Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992
31
Lífið
FTI
VINNU
Erla er f þungum þönkum í horninu, Jóna beygir sig yfir samstarfs-
konur sfnar, Svava er í góðum fíling með glas f hendi og fremst situr
Sigrún, dreymin ájp ip.
Það var mikið dansað uppi á borðum þegar
árshátíð tískuverslunarinnar 17 var haldin í
síðustu viku. Eigendurnir, Svava og Bolli,
buðu starfsfólki sínu upp á fordrykk á Café 17
en síðan var haldið niður á Jónatan Living-
stone Máv þar sem var drukkið og duflað og
dansað uppi á borðum; meira að segja brá
Bolli sjálfur sér upp á eitt borðið við góðar
undirtektir samstarfsfélaganna. Þá var haldið
á listastaðinn Barrokk en lokagleðin þetta
kvöld var í Casablanca þar sem enn meira var
um dans uppi á borðum. öllu starfsfólkinu,
fjörutíu manns, var boðið í mat og drykk.
Laufey Johansen tók góða sveiflu uppi á
einu borðinu á Jóntan Livingstone og var
ekki sú eina sem það gerði.
Samkvæm isljóna -
kvöld á Tunglinu
Áhöíh Tunglsins efhdi til stórveislu
á laugardagskvöld þar sem galdr-
aðir voru fr am réttir ffá fjarlæg-
um löndum undir yfirstjórn
karlsins í Tunglinu; Bjarna
Breiðfjörð. Einnig var kynnt
ný stjarna á vetrarbraut
Tunglsins og leiðbeiningar
voru um tuskur og tuðrur vetr-
arins.
Ein aðalsamkvæmisljón bæjarins, parið Stein-
unn Ólfna og hinn kynþokkafulli Baltastar, brugðu sér á Tunglið til að
snæða sushi-rétti Dóru Einars.
Rómantíkin blómstar
enn hjá einu seigasta
djammparinu í
bænum, þeim
Soliu og Hödda.
Endurbætt Ingólfscafé
Mikil samkeppni rtkir milli
skemmtistaðanna íReykjavík um
þessar mundir og taka þeir hver af
öðrum breytingum. Nú hefur Ing-
ólfscafé, sá heitasti íbænum,farið
að ráði hinna og breytt innviðunum.
Langi barinnframmi er nú kominn
þangað sem sviðið var og búið að
stækka dansgólfið ogfœra þaðfram-
ar í húsið. Það var eins og við mann-
inn mælt: Allt aðaldjammliðið í
bænum mœtti á staðinn til að sýna
sig og kannski sjá örlítið aföðrum.
Stína spilaði á bongótrommur og flaut-
aði af miklum hita og krafti allt kvöldið.
Hafið þið tekið eftir þessu áður; Andrea Gylfa og Helgi
Björns hafa bara nokkuð líkan vangasvip!
Þriggja daga hljómsveitar- og drykkjuhátíð
var haldin á Gauk á stöng í síðustu viku
vegna níu ára afmælis Gauksins, sem er
einn lífseigasti barinn í bænum. Fjölmargar
hljómsveitir tróðu upp í ýmsum gervum,
enda hafa þessar árlegu hátíðir gjarnan ver-
ið nefndar popparaárshátíðirnar. Athygli
vakti að aldrei þessu vant fengu Gauks-
menn ekki tilskilið leyfi til að hafa opið ör-
litlu lengur á sjálfan afmælisdaginn. Engu
að síður var mikið fjör hjá þeim sem voru
inni — alls ekki þeim sem stóðu í röðinni
fyrir utan — því hún hreyfðist ekki; þeir
sem komust á annað borð inn héldu sig
inni. Hvernig verður þetta eiginlega á
næsta ári — á tíu ára afmæli Gauksins?
Richard Scobie og Sigurður Gröndal
brugðu sér í Kiss-gervi ásamt félögum sín-
um í Loðinni rottu. Þeir sungu lög þeirra
af mikilli innlifun, svo mikilli að kvenþjóð-
innilá viðsturlun.
Nú mega aðalnúmer-
in fara að vara sig,
því rótarabandið,
með róturum úr
Nýdanskri, Sólinni, Sálinni og fleiri hljóm-
sveitum, sló í gegn.
Og það var
dansað uppi
á borðum...
Friðhelgin rofin Unlawful Entry
★★ Þetta gæti verið Höndin sem
vöggunni ruggar II eða Pacific
Heights III. Úlfur I sauðargæru ryðst
inn i llf ungs fólks á uppleið og
kemst langt með að rústa því.
Systragervi Sister Act ★★ Það er
visst áfall þegar kemur í Ijós að
systurnar syngjandi eru fyndnari
en Whoopi Goldberg.
