Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 E R L E N T ]\/[aður vikunnar Chris Patten Þegar Chris Patten var skipaður landsijóri í Hong Kong litu flestir svo á að John Major forsætisráðherra væri að verðlauna hann fyrir að hafa bjargað kosningabaráttu fhaldsflokksins í síðustu kosningum, en sjálfur hafði Patten tapað sæti sínu. Land- stjórastaðan er afar vel launuð og starfið spennandi þar sem landstjórinn mun annast undirbúning og hafa yfirumsjón meðþví þegar mestur hluti nýlendunnar verður afhentur kommúnistastjóminni í Peking árið 1997. Þau tímamót gera það einnig að verkum að staðan er ekki til lífs- tiðar eins og landstjórastöður eru almennt ■ og Patten mun því getað snúið heim á ný 1997 og í raun gert hvað sem honum sýn- ist: hellt sér I pólitíkina á ný, gengiðað stjórnunarstöðum í einkageiranum eða tekið sæti í lávarðadeildinni. Patten hefði getað átt náðuga daga f Hong Kong og látið lífið ganga sinn vanagang uns breski fáninn yrði dreginn niður í hinsta sinn. Slíkt er honum greinilega fjarri, því hann hefur afráðið að styggja gamalmenna- gengið í Peking eins og honum er frekast unnt með því að efla lýðræðíð í nýlend- unni til muna. Þrátt fyrir að íbúar Hong Kong njóti allra sömu borgaralegu rétt- inda og aðrir þegnar bresku krúnunnar er vart hægt að segja að þar ríki lýðræði. Rík- isborgarar kjósa ráðgjafaþing, sem er landstjóranum innan handarán þess að binda hendur hans é nokkurn hátt. Patten hefur lagt til að íbúamir fái almennan kosningarétt árið 1995 og geti ráðið sín- um sértæku málum sjálfir. Ástralía, Bandaríkin og Kanada hafa öll stutt lýð- ræðistillögur Pattens, en stjórnin heima í Lundúnum var ekki eins með á nótunum og John Major þurfti smáumhugsunar- frest áður en hann kvað stjórn sfna styðja tvímælalaust við bakið á Patten. Hins veg- ar er athyglísvert að gömlu valdaættirnar í Hong Kong hafa margar hverjar ríkar efa- semdir um ágæti almenns kosningaréttar, svona yfirleitt. Ástæða þess að kommún- istastjórnin þolir ekki tillögur Pattens er sú að þeir féllust á sínum tíma á að árið 1997 yrði Hong Kong sérstakt hérað, sem héldi fengnu frelsi í að minnsta kosti 50ár í við- bót. Þá fór afskaplega í taugarnar á þeim þegar Patten ákvað einhliða að leyfa lagn- ingu nýs alþjóðaflugvallar, eftir að Peking- stjórnín hafði dregið umræður um það á langinn um árabil. Valdaklíkan í Peking hefur svarað með því að hætta öllum við- ræðum við Patten og kínverskir fjölmiðlar ausa yfir hann ótrúlegum svívirðingum daglega. Það styrkir Patten hinsvegarað- eins í trúnni um að hann sé að gera rétt. Enn dimmir yflr svörtustu Afríku Ungir menn ráfa um landið með hárkollur á höfði, naglalakk, Mikka mús-grímur og jafnvel t' brúðarkjólum, en umfram allt með vélbyssur og þeir drepa, nauðga og ræna af handahófi. Svokallaðir herforingjar, sem lúta engri stjórn nema sjálfs sín, ráðast hver á annan og skilja eftir dauða og eyðileggingu í kjölfarinu. Þegar borgarastyrjöldin í Líber- íu stóð sem hæst leið vart dagur milli ægilegra fjöldamorða, skólar og sjúkxahús voru lögð í eyði eins og ekkert væri og stjórnleysið varð eins konar tákn fyrir eymd og nið- urlægingu Afríku og þá ekki st'ður getuleysi umheimsins til þess að rétta hjálparhönd. Ekki svo að skilja að menn hafi ekki reynt að stilla til friðar. Efna- hagsbandalag Vestur-Afrr'ku (ECOWAS), sem er öldungis óstarfhæft batterí sem efnahags- bandalag, hristi af sér doðann til að koma á fót friðargæsluliði, en það er stærsta ríkið á svæðinu, Nígería, sem hefur borið hitann og þungann af friðargæslunni. I hartnær tvö ár tókst að halda frið- inn milli stórfylkinganna að mestu, en í september síðastliðn- um var friðurinn