Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 12 LOFTUR TÓHANNESSON TIL NOREGS Fyrir skömmu var sagt frá því í norska blaðinu Dagbladet að íslendingurinn Loftur Jóhannes- son hefði tekið þátt í ólöglegum vopnaflutningum norsku leyniþjónustunnar frá Ungverja- landi til Noregs árið 1989. Áður hefur verið greint ffá vafasömum viðskiptum Lofts og meint- um tengslum hans við bandarísku leyniþjónustuna CIA fyrr á þessu ári, er þýska tímaritið der Spiegel sagði frá vopnaviðskiptum og starfsemi austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Loftur Jóhannesson er sagður hafa staðið að baki vopnasmygli frá Ungverjalandi fyr- ir norsku leyniþjón- ustuna árið 1989. Leynilegur milligöngumaður LEYNILEGUR VOPNA- FLUTNINGUR FRÁ AUST- UR-EVRÓPU Það var í júnímánuði árið 1989, undir lok kalda stríðsins, sem norska leyniþjónustan er sögð hafa staðið að baki ólöglegum vopnaflutningi til heimalands síns. Flogið var inn til Kjevik-flug- vallar í Kristiansand með 15 kassa frá Austur- Evrópu sem sam- kvæmt farmskýrslum innihéldu búnað til olíuvinnslu. í greininni er því hins vegar haldið fram að um vopn hafi verið að ræða. Ekki kemur fram hverrar gerðar þau voru. Greint er frá því að norskir leyniþjónustumenn hafi skömmu áður gert tilraun til að kaupa sov- ésk vopn frá PLO, samtökum Pal- estínuskæruliða, en norska utan- ríkisráðuneytið tekið fyrir það. Því er talið að leyniþjónusta hersins hafi leitað eftir erlendri aðstoð til að koma áformum við Kjevik í framkvæmd. Fyrrum opinber starfsmaður segir tilgang meintra vopnaflutninga hafa verið þann „...að safna upplýsingum um hversu vel „hinn aðilin n“ væri bú- inn vopnum". I.EPPFYRIRTÆKI í VENESÚ- ELA Norska leyniþjónustan notaði milligöngumann sem áður hafði séð um viðskipti af þessu tagi. Hafði hann samband við banda- rísku leyniþjónustuna CIA, sem er að líkindum ástæða þess að Loftur tengist málinu. Sagt er að til þess að breiða yfir raunverulegan til- gang viðskiptanna hafi Loftur not- að leppfyrirtækið Caracas Oil Ind- ustries í Venesúela, sem jafnframt var skráð sendandi farmsins sam- kvæmt flugskýrslum. í Noregi var fyrirtækið Vicir AS notað sem skálkaskjól fyrir viðskiptin, en um ffamkvæmdastjórn þess sá 35 ára Norðmaður, Vidar Linstad, sem átti farsælan starfsferil að baki hjá norska hernum. Vopnin á Loffur að hafa útvegað í Ungverjalandi, en eins og áður segir stóð í farm- skýrslum að um búnað til olíu- vinnslu væri að ræða, um það bil þrjú tonn að þyngd. Farmurinn var fluttur til Nor- egs með Boeing 707-flugvél frá litlu flugfélagi, Nile Safaris Aviati- on, skráð með rekstrarleyfi í Súd- an en starfrækt skammt frá Gat- wick- flugvelli í London. Þann 21. júní var lögð fram lendingarum- sókn fyrir vélina hjá norska loft- ferðaeftirlitinu, en vélin kom frá fyrirtæki í London, Chapman Freeborn Airmarketing Limited, sem sagt er að hafi haft umtals- verð tengsl við bandarísku leyni- þjónustuna. Jafnffamt er getið um viðskiptasambönd forstjórans við tvö önnur fyrirtæki kunn fyrir samvinnu sína við CIA. MILI.ILENDING f LLSSABON Lendingarumsókn á Kjevik- flugvelli fékkst samþykkt og að- faranótt 28. júní tók Boeing-vélin á loft af flugvellinum í Búdapest. í stað þess að fljúga beint til Noregs hafði hún viðkomu á flugvellinum í Lissabon og er sagt í greininni að það hafi verið gert til að láta h'ta út fyrir að ákvörðunarstaður vélar- innar væri Venesúela. Samkvæmt lendingarumsókninni, sem birt var til hliðar við greinina, er þó ekki hægt að greina að það hafi verið ásetningurinn, því fram kemur að móttakandi farmsins er áðurgreint fyrirtæki í Osló og sendandi fýrirtækið í Suður-Am- eríku. Hins vegar var millilending í Portúgal með öllu ónauðsynleg á þessari stuttu flugleið og