Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin H# Hátíðartónleikar Ríkis- útvarpsins eru haldnir í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik á selló í Sellókonsert í h-moll ópus 104 eftir Antonín Dvorák. Flutt verða verk Jóns Nordal, „Choralis" og „Leiðsla". Stjórn- andi er Thgmas Baldner. Tónlistar- verðlaun RÚV veitt í fyrsta sinn. Há- skólabíó. LAUGARDAGUR • Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og sænski píanóleikarinn Love Derwinger koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Leikin verða verk eftir Reinecke, God- ard, Schubert, Scriabin, Roussel og Prokoffieff. fslenska óperan kl 14.30. SUNNUDAGUR • Lúðrasveitin Svanur heldur ár- lega aðventutónleika sína. Flutt verða verk eftir Benjamin Britten, Gordon Jacob og Hector Berlioz. Stjórnandi er Örn Óskarsson. Langlioltskirkja kl. 17. Leikhús FIMMTUDAGUR > Hræðileg hamingja Ég ■ mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmti- legs leikrýmis og listar leik- arans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson. Alpýðu- leikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Uppreisn. Þrír bandarískir ballettar í uppfærslu íslenska dansflokksins sem er að vakna aftur af værum blundi undir stjórn Maríu Gísladóttur. Síðasta sýning. Þjóðleikhúsið kl. 20. # Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgar- leikhúsið kl. 20. # Lína langsokkur. Síðustu sýning- ar. Leikfélag Akureyrar kl. 14 og 17.30. # Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. Myndlist Gallerí Grjóts-hópur- linn, sem starfaði saman <1989, sýnir myndir sínar i | nýrri gullsmíðaverslun, „Ófeigur - gullsmiðja og listmunahús" á Skólavörðustíg 5. Myndlistarmennirnir eru Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Björnsson, Páll Guðmunds- son, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðsson, Þorbjörg Höskulds- dóttir og Örn Þorsteinsson. Opið á verslunartíma. • Loftur Atli opnar á laugardag sýn- ingu á myndverkum sínum í neðri söl- um Nýlistasafnsins, en hann sýndi síð- ast hér á landi 1987. Opið kl. 14-18. • Hallgrímur Helgason hyggst hengja upp portrettmyndir sínar í efri sölum Nýlistasafnsins á laugardag. Opiðkl. 14-18. • Snorri Sveinn Friðriksson sýnir 11 vatnslitamyndir sem hann málaði við sögu Laxness, Jón í Brauðhúsum, sem gefin var út í viðhafnarútgáfu í til- efni 90 ára afmælis skáldsins á þessu ári, í Gallerí Borg. Opið kl. 14-18. # Platanov. Sýningin á Platanóv er þétt og vel leikin og skemmtileg, skrif- aði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Álafoss-listamennirnir hafa opn- að sýningu á verkum sínum á vinnu- stofum sínum í Álafosshúsinu í Mos- fellsbæ. • Ríta gengur menntaveginn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leik- hússkemmtunina, sagði Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, sagði Lárus Ymir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið, smíða- verkstœði, kl. 20. ■iiiaiiiMiii • Vanja frændi. Vanja geldur sam- flotsins við Platanov, skrifar Lérus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Dunganon. Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt i uppbygg- ingu þá vantar slíkt i leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg að hugsa um eftir að sýningu er lokið, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Síð- asta sýning. Borgarleikhús kl. 20. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. Is- lenska ópcran kl. 20. • Kæra Jelena. Ungu og efnilegu leikararnir í snjallasta leikritinu sem fært var upp á síðasta leikári. Þjóðleik- húsið kl. 20. LAUGARDAGUR • Bannað að hlæja Leikbrúðusýn- ing sem hefur fengið mikla og verð- skuldaða athygli. Leikbrúðulatid, Frí- kirkjuvegi 11, kl. 15. • Lína langsokkur. Leikrit um grall- arann Línu og kostuleg uppátæki hennar, saga sem flest börn þekkja. Leikfélag Akureyrar kl. 14. • Heima hjá ömmu Amerískur gamanleikur eftir Neil Simon. Borgar- leikhúsið kl. 20. • Platanov Borgarleikhús, litla svið, kl. 17. • Vanja frændi. Borgarleikhús, litla svið, kl. 20. • Dýrin í Hálsaskógi. Hlutverkaskip- un er að því leyti sérkennileg að Mikki refur kæmist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, skrifaði Lárus Ýmir Óskars- son. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húmor, skrifaði Lárus Ýmis Ósk- arsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Stræti. Stníðaverkstœði Þjóðleik- hússitis kl. 20. • Hræðileg hamingja Sýning Al- þýðuleikhússins. Hafnarhúsið kl. 20.30. • Teiknimyndasagan fær inni í þeirri virðulegu menningarstofnun Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið teikni- myndasögur frá Frakklandi, en þar stendur þetta tjáningarform með hvað mestum blóma og segja sumir að það sé list. Á sýningunni eru verk eftir 16 höfunda, þeirra frægastur er Bilal. Opiðkl. 10-18. • Jean-Jacques Lebel er franskur hugmyndalistamaður, uppreisnar- seggur og róttæklingur, sem hefur verið flokkaður með Fluxus-hreyfing- unni. Sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum. Opiðkl. 10-18. • Halldór Ásgeirsson sýnir mynd- verk úr bræddu hraungrýti í Slunkaríki á ísafirði og kallar sýninguna Hraun- hvörf. Opið fimmtudag til sunnudaga kl. 16-18. • Reykjavíkurhöfn er mótífið á sýn- ingu sem hangir uppi í Hafnarhúsinu. Þar eiga til dæmis verk Kjarval, Ás- grímur, Jón Stefánsson og Engilberts. Opið kl. 12-18, utn helgar frá kl. 14-18. • Kjartan Ólason, sem þykir með snjallari listamönnum af yngri kynslóð, sýnir í Gallerí G15 stórar andlitsmyndir sem hann hefur unnið með kolum á pappír. Opið á verslunartíma. • Ella Magg leitar í rómantíska og erótíska strauma á milli manna og sýnir í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma. • Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir grafíkverk, unnin á silki með sáld- þrykki, ætingu og einþrykki, í Sneglu Listhúsi. Op'ið kl. 12-18, eti kl. 10-14 á laugardögum. • Kristinn E. Hrafnsson sýnir skúlp- túra og veggmyndir í menningarmið- stöðinni í Gerðubergi. Opið fös. kl. 10-16, lau. kl. 13-16, sun. kl. 14-17, aðra daga kl. 10-22. • Þórdís Rögnvalds- dóttir sýnir olíumál- verk og vatnslitamynd- ir í Gallerí 1 1. Opið kl. 14-18. • Eyjólfur Einarsson hefur hengt upp vatnslitamyndir sínar í FÍM-saln- um. Opiðkl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Margar fallegar myndir af landslagi og sumar dulræn- ar. Opiðkl. 12-18. Sýningar • Sparisjóður Hafnarfjarðar opnar á sunnudag sýningu í tilefni 90 ára af- mælisins, í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar. Á sýningunni gefur að líta gamla muni sem varðveist hafa úr sögu sparisjóðsins, s.s. handskrifuð skjöl, peninga og vélar. Opið alla daga netna þriðjudaga kl. 12-18. SUNNUDAGUR • Dýrin í Hálsaskógi Þjóðleikhús kl. 14 og 17. # Bannað að hlæja. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, kl. 15. • Christian Mehr, svissneskur Ijós- myndari, hefur opnað sýningu í Gallerí Úmbru á liósmyndum sem hann hef- ur tekið á íslandi sl. tvö ár. Hann hefur ferðast víða um landið og eru myndir hans svo að segja fá öllum landshorn- um. Titill sýningarinnar er „Landslag og birta". Margbreyn- leiki er sérslððan „Ljósmynd er augnablik, hún sigrar rás tímans,“ segir Loftur Atli Eiríksson ljósmyndari, sem drepur niður fæti á landinu í nokkrar vikur til að opna sýning- ar sínar í Nýlistasafninu og Galierí G15. „Verkin á sýningunum tveimur eru ólík og eiga það eitt sameiginlegt að vera eftir mig. Annars vegar er um að ræða smá- ar ljósmyndir unnar með platínu- tækni en hins vegar stór verk þar sem ljósmyndatækni er notuð í fígúratífum tilgangi og óhlut- bundnar aðferðir fengnar að láni úr málverki og skúlptúr í leit að nýjum framsetningum.