallabuxurnar, Jón? „Ég vona að svo sé ekki, en ég bíð þá eftir lögbannsaðgerðum frá eggjabændum.“ Verðstríð geisar nú á eggjamarkaði, eftir að Austurver lækkaði kílóið af eggjum úr 329 krónum í 198 krónur og Hag- kaup fylgdi fast á eftir. Hagkaup lenti í vandræðum með Levi's- gallabuxur sín- ar á dögunum og varð að hætta sölu þeirra, enda lék grunur á að’þær væru falsaðar, Jón Ásbergsson er fram- kvæmdastjóri Hagkaups. F Y R S T F R E M S T SVEINN BJÖRNSSON: Þeir sem gefast upp á Félagsmálastofnun leita til hans. JÓN ÓLAFSSON: Sameinaði Bíó hf. og fyrirtækið sem annar steramannanna vann við. FULLT HJÁ SVEINI FOR- SETARFTARA VEGNA KREPPUNNAR Ltklega hefur ekki farið framhjá neinum að efnahagsástandið hér á landi er ekki beysið. Mikil ásókn hefur því verið í ýmsar stofnanir sem sinna fólki sem orðið hefur illa úti — hin svokölluðu félags- legu vandamál. Einn þeirra sem fmna fyrir aukinni áþján er Sveinn Björnsson, forsetaritari og fyrrum siðameistari utanríkis- ráðuneytis. Líklega streymir fólk til hans í þeirri von að fá aðgang að skrifstofu forseta Islands, en það tíðkast víða erlendis að snúa sér til þjóðhöfðingjans og biðja um fyrirgreiðslu. Það mun eink- um vera fólk sem er búið að gefast upp á Félagsmálastofnun og öðr- um slíkum fyrirbærum sem snýr sér til Sveins. TITRINGUR MEÐAL GAM- ALLA VIÐSKIPTAFÉLAGA STERAMANNANNA Eins og kemur fram hér annars staðar í PRESSUNNI eru tveir ís- lenskir viðskiptamenn nú í fang- elsi í Orlando á Flóri'da eftir mik- inn sterainnflutning. Báðir tveir eiga að baki fjölskrúðugan við- skiptaferil hér á fslandi og mun vera nokkur titringur meðal manna sem einhvern tímann hafa átt viðskipti við þá. Nú síðast í september keypti fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Bíó hf., fyrirtækið Myndbandasamlagið, en það er eitt fyrirtækjanna í myndbanda- bransanum sem Arnór Vikar Arnórsson hefur tengst. Sömu- leiðis er ekki langt síðan Arnór var að selja hljómtæki fyrir Bjarna Stefánsson í Hljómbæ. Einnig hefur Pétur Júlíusson átt mikil viðskipti við Pál G. Jónsson og son hans, Jón Ingvar Pálsson. Bæði Pétur og Arnór voru tíðir gestir gufuklúbbsins sem Stefán Tyrfingsson rak í Dugguvogi og eru ágætlega þekktir í spilavíta- heiminum, sem hefur mátt þola ýmislegt að undanförnu eins og kunnugt er. EDDA SIGRÚN BÚIN AÐ MISSA MÁLFLUTNINGS- LEYFIÐ OG SELJA ANNAÐ húsið srrr Nú í haust gaf Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari út ákæru á hendur Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur þar sem hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér fé af tryggingabótum skjólstæðinga sinna. I framhaldi af því hefur hún nú verið svipt málflutningsleyfi fyrir Hæstarétti. Auk þess mun hún hafa selt annað íbúðarhús sitt. Það hús er í glæsilegri kantin- um, staðsett vestur á Seltjarnar- nesi. Voru veislur þær sem Edda Sigrún hélt þar fyrir kvenlögfræð- inga landsins taldar með eftir- minnilegri viðburðum samkvæm- islífsins ár hvert. Hitt húsið er í Skerjafnði og það á hún ennþá. PENINGARNIRTIL SOPHIU KOMA ÚR VESKJUM ÍSAKS Jafnvel efnahagsumræðurnar hafa fallið í skuggann af forræðis- deilu Sophiu Hansen og tyrk- nesks eiginmanns hennar, ísaks Halims Al. Sophia hefúr nú verið kosin kona ársins af kvennablað- inu Nýju lífi, en á sama tíma er víst óhætt að segja að fsak sé óvin- sælasti maður landsins. Hefur þetta meðal annars birst í því hve fólk hefur verið viljugt að gefa í söfnunina til styrktar Sophiu. Það hefðu kannski runnið tvær grímur á fólk ef það hefði áttað sig á því að vel var hugsanlegt að pening- arnir kæmu úr veskjum sem ísak flutti inn. Á sínum tíma rak hann umfangsmikið innflutningsfyrir- tæki sem flutti einkum inn leður- og skinnavörur. Eftir að hann flutti úr landi hélt hann fram- leiðslu slíkra vara áfram í Tyrk- landi þar sem hann rekur sauma- stofu. Hann mun hafa haldið áfram að flytja vörur hingað til lands allan tímann. Kaupmaðurinn í Drauminum Það versluðu við mig landsfrægir menn „Maður er ekki búinn að fá leyfi fyrir þessu ennþá en það verður sennilega mjög fljótlega," segir Júlíus Thorberg, kaupmaður- inn í Drauminum við Rauðarárstíg, en hann Jiefur tvívegis á skömmum tíma verið tekinn af lögreglunni fyrir áfengissölu. En á hverju byggir Júlíus þá vissu sína að hann muni innan skamms fá leyíi til að selja áfengi? „Þetta er svona á hinum Norðurlönd- unum og ef við göngum í EB er ég hræddur um að þetta bresti saman,“ svarar Júlíus. „En ég vil benda á að svona sala yrði að fýlgja þeim reglum sem yrðu settar." „f seinna skiptið sem þeir tóku mig var ég hættur, en átti hérna smotterí fyrir mig sjálf- an. Þá hringir hingað maður og þykist þekkja kunningja minn og segir hann hafa vísað á mig. Ég segi: Ég á nú ekki mikið en kannski á ég eitthvað handa þér. Hann lagði hart að mér. Svo kom hann og fékk eina kippu af bjór en vildi fá meira. Ég átti hérna einn fleyg — sem ég var búinn að eiga heillengi — og ég lét hann líka, því hann vildi meira, ef hann hefði ekki lagst svona stíft á mig þá hefði ekkert verið selt. Síðan fer hann út. Svo koma þeir bara hérna einir sex eða sjö lögreglu- menn með ógurlegum látum. Skilríkin á loft og hóta öllu illu, eru með kjaft og dónaskap. Gramsa hér í bókum og skjölum og taka peninga sem þeir segja vera fyrir áfengissölu. Ganga um og tæta og segja mér að benda á vínið, það sé mér fyrir bestu. Ég náttúrlega segi: Það er ekkert vín að benda á því ég á ekkert vín. En þeir trúðu því ekki,“ segir Júlíus. Hann er ekki alveg sáttur við aðfarir lögreglunnar, eins og heyra má á honum, en segir að sjálfsagt séu þetta ágætismenn, bara svolitlir stælar í þeim. Júlíus segir að hann hafi ekki lagt miluð á áfengið; selt bjórkippuna á 1.100-1.200 krónur. Þú hefur þá ekki verið að þessu til að græða? „Nei, nei, nei, þetta var svo lítið, bara svona einstaka sinnum. Það var ekkert ver- ið að flagga þessu eða halda þessu að mönnum. Það var í vissum tilvikum að menn komu hingað — bæði háttsettir menn og aðrir — aðallega um helgar ef þeir voru að fá gesti og svona.“ Landsffægir menn? „Já, já, landsffægir menn sem keyptu þetta.“ Lögreglan fór heim til Júlíusar og gerði þar nokkra kassa af bjór upptæka. Júlíus segist ekki alveg skilja af hverju hann megi ekki eiga bjór heima, en lögreglan hafi sagst verða að taka hann. „Svo kemur í blöðunum að þeir hafi tekið bæði bjór og áfengi heima, það er ekki rétt, þar var ekkert áfengi. Auk þess á maður að hafa frið heima, þar gildir friðhelgi einkáífsins." Nú hefúr Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagt að til greina komi að selja áfengisbúðir einkaaðilum. Ætlarðu að koma þér upp einni ef af verður? „Ég hef velt því fyrir mér og ég sé að þetta er framtíðin. — Ég tók það ffam á lögregluskýrslunni að ég hygðist sækja um leyfi,“ segir Júlíus í Drauminum. PÁLL ÓSKAR HELDUR ÁFRAM AÐ SJOKKERA Einn af vinsælli þáttum Aðal- stöðvarinnar er á sunnudags- kvöldum í umsjón söngvarans og skemmtikraftsins Páls Óskars Hjálmtýssonar og heitir „Sætt og sóðalegt“. Þetta kemur vel heim og saman við orðfæri Páls, sem er víst ansi djarft. Munu margir hlustendur hafa bliknað og blánað þegar Páll var að ræða um karl- kynsfatafelluna sem tróð upp á Hótel íslandi fyrir skömmu. I lýs- ingum sínum gerði Páll grín að kynórum sínum með þeim hætti að hann hefúr sjálfsagt brotið blað í íslenskri útvarpssögu á svipaðan hátt og þegar hann ræddi um hassneyslu og Hödda feita í sjón- varpinu. PÁLL JÓNSSON: Átti í viðskiptum við Pétur steramann. EDDA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR: Búin að missa málflutningsleyfið sem hæstaréttarlögmaður og selja annað húsið sitt. ÍSAK HALIM AL: Hélt áfram að selja vörur hér á landi eftir að hann flutti til Tyrklands. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: Ræddi um karlkyns- fatafeliuna á nýstárlegan máta í útvarpi. UMMÆLI VIKUNNAR „Það gleður mitt litla hjarta aðþessi hús bíða eftirþví að ég losnifrú eldri samn- ingum. “ KRISTJÁN JÓHANNSSON STÓRSÖNGVARI Happastund „Ég tala ekki við blaðamenn á þessari stundu.“ Jóhanna Sigurðardóttir húsbréfaráðherra Og ehhi vor rengdamamman belri „Hún ýmist hótaði að drepa mig eða fá einhvern til að vinna verkið. Hún Svo að Palli yrði ekki svekktur „Auðvitað verð ég að þykjast vera hissa á að hafa unnið en ég held að allir sem taka þátt í svona keppni stefúi á að sigra.“ Jón Kjell sigurlagahöfundur „Halastjörnur eru geysilega merkileg fyrirbæri og hafa ætíð vakið athygli.“ Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hótaði einnig að klóra úr mér augun.“ Woody Allen leikstjóri barnanna „Þú ert ekki mikill biss- nessmaður, Hallgrímur. “ Stefán Einarsson viðskiptafræðingur og biss- nessmaður Eg sé ekki betur en ríkisstjómin sehastt við að jafna kjörín með því að qera \>á fátæku ríkari oq hafi ákveðið að gera pá ríku fátækari í staðinn. Þeir legqja hátekjuskatí á þannig að sá sem hefur 300 ipúsund á mánuði iparfað * borqa 4.500 krónum meira í skatt á mánuði. Á sama tíma hækka peir almenna skattprósentu ipanniq að skattleysismörkin lækka úr 60 ipúsund krónum á mánuði ! 57.350 krónur. Sá sem hefur 60 púsund á mánuði þarf Ipví að horqa 900 krónum meira í skatt eftir að- qerðir stjómarinnar. Á leið sinn til meiri fátæktar getur hann aðeins huggað sig við að peir ríkari eru á sömu leið og enn hraðari.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.