varð til að gera flugið allt hið tortryggileg- asta. Að lokum lenti vélin á Kjevik- flugvellinum í Kristiansand snemma morguns og er sagt að Loftur hafi verið viðstaddur af- fermingu. Starfsmaður ffá norska flugfélaginu Braathens SAFE náði að taka ljósmyndir af því sem fram fór, en greint er frá því að Loftur hafi samið við manninn um að afhenda sér filmurnar þeg- ar honum varð ljóst að teknar hefðu verið af sér myndir. Um- ræddur starfsmaður var yfir- heyrður af lögreglu nokkrum dög- um síðar. „BÚNAÐUR TIL OLÍU- VINNSLU" Að lokum voru kassarnir fimmtán, sem hver um sig var 2,5 metra langur, færðir yfir í biffeið frá flutningsfyrirtækinu Hoden- myr Transport. Var bílnum ekið frá flugvellinum til Mandal, sem er nokkru sunnar, en þar var farmurinn tollskoðaður sem „búnaður til olíuvinnslu". Eftir það er ekki vitað hvað um hann varð._________________________ Telma L. Tómasson f grein Dagbladet segir að bandaríska leyniþjónustan hafi í áraraðir notað vopna- salann Loft Jóhannesson sem milligöngumann um vopna- kaup frá fyrrum austantjalds- löndum og sagt að hann hafi notið aðstoðar ýmissa fyrir- tækja til að kaupa mikilvæg hergögn fyrir vestrænar leyniþjónustur. Fram hefur komið að hann hafi stundað viðskipti í nafni fyrirtækj- anna Techaid International Limited, Ensign Trading og Caracas Oil Services. Fyrr á þessu ári birtist nafn hans í blaðagrein þýska tíma- ritsins der Spiegel er farið var yfir skýrslur austur-þýsku teyniþjónustunnar, Stasi. Samkvæmt þeim hafði hann ágæta samvinnu við vopna- deild Stasi (Stasi-Armaet IM- ES) sem seldi vopn nánast hverjum sem sýndi áhuga. Loftur er sagður hafa notið trausts hjá austur-þýsku leyniþjónustunni og lítill vafi virðist leika á að bandaríska leyniþjónustan hafi staðið að baki viðskiptum Lofts. Tals- maður CIA vildi þó ekki kann- ast við tengsi af neinu tagi þegar PRESSAN hafði sam- band.við hann í vor. Loftur fæddist i Reykjavík árið 1930 en hefur lengst af aiið manninn í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Hann lærði flug hérlendis en lauk flug- stjóraprófi á Englandi árið 1950. Hann flaug Viking-flug- vélum fyrir breska flugfélagið Eagle til Suður-Afríku en flaug síðar milli Hamborgar og Berlínar fyrir sama félag. f lok sjöunda áratugarins flutti hann birgðir til nauðstaddra í Biafra fyrir Rauða krossinn en stofnaði nokkru síðar sitt eig- ið félag, Fraktflug. Þar gerði hann út tvær DC6-fraktvélar, en eftir stríðið í Afrtku fiaug hann leiguflug um alla Evr- ópu og um tíma var einnig haldið uppi ferðum til fs- lands. Hann var síðar aðeins með eina vél starfandi, en hún hrapaði árið 1974 á leið sinni frá Nizza til Niirnberg og fórst öll áhöfnin. Eftir það virðist hann hafa hætt flug- rekstri. Á UPPLEIÐ.. Þráinn Bertelsson. Fyrsti mað- urinn í langan tíma sem fær Halldór Laxness til að skrifa eitthvað. Stöð 2. Fréttastofan rúllaði yfir Ríkissjónvarpið í fréttaflutningi efnahagsaðgerðunum. Fyrirtækin. Rúmlega fjórir milljarðar í skatta- lækkun og enn einn björgunarsjóðurinn í jóiabónus. Reynir Hugason. Tekinn við af Jóhannesi í Bónus sem besti vinur launalágra. Og tókst að finna sér vinnu í leiðinni. Þröstur Ólafsson. Laumaði inn veiðileyfagjaldi á útgerðina án þess að Þorsteinn Pálsson eða Kristján Ragnarsson tækju eft- ir því. Á NIÐURLEIÐ... * Alþýðubandalagið. Nýi flokkssnepillinn er verri en Þjóðviljinn þegar hann var leiðinlegastur. Davíð Oddsson. Hundrað þús- und kall á fjölskyldu í skatta- hækkun var ekki erindið sem hann sagðist eiga í pólitík. Þorsteinn Geirsson. Ráðuneytisstjóri dóms- mála árum saman og dópsalarnir sleppa hver af öðrum. Almenningur. Eða hvers er hann að gjalda með þessari ríkisstjórn?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.