“ Margbreytileiki er sérstaða Lofts og hann leitast ekki við að halda sig við ákveðinn stíl. Hvert verk geymir því ekki aðeins nýja hugmynd heldur er það einnig efnislega frábrugðið öðrum. Loftur Atli hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu ár, verið þar við nám og stundað list sína. Hann skrifar einnig pistla í Vik- una en fyrir skömmu hlaut hann styrk frá menningardeild Los Angeles-borgar. Styrkinn hyggst Loftur nota ti! að hanna skyggni- myndasýningu sem hann kemur til með að flakka með á milli borg- arhverfa og er ædað að vera hluti af áædun til uppbyggingar í borg- inni eftir óeirðirnar sem brutust út snemma vors á þessu ári. Hug- myndin er að fá ólík þjóðarbrot, sérstaklega unglinga, til að starfa saman. Myndbrot úr Skjáaranum og Skjá- fiskabúrinu. „Fiskarnir létu ekki að stjórn," segir leikstjórinn. Gersamtega út í hött „Maður virðist vekja athygli efmaður gerir eitthvað nógu fárániegt. Við fengum litla sem enga athygli vegna myndarsem við gerðum um Amnesty International. Næst komum við með Skjáfuglabúr, myndum flæðarmálið, Skjálækinn og jafnvel klukkustundarrúllu sem tekin verður upp i sölum Alþingis og mun nefnast Þvaður," segir Guð- mundur Þórarinsson, handrits- höfundur og leikstjóri myndanna Skjáfiskabúrs og Skjáarans, sem nýlega voru gefnar út á mynd- bandi af kvikmyndafélaginu Úti hött - innimynd. Kvikmyndin Skjáfiskabúr er klukkustundar- ræma og gerist i fiskabúri. „Þetta er mjög spennandi mynd. Þeir sem eiga til dæmis ofvirk börn ættu að fá sér Skjáfiskabúr þvi eftir að hálftimi er liðinn af myndinni eru tveir fiskar étnir og skjaldbaka kemur og fer inn i myndina og hinir og þessir furðu- fiskar." Hvorri myndinni var erfiðara að leikstýra? „Tvímælalaust Skjáfiskabúr- inu, þar létu leikararnir ekki að stjórn. Hins vegar gekk mjög vel að stjórna Skjáaranum, sem fjall- ar um logandi arnield. Maður bara kveikti i með Zippo og síðan logaði glatt í klukkustund!" Fastasniííinfjur- inn Finna íslendingar eru farnir að borða pastarétti nánast sem væri það þjóðarréttur þeirra. Vinsældir þessar komu berlega í ljós fyrir skömmu þegar PRESSAN gerði óformlega könnun meðal þingmannaliðsins og komst að þeirri niðurstöðu að vart mætti á milli sjá hvort hefði betur sem uppáhaldsfæði þess; pasta eða slátur! Hérlendis hefur verið staddur ítali nokkur, Gianmaria Pinna, til að efla vitund manna um gott og hollt pasta, en hann átti í fýrstu ekki til orð pastaneyslu íslendinga og hélt að þeir borðuðu annað en fisk. „Ég skil þetta hins vegar vel því mat- inn er létt að fr amreiða og hann er ódýr.“ Hann eyddi hér nokkrum dögum í að kenna kokkum landsins á vél sem framleiðir ferskt pasta og er að hans sögn ekki saman að líkja við pasta með geymslubragði. „Þetta er eins og að borða ferskt grænmeti eða frosið,“ segir hann. Umrædd pastavél er staðsett á nýjum veitingastað, Pasta Basta. Gianmaria Pinna hefur verið hér til að efla vitund fslendinga um hvað sé hollt og gott pasta. sem myndverk í gömlu húsi við Skólavörðustíg hafa metnaðargjarnir listamenn komið upp aðstöðu fýrir sköpun sína og fara þar hjónin Hildur Bolladóttir kjólameistari og Ófeig- ur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari. Opnuð hefur ver- ið gullsmíðaverslun, sem einnig er listmunahús, þar sem fást skart- gripir og skrautmunir; gullsmíði ðfeigs. „Ég byggi mest á eigin framleiðslu,“ segir hann, „og lít svo á að skartgripir mínir séu myndverk, hvort sem um er að ræða eyrnalokka, nælur eða háls- festar.