Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 LlFIÐ EFTIR VINNU Popp !• Kátir piltar verða á Púlsinum með útgáfutón- leika vegna Bláa höfrungs- ins í kvöld og að auki í beinni útsendingu á Bylgjunni. Sem kunnugt er snertu Kátir piltar sóma- tilfinningu smiða, sem ku núna vera búnir að taka piltana í sátt og hafa þegar lýst yfir ánægju sinni með plötuna. í hléi taka þeir Steinn Ár- mann og Davíð Þór nokkrar af sínum bestu rispum. • Dan Cassidy fiðluleikari leikur ásamt Kidda fiðluleikara blús á Blús- barnum. • Rut + spilar rokkaða surf-tónlist í Shadows-stíl á Borgarvirkinu og byrj- ar klukkan ellefu. Þrjúhundruðkall kostar inn. • Richard Scobie & X-rated kynna nýútkomna sólóplötu Scobies á Tunglinu í kvöld. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru víða að; til að mynda er sólógítaristinn Frakki og trommar- inn og annar gítarleikarinn banda- rískir, íslendingurinn Bergur er á bassa og Scobie spilar á eigin rödd. • Tríó Péturs Grétarssonar heldur tónleika á Horninu, en auk Péturs skipa tríóið þeir Hilmar Jensson gítar- leikari og Þórður Högnason kontra- bassaleikari. Sérstakur gestur kvölds- ins er Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari, sem kemur fram á síðari hluta tónleikanna þegar eingöngu verða flutt frumsamin verk hans og með- lima tríósins. • James er ný hljómsveit skipuð færeyska blökkumanninum James Olsen, Bjarna Sveinbjörnssyni bassa- leikara og Birni Thoroddsen gítarleik- ara. Þeir verða á Gauknum. • Úrslit í trúbadorkeppni Aðal- stöðvarinnar fara fram á Tveimur vin- um og verður útvarpað í þætti Magnúsar Orra. Sautján trúbadorar keppa. • Sjöund er hljómsveit frá Vest- mannaeyjum sem skemmtir Hafn- firðingum um helgina á Firðinum. Þar koma einnig fram meðlimir Leik- félags Hafnarfjarðar með kabarett- sýningu. • Kátir piltar venda sér yfir á Tvo vini og enn eru meðferðis þeir Rad- íusmenn Steinn Ármann og Davíð Þór, sem skemmta í pásum. • Red House ku vera blúshljóm- sveit af bestu gerð — ella fengju þeir ekki inni á Blúsbarnum. • Þórarinn Gíslason er svokallaður kráarpíanisti sem spilar létta píanó- tónlist á Jazz í Ármúla. Á þeim stað kostar stór bjór 400 krónur þrátt fyrir gengisfellingu. • Richard Scobie og geislavirkir fé- lagar hans í X-rated spila útgáfutón- list Scobies. Landslag þeirra Eyjólfs Kristjánssonar er sem betur fer ekki á plötu þeirri. • Testimony er meðal annars skip- uð honum Todd Lease á Hard Rock og hann syngur með félögum sínum á Gauknum. • Snæfríður & stubbarnir frá Þor- lákshöfn skemmta gestum Fógetans fram á rauða nótt. Að minnsta kosti á meðan veður leyfir. • Sjöund verður aftur í Firðinum sem og Leikfélag Hafnarfjarðar. • Arnar Guðmundsson er trúba- dor frá Akureyri sem heimsækir Hafn- arfjörð um helgina, á Nillabar. LAUGARDAGUR • Kátir piltar halda áfram að skemmta glöðu fólki og nú á Hressó. en ætlar að bæta úr því í kvöld, ekki þó í gervi hljómsveitarinnar Kiss. Þeir eru víst með nýtt prógramm og aldrei betri segja s.umir. SUNNUDAGUR • Rokkabillíband Reykjavíkur er að koma saman eftir nokkurt hlé. Þetta er mikil stuðhljómsveit, skipuð meðal annars Sigfúsi Óttarssyni trommara, Bjarna Vilhjálmssyni bassaleikara og gítaristanum Tómasi Tómassyni. Þeir skemmta vel á Gauki á Stöng. Sveitaböll • Félagsheimili Húsa- víkur Nýdönsk mun ilma þarIkvöld. • Þotan, Keflavík Sálin hans Jóns mín skemmtir á hinu árlega Jólafesti- vali sem áður hét víst Gloríugleði hjá þeim Keflvíkingum. • Sjallinn, Akureyri hefur hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar sér til fulltingis á fyrirsætukeppni sem hald- in verður þá um kvöldið. I kjallara Sjallans er vlst eini pöbbinn þar í bæ og stórt og myndarlegt karaoke- tæki. HEOXEE1113 • Sjallinn, Akureyri verður enn og aftur með stórsveit Björgvins og karaoke. • Hótel Selfoss Hljómsveitin Todmobile bregður sér austuryfir heiðina til að leika fyrir Selfyssinga og nærsveitunga. Búist er við stórdans- leik því öll gisting er að verða upp- pöntuð. Barir • Eitt hið skemmtileg- asta við áfengis- drykkju er að leitin