úti og ECOWAS leitaði til Sameinuðu þjóðanna og óskaði eftir umboði til að koma á friði með góðu eða illu. Eins og gefur að skilja telja menn síðari kostinn sennilegri úr því sem komið er. KVIKSYNDISTJÓRNLEYSIS Vandi Líberíu verður ekki skýrður með neinum rökum. Sumir kenna sérkennilegri sögu landsins um hrun þess. Leysingjar úr bandarískri ánauð stofnuðu ríkið á síðustu öld og komu á að- skilnaðarstefnu, þar sem þeir höfðu töglin og hágldirnar í pólit- ísku og efnahagsíegu tilliti, en heimamenn gátu þakkað fyrir að fá vinnu á plantekrum eða í nám- um. Árið 1980 tók innfæddur lið- þjálfi að nafni Samuel Doe sig til og drap forseta landsins í svefni með byssusting. Um leið hrundi valdakerfi landsins og ekkert kom í stað þess. Doe og frændur hans í Krahn-ættbálkinum ofsóttu aðra íbúa landsins, en spilling og van- hæfni hinna nýju herra grófu undan efnahag landsins, sem var þó ekki beinlínis beysinn fyrir. Ofbeldið ól af sér meira ofbeldi. Alls kyns uppreisnarhópar voru stofnaðir. Þar á meðal var hreyf- ing, sem Charles nokkur Taylor fór fyrir. Liðsmenn hans eru mestmegnis unglingar, enda lífs- líkur ekki miklar. Þeir vekja sér- stakan ótta því þeir bera öll merki geðveiki, klæðast afkáralegum búningum og úða í sig alls kyns dópi öllum stundum. Árið 1990 komst annar uppreisnarforingi í sviðsljósið, Prince Johnson, en hann gat sér sérstaka frægð fyrir að pynta og myrða Doe forseta, en almannatengslafulltrúar hans dreifðu myndbandi af atburðin- um, þar sem sjá mátti í smáatrið- um hvernig lífið var murkað úr Doe. FRIÐLAUST VOPNAHLÉ Þegar hér var komið sögu þótti nágrönnum Líberíubúa nóg kom- ið enda voru atburðirnir farnir að ógna þeim. Friðargæslulið ECO- WAS kom á vettvang og setti bráðabirgðastjórn á laggirnar. Bardögum linnti að mestu, en friðargæsluliðið náði aldrei stjórn á öðrum hlutum landsins en höf- uðborginni Monróvíu. Umhverfis höfuðborgina réð Charles Taylor lögum og lofúm, en fyrrum fylgis- menn Doe og Krahn-ættbálkur- inn stjórnuðu landamærahéruð- unum við Sierra Leone. Þannig var staðan þar til í sept- ember síðastliðnum þegar fylgis- menn Does heitins hernámu tvö héruð í norðurhluta landsins, en Taylor svaraði fyrir sig með því að ráðast á Monróvíu og gerði meðal annars stórskotahríð að höfuð- stöðvum ECOWAS, en friðar- gæsluliðið lét varpa sprengjum á höfuðstöðvar Taylors í borginni Gbarnga í staðinn. Það kom þó fyrir lítið, því lið Taylors hefur hernumið vatnsból Monróvíu norður af borginni og stjórnar því vatnsveitunni. Borgin er uppfull af flóttamönnum og við vatnsskort- inn bætist rafmagnsleysi. Matar- skortur hefur ekki verið tilfinnan- legur til þessa, því matvælasend- ingar hafa verið nokkuð regluleg- ar, en nú kann það að breytast, því þótt sendingarnar berist enn hika skipstjórar við að leggja upp að í borginni. NÍGERÍA YGGLIR SIG Stefna Bandaríkjanna gagnvart þéssum fyrrum skjólstæðingi sín- um hefur af skiljanlegum ástæð- um verið fremur hikandi, enda þægilegast fyrir stjórnina í Wash- ington að líta á Líberíu sem afr ísk- an vanda, sem kreíjist afrískra lausna. Þegar skyggnst er undir yfirborðið kemur þó í ljós að Bandaríkjastjórn hefur meiri af- skipti af Líberíu en hún vill vera láta. Þeir hafa stutt friðargæslu Nígeríumanna með ráðum og dáð, greitt kostnaðinn af liði Sene- gals 1 landinu og heimildamenn í njósnaheiminum segja fjarskipta- búnað friðargæsluliðsins hafa komið beint frá Bandaríkjunum. Allar þessar hræringar hafa ekki einungis haft áhrif í Líberíu, því spenna milli ríkja ECOWAS hefur stigmagnast. Þar skiptust ríkin fyrir í tvær fylkingar: hin enskumælandi ríki annars vegar, þar sem Nígería er fremst meðal jafningja sakir