Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 34
47. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 26.nóvember Brynhildur segist hafa verið ánægð með það í fyrstu hvað mikið var horft á brjóstin á henni en það hafi runnið á hana tvær grímur þegar hún vissi hvers vegna. Ung kona sem lét stækka á sér brjóstin BRJÓSTIN GLÓAÍ MYRKRI Sérstaklega bagalegt þeg- ar ég fer á diskótek, — seg- ir Brynhildur Hannesdóttir flugfreyja Eitthvað furðulegt hlaupið í endurnaráTjörninni ANDAHÓPUR RÉBST Á FLUGLEIBAVÉL OG GOGGAÐI í VÆNGINN Endurnar náðu ekki að skemma vélina og flugmanninum tókst að lenda. Um leið og ég kom yfir miðbæinn komu endurnar fljúgandi á móti mér og réð- ust á vænginn. Ég veit ekki hvað þær ætluðu sér en þær voru illar á svipinn, - segirTrausti Unnarsson flugmaður. Birgir Ragnarsson loðdýrabóndi SERIR SIG ÓR LÖGUIIA VI8 BÆNDASAMTÖKIN Birgir segist lifa betra lífi með því að éta refina og sleppa við áhyggjurnar afsífelldum lengingum iána, skuld- breytingum og öllu því vafstri sem bændasamtökin hafa þröngvað upp á loðdýraræktina. „Það er engin róm- antík í þessu iengur, "segir Birgir. Birgir Ragnarsson segist hafa komist upp á lag með að búa til spennandi rétti úr refakjöti. „Þetta er eins og annar góður matur," segir Birgir, „maður þarf að venj- ast honum fyrst en eftir það finnst manni hann alltaf betri og betri." Rannsóknastofa landbúnaðarins NIBURGREIÐSLUR DRAGA ÚR HÆTTU Á ÆBASJÚKDÓMUM Getum ekki mælt með kjöti aflömbum Kára í Garði, — segir Viðar Ragnarsson sem stjórnaði rannsókn- inni fyrir hönd Stéttarsambands bænda. Jón Baldvin, Jóhanna og Össur prufukeyrðu Jagúar Daml- er á milli þess sem þau funduðu um gengisfellingu um helgina. Með því að panta bílana áður en gengið féll spöruðu þau sér rúmar 300 þúsund krónur hvert. JÓHANNA FÉKK JAGUAR j S1AIINN FYRIR HUSBRÉFIN Jóhanna Sigurðardóttirfélagsmálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks krata, keyptu sér öll Jagúar um helgina skömmu áður en ríkisstjórnin felldi gengið. „Þetta er kannski ekki ólöglegt en þetta er öruggiega sið- laust, "segir Ólafur Ragnar Grímsson, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Reykjavík, 26. nóvember „Það gengur náttúrulega ekki að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að panta sér nýja búa á sama tíma og þeir eru að fella gengið,“ sagði Ölafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, við blaðamann GP um bílakaup Jóns Baldvins Hannibalssonar, Jó- hönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Þessi þrjú pöntuðu öll nýjan Jagúar á sunnu- daginn um það leyti sem þau voru að ákveða að fella gengið. Þessi gerð af Jagúar, Damler, kostar rúmar 5 milljónir í dag og má ætla að Jón, Jóhanna og össur hafi sparað sér um 300 þúsund krónur hvert með því að panta bflana áður en gengið féll. Samkvæmt heimildum GP ákváðu ráðherrarnir að leyfa Jó- hönnu að kaupa sér Jagúar gegn því að hún samþykkti að dregið yrði úr útgáfu húsbréfa. össur gerði einnig ýmsa fyrirvara við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar og fékk því líka að kaupa sér bfl. Það mun hins vegar ekld hafa verið áætlað að Jón Baldvin keypti sér bfl heldur mun hann hafa sleg- ið til eftir að hann ók honum til reynslu. „Ég ræði ekki við blaðamenn,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir þeg- ar blaðamaður GP bar þetta undir hana. Og þótt blaðamaðurinn hafi hringt aftur og kynnt sig sem for- mann Jagúarklúbbsins vildi Jó- hanna ekkert segja um þetta mál. Össur Skarphéðinsson náði ekki að prufa Jagúarinn áður en kratarnir þurftu að skila honum. Hann sagðist hins vegar ætla að kaupa hann úr því Jón Baldvin lét vel af honum. Ef stjórnvöld hefðu mann- gildissjónarmið að leiðarljósi mundu þau hækka niður- greiðslur f stað þess að lækka þær og draga þar með úr hættu á hjartasjúkdómum, — segir Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda. Ung hjón í Kópavogi stefna sóknarpresti HANN SKÍRBIDÚTTUR OKKAR GLÚM „Það vareitthvert tafs á foreldrunum þegar ég spurði þau hvað krakkinn ætti að heita og mér leiddist þófið svo ég skellti á hann þessu nafni,"- segir presturinn, sem segist ekki hafa leitt hugann að því hvers kyns barnið væri. „Við vorum óörugg við altarið og áttuð- um okkur ekki á hvort okkar átti að segja prestinum nafnið. Okkur fmnst það ekki réttlæta það að hún Katrín okkar þurfi að heita Glúmur það sem eftir er ævinnar," segja hjónin Bára Guð- mundsdóttir og Hjalti Pálsson. Fjölskyldutilboð: Hádegishlaðborð: w Hausttilboð: mt 5 Þú færð einn og hálfan Heitar pizzusneiðar Heit Supremepizza Pfea i lítra af Pepsí og og hrásalat eins og þú getur fyrir tvo ásamt skammti -Hut. s brauðstangir frítt með í þig látið fyrir aðeins 590 kr. af brauðstöngum stórri fjölskyldupizzu. alla virka daga frá kl. 12-13. á aðeins 1.240 kr. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd,sími682208

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.