Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 29 eed & tígrisdýr Nú getur enginn klætt sig upp án þess að bera eitthvað dýrslegt utan á sér. Það segja að minnsta kosti konungarnir sem stjórna klæðaburði fólks. í eina tíð mátti í mesta lagi skreyta sig með einu dýramynstri, ann- ars var sá hinn sami tal- rnn heldur ósmekkleg- ur, í það minnsta yfir- hlaðinn og glannalegur. Nú er öldin önnur, allt er með dýramynstri; EsterÝref sú ítígris- dýrssamfellunni og Erna Rún er í tweed-fötunum; efnum sem nú eru að slá ígegn. samfellur, hattar, skór, töskur, hálsbönd, hárbönd og eyrnalokkar. Ekki er hér þó um ekta dýraskinn að ræða, eins og gefur að skilja á tímum dýrafriðunar. Meginmark- miðið er að endurspegla dýrslegt eðli fólks, — fólks sem þorir að sýna innsta eðli sitt. Tweedið er öllu saklausari klæðnaður og endurspeglar síður en svo eitthvert innra eðli, nema þá ef til vill saklaust. Hver man ekki eftir gömlu tweed-jökkunum sín- um eða útvíðu tweed-buxunum? Það er nú ekki svo langt síðan tweedið var og hét. Nú er fatnaður úr þessu háenska gæðaefni farinn að fást aftur á íslandi, nánar tiltek- ið í framúrsteíhuversluninni Plexi- glas í Borgarkringlunni, sem einnig hefur upp á eitt mesta úrval dýraskinnsfatnaðar að bjóða. Barflugnarommið úíupfoín 3Hocgon Það er vart hægt að bregða sér inn á bar þessa dagana án þess að sjá virðulegar barflugur með drykkinn Captain Morgan einhvers staðar í návígi. Aðferðin við að koma þessum drykk niður er þó mun flóknari en gengur og gerist. Ilmurinn af Captain Morgan er unaðslegur, og það svo mjög að hann væri sjálfsagt hægt að nota sem ilmvatn. Þegar drykknum er svo skolað niður er honum gjarnan sullað fram og til baka í munninum (það vel að Karíus og Baktus finna | vel á sér). Síðan heyrist oftar er ekki urgggggggg-hljóð, þegar hálsinn er skolaður og rauðir og bólgnir hálskirtlanir komast í eðlilegt i horf. Captain Morgan er með öðrum orðum eðal- kryddromm sem kemur að ýmsum notum og, nota bene, á ekki að blanda, — hann er bestur | eins og hann kemur af skepnunni. Þar að auki er ! Morganinn að verða ein mest selda rommteg- undin hér á landi. Á næstu dögum bætast svo við 2 Captain Aíorgön-tegundir til viðbótar; hvítt ogsvart. Hið hvíta er milt en það svarta vel kryddað. SYNCJ A SAMAN ENSUNCU ÞÓ ALDREI SAMAN Það lag sem hefur farið hvað örast upp íslenska vinsældalist- ann síðustu daga er án efa ný út- setning á þeirri eftirminnilegu ballöðu „Perhaps love“ sem Placido Domingo og John Den- ver gerðu fræga á sínum tíma. Það eru þeir Bergþór Pálsson Eyjólfur Kristjánsson sem flytja lagið saman, en það merkilega er að þeir hittust aldrei í hljóðveri meðan á upptökum stóð og unnu reyndar ekki saman fyrr en farið var út í vinnslu myndbands. „Ég valdi þá tvo með það í huga að þeir mundu passa vel saman,“ segir Pétur Hjaltested, sem sá um útsetningu og stjórn plöt- unnar Minninga 2, en á henni er lagið að finna. „Ég þekki þá báða og ákvað út frá því hvor mundi syngja hvað. Þeir hafa aldrei sungið saman fyrr en báðir eru Bergþór og Eyfi syngja saman lagið „Kannski er ástin...", en það merki- lega er að þeir hittust aidrei meðan á upptök- um stóð. þeir, að ég held, nokkuð lukku- legir með þetta.