Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 9 íslendingarnir í steramálinu á Flórída BABIR MEÐ LITRIKAN FERIL í ÍSLENSKjH VIÐSKIPTUM I Pétur Júlíusson gegndi ábyrgðarstöðum hjá Sanitas og (sleið hf. áður en hann sneri sérað viðskiptum við Tælendinga. „Þeir vildu eiga við okkur við- skipti og við urðum góðfúslega við þeirri ósk,“ sagði Mike God- frey, fúlltrúi í bandarísku tollgæsl- unni í Orlando, í samtali við PRESSUNA. Hann stjórnaði rannsókn á meintum innflutningi á hormónalyfjum (sterum) til Bandaríkjanna sem lauk með því að tveir Islendingar, Pétur Júlíus- son og Arnór Vikar Arnórsson, voru handteknir 13. þessa mánað- ar. Þeir bíða nú dóms í banda- rísku alríkisfangelsi. Forsaga þeirra Péturs og Arn- órs Vikars hér á fslandi er nátengd steramálinu á Flórída og tengist beint ólöglegum viðskiptum með fatnað ffá Tælandi, meðal annars jakkaföt og falsaðar Levi’s-galla- buxur. FRÁ SANITAS í TÆLENSK FÖT Pétur Júlíusson er 33 ára Reyk- víkingur. Hann var framkvæmda- stjóri og einn stofnenda ísleiðar hf., sem flutti inn margs konar Vörur frá Bandaríkjunum og rak verslunina Amerísku búðina. Umsvif fsleiðar voru töluverð á sínum tíma, en skiptameðferð þess lauk í sumar með því að ekk- ert fékkst greitt upp í rúmlega 50 milljóna almennar kröfur. Nátengdur ísleið var Páll G. Jónsson, kenndur við Pólaris, en þá ffamkvæmdastjóri Sanitas. Um það leyti sem fsleið hætti störfum réð hann Pétur sem markaðs- og sölustjóra Sanitas og því starfi gegndi Pétur þar til nýir eigendur tóku við rekstri Sanitas. Aðspurð- ur um tengsl þeirra Péturs sagðist Páll ekkert um hann vita og ekkert vilja um hann tala. Síðan hann fór ffá Sanitas hefur Pétur starfað við ýmislegt, við fasteignasölu um tíma, en einkum í sjálfstæðum rekstri og innflutn- ingi. Um síðustu áramót keypti hann fyrirtækið Virgo hf. ásamt Björgvini Ólafssyni, sem rekið hefur söluturna í Reykjavík. Að sögn Björgvins hefur Virgo aldrei tekið til starfa og kvaðst hann ekk- ert vita hvað Pétur hefði verið að sýsla síðustu mánuði. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur Pétur hreina sakaskrá, en vitað er að hann hefur staðið að innflutningi á fatnaði frá Tælandi, meðal annars fölsuðum Levi’s- gallabuxum. Það var einmitt með slík viðskipti í huga að hann hafði samband við fýrirtæki tollgæsl- unnar á Flórída í febrúar á þessu ári, að því er segir í skýrslu toll- gæslunnar um málið. Bandarísk stjómvöld telja sig vita um „sam- starfsmenn" í tengslum við málið hér og er að minnsta kosti eitt nafn nefnt í því sambandi. Að- spurður kvaðst sá hafa leyft Pétri að nota fax- tæki sitt í sumar og haust, en hann hefði ekki tekið neinn þátt í viðskiptum Péturs. BAUÐ ÁBATASAMA FJÁR- FESTINGU í TANNKREMI Arnór Vikar Arnórsson er 31 árs Reykvíkingur og hefur tekið þátt í ýmsum smárekstri undan- farin ár, meðal annars í mynd- bandaframleiðslu og -leigu. Hann hefur nokkrum sinnum komið fyrir dóm, meðal annars fyrir fíkniefnabrot og brot gegn tolla- Iögum. Vikar, eins og hann er kallaður, hefur staðið að ýmissi starfsemi, sem viðmælendur blaðsins nefndu yfirleitt brask, meðal annars með viðskiptapapp- íra. Vikar hefur einnig staðið að innflutningi á fatnaði frá Tælandi í samvinnu við Harald „Harrý“ Gunnarsson. Harrý er einn eigenda spila- klúbbsins við Súðarvog, en þar var Vikar einnig tíður gestur. Hann bar jafnan símboða og að sögn kunnugra fór ekki minni tími í að sinna honum en