Hinir vægðariausu Unforgiven
■k-k-trk Clint Eastwood er vernd-
ari hins vestræna heims — að
minnsta kosti þess villta.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg.
B I O H O L L I N
Kúlnahríð Rapid Fire ★★ Hefnd
sonar Bruce Lee. Karatemennirnir
er í hærra klassa en kvikmyndafólk-
ið og fá báðar stjörnurnar.
Systragervi Sister Act ★★ Blanda
gaman- og tilfinningasemi og
sannar að það er sjaldan góður
kokkteill.
Lygakvendið Housesitter ★★
Myndin er spunnin út frá bráð-
snjallri hugmynd, en það er Ifka allt
og sumt.
Kaliforníumaðurinn California
Man ★ Hellisbúi Ringo Starr
bregður sér til Kaliforníu.
Blóðsugubaninn Buffy Buffy the
Vampire Slayer ★ Myndin er
byggð á einum brandara, sem er
fljótur að ganga sér til húðar. Ekki
fyrir nema hörðustu aðdáendur
Lukes Perry.
HASKOLABIO
Jersey-stúlkan Jersey Girl ★ Gam-
anmynd fyrir þá sem sjá allt I b(ó;
þá sem þola ekki að eiga eina ein-
ustu stund með sjálfum sér eða
sínum nánustu.
Boomerang ★ Myndin sem átti að
draga úr hraðri niðurleið Eddies
Murphy af stjörnuhimninum. Hann
stendur sig þokkalega en getur
samt litlu bjargað.
Forboðin ást Ju Dou ★★★★
Meistaraverk. Óvenjustílhrein
mynd þar sem hvert smáatriði er
mikilvægur þáttur I magnaðri
heild.
Sódóma Reykjavík ★★★ (mynd-
aðir undirheimar Reykjavlkur eru
uppfullir af aulum og húmor við
þá kenndum.
Svoá jörðu semáhimni ★★★.
Háskaleikir Patriot Games ★★
Smásmugulegheit eru helsti kostur
reyfara eftir Tom Clancy. Þegar þau
vantar verður söguþráðurinn helsti
fátæklegur.
Steiktir grænir tómatar Fried
Green Tomatoes ★ ★★
Lifandi tengdur Live Wire ★
Mynd fyrir myndbandamarkaö
sem einhverra hluta vegna hefur
fengið forsýningu í bló.
Tálbeitan Deep Cover ★ ★ Nokk-
uð smart mynd með meira af
spennu en ofbeldi. En spennan og
sagan renna út í sandinn eins og
tálbeitutrixið hjá fíkniefnalögregl-
unni.
Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Þótt
Drew Barrymore sé fræg að end-
emum í slúðurdálkunum er hún
ekki nógu svakaleg til að standa
undir þessari rullu.
Á réttri bvlgjulengd Stay Tuned
★ Jón Axel og Gulli — The Movie.
Nokkuð af góðum hugmyndum
en þreytandi til lengdar.
Leikmaðurinn The Player
★★★★ I senn þriller, gamanmynd
og háðsádeila. Algjört möst — líka
til að sjá 65 stórar og litlar stjörnur
leika sjálfar sig. Maður býst við
Gunnari Eyjólfs í hverri senu.
Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa-
legir smákrimmar í höfuðborginni.
Homo Faber ★★★★ Hittið frá
síðustu kvikmyndahátið endursýnt.
Henry, nærmynd af fjöldamorð-
ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi-
legri morðingi en Hannibal Lecter.
Prinsessan og durtarnir ★★★ ís-
lensku leikararnir standa sig ekki
síðuren þeirteiknuðu.
STJÖRNUBÍÓ
í sérflokki A League of Their Own
★★★ Líklega skemmtu leikararnir
sér enn betur en áhorfendurnir.
Geena Davis er svo skemmtileg í
framan að hún kemst upp með
allt.
Bitur máni Bitter Mooti ★★★
Meinlega erótísk og oft kvikyndis-
lega fyndin sápuópera. Mikið tal,
strandferðaskip og allt sem prýða
má góða og gamaldags sögu.
Börn náttúrunnar ★★★
S Ö G U B í Ó
Blade Runner ★★★★ Ný útgáfu
af þessari klassísku mynd. Breyting-
arnar eru litlar og lítt til bóta.
Fríða og dýrið The Beauty and the
Beast *★★ Ótrúlega fögur mynd
og fjarska óhugnanleg þegar það á
við. Hún sannar að því lygilegri
sem sagan og umbúnaðurinn eru
því auðveldara á áhorfandinn með
að lifa sig inn I verkið. Það er gald-
urinn við skáldskap.