Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 27 I Þ R Ó T T I R Verða íþróttafélögin gjaldþrota íkreppunni? Rætt um að rifta leikmanna- samnmgunfc Að undanfömu hafa ráðamenn íþróttafélaganna farið yfir fjár- hagsstöðu félaganna. Bæði er það að rannsókn skattyfirvalda hefiir knúið félögin til ákveðins upp- gjörs og svo einnig hitt að félögin horfast nú í augu við tekjuhrun. Má segja að hið bága efnahags- ástand sé þungt högg fyrir íþrótta- félögin, en þau eru mjög háð vel- vilja auglýsenda og styrktaraðila. Það er nánast sama hvar gripið er niður; alls staðar er staðan jafn- erfið. f gegnum tíðina hefur af- koma félaganna meira og minna byggst á tekjuöflun í gegnum styrki og auglýsingar. Fátt er um fasta tekjuliði. En nú um leið og flest félög hafa verið að auka föst útgjöld sín lenda þau í kreppunni miðri — tekjuöflunin hefur hrun- ið. ÓHEYRILEGAR SKULDIR HANDBOLTANS Á undanförnum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um bága stöðu Handknattleikssambands fslands, sem enn þann dag í dag skuldar á milli 35 og 40 milfjónir króna. Fyrir vikið hefur fjárhags- staða félagsliðanna farið framhjá mönnum. Það er í raun sérkenni- legt því síðustu tvö til þrjú árin hefur verið tekin upp hálfatvinnu- mennska, sem þýðir að öll hand- knattleiksliðin í fyrstu deild eru komin með nokkra menn á launa- skrá. Greiðslur vegna þessa eru svo háar að sum liðin eru að greiða hátt í milljón króna á mán- uði til leikmanna og þjálfara. Þá er eftir annar rekstur eins og ferða- kostnaður. Innkoma vegna leikj- anna sjálfra dugar engan veginn í þessa hít. Eftir því sem komist verður næst eru öll liðin í fyrstu deild með skuldahala og eru saman- lagðar skuldir liðanná taldar vel yfir 60 milljónum króna. Víkingar eru þar verst settir, skulda um 14 milljónir króna, enda duttu þeir strax úr úrslitakeppninni í fyrra. Valur, sem komst ekki í keppnina, á við verulega erfiðleika að stríða og ekki varð Evrópukeppnin um daginn til að bæta úr enda fékk liðið um 3.000 færri áhorfendur en þurfti til að endar næðu saman. Það er helst að Selfyssingar séu taldir í jafnvægi, en þeir komust alla ieið í úrslit í fýrra. FH-ingar hins vegar búa við verri stöðu og gátu því ekki mætt kröfum Hans Guðmundssonar sem fékk 1,5 milljónir fyrir félagaskiptin yfir í HK. Hans og félagi hans í Stjörn- unni, Patrekur Jóhannsson, eru kóngarnir, en Patrekur fékk 1,8 milljónir fyrir að vera um kyrrt. ÓDÝRARA AÐ HAFA ÚT- LENDINGA Körfuknattleikurinn er ekki kominn eins langt á þróunar- brautinni en þar eru þó vanalega tveir eða þrír leikmenn hjá hverju liði á launaskrá. Auk þess eru liðin með útlendinga, sem kostar auð- vitað sitt. Reyndar ber svo við að íslensku leikmennirnir eru margir hverjir mun dýrari eins og t.d. Pétur Guðmundsson, sem gnæfir yfir aðra leikmenn í tvennum skilningi. Hann hafði í kringum 250 til 300 þúsund krónur hjá Tindastóli. A sama tíma fékk Frank Booker, bak vörðurinn snjalli, að- eins um 1.200 dali á mánuði eða ríflega 60 þúsund þegar hann var hjá ÍR. Þeir hafa reyndar nálgast hvor annan síðan. Þessi þróun er í raun athyglisverð vegna þess að á sínum tíma, þegar leyfi fyrir út- lendingum var afturkallað, var það vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru að sliga íþróttafé- lögin. Nú er svo komið að þeir eru alls ekki dýrustu leikmenn lið- anna. Staða úrvaldsdeildarliðanna er í járnum og Keflvíkingar reyndar eina liðið sem stendur þolanlega. Má sem dæmi taka að þó að Valur færi í gegnum alla úrslitakeppnina í fyrravetur var deildin rekin með tapi. LENDIR VONDUR REKSTUR EINSTAKRA DEILDA A AÐ- ALSTJÓRNUNUM? Eftir því sem komist verður næst hafa félagsliðin þurft að teygja síg sífellt lengra til að standa undir fjárhagslegum skuldbind- ingum. Veðsetning á íþróttahús- um og öðrum íþróttamannvirkj- um er algeng. Auk þess hafa margir stjórnarmenn orðið að taka á sig persónulegar ábyrgðir, enda bankakerfið ekki tilbúið að hliðra ffekar til fyrir þessum við- skiptavini en öðrum. Þá hefur það oft gerst að ein- stakar deildir íþróttafélaga hafi færst of mikið í fang og þá þurft liðsstyrk aðalstjórna félaganna. Aðalstjórn KR þurfti ekki alls fyrir löngu að taka yfir skuldir hand- knatdeiksdeildarinnar, sem hafði Víkingar hertaka Mosfells- bæ „Það var auðvitað mjög skrítin tilfinning að koma og leika við Víking eftir að hafa leikið með fé- laginu í 25 ár,“ sagði Guðmund- ur Guðmuhdsson, hornamaður og þjálfari Aftureldingar, en hann mætti sínu gamla félagi í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSI. Guðmundur, sem þjálfaði Vfking í fýrra og lék með liðinu til fjölda ára, er nú með lið sitt Aftureldingu í toppbaráttu 2. deildar og er greinilega jafn- metnaðarfullur þjálfari og leik- maður. Guðmundur sagði að margt hjálpaðist þar að; einbeitt stjórn og viljugur leikmannahóp- ur. Taldi hann engum vafa und- irorpið að Mosfellsbær væri handboltabær framtíðarinnar. En með Aftureldingu leika Guðmundur Guðmundsson: Stýrir innrás Víkinga í Mosfellsbæ, sem hann ætlar að koma á landakort handknattleiksmanna. fleiri Víkingar en Guðmundur. „Já, það er rétt, það eru fimm Víkingar hér,“ sagði Guðmund- ur. Einn var þar fyrir þegar Guð- mundur kom til starfa, skyttan skotfasta Siggeir Magnússon. Með Guðmundi fóru þeir Sig- urður Jensson markvörður og Ingimundur Helgason. Auk þess dreif hann línumanninn Róbert Sighvatsson fram á sjónarsviðið, en hann var hættur að leika. Guðmundur sagðist hafa lagt hart að honum að byrja af krafti, enda góður línumaður þar á ferð. reist sér hurðarás um öxl. Áður hafði körfuknattleiksdeild Fram fengið svipaða meðferð. f haust fékk knatt- spyrnudeild Vals aðstoð frá aðal- stjórn til að koma skuldum niður í um 10 milljónir. Það er tæpast ásættanleg niðurstaða fyrir lið sem hefur leikið í bikarúrslitum þrjúáríröð. Fyrir skömmu var sagt frá því hér að knattspyrnudeild Ung- mennafélags Selfoss væri með um 8 til 10 milljóna króna skuldahala. Þetta hefur að vonum vakið áhyggjur aðalstjórnar, sem sam- kvæmt félagalögum getur þurft að taka á sig þessar skuldbindingar — og það án þess að hafa nokkuð haft með það að gera hvernig til þeirra var stofnað. Gjaldþrot nokkurra íþróttafélaga, eins og íþróttabandalags fsaþarðar, ÍK í Kópavogi og Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss, hefur fært mönnum heim sanninn um að litlar eignir finnast í þrotabúunum þegar á reynir. VERÐUR LEIKMANNA- SAMNINGUM SAGT UPP? „Það er ljóst að mjög fljótlega verða menn að grípa í taumana ef Slakt gengi Þorvaldi að kenna f síðasta blaði sögðum við frá því að Þorvaldur Örlygsson stæði sig nokkuð vel hjá Nottingham Forest ef miðað er við einkunna- gjöf enskra knattspyrnublaða. Þorvaldur var með 6,5 í einkunn, sem er alveg ásættanlegt. Nú er hann hins vegar dottinn út úr liði Forest, var tekinn út úr liðinu fyrir leikinn gegn Chrystal Palace um síðustu helgi. Þeirri kenningu hef- ur oft verið haldið á loft að útlend- ingar ættu mjög erfitt uppdráttar í enska boltanum, sama hversu snjallir þeir væru; það bitnaði allt- af fyrst á þeim gengi liðinu illa. Þessa kenningu er hægt að heim- færa upp á Þorvald, því eftir því sem okkur reiknast til er meðal- einkunn Forrest í heild ekki nema rétt rúmlega sex. Meðaleinkunn Þorvaldar er því hærri en liðsins í heild — þótt reyndar muni ekki Einkunnin sem Þorvaldur Ör- lygsson fær hjá ensku blöðun- um er hærri en meðaleinkunn Nottingham Forest. Þráttfyrir það er honum kippt út úr liðinu. mjög miklu — sem hlýtur að þýða að hann hafi engan veginn verið slakastur leikmanna Forest í leikjunum. Samt sem áður en honum kippt út; það styður kenn- inguna. ekki á að fara illa. Ég tel að liðin verði að fá leikmannasamningum