Pressan - 26.11.1992, Page 35
35
Athugasemdfrá
Grundafirði
Vegna fréttar um gatnagerðargjöld á
Grundarfirði vill undirritaður gera eftir-
farandi athugasemd:
Með tilkomu ottadek-klæðningar hefur
kostnaður við gatnagerð lækkað niður í
um helming af kostnaði við oh'umöl. Þess
vegna hafa sveitarfélög víða aðeins nýtt
sér hluta heimildar við álagningu gatna-
gerðargjalda. Forsaga gjaldanna er sú að
með tilkomu oh'umalar upp úr 1974 fóru
sveitarfélög á landsbyggðinni að leggja
varanlegt slitlag á götur. I lögum frá 1974
er gert ráð fyrir að sveitarfélög semji
reglugerðir um álagningu gjaldanna sem
félagsmálaráðuneyti samþykki. f reglu-
gerð er miðað við stuðul Hagstofunnar og
er sveitarstjórn heimilt að hækka eða
lækka stuðulinn um allt að 50 prósentum.
Á þessu atriði skripluðu hreppsnefhd-
armenn í Grundarfirði. Ragnar Elbergs-
son lagði til á fundi meirihluta að einungis
yrði innheimt fyrir kostnaði við götuna,
en álagningarstuðullinn yrði ekki nýttur.
Þetta samþykkti meirihlutinn auk þess að
kanna hvort ná mætti ffarn meiri spam-
aði með því að mjókka götuna og gera að-
eins ráð fyrir gangstétt öðrum megin.
Oddvita og sveitarstjóra var falið að
kynna húseigendum þessi áform.
Við undirbúning meirihlutans fyrir
hreppsnefndarfund kom hins í ljós að
Friðgeir Hjaltalín var ekki reiðubúinn að
standa við fyrri ákvörðun sína, að sögn
sökum þrýstings frá félögum sínum í
Framsóknarfélaginu. Friðgeir krafðist
þess að málið yrði útkljáð á næsta fundi
hreppsnefndar. Við þær aðstæður lýsti
Ólafur Guðmundsson sig vanhæfan í mál-
inu og óskaði eftir að varamaður tæki sæti
sitt. Það kom því í hlut minn að afgreiða
málið. Við Ragnar Iögðum fram tillögu í
samræmi við áður gerða samþykkt. Hún
var felld með atkvæðum Friðgeirs og
tveggja fulltrúa sjálfstæðismanna. Friðgeir
lagði hins vegar fram tillögu um að lagt
yrði á samkvæmt reglugerð. Það var sam-
þykkt með sömu atkvæðum.
Túlkun mín á þessari afgreiðslu er að
málið sé með öllu óafgreitt vegna þeirrar
heimildar til hækkunar og lækkunar sem
er í reglugerð. Auk þess tel ég ekki fært að
afgreiða málið á annan hátt en tillaga okk-
ar Ragnars gerði ráð fýrir vegna ákvæða í
lögum um gatnagerðargjöld. Þar segir
m.a.: „Heimilt er að leggja á gatnagerðar-
gjöld fýrir allt að meðalkostnaði við und-
irbyggingu, lagnir og slitlag á götum.“
Varðandi skrif PRESSUNNAR um að
Ólafur Guðmundsson sé að veita sjálfum
sér einhvern afslátt, þá er það sorglegur
áróður gegn heiðarlegum og dugmiklum
sveitarstjórnarmanni. f fyrsta lagi er ekki
um neinn afslátt að ræða, heldur um að
fara að lögum. f öðru lagi er erfitt að skipa
svo í hreppsnefhd á litlum stöðum að eldd
komi upp einhver skyldleiki eða tengsl.
Og við nánari athugun fyndust eflaust
mun meiri og afdrifaríkari hagsmuna-
tengsl í þessu sveitarfélagi. f þriðja lagi má
benda á að hinn svokallaði afsláttur til
Steypustöðvar Ólafs er líklega um 80.000
krónur, en tillaga hans um eina gangstétt í
stað tveggja nemur um hálfri milljón í
spamað fyrir sveitarfélagið og tekjumissi
fyrir steypustöðina. Því dæmir svona mál-
flutningur sig sjálfur.
Það er alltof snemmt að svara því hvort
meirihlutinn sé spnmginn, en menn geta
velt því fýrir sér hvort jafhágætur maður
og Friðgeir Hjaltalín eigi möguleika á að
starfa í meirihluta með ráðgjafa sem opin-
bera sig í jafhdæmalausum málflutningi
og birtist í PRESSUNNI.
Ingi Hans Jónsson
Grundarfirði.
Aths. ritstj.
Athugasemd Inga Hans, sem kynnti sig
sem Hafstein Garðarsson í samtölum við
blaðamenn PRESSUNNAR, breytir engu
um þá staðreynd að oddviti hreppsins
stóð að ákvörðun um lægri gatnagerðar-
gjöld, meðal annars af eigin eign, vikum
saman á öllum stigum málsins nema
hinni formlegu atkvæðagreiðslu. Um það
var frétt blaðsins, svo og að meirihluti
hreppsnefiidar gæti sprungið vegna máls-
ins. Af tóninum í athugasemdinni má
ráða að það sé ekki óhugsandi niðurstaða.
Ritstj.
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992
lePONTde laTOUR
LincCa (físCadottir syngur
fyrir matargesti ásamt
(f, (j\únari CJeorgs og
Linari jJreinssyni
Opið föstudags- og
fA íaugardaysf\pöíc{ kí. 18:00-03:00
® ‘Borðapantanir ísíma 68 96 86
Restaurant
Pizzeria
HAFNARSTRÆTI15
REYKJAVÍKSÍMI13340
Djazz í Djúpinu
í kvöld fimmtudag
tíó Péturs Grétarssonai
Opið tilkl. 1.00
FRlAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegl 10
- þjónar þér allan aólarhrlnglnn
POTTÞETT
HELGRRTILBOÐ
Súpa, salatbar og desertbar
fylgja öllum réttum.
Barnaréttir kr. 99.-
í fylgd með fullorðnum
Lambalæri Bernaise kr.1390,-
POTTURINN & PANNAN
BRAUTARHOLTI 22 SÍM111690
VEITINGASTAÐUR
FJOLSKYLDUNNAR
Nýtt! Opið á föstudögum 09
laugardögum til kl. 03.
Ath! Allar veitingar.
Glæsilegur
3ja rétta
kvöidverður
Verð kr. 1.890.-
Einníg bjóðum við
uppá nýjan og
glæsilegan matseðil á
verði sem öllum iíkar.
Skólabrú
Veitingastaðurþar sem hjartað slœr
Nú einnig opið í hddeginu
Skólabrú við Austurvöll
sími 62 4455
CASABLANCA
UM HELGINA
0PIÐ KL. 23:00 - 03:00
Háfe^igise^ða^tifíoð
alla virka daga
Súpa og brauð fylgir.
Hamborgari, franskar og kokteilsósa
kr. 485,-
Samloka, franskar og kokteilsósa kr.
485,-
Tex-Mex réttur kr. 485,-
Salatdiskur kr. 485,-
Réttur dagsins kr. 585,-
Kaffi kr. 50,-
Atfv'öru. gt&ifíartifíoð
Alla daga vikunnar
Nauta-, lamba, og grísarsteikur 180
gr. meá grænu káli og 1000-eyjasósa,
kryddsmjöri, bökuðum og frönskum
kartöflum. Verð kr. 790,-