Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 26. NÓVEMBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T HÖFÐU AÐ VÍSU VERÐBÓLGU EN ÁTTU ÞÓ FISK Reynir Hugason, formaður Félags atvinnulausra Maðurinn sem lifir kreppuna af „Hingað til hefur verið œtlast til að at- vinnuleysingjar héngju niðrá höfn í von um að verða kallaðir í uppskipun. Eða færu til Ástralíu ella. “ Þegar kreppir að og harðnar á dalnum reynir fyrst fyrir alvöru á hugkvæmni manna til að lifa af. Sumir leggjast fyrir, sleikja sárin og fyllast sjálfsvorkunn. Aðrir tútna út af heift út í allt og alla, skammast og rífast og sjá að lok- um samsærismenn í hverju horni. En sumir eflast við hverja raun. Það er eins og þeir nái fyrst að blómstra þegar erfiðleikarnir eru mestir. Auraleysið verður þeim að auðlegð. Mótbyrinn að meðbyr. Og atvinnuleysið að atvinnu. Þannig er Reynir Hugason, for- maður Félags atvinnulausra. Hann hefur sjálfsagt aldrei haft jafnmikið að gera og eftir að hann missti vinnuna. Fyrst safnaði hann saman öllum sem eins var ástatt fyrir. Síðan skipulagði hann hópinn, sendi í verslanir og lét hann hvetja þá sem enn höfðu vinnu og laun til að kaupa íslenskt svo fleiri fengju vinnu. Þar næst útvegaði Reynir síld og tinda- bikkju svo hans fólk fengi eitthvað að borða. Um leið fengu hann og nokkrir félagar hans vinnu sem fisksalar. Þetta er ekki aumt af atvinnu- lausum manni. Hingað til hefur verið ætlast til að þeir héngju niðrá höfn í von um að verða kall- aðir í uppskipun. Eða færu til Ástralíu ella. En Reynir hefur breytt þessu. Hann hefur gert atvinnuieysið að pólitík og lífsstú. Hann hefur gert hina atvinnulausu að afli og söfn- uði. Það liggur við að maður voni að ríkisstjórn Davíðs haldi áfram á sömu braut og atvinnuvegirnir einnig — lóðrétta leið til andskot- ans. Þá fjölgar atvinnulausum og Reynir fær úr rneiru að moða. Miðað við það sem honum hefur tekist við þann tiltölulega fáliðaða hóp sem er án atvinnu í dag er aldrei að vita hvað hann gæti gert við aðstæður svipaðar þeim og ríkja í Bretlandi eða Danmörku. Hann mundi bókstaflega taka við stjórninni. Dæmið af Reyni sýnir að bestu leiðirnar liggja ekki alltaf í augum uppi. Það er ekki alltaf sniðugast að láta sér detta nýjar atvinnu- greinar í hug til að styrkja þegar síðustu hafa farið á hausinn af öll- um styrkjunum. Það er ekki alltaf sniðugast að leggja vegi, virkja fossa eða gera við opinberar bygg- ingar. Þegar menn eins og Reynir leynast í mannhafmu getur verið best að láta allt kyrrt liggja. Eftir smátíma gefast þeir upp á ládeyð- unni, rísa upp og rífa okkur hin með sér. Á meðan Kristján Ragnarsson grætur í kreppunni á jeppanum sínum og laununum sínum og sömuleiðis Ásmundur, Magnús Gunnars, Arnar Sigurmunds og allir þeir er engan bilbug að finna á Reyni. Hann hefur fundið fyrir kreppunni en ekki aðeins talað um hana. Og hann ætlar sér ekki að tala sig út úr henni heldur grípa til sinna ráða._______________ AS „Ráðstafanir" í efnahagsmálum hafa litið dagsins ljós. Jú, að varída var/er allt á