“ Ófeigur segir eftii þau sem gullsmiður notar í eðli sínu svo falleg að ekki sé nauðsyn að beita mikilli skreytilist. „Verðgildi í mínum huga liggur ekki í efnis- kostnaði heldur hönnun og þess vegna lít ég svo á að munirnir séu myndverk en ekki eiginlegt skart.“ f tilefni opnunarinnar hefur verið efnt til myndlistarsýningar á efri hæð hússins á verkum þeirra sem voru í Gallerí Grjót-hópnum árið 1989. Loftur Atli Eiríksson IjÓsmyndarfimeð sýningar hér heima og útisýningar í LA ‘Enn fuzgt að brugga jóíavín Einsng allir vita er stranglega bannað að brugga vín nema upp að ákveðnum styrkleika á íslandi. I Ámunni í Ármúla er þó hægt að komast yfir öll tæki sem nota á við bruggun létt- rauðvíns, -hvítvíns og -rósa- víns. Ef einhvern langar til að brugga eigið rauðvín fýrir eins og eina jólaglöggsveislu er enn tími til þess, því gerjun rauð- víns tekur ekki nema um það bil átta tU tólf daga. f blönduna má aUs ekki setja of mUdnn sykur, því þá er hætt við að styrkleiki vínsins fari yfir öU leyfileg mörk. Rauðvínið eitt og sér verður hins vegar ekki almennilega drykkjarhæff fýrr en effir svosem tvo til þrjá mánuði, það er að segja öðru- vísi en upphitað með negul- nöglum, kanel, rúsínum og möndlum. Það ætti hins vegar að vera ágætt að eiga nokkra lítra af rauðvini til góða á fýrstu mánuðum næsta árs, þegar krítarkortareikningar jólanna dynja yfir land og þjóð. Að sögn starfsmanns Ámunn- ar hefur fóUc verið mjög forsjált í ár og margir þegar komið sér upp léttvínsbruggunartækjum. Dýrast er að byrja, en svo kost- ar ekki mikið að komast yfir saftina og sykurinn. íslensku leikverkin í London Misjafnir dómar Við íslendingar erum ekki vanir því að flytja út list okkar í stórum stíl en það eru einkum myndlistar- og tónlistarmenn sem hafa haldið nafni landsins á loft erlendis, sem og einstaka rit- höfundur. Það heyrir því til tíð- inda þegar stórri menningarsýn- ingu er ýtt úr vör, á borð við þá í London, þar sem flestar listgrein- ar fá að njóta sín. Við fyllumst spenningi yfir viðbrögðum þar- lendra og gleðjumst þegar af- rakstur áralangs erfiðis íslenskra listamanna hlýtur hrósyrði og viðurkenningu. Við sættum okk- ur síður við gagnrýni sem að okkur er beint og yfirleitt er áber- andi lítið látið fyrir henni fara. Misjafnir eru þeir dómar sem íslensku leikverkin tvö hafa hlot- ið í bresku pressunni. Annars vegar er um að ræða Banda- mannasögu Sveins Einarssonar, sem fékk ágæta dóma í The Tim- es, og segir að í verkinu felist skemmtilegt jafnvægi sem hljómi þýðlega í eyrum hins útlenda; það sé hæfilega hrekkjótt án þess að vera illgjarnt. Fín, trúverðug miðaldasaga. Verðlaunaleikritið „Ég er meistarinn“ eftir Hrafn- hildi Hagalín fær hins vegar af- leita dóma í The Independent og ensk þýðing Önnu Yates á verk- inu fær sérstaklega harkalega út- reið. Léleg þýðing hennar þykir helsta ástæðan fyrir slakri út- komu og segir í gagnrýninni að hluti textans fari afar illa í munni leikara og hlutar hans eigi sér vart stoð í enskri tungu! Að lokum segir að verkið í heild sé gamal- dags þvæla sem ranglega sé þó ætlað að túlka fágaða list. Höf- undi gagnrýninnar er verkið sjálft svo ofarlega í huga að þáttur leik- ara og annarra aðstandenda gleymist með öllu og ekki er einu orðiáþá minnst.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.