að besta barnum tekur aldrei enda. Maður getur ávallt haldið leitinni ótrauður áfram í fullvissu þess að finna eitthvað nýtt, þótt það sé ef til vill ekki nýtilegt að sama skapi. Og oftar en ekki er það svo að maður vill leita í eitthvað gamalt og gott frekar en ókunn- ar lendur. Manni skilst að það sem greini siðaða menn frá villi- mönnum sé að hinir siðuðu hafi lært að notfæra sér undrakraft vcrkaskiptingarinnar til fulln- ustu. Og það sem greinir góða drykkjumenn frá ógæfusömum ofdrykkjumönnum er kunnáttan til þess að notfæra sér verka- skiptingu hinna ýmsu bara. Þannig fer maður fremur á Rauða Ijónið en Feita dverginn til að fagna sigri KR, maður fer frekar á Sólon íslandus en Kringlukrána til að lenda í gáfu- legum samræðum, maður fer síður á Ölver en Bíóbarinn til að hitta fyrir blaðamenn PRESS- UNNAR, Casablanca er heppi- legra til dansæfinga en Café Ro- mance og svo framvegis. Til að finna langbesta kjötið í bænum fer maður hins vegar á Tunglið, sem er svo morandi af glæsileg- um stykkjum að manni veitir ekki af einum hjartastyrkjandi á öllum börunum fjórum áður en maður lætur hendur standa fram úr ermum. Tunglið hefur þó fleira til síns ágætis nokkuð. Niðri á gólfi dunar danstónlist sem aldrei fyrr og iðandi kös þvalra mannslíkama bylgjast í takt við seiðandi síbyljuna. Frammi þar sem poppkornssalan var áður er yfirmatsnefnd, það er að segja staðurinn til þess að sýna sig og skoða aðra. Þegar kemur upp á loft, þar sem voru fremstu sæti á svölum, tekur nýr andi við og gáskafullar samræð- ur yfir glasi verða allsráðandi. Haldi maður svo enn ofar eða fast upp að sýningarklefa nálg- ast maður klímaxinn á staðnum. Þar er vart þverfótandi fyrir drottningum, glæsilega (lítið) klæddum í dýrustu göllunum frá Plexíglas. Þarna á Ólympstindi reykvísks skemmtanalífs er gam- an að vera, enda gyðjuhlutfallið með því hæsta sem gerist. Efst trónir svo sjálfur Bjarni Breið- fjörð og Sigga Vala er ekki langt frá til þess að blanda görótta drykki fyrir lysthafendur. Sá sem ekki skemmtir sér á Tunglinu er annaðhvort heiladauður eða við það að missa jafnvægið á hníf- segg lífsins. Og meðal annarra orða... Barirnir á Tunglinu eru hreint ágætir með sæmilegasta úrvali og flinkum þjónum. • Red House skemmtir aftur á Blús- barnum, það er að segja ef einhverj- um verður skemmt af bláum tónum. • Þórarinn Gíslason kráarpíanisti er enn á Jazz og bjórinn á sama verði. • Richard Scobie & X-rated spila lög eins Hate to see you cry og Swe- et Mary Jane á Púlsinum. • Testimony verður á Gauknum. • Loðin rotta hefur ekki skemmt á Tveimur vinum í heila þrjá mánuði Óviðjaftum- íeg ensl<i Skemmtir sér á Jói, barþjónninn á Café Romance, er einn fárra á landinu sem sýna kúnstir við vinnu sína. Hann er með ólíkindum liðlegur við viðskiptavininn og á það til að þeyta töppum í loft upp, opna flöskur með til- burðum og taka þess vegna létta sveiflu. „No business like show business" segir hann. Jói heilsar mörgum með nafni og greinilegt að maðurinn er málkunnugur hálfum bænum. En hvemig er það með þennan lundgóða einstakling, er hann sjálfur aldrei úti á lífinu? „Ég hef ekki farið út að bak við barinn skemmta mér síðan í apríl,“ segir Jói. „Það kemur hins vegar ekki að sök því ég skemmti mér alveg jafh- vel hinum megin við barinn. Ég vinn langt fram á nótt og á meðan hinir vinna á daginn geri ég hitt og þetta, er mikið á ferðinni með kærustunni og á þess- um tíma reyni ég að komast á rjúpnaveiðar til að njóta útiverunnar.“ Jói, eða Jóhann Jóhannsson, var bendlaður við fyrirsætustörf fyrir nokkrum ámm en hann segir það tímabil að baki og hafi eingöngu verið kærkomin launauppbót sem komið hafi sér til góða þegar hann var fátækur þjónsnemi. Teiknimyndafrummyndir a Kjarvalsstöðum Stjörnuglópur er mynd eftir Moebius. Hún er ekki úr myndaseríu heldur myndskreyting við sögu. Á Kjarvalsstöðum var um síðustu helgi opnuð farandteiknimyndasýning á verkum eftir tólf franska teiknimyndahöfunda og stendur hún fram í miðjan des- ember. Munurinn á þessari sýningu og öðrum sýningum Frakkanna er hins vegar sá að á Kjarvalsstöðum koma frummyndirnar fýrir augu sýn- ingargesta og auk þess fá að fljóta með fjórir ungir ffanskir teiknimyndahöfundar. Þekkt- ustu höfundarnir á sýningunni eru þeir Bilal — við fáum reyndar aðeins að sjá litljósrit af verkum hans — og Moebius, sem er einna kunnastur í Bandaríkjunum fyrir teiknimyndir sínar um Blástaldc liðsforingja. ,Ji þessari sýningu kemur í ljós að íslenskir teiknimyndahöfundar standa þeim bresku fyllilega á sporði. Það er jafnmikil breidd hér á landi og tii dæmis í Frakklandi," segir Þorri Hringsson, listfræðingur á Kjarvalsstöðum. I tengslum við sýninguna hefur verið gerið út hefti þar sem einnig má sjá hvað er að ger- ast hjá teiknimyndahöfundum á íslandi. Þvíhefurlöngum verið haldið ff am að nái eldri menn sér í miklu yngri konur yngist þeir um mörg ár. Þessu hélt líka Margrét Hrafnsdóttir, nú- verandi sambýlis- kona og barnsmóð- ir Jóns Óttars Ragn- arssonar, ffam í op- inskáu viðtali fyrir skömmu við Eirík Jónsson á Stöð 2. í viðtalinu sagði hún hann aldrei sprækari en einmitt nú. Hjónakornin búa um þessar mundir í Bandaríkj- unum, þar sem hann leggur stund á nám í kvik- myndagerð. Þegar fyrri myndin var tekin var Jón Óttar öllu alvarlegri og fékkst við þyngri málefni. Hann var nýbúinn að gefa út skáldsöguna Strengjabrúður (árið 1982) sem fjallar um örlagastundir í ævi banda- ríslcrar óperusöngkonu og vísindamanns sem hún var gift og uppgjör hennar við einkah'f sitt, fortíð og ffama. f dag ímyndar maður sér að eitthvað annað en slíkt sé að j gerjast í kollinum á kauða. Myndin segir meira um það j en mörg orð. jóCalfefca Enska jólaköku er yndislegt að eiga yfir jólin; alveg ekta fyrir full- orðna fólkið en ekki holl börnum. Kakan er sérstök fyrir það að hún er látin standa í langan tíma og yf- ir hana er hellt áfengi vikulega. PRESSAN mælir með baldcelsinu hennar Árnýjar sem er sérstaklega vel þokkað í bænum og hún fékkst til að ljóstra upp leyndar- máli sínu. f kökuna fara: 600 grömm smjör og smjörlíki (300 gr af hvoru blandað saman) 600 grömm sykur 10 egg 1/2 dl mjólk 600 grömm hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 250 grömm Ijósar og dökkar rúsínur 250 grömm kúrennur 100 grömm þurrkaðar perur 200 grömm gráfíkjur 100 grömm döðlur 200 grömm súkkat 100 grömm orengant (sultaður ap pelsínubörkur) 25 kokkteilber 3-400 grömm blandaðar hnetur Smjöri og sykri er blandað saman. Eggin eru síðan sett sam- an við eitt og eitt í senn. Mjólk. Hluti hveitisins er látinn saman við niðurbrytjaða ávaxtablönduna svo hún setjist ekld á botninn. Lyftiduffinu er blandað saman við þann hluta hveitisins sem fer út í smjörmassann. Að þessu loknu er öllu hrært varlega saman með sleif. Deigið er sett í mót, sem geta verið allt ffá 2 stórum niður í 6 lít- il, og lögð á neðstu rim í ofni. Bak- að er við 160°C í 1-2 klukku- stundir og fer alveg eftir stærð mótsins. Kakan kæld. Nú hefst ferli sem er afar mikil- vægt og þarf milda natni við en það er „vökvunin“. Hella skal yfir kökuna viskíi, koníald, sérríi eða portvíni á vikufresti fram að jól- um og má það vera sín teg- undin í hvert skipti. Noklcr- um dögum áður en hún er borin á borð er hún þakin marsipani og skreytt lítil- Jói á Romance; þægilegasti barþjónn í bænum. k HEILLAÐUR AF ÍMYND- UDU FÓLKI Hallgrímur Helgason er heillaður af ímynduðu fólki, fólki sem býr innra með honum. Þess vegna er uppruna portrettmyndanna sem hann sýnir í Nýlistasafninu að fmna í hans eigin hugarheimi. Veruleikinn er þó ekki með öllu sniðgenginn og kemur fram í peysuverkunum, sem Hallgrímur kallar svo. „Það er mikið í tísku að taka hversdags- lega hluti og gera úr þeirn listaverk," segir hann. „Eg vel gamlar, notaðar peysur því þær geyma ákveðna dramatík; hver um sig segir sína sögu og þær eru hluti af veruleikanum. Máluðu portrettin spretta hins vegar úr ímynduninni og er það áhorfandans að tengja þau við raunveruleikann.“ Imyndun og veruleiki í verkum Hallgríms Helgasonar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.