Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 15 Samband dýraverndunarfélaga íslands gerir kröfu á hendur verndara sínum VlfiDÍS FINNBOGADÚTTIR IIGGILODFELDINIIM Skuldugustu sveitarfélögin Suður- eyri skuldar 400 þúsund á íbúa Um síðustu áramót voru heildarskuldir Suðureyrar- hrepps orðnar 141,5 milljónir króna, sem svarar til þess að hver hinna 350 íbúa hreppsins hafi skuldað 404 þúsund krón- ur. Skuldir á hvern íbúa höfðu þá hækkað um nær 8 prósent á milli ára, en þar munar reynd- ar mest um 15 rnanna fækkun íbúa hreppsins. í árbók sveitarfélaga kemur fram að skuldir fjölmargra sveitarfélaga drógust saman á milli ára, miðað við hvem íbúa. Þetta á við skuldsett sveitarfé- lög eins og Stykkishólm, Siglu- fjörð, Ólafsfjörð, Tálknafjörð, Raufarhöfn og Þórshöfn. Sum sveitarfélög sukku þó dýpra í skuldafenið. Þannig jukust skuldir á hvern íbúa Ólafsvíkur úr 164 þúsundum í 256 þús- und, á Flateyri úr 213 í 251 þúsund, á Bíldudal úr 259 í 281 þúsund og á Bolungarvík úr 97 í 178 þúsund krónur á mann. Þegar litið er á peningalega stöðu sveitarfélaga í samhengi við íbúafjölda stóð Suðureyri upp úr með neikvæða pen- ingalega stöðu upp á 106 millj- ónir eða yfir 300 þúsund krón- ur á íbúa. Þetta er meira en tvöfalt verri staða en hjá þeim sveitarfélögum sem koma næst á eftir, Bíldudal og Ólafsvlk. Margrét Thatcher og Gorbatsjov eru þeir stjórnmálamenn er- lendir sem íslending- ar bera mest traust til. Willy Brandt komst meira að segja á list- ann þótt hann sé ekki lengur þessa heims. Þegar þátttakendur í skoðana- könnun Skáls fyrir PRESSUNA voru spurðir til hvaða erlends stjórnmálamanns þeir bæru mest traust voru tveir fyrrum þjóðar- leiðtogar nefndir oftast; Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, og Mikael Gorbatsjov, fyrrum aðalritari hins fýTrverandi sovéska komún- Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, fékk heldur óvænta heimsókn dýravina á skrifstofu sína á dögunum. Vigdís hefur ver- ið verndari Sambands dýravernd- unarfélaga Islands frá því að hún var fyrst sett í embætti, árið 1980. Eins og alkunna er er það eitt af aðalbaráttumálum dýraverndun- arsamtaka að koma í veg fyrir loð- dýrarækt og notkun loðfelda og samræmist það því hvergi hug- sjón samtakanna að meðlimir istaflokks. Hvað svo sem segja má um stjórnmálaskoðanir ís- lendinga er því ljóst að þeir eru fremur íhaldssamir í skoðunum sínum á erlendum stjórnmála- mönnum. HMargrét Thatcher fékk ívið fleiri at- kvæði en Gorbat- sjov. Skammt á hæla honum kom Bill Clinton, ný- kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. Næstur kom Ge- orge Bush, forseti Bandaríkjanna, og varð hann hér að láta í minni pokann fyrir Clinton, eins og hann ætti að vera þeirra gangi í slíkum flíkum. Vig- dís Finnbogadóttir hefur sem kunnugt er off sýnt sig í loðfeldi í opinberum erindagjörðum og hefur það vakið litla hrifningu innan Sambands dýraverndunar- félaga Islands. Því var það að full- trúar félagsins afréðu að ganga á fund forseta og færa henni skrif- lega ósk um að hún sýndi mikil- vægu mannúðarmáli stuðning og legði loðfeldi sínum fyrir fullt og allt. orðinn vanur að gera. I fimmta sæti var síðan Willy Brandt, sem er ekki einasta hættur beinum af- skiptum af pólitík heldur látinn í þokkabót. Af þessum fimm hæstu hefur einn ekki tekið við embætti, einn á aðeins tvo mánuði eftir á valda- stóli, tvö hafa misst embætti sitt og einn er látinn. _ En sá sjötti er enn í I fullu fjöri. Það er Borís Jeltsín, forseti .tÆÉL Rússlands. Hann nýtur rétt rúmlega trausts sem erki- fjandi hans, Gorbatsjov, nýtur meðal fslendinga. Á effir Jeltsín kom Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. Og í áttunda sæti er fýrsti Norðurlandamaðurinn á Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndunarfélaga fslands, er ein þriggja kvenna sem afhentu Vigdísi Finnbogadóttur bréfið þann 27. október sl. Jórunn sagði í samtali við PRESSUNA að samtökunum hefði, að vandlega athuguðu máli, fundist óhjá- kvæmilegt annað en ganga á fund forseta og fara þess á leit við hana að hún færi að fordæmi ýmissa annarra þjóðhöfðinga sem lagt hefðu loðfeldi sína til hliðar. „Um listanum; Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Dana og erki- fjandi Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Síðan komu Nelson Mandela, forseta Afríska þjóðarráðsins, Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Ncregs, og Ronald Reagan, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Þar á eftir komu James Baker III., fýrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og núverandi starfs- mannastjóri Bush forseta, Poul Schliiter, forsætis- ráðherra Dana, og Francois Mitterr- and, forseti Frakka. allan heim eru menn að vakna til vitundar um að það er siðlaust að veiða og rækta loðdýr í þeim til- gangi einum að nota af þeim feld- inn í lúxusflíkur. Að sjálfsögðu berum við í Sambandi dýravernd- unarfélaga íslands virðingu fyrir forseta okkar. Við teljum það þó ekki vera á nokkurn hátt verjandi, að þjóðhöfðingjar gangi í loðfeldi og á það jafnt við um forseta ís- lands sem aðra leiðtoga. Margir láta það ekki einu sinni hvarfla að y mæringu................ könnun segi ekki margt um hvernig fslendingar hefðu kosið í þeim kosningum þá hefðu úrslitin orðið eftirfarandi samkvæmt henni; Clinton 52 prósent, Bush 38 prósent, Perot lOprósent. Loks fengu Brian Mulroney, for- sætisráðherra Kanada, og Jó- hannes Páll páfi II tvö atkvæði og heill her manna eitt atkvæði. Af efstu mönnum á listanum eru fimm Bandaríkjamenn, tveir Rússar, tveir Danir og tveir Þjóð- verjar. Þar er enginn Svíi eða Finni — og heldur ekki ítali en það eru ef tií vill ekki stór tíðindi. sér að láta sjá sig í slíkum flíkum, eins og til dæmis breska konungs- fjölskyldan, og er það auðvitað lofsvert." Að sögn Jórunnar var Vigdísi Finnbogadóttur afhent bréf sam- takanna ásamt upplýsingum frá bandarísku samtökunum „The Humane Society of the United States", sem eru ein virtustu dýra- verndunarsamtök í heimi. í bréf- inu segir á þá leið að samtökin séu með því að leita liðsinnis forseta fslands í dýraverndunarmálum, hvað varði meðferð og viðhorf til loðdýra. Fram kemur í bréfinu að samtökin vonist til þess að forseti Islandi veiti grimmúðlegri með- ferð á loðdýrum ekki stuðning, hvorki á beinan né óbeinan hátt. Með öðrum orðum er þess farið á leit við Vigdísi Finnbogadóttur að hún fari að fordæmi margra ann- arra erlendra þjóðhöfðingja og hætti að ganga í loðfeldi. Jórunn sagði að fram til þessa hefði andúð samtakanna gegn loðdýrarækt ekki farið mjög hátt, en ástæða þess væri einkum pen- ingaskortur. „Erlendis hafa sam- tök dýraverndarsinna verið hávær og gengist fýrir miklum og kostn- aðarsömum áróðursherferðum gegn illri meðferð á loðdýrum, enda peningar ekki vandamál líkt og hér. Þótt við dýraverndarsinn- ar á fslandi höfum ekki verið há- vaðasöm hvað þetta varðar er bar- áttan gegn illri meðferð á loðdýr- um okkur hjartans mál, ekki síður en önnur mál er snúa að dýra- vernd. Því vonum við að sjálf- sögðu að Vigdís Finnbogadóttir styðji þetta mikla mannúðarmál og gangi aldrei framar í loðfeldi. Forseti tók vel á móti okkur full- trúum Sambands dýrverndunar- félga fslands og kvaðst mundu taka ósk okkar til athugunar. Við bíðum nú átekta.“ Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA íslendingar hrifnaslir af erlendum stjórn- málamönnum sem hafa misst völdln

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.