breytt," sagði forráðamaður fýrstudeildarliðs í handknattleik. Það yrði sjálfsagt mikill hvellur ef liðin færu að rífa þessa samn- inga upp. Forráðamenn liðanna segja hins vegar að þróunin und- anfarið hafi verið ákaflega óraun- hæf. f eðlilegu árferði hefðu félög- in tæpast getað staðið undir þeim skuldbindingum sem þau hafa stofnað til með leikmannasamn- ingum. Þau lið sem ekki komast í úrslitakeppni munu til dæmis lenda í miklum erfiðleikum, en áædað hefur verið að hún geti gef- ið á milli 5 og 10 milljónir króna í tekjur. Vilja sumir binda leik- mannasamninga við árangur, þ.e.a.s. skilyrða þá við að liðin komist í úrslitakeppnina, og taka þá jafnvel upp bónusa greidda eft- irá, í samræmi við árangur. Einnig hefur verið rætt um að setja þak á greiðslur til leikmanna — binda það jafnvel við 500 þúsund krón- ur. Það er hins vegar spurning hvort slíkt samkomulag heldur, sérstaklega nú þegar þarf að gefa allt upp til skatts. __________ Sigurður Már Jónsson Það eru mörg lið á eftir Hol- lendingn- um Dennis Bergkamp núna og það eru ekki litlar fjár- hæðir sem stórliðin I Evrópu eru tilbúin að snara út til að fá hann til liðs við sig. Berg- kamp er ekki nema 23 ára og þykir frábær knattspyrnumaður. Hann leikur nú með Ajax í Hollandi og hef- ur skorað 86 mörk í 165 deildarleikjum í Hollandi, sem er víst alveg viðunandi ár- angur. Þá hefur hann ekki staðið sig síður vel með hollenska landsliðinu; skorað 12 mörk í 20 landsleikj- um. Talið er vist að Bergkamp fari frá Ajax eftir tímabilið fyrir metfé. Og ekki vantar klúbbana sem vilja fá hann. Til dæmis spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid og itölsku fé- lögin Fiorentina, Ju- ventus, Napoli, Roma og að sjálfsögðu liðið ósigrandi, AC Milan. Fjárhæðin? Jú, tilað kaupa Bergkamp þarftu að eiga 20 millj- ónirpunda eða 2 millj- arða (tvö þúsund millj- ónir) íslenskra króna. Verði Bergkamp seld- ur fyrir þessa upphæð verður hann dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Um helgina KARFA 1. DEILD KVENNA Njarðvík-KRkl. 20.00. ■*•***'* ‘JgiWríi'MiJI HANDB. 1. DEILD KARLA (BV - Haukar kl. 20.00. Eyja- mönnum hefur gengið illa í vetur. Haukarnir geta spilað góðan handbolta en liðið er nokkuð mis- tækt. KA - Valur kl. 2030. Valsmenn eru án ef með besta handboltalið íslands nú um stundir. KA-menn hafa hins vegar átt mjög misjafna leiki é timabilinu. HANDB. 1. DEILD KVENNA Haukar - Selfoss kl. 18.30. Bæði þessi lið eru neðarlega í deildinni. MmiM-MlM.McRIR HANDB. 1. DEILD KVENNA (BV - Valur kl. 16.30. Eyjastúlkur unnu stórsigur á Fram um daginn. KARFA 1. DEILD KVENNA KR - Tindastóll kl. 14.00. (R-lBKkl. 14.00. MMIMMMIM. LCM'M;1 HANDB. 1. DEILD KARLA Stjarnan - Selfoss kl. 20.00. Þetta verður hörkuleikur tveggja jafnra liða. Vtkingur - HK kl. 20.00. HK- mönnum var spáð góðu gengi í vetur en því miður fyrir þá hafa þeir spádómar ekki ræst. Fram - Þór kl. 20.00. Frammarar eru með ungt og efnilegt lið sem gengið hefur hörmulega og vermir neðsta sæti deíldarinnar og verður bara að fara að hala inn stig. FFÍ - IR kl. 20.00. Hafnfirðingar ættu að vinna (R-inga en þeir hafa þó sýnt að lið þeirra er sprækt. HANDB. I. DEILD KVENNA Ármann - Víkingur kl. 16.30. FH-Gróttakl. 18.00. KR-Fylkir kl. 15.00. Fram - Stjarnan kl. 18.00. KARFA ÚRVALSDEILD Breiðablik - Haukar kl. 16.00. Haukar eru í miklu formi þessa dagana. Grindavík - Valur kl. 20.00. Vals- menn tróna á toppi síns riðils. Tindastóll - Keflavík kl. 20.00. Keflvíkingar virðast ósigrandi en nái Stólarnir slnum besta leik á heimavelli er aldrei að vita. Snæfell - Skallagrímur kl. 20.00. Þetta verða vist að teljast ná- grannalið og helsti draumur hvors um sig er að sigra hin. KARFA I. DEILD KVENNA Grindavík - (S kl. 18.00. Njarðvík - Tindastóll kl. 14.00.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.