stærðar, auðlegðar og fólksfjölda, og hinar gömlu frönsku nýlendur í Vestur-Afríku hins vegar, þar sem Fílabeins- ströndin og Burkina Faso (Efri- Volta) ráða mestu. Nígeríumenn eru herskárri og vilja ganga milli bols og höfuðs á Charles Taylor og stuðnings- mönnum hans. Frönsku nýlend- urnar fyrrverandi kjósa hins vegar fremur að leita samninga í lengstu lög. Ríkisstjórnir þeirra hafa af fremsta rnegni reynt að koma í veg fyrir bein átök við Taylor, jafnvel svo að Nígeríumönnum hefur þótt jaðra við stuðning við hann. Bandaríkjastjórn hefúr sak- að Burkina Faso um beinan stuðning við hann og segja að þaðan berist Taylor vopn, sem Muammar Gaddafi hefur sent honum af alkunnri hjálpfysi. Samningaviðræður stjórnarerind- reka standa enn yfir, en það þarf ekki glöggskyggnan mann til að sjá að friðarumleitanir Vestur- Áfríkuríkja hafa gjörsamlega mis- tekist. Enn sem fyrr eru fjölda- morð, stjórnleysi, borgarastyrjöld, sjúkdómar og sultur allsráðandi í Líberíu. Grípi umheimurinn ekki til ráðstafana kann vandi Líberíu að verða óleysanlegur. Átökin þar eru eldri en í Sómalíu eða léifum Júgóslavíu. Hins vegar virðast engin samtök — hvort heldur eru alþjóðleg eða svæðisbundin — hafa vilja eða getu til að grípa í taumana. Herforingjastjórnin í Nígeríu virðist vera eini aðilinn, sem til greina kemur, og stjórnin þar hefúr sagt að ástandið í Níger- íu sé að verða óþolandi. Kunnugir telja að herinn þar sé í viðbragðs- stöðu. Einmitt þetta óttast nágranna- löndin úr hinu gamla nýlendu- safni Frakka. Þau telja að Nígería sé að styrkja stöðu sína sem svæð- isbundið stórveldi og ef herfor- ingjastjórninni þar líðist að fara með her inn í Líberíu sé farið að þjóta í íjöllunum um önnur ríki í kring, enda hafa þau fæst af nein- um affekum að státa hvað mann- úðlega eða lýðræðislega meðferð á þegnunum varðar. Spurningin kunni því einungis að vera sú hver sé næstur. Jasja, best að athuga hvernig batinn eftir sameininguna gengur. Könnum viðbragðið fyrst.. The Economist Kjarnorkan í ónáð Kjarnorkan hefur staðið af sér margar árásir umhverfisverndarsinna, enda komst friðsamleg nýting hennar á dagskrá þegar orkulindir virtust vera að ganga til þurrðar og ekki margra kosta völ. Nú er gerð hríð að henni úr nýrri átt. Brunaorkugjafar á borð við olíu, kol og gas virðast nægir og ódýrir næstu 30 árin hið minnsta. Þar sem hlutfallslegur kostn- aður slíkra orkugjafa hefur farið lækkandi panta færri og færri ríki kjarn- orkuver. Þau eiga ekki eftir að sjá eftir því. Kjarnorka er dýr orkugjafi og kostnaðurinn vex með auknum örygg- iskröfum. Hár vaxtakostnaður og ríkari kröfur í hinum opinbera geira þróunarlanda um hversu fljótt stofnkostnaður skilar sér hafa gert kjarn- orkuna enn ófýsilegri. Þar fyrir utan kallar kjarnorkunýtingin á stór orkuver, en bæði rík lönd og smá kjósa ffernur lítil og mörg. f iðnríkjunum hafa menn lært þá leiðu lexíu að spár um orkuþörf eru jafnábyggilegar og veðhlaupaspár. Talsmenn kjarnorkunnar benda á að kjarnorkuver veiti örugga og næga orku þegar orkuþörf er mikil, en geti hæglega dregið saman seglin þegar hún er lítil. Ennfremur minna þeir á að gróðurhúsaáhrifin megi fyrst og fremst rekja til brunaorkugjafa á meðan kjarnorkuverin blási aðeins út vatnsgufu. Hentugri leið til að jafna orkunýtingu er að opna orkumarkaði ríkja á milli. Evrópa hefur einstakt tækifæri til þess arna. Bætt tækni hefúr þegar dregið úr mengun brunaorkugjafa og mun vafalaust batna enn. Á meðan heldur leitin að framtíðarorkugjafanum áfram. Prýðilegt... þá er að athuga viðbragðið hasgra megin... ( ^ þetta var ekki eins \ og f?að átti að vera! I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.