“ íslenskur texti hefur verið saminn við lagið og er það enginn annar en faðir Berþórs, Páll Bergþórsson veð- urfræðingur, sem á heiðurinn af því. Ágóða af sölu piötunnar er ætlað að renna til Rauða kross íslands. Richard Scobie er farinn af stað með nýja rokksveit, X- Rated. Með honum spila Frakki, tveir Bandaríkjamenn og Islendingur, Bergur Birgisson, sem lengi hefur starfað erlendis. Til að kynna hina nýút- komnu plötu verður haldin meiriháttar uppákoma í Tunglinu í kvöld og mun þar birtast skuggamynd nakinnar lifandi konu, reyk- elsisilmur fyllir vit, aðgöngumiðar verða stórir krossar sem gestum er ætlað að bera um hálsinn og veitingar verða ekki til að bægja fólki frá. Þeir sem missa af Scobie og co. í kvöld geta heyrt í honum á Púlsinum um helgina. Þ U K E M S T E K K I Bíóhöllin hyggst taka til sýningar kvik- myndina „City of Joy“ á næstu dögum en leik- stjóri hennar er Roland Joffé, sá sami og stýrði stórmyndinni „The Killing Fields“. Myndin er byggð á metsölubók franska rithöfundarins Dominique Lapierre. Sagan segir frá Max Low (Patrick Swayze), G E G N U M ungum lækni, sem I staddur er á Indlandi og hefur glatað trúnni á til- gang lífsins. Hann lendur í átökum fyrir utan bar nokkurn og innfæddur maður (Om Puri), sem er nýkominn til borgarinn- ar í atvinnuleit, flytur hann illa haldinn í sjúkraskýli fyrir snauða. Myndin fjallar um samskipti þeirra og lífið í fátækasta hluta ind- versku borgarinnar Kalkútta. Umhverfi „City of Joy“ er allt hið nöturleg- asta og sýnir neyð fólksins í öllum sínum öm- urleik. Indverjar mótmæltu kröftuglega með- an á gerð myndarinnar stóð, einmitt vegna þess að hún var tekin á staðnum, og sögðu framleiðendur vera að sýna landið upp á sitt versta. Kvikmyndatökumenn voru því í stöð- ugum vandræðum meðan á tökum stóð. VIÞ MÆLUM MEf> ...partíum þau eru ódýr skemmtun í krepp- ... að íslendingar komi sér upp kóngafólki sérstaklega eins og því breska. Þar ekki til jafnfúllynt fólk en samt virðist það endalaus uppspretta skemmtilegheita. ... gömlum krukkum það má oft finna smáaura í þeim sem nýtast vel þegar allt annað þrýtur. ... syndinni kannski ekki alveg öllum sem páfagarður hefur útlistað á 600 blaðsíðum en að minnsta kosti þeim skemmtilegri. INNI Sálfræðingar en þó sérstaklega geðlæknar. Og þó. Þeir eru kannski jafnmikið inni. En geð- læknarnir voru lengra úti á sínum tíma og því kemur innsveifla þeirra meira á óvart. Og hvers vegna er inni að ganga til sálfræð- ings eða geðlæknis? Sjálfsagt vegna þess að það er hrútleiðin- legt að burðast með vandamál sín og þeir sem maður umgengst mest hafa hvorki nennu né hæfi- leika til að hlusta þannig á vand- ann að hann hverfi. Það geta sál- fræðingarnir og geðlæknarnir, að minnsta kosti sumir þeirra. Svo er dásamlega gott að fá að tala um sjálfan sig í heilan klukkutíma — jafnvel þótt maður þurfi að borga fyrir það. UTI Óþol gagnvart umhverfmu. Viðkvæmni fyrir skoðunum ann- arra. Löngun til að stjórna að- stæðum. Hræðsla við fólk sem er öðruvísi en maður er vanur. Mat- vendni og matarsnobb. Klumbu- fætur, haldreipi og annað það sem bannar, dregur úr, heftir og býr til pirring í sálinni. Það sem fær fólk til að setja upp svip, fá hroll eða klígju. Allt eru þetta áunnir sál- rænir fylgikvillar þess sem heldur dauðahaldi í þá röð og reglu sem hann er vanastur. Oftast er þessi sama röð ein allsherjar benda fyr- ir öðrum og reglan stjórnlaus vit- leysa. V I K U N A • • • 3 n halda partT um # ^ * helgina. ... ef þú frestar þvi ekki að kaupa nýjan bil. ... nema þú verðir glaðari á morgnana. . cf Jjú latur ektú forn ucl um DÍ0. ... án þess að sakna þess að hafa engan til að kveðja á flugvellin- um í Casablanca. „Ég held ég verði bara héma á Akureyri áfram. Fyrst voru það allir hljómsveitargœjamir í Landslaginu og þeir voru varlafamir áður en allir verkalýðsforkólfamir mœttu. Þótt þeirséu ekki jafnfínir í tauinu þá held égbara að þeirséu enn villtari en gœjamir í hljómsveitunum — dálítið eins og rótarar ensamt valdameiri. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.