hausnum þótt verð- bólgan sé lág, kaupmáttur lítill og skattar á fyrirtæki með þeim lægstu á vesturhveli jarðar, sér- staldega á útvegsfyrirtækin. Á meðan sumt virðist óum- breytanlegt, eins og gengisfelling- ar, er annað horfið. Skoðum til að mynda helstu þætti úr annálum efnahagsmála frá í febrúar 1977, þegar ríkisstjóm Geirs Hallgríms- sonar sat, ffam í apríl 1979, þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannssonar setti Ólafslögin svokölluðu. 1977 Febriíar. 2,5% verðbótahækk- un launa. Mars: 4,4% hækkun á verði til bænda. Júní: 6,7% verðbótahækkun launa opinberra starfsmanna. 0,8% hækkun á verði til bænda. Júlí: 4,0% hækkun Iauna opin- berra starfsmanna. Niðurgreiðsl- ur auknar til að minnka vísitölu- hækkun. 20% hækkun á almennu fiskverði. September. 4% verðbótahækk- un launa. 19,2% hækkun á verði til bænda. Desember. 12,6% verðbóta- og áfangahækkun launa. 20% hækk- Davíð Oddsson: Gengisfelling, tekjuskattshækkun, sérstakur skattur á hærri laun, bensín- gjaldshækkun og 1-2 prósenta verðbólga. Geir Hallgrímsson: Gengisfell- ing, skyldusparnaður á hærri laun, niðurgreiðslu"fiff", bens- íngjaldshækkanir og 30 pró- senta verðbólga. un áfengis og tóbaks. 18,1% hækkun á verði til bænda. 10% skyldusparnaður til 1984 á tekjur umfram 24 þúsund (að núvirði u.þ.b. 115 þúsund á mánuði). 1978 Janúar: 13% hækkun á al- mennu fiskverði. „Smjörútsala" hefst. Febrúar. „Febrúarlögin" tak- marka verðbótahækkun launa. 10% skyldusparnaður á félög og stofnanir. 13% gengisfelling. Mars: Verðbótahækkun launa 5,3% í stað 10,6%. 9% hækkun á verði til bænda. Júní: 16% verðbóta- og áfanga- hækkun launa. 13-14% hækkun á almennu fiskverði. 14,5% hækkun á verðlagsgrundvelli búvara. Júlí: 20% hækkun á áfengi og tóbaki. 33% hækkun á bensín- gjaldi. Vinstri stjórn tekur við. September: 20% hækkun á áfengi og tóbaki. 9% verðbóta- hækkun launa. 11,6% hækkun á verðlagsgrundvelli búvara. 15% gengisfelling. 6% sérstakur tekju- skattur á laun umffam 28 þúsund, verðstöðvun, eignaskattsauki, auknar niðurgreiðslur. Ólafur Jóhannesson: Gengisfell- ing. 6 prósenta sérstakur tekju- skattur á hærri laun, verðstöðv- un, eignaskattsauki, niður- greiðslu"fiff", bensíngjalds- hækkanir og 45 prósenta verð- bólga. Október. 5% hækkun á al- mennu fiskverði. Nóvember. 6,1% verðbóta- hækkun launa í stað 14,1%. Auknar niðurgreiðslur, lækkun á sköttum lágtekj ufólks. Desember. 6,7% hækkun á verðlagsgmndvelli búvara. Niður- greiðslur stórauknar. Nýtt 50% skattþrep, hækkun eignaskatts einstaklinga. 1,4% skattur á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. 1979 Janúar: 11% hækkun á al- mennu fiskverði. Febrúar. 22% hækkun á bens- íngjaldi. Mars: 1,7% hækkun á almennu fiskverði. 6,1% hækkun á verð- lagsgrundvelli búvara. 19% verð- jöfnunargjald af raforku, var 13%. 2,5% olíugjald vegna olíuverðs- hækkana. Apríl: Ólafslög. Þarna bjuggu menn við óða- verðbólgu (30 til 45 prósent), víta- hring verðbótahækkana, olíu- verðshækkanir og fleira í þeim dúr. Gott að vera laus við slíkt, en indælla væri þó að eiga um leið einhvern fisk... Á L I T Hðtekjuskatturinn Kristinn Björnsson Skeljungi, 894.900 krónur í mánaðar- laun 1991 „Ég tel að eins og mál hafa þró- ast og eins og árar í þjóðfélaginu þessi misserin sé þetta eitt af því sem hefur þurft að koma til. Ég er á þeirri skoðun að þetta sé eðlilegt tímabundið á meðan ástandið er svona og það þarf að grípa til að- gerða. Það þurfa allir að taka á sig skerðingu og það er ekki óeðlilegt að mínu mati að hún sé meiri á þá sem bera meira úr býtum. Tímabundið er þetta eðlilegt í ljósi ástandsins en meginreglan á að sjálfsögðu að vera sú að skatt- prósentan sé sú sama á alla þegna þjóðfélagsins." Þórarinn V. Þórarinsson ASÍ, 608.200 krónur í mánaðarlaun 1991 „Það er útbreiddur misskiln- ingur í umræðu um skattamál að skattar hækki ekki hlutfallslega með vaxandi tekjum. Ef við skoð- um þetta miðað við meðalvaxta- gjöld á meðaleign eins og hún kemur út hjá skattgreiðendum á síðasta ári, þá er meðalskatturinn að þróast ffá því að vera mínus 33 próxent, miðað við 50 þúsund króna tekjur, í það að fara upp í tæplega 33 prósent, miðað við 600 þúsund króna tekjur. Þannig að bilið í skattkerfinu er gríðar- lega breitt. Ég mat það persónu- lega svo að ef það væri þáttur í samkomulagi við verkalýðshreyf- inguna, um viðbrögð við þessum efnahagsvanda sem við er að fást, til staðfestu á því að byrðunum yrði ekki dreift jafnt heldur með einhverjum ásættanlegri hætti, þá væri vel hægt að sætta sig við hærra skattþrep sem lið í þeim þáttum. Það breytir því ekki að það er vandræðafyrirbrigði að vera með tröppur. Svona sérstök þrep hafa auðvitað áhrif á og auka undanskot skatta; menn reyna að koma sér niður fyrir tröppuna. Og þetta hreina ein- falda skattkerfi, sem allar þjóðir öfunda okkur af, lasnast auðvitað við þetta, þannig að það er ekki gott að vera með þetta frambúð- Brynjólfur Bjarnason Granda, Sigurður Helgason Flugleiðum, 760.700 krónur í mánaðar- laun 1991 „Almennt tel ég stighækkandi skatta draga úr frumkvæði og vinnugleði manna. Það er eðlilegt að það sé sama skattprósenta á allar tekjur manna, í hvaða formi sem þær myndast, en þeim ekki mismunað. Þjóðfélagið á síðan, að mínu mati, að hafa velferðar- kerfi sem tryggir þeim, sem ekki eiga kost á að afla sér nægjanlegra tekna, lágmarkstekjur." 865.700 krónur í mánaðar- laun 1991 „Ég hef í sjálfu sér ekkert við hann að athuga, þótt ég hefði frekar viljað sjá þetta sem há- tekjusparnað, eins og var í um- ræðunni. En ég held að allir verði að leggjast á eitt og þeir þá frekar sem hafa hærri tekjumar, ef hægt er að ná til þeirra. Ég væri líka meðmæltur því að skatteftirlit yrði enn frekar eflt, því þetta kemur örugglega við þá sem vinna hjá ríldnu og stórfyrirtækj- um þar sem allt er gefið upp, en það virðist vera töluvert af fólki sem hefur háar tekjur en borgar hvorgi lágtekjuskatt né hátekju- skatt. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þessu ef þetta leggst á alla sem eru með háar tekjur.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.