fjár- hættuspilunum. Þeir Harrý voru einnig reglulegir gestir í gufu- klúbbi sem reldnn er við Duggu- vog og það sama gilti um Pétur Júlíusson. Þar voru í vor til sölu tælensk jakkaföt á vegum þeirra Vikars og Harrýs, að sögn þeirra sem keyptu. Þau kostuðu á bilinu 10—12 þúsund krónur og seldust þokkalega, en reyndust ekki end- ast lengi. Að sögn kunnugra sagðist Vik- ar í haust vera að koma á innflutn- ingi frá Bandaríkjunum og nefndi sérstaka tegund af tannkremi í því sambandi. Hann falaðist eftir fjár- framlögum vegna fyrirhugaðra viðskipta og lofaði allt að fimm- faldri ávöxtun þess framlags fýrir febrúar á næsta ári. Ekki fékkst staðfest hversu margir lögðu í púkkið eða hversu mikið, en eitt- hvaðvarþóumþað. ÚR FATNAÐI í STERA Það var í febrúar á þessu ári að Pétur Júlíusson hafði samband við inn- og útflutningsfyrirtæki í Or- lando og sóttist eftir aðstoð við að flytja inn falsaðan fatnað frá Tæ- landi, að því er bandaríska toll- gæslan segir í skýrslu sinni fyrir alríkisdómstólnum í Orlando. Tollgæslan hafði sett þetta fyrir- tæki á stofn í þeim tilgangi að koma upp um ólöglegan innflutn- ing og segir það oft hafa gefist vel. Aldrei varð af þessum viðskipt- um með fatnaðinn, án þess að tollgæslan geti ástæðu þess í skýrslu sinni. Aðrar heimildir herma hins vegar að þeim hafi verið fundinn annar farvegur sem ekki kom nálægt Bandaríkjunum og var Þýskaland nefnt í því sam- bandi. Það var svo 16. júní að Pét- ur hafði aftur samband við tál- beitu tollgæslunnar og spurði hvort Arnór hefði haft samband vegna aðstoðar við að koma hormónalyfjum (sterum) til Bandaríkjanna. Upp frá því virðist Pétur hafa stjórnað sambandinu við Bandaríkjamennina, en hann ráðfærði sig alltaf við Vikar, sem hann sagði þekkja vel til í Tæ- landi. Pétur kvaðst hafa aðgang að sterum frá Indlandi, Tælandi, Tæ- van og Spáni, en efnin áttu að koma í gegnum Indland. Hann sagðist líka hafa kaupanda í Bandaríkjunum, en vantaði milli- lið til að koma efninu inn í Iandið. Áreiðanlegar heimildir PRESS- UNNAR herma að íslendingur hafi komið Pétri í samband við kaupandann, 38 ára blökkumann búsettan í Virginíu. Lyfin, sem Pétur tilgreindi síðar, voru meðal annars Proveronum, Decaduro- bolin, Sustanon, Adroyd, Stromba, Neurabol Stanozolo og Testoviron. Tollgæslan kveðst frá upphafi ítrekað hafa varað Pétur og Vikar við því að þetta væri ólöglegt og þeir gætu allir lent í fangelsi. Þeir sögðust vita það, en áttu ekki von á að þeir yrðu gripnir. Báðir lýstu þeir reynslu sinni af því að kaupa ólöglegan varning frá Asíu og töldu sig kunna leiðir til að kom- ast hjá afskiptum yfirvalda. Upp frá þessu var reglulegt samband á milli Péturs og tálbeitu tollgæsl- unnar. Pétur fór til Bandaríkjanna 9. september og hitti þá bæði væntanlegan kaupanda og tálbeit- una, en einnig annan tollgæslu- mann, Hank Connell, sem þóttist vera í samstarfi við tálbeituna. Áð- urnefhdur Mike Godfrey stjómaði myndbandsupptökum af þessum samtölum. „REIKNAÐUNÚ" Fyrir fyrstu sendingu af stemn- um hugðust þeir Pétur og Vikar borga um 5 þúsund Bandaríkja- dali (um 300 þúsund íslenskar), en selja hana aftur á 250 þúsund dali (um 15 milljónir króna). „Reiknaðu svo hvaða umboðs- laun þú færð út úr því,“ heyrist Pétur segja við tálbeituna á upp- töku tollgæslunnar, en hann haffii boðið tálbeitunni helmingaskipti á ágóðanum, að frádregnu því sem hann þyrfti að borga mönn- um á íslandi og Indlandi. Tölur