Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 13 Feðgarnir Walter H. Tónsson og Tón Waltersson REYNA AB SELJA GAMLA PAPPÍRSPOKA- VERKSMIDJU EFTIR RÖD GJALDÞR01A Undanfarið hefur ítrekað verið reynt að afla lánsfjár til Pappírs- pokagerðarinnar í Njarðvík. Ljóst er að eigendurnir hafa skrautlegan fer- il að baki en þeir leita víða fanga til að fá opinbera fyrirgreiðslu vegna verksmiðjunnar. Walter H. Jónsson sést hér afhenda forseta fslands fyrsta umhverfisvæna pappírspokann úr verksmiðj- unni þegar Vigdís mætti í Njarðvík 17. júnl. Á milli þeirra stendur Kristján Pálsson bæjarstjóri. Pappírspokagerðin hf. dró óvænt til baka umsókn sína um bæjarábyrgð Njarðvíkur sem stóð til að afgreiða á bæjarráðsfundi 17. nóvember. Verksmiðjan, sem er í eigu feðganna Walters H. Jónssonar og Jóns Þ. Waltersson- ar, er komin til ára sinna en var nú nýlega sett upp í Njarðvík. At- vinnuleysistryggingasjóður hefur samþykkt að greiða þrjátíu manns bætur í tvