Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRIESSAN 26. NÓVEMBER 1992 23 STJÓRNMÁL Gengisfellingarnar og grátkórinn Nú eru nýafstaðnar efnahags- aðgerðir. Aðilar vinnumarkaðar- ins velta vöngum yfir niðurstöð- unni og því hvort þeir eigi að styðja aðgerðirnar eða ekki. Ýmsir fulltrúar atvinnulífsins og stjórnmálamenn komnir yfir miðjan aldur hafa vikum saman kraíist gengisfellingar og aftur gengisfellingar. Það hefur verið at- hyglisvert að sjá ákafann og ham- ingjuglampann í augum þeirra þegar þeir ræða um gengisfell- ingu. Fyrir þessum mönnum virð- ist gengisfelling vera lausnin eina, fyrirheit um bjarta tíma. Þannig kemur í ljós að það byggja tveir hópar þetta land; sá sem græddi á verðbólgunni og hinn sem tapaði. Við getum þakkað fyrir að sá hópurinn sem tapaði á verðbólg- unni er miklu stærri. Á verðbólgu- tímanum voru allra handa efna- hagsráðstafanir daglegt brauð. Fólk varð að læra að spá í spilin og Ieggja saman tvo og tvo þegar stjórnmálamenn fóru að tala um bága stöðu útflutningsatvinnu- veganna. Það þýddi aldrei nema eitt: Gengisfelling var á næsta leiti og rétt að setja á sig skóna og hlaupa út í búð að hamstra. Þann- ig bjó efnahagslífið fólki óþolandi skilyrði. Öllu skipti að eyða pen- ingunum áður en þeir eyddust í verðbólgunni og því hljóp fólk eft- ir gagnslausum hlutum til að fá að minnsta kosti eitthvað fyrir pen- ingana. Verðmætamatið brengl- aðist og tilgangsleysi þess að hafa stjórn á fjármálum sínum varð al- gert. En sumir höfðu bara allt sitt á þurru. Sjávarútvegurinn gat lagst í endalausa fjárfestingarvitleysu og komist hjá því að standa skil á sköttum og skyldum. Þegar vit- leysan keyrði um þverbak var gengið fellt eftir pöntun frá grát- kórnum. Óráðvandir stjórnmála- menn gátu stundað sjálfsaf- greiðslu í bönkunum, hirt þaðan sparifé annarra og dreift til vina og vandamanna eftir eigin geð- þótta. Því kemur það ekki á óvart hvaðan óábyrgu gengisfellingar- raddirnar heyrast. Það er ekkert nýtt að menn hafi gaman af að skemmta sér vel á kostnað ann- arra. Þorri þjóðarinnar upplifði hins vegar gengisfellingartímann bara sem erfiðleika. Þótt laun séu nú allt of lág, vegna áratugasóunar í höfuðatvinnuvegunum, þá hefur margt breyst á síðustu árum. Með auknum stöðugleika hafa skapast aðstæður til að einstaklingar og fyrirtæki geti hagað fjármálum sínum á skynsamari hátt. Þannig hafa skapast forsendur fýrir heil- brigðara efnahagslífi þar sem fólk getur til dæmis lagt fyrir, gert áætlanir og svo framvegis. Allt er þetta nauðsynleg forsenda heil- brigðs efnahagslífs í framtíðinni, en því miður ekki nóg, eitt og sér. Auði þjóðarinnar hefur verið sóað af ótrúlegri hugkvæmni, sem landbúnaðurinn og sjávarútveg- urinn geyma skýrustu dæmin um. Fyrirtækin í landinu standa al- mennt eins og rjúkandi rústir, án nokkurs eigin fjár. Mörg hafa ver- ið rekin með tapi árum og áratug- um saman og þvf aldrei greitt tekjuskatt. Þess vegna eru launin lág og velferðarkerfið í kröggum. Það er engin leið að halda uppi góðu velferðarkerfi nema fyrir- tæki afli vel og borgi skatt. Ríkisstjórnin hefur gefið ákveð- in fýrirheit um að öllum verði ekki bjargað. Vonandi stenst hún ramakvein hagsmunaaðilanna og leyfir vonlausum fyrirtækjum að rúlla. Það er ógjörningur að fara fram á það af almenningi að hann taki á sig auknar álögur, nema menn geti verið vissir um að þess- um vitleysisgangi linni. Það verð- ur að losna við þau fyrirtæki sem hafa legið á gjörgæslu skattgreið- enda áratugum saman. Við þurf- um fyrirtæki sem bera sig án endalausrar „fyrirgreiðslu“, græða „Ríkisstjórnin hefurgefið ákveðin fyrirheit um að öllum verði ekki bjarg- að. Vonandi stensthún rama- kvein hagsmuna- aðilanna og leyf- ir vonlausum fyrirtœkjum að rúlla. “ vel og borga skatt. Án þeirra verð- ur ekkert líf í þessu landi, bara linnulitlar „aðgerðir til að bæta stöðu útflutningsatvinnuveg- anna“. Gengisfellingarfurstarnir eiga að fá einn séns enn. En fyrir þá sem klikka núna er bara að finna sér heiðarlega atvinnu sem menn geta ráðið við og láta almenning í friði. Eða eins og Dan Rather á CBS sagði við Bush á kosninga- nóttina: „Hasta la vista, adios.“ Hötundur er löglræðingur. STJÓRNMÁL Þjóðarsáttin kvödd „Þeir stjórna einsog byssuveifandi flugvélaræningjar sem œtla á sinn leiðarenda hvað sem tautar og raul- ar ífarþegarýminu, oghvernigsem bensínbirgðirnar endast... “ Það er sérkennilegt með efna- hagsráðstafanirnar að enginn hef- ur orðið til að lýsa yfir sérstökum stuðningi við þær eða ánægju nema einn „aðili“ í samfélaginu. Forsvarsmenn atvinnurekenda voru hálfvolgir, sveitarstjórnar- menn í biðstöðu, verkalýðsfor- kólfar reiðir, stjórnarandstaðan neikvæð, talsmaður neytenda óþægilega spurull. En einn aðilinn var bara nokkuð hress. Björn Grétar Sveinsson mun hafa verið fyrstur að kveða uppúr um það í fjölmiðlum að með þess- um aðgerðum væri lokið sam- ráðstímum í efnahags- og at- vinnumálum, að þjóðarsáttin væri hérmeð kvödd. En þá var ekki bú- ið að tala við Val Valsson í fs- landsbanka, og þessvegna ekki von að Björn Grétar áttaði sig á að það er ennþá til þjóðarsátt í land- inu, — þjóðarsátt stjórnarinnar og bankakerfisins. En að bönkunum slepptum sýnast Björn Grétar og meirihluti ASÍ-fulltrúanna á Akureyri hafa rétt fyrir sér um hina pólitísku niðurstöðu af aðgerðapakkanum: Þjóðarsáttin er búið spil. f stjórn- arpakkann vantar þá þætti sem þarf til að unt hann takist lág- markssamstaða. Það vantar jafn- aðarsjónarmið, og það vantar fé- lagsleg úrræði. Og það vantar þann eðlilega skammt af heil- brigðri skynsemi sem Magnús L. Sveinsson af öllum mönnum orð- aði svo ágætlega í sjónvarpsviðtöl- um fyrir aðgerðir: Er Grandi á kúpunni? Tryggingabransinn? Eintskip? Olíufyrirtækin? Er nauð- synlegt að leggja skatta á almenn- ing til að auka hagnað verslunar- innar í Reykjavík? Að þjóðarsáttinni kvaddri er skynsamlegt að gera sér grein fyrir því að helstu oddvitar stjórnar- innar stefndu aldrei að þjóðarsátt. Davíð Oddsson hafði hvorki hreyft hönd né fót þegar VSf- og ASI-menn byrjuðu að tala saman, og brást við fréttaflutningi af því með krampakenndum árásum á sendiboðann, Sigurdór á DV. Og fyrir þá sem fylgdust með þjóðar- sáttinni verða til í skorpunum 1989-90 var athyglisvert að sjá aó tveimur lykilmönnum frá þeim tíma var frá upphafi gert erfitt eða ómögulegt að vera með núna, Guðmundi J. Guðmundssyni og Ögmundi Jónassyni, einmitt vegna þess að þessir tveir eru einir helstu fúlltrúar þeirra sjónarmiða sem stjórnarforingjarnir ætluðu sér ekki að hlusta á. Um árið hófst þjóðarsáttarferl- ið reyndar með samningum ríkis- ins og BSRB, sem voru af mörgum taldir nauðsynlegur undanfari verðhjöðnunarsamninganna milli ASÍ, VSf og ríkisins. Og þetta var sátt sem margir komu að, líka Sjálfstæðisflokkurinn með óbein- um hætti, reyndar flest hags- munaöfl og pólitískar fylkingar nema Kvennalistinn og BHMR. Til þessa þurfti vilja og samninga- lipurð af hálfu allra sem nærri komu, og ekki síst trausta verk- stjórn af hendi þeirra sem þá fóru með ríkisvald. Nú gekk hinsvegar á með hót- unum þegar Þórarinn V. og Ás- mundur reyndu að endurtaka leikinn ffá því fyrir tveimur árum. Friðrik tilkynnti að sig vantaði milljarð í rfkissjóð til að geta tekið þátt í sáttargerðinni. Davíð veifaði atvinnuleysi og gengisfellingu ef tillögur ASf og VSÍ yrðu ekki í ein- hverjum tilteknum dúr. f reynd virðist stjórnin aldrei hafa komið að þessum viðræðum í alvöru heldur beðið þess eins að geta komið ábyrgð af ákvörðunum sínum með einhverjum hætti yfir á atvinnurekendur og sáttfúsari hluta ASI-forystunnar. í þessu til- liti er lærdómsríkur brandarinn hjá Jóni Baldvin þegar hann var spurður á Stöð tvö um afstöðu Dagsbrúnar, BSRB, kennaranna og trésmiða Grétars Þorsteinsson- ar. Svarið var: Hvað með Átthaga- félag Strandamanna? Sem þýddi: Þessum kónum - Guðmundi, ög- mundi, Grétari og félögum — koma efnahags- og atvinnuráð- stafanir í samfélaginu einfaldlega ekkert við. Það má ekki gleyma því þrátt fyrir rugl og þóf síðustu mánaða að ríkisstjómarsýn þeirra sem eitt sinn sátu í sófa Stephensenanna í Viðey var alls ekki sú að þar ætti að vera hinn vitri sáttasemjari sem stillti saman samfélagsöflin. Per- sónulegur kjörstíll þeirra Jóns Baldvins og Davíðs við stjórnvöl- inn hefur þvert á móti verið sá að stjórna með tilskipunum og vald- boði. Stjórnunarlíkanið er ekki það að hér sitji hinir traustu flug- stjórar í friði og sátt við farþega og áhöfn með sameiginleg markmið, heldur byssuveifandi flugvélaræn- ingjar sem ætla á sinn leiðarenda hvað sem tautar og raular í far- þegarýminu, og hvernig sem bensínbirgðirnar endast. Þetta er þeim mun sérkenni- legra að einmitt gamla viðreisnar- stjórnin, sem þessi þykist vera af framhald, — hennar gæfa var ekki síst sú að ná á ferli sínum miðjum samstöðu við verkalýðs- félögin um mikilvæga hluta af stefnumótun í efnahagsmálum og félagsmálum. Nú kemur það hins- vegar í hlut hinna sjálfskipuðu sporgöngumanna að rjúfa einmitt slíka samstöðu. Frammá vorið bíður það verka- lýðssamtakanna, með nýjan leið- toga hjá ASÍ, að laga sig að þeim breyttu samfélagsaðstæðum sem rof þjóðarsáttarinnar leiðir til. Þrátt fyrir margvíslega veikleika hefur það komið fram aftur og aft- ur að þau eru það afl sem almenn- ingur treystir skást til að verja vel- ferð og lffskjör. Á meðan nýi ASf-formaðurinn kannar lið sitt er hinsvegar full ástæða til að óska Alþýðuflokkn- um til hamingju með splunkunýja og óvenjusnjalla lausn á sífelldum vandræðum stjórnmálamanna kringum kosningaloforð. Nú hef- ur Jafnaðarmannaflokkur Islands nefnilega samið um það við sam- starfsflokk sinn að veiðileyfagjald verði lagt á — af ríkisstjórninni sem kemur á eftir þessari hér. Það er vonandi að til dæmis Fram- sóknarflokkurinn leggi þetta á minnið ef hann skyldi óvart hafa lent í þeirri vist árið 1996. Það er nefnilega ekki alveg víst að þá verði til kratar á þinginu til að rifja þetta upp. ____________ Hölundurer islenskutræðingur. U N D I R Ö X I N N I Af hverju eru allir dóp- salarnir að sleppa, Arl? „Ég er ekki sammála því að þeirséu allirað sleppa." En það eru fleiri mál á leiðinni svipuð þvi sem dómur féll í á mánudag. „Ég vil ekki spá neinu um nið- urstöður ókominna dóma, en við höfum átt við að stríða ákveðin vandamál í sambandi við málahraðann. Við erum að gera ráðstafanir til að flýta af- greiðslu, þannig að þetta er allt að færast til betri vegar." Vissi dómsmálaráðuneytið af því hversu seint gekk að af- greiða þessi mál? „Dómsmálaráðuneytið hafði ekki nógu góð tæki til að fylgj- ast með gangi méla á öllum stigum málsmeðferðar, en með átaki í tölvuvæðingu er verið að reyna sérstaklega að ná utan um það. Það mun auðvelda allt eftirlit." Kvartaði til dæmis ríkissak- sóknari yfir seinagangi í máls- meðferð? „Ég hygg að embættið hafi reynt að vekja athygli á vanda- málum sem einkum tengdust óvissri réttarstöðu fíkniefna- dómstólsins. Ráðuneytið hafði uppi tilburði til að leiðrétta það, en það gekk ekki eftir fýrr en með kerfisbreytingum 1. júlísl." Það virðist þá eins og fíkni- efnalöggjöfin hafi ekki verið í sambandi i töluverðan tíma af einhverjum kerfisklúðurs- ástæðum? „Ég vil ekki taka undir þetta orðalag, en það er augljóst að ástæða þess að í þessum dómum erekki falin refsing er sú að málin hafa dregist svo lengi að ekki er verjandi. Það er náttúrlega klúður, en stendur ekki til annað en að kippa því í liðinn.Tæknivæðing dómstól- anna á að stuðla að aukinni skilvirkni og auðvelda mjög allt eftirlit með meðferð mála, til dæmis hvort þau taka of langan tíma á einhverju stigi. Slík mál eiga að standa „eins og rautt flagg upp úr kerfinu", eíns og dómsmálaráðherra orðaði það á dómsmálaþing- inu." En átti ráðuneytið ekki að sjá til þess að dómskerfið fúnker- aði? „Það verða ekki gerðar breyt- ingará dómskerfinu nema með lagabreytingum." En að sjá til þess að kerfið virk- aði, burtséð frá öllum laga- breytingum. „Afkastageta dómskerfisins ræðst að einhverju leyti af þeim fjármunum sem til þess er varið og þar togast á ólík sjónarmið. Aukin skilvirkni á skömmum tíma kallareflaustá meiri útgjöld en þjóðfélagið ræður við." Er ekki niðurstaðan sú að eftir- lit ráðuneytisins hefur ekki virkað? „Tæki ráðuneytisins til eftirlits voru ekki nógu góð." Undirréttur hefur sakfellt mann fyrir fikniefnabrot, en sleppti refsingu vegna þess hve mðlið vargamalt. Ari Edwatd er aðstoðarmaOur dóms- málaráðherra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.