sem þeir nefndu um væntanlega sölu voru reyndar svolítið ævintýralegar, enda bætt- ust Pétri og Vikari fljótlega áhuga- samir kaupendur í Kaliforníu og Flórída. Pétur sagði þá ætla að greiða 250-500 þúsund dali (15-30 milljónir króna) fýrir fyrstu sendingarnar og panta milljón dala (60 milljónir) send- ingar upp fr á því, ef efnið reyndist gott. Fyrsta stóra greiðslan áttí að berast í janúar á næsta ári. Þeir félagar virðast hafa gert sér stórar hugmyndir um árangur og töluðu um gróða upp á milljónir dala (tugi og hundruð milljóna ís- lenskra króna) og að þeir gætu náð undir sig 10 prósentum af bandaríska markaðnum. Upplýs- ingar um þann markað höfðu þeir meðal annars úr grein í tímaritinu Muscle Magazine, sem Pétur lét fýlgja í einni af fax-sendingum sínum til bandarísku tollgæslunn- ar. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR virtust þeir Pétur og Vikar hafa nokkuð góð sam- bönd, bæði til aðgangs að ólögleg- um varningi og fjármagni fyrir kaupunum. Það gekk þó á ýmsu þegar til átti að taka og einu sinni mátti skilja á bandarísku kaup- endunum að þeir væru orðnir mjög óþolinmóðir vegna tafa. Einnig stærði Vikar sig af reynslu sinni í viðskiptum við Tælendinga og sagði lítið mál að múta toll- vörðum bæði á fslandi og í Tæ- landi til að liðka fyrir viðskiptum. SITJA LÍKLEGAINNI í NOKKRA MÁNUÐI Bandaríska tollgæslan býr yfir um tvö hundruð upptökum af símtölum á milli þeirra Péturs, Vikars og tálbeitunnar, auk þrigg- ja myndbandsupptaka af fundum þeirra. Þeir félagar hafa báðir góða lögmenn og nýtur Vikar þjónustu túlks að auki, að sögn heimilda PRESSUNNAR vestan hafs. Heimildir vestan hafs herma einn- ig að lögmenn þeirra meti stöð- una þannig að skynsamlegast sé að játa brotið og reyna að ná hag- stæðari refsingu með samkomu- lagi við saksóknara. Þeir Pétur og Vikar eru kærðir í fjórum liðum og liggur fimm ára hámarksrefsing við hverjum, samtals tuttugu ár. Það er þó fjarri lagi að þeir sitji inni þann tíma og herma heimildir blaðsins í banda- ríska réttarkerfinu að eins árs refsivist sé nærri lagi, samkvæmt þeim hliðsjónarreglum um refsi- þyngd („sentencing guidelines") sem dómarar starfa eftir. Ef sam- komulag næst við saksóknara má búast við eitthvað styttri dómi, en þeir Pétur og Arnór komast þó ekki hjá því að sitja í alríkisfang- elsi í nokkra mánuði. Þeim verður líka, hver sem refsivistin verður, bannað að koma nokkru sinni aft- ur til Bandaríkjanna. Enginn ffamsalssamningur er í gildi á milli fslands og Bandaríkj- anna og gætu þeir því ekki afþlán- að dóminn hér á landi, en til dæmis Svíar hafa slíkan samning við Bandaríkjamenn. Til er samn- ingur frá 1902, en þá voru íslend- ingar ekki einu sinni búnir að fá heimastjórn og kemur hann að engu gagni í svona máli. Öruggar heimildir blaðsins vestan hafs herma einnig að rann- sókn allra hliða þessa máls sé ekki lokið. Tengiliðir bandarísku toll- gæslunnar á Englandi munu eiga samvinnu við íslensk tollyfirvöld um að rekja ýmsa þræði sem enn er talið að rétt sé að rannsaka. Karl Th. Birgisson íslendingarnir sem sitja nú í fangelsi fyrir stera- innflutning til Banda- ríkjanna fluttu til íslands falsaðan fatnað frá Tæ- landi áður en þeir keyptu þar stera til sölu í Bandaríkjunum. Báðir eiga þeir að baki litríkan viðskiptaferil á íslandi og rannsókn þess hluta málsins sem snýr að ís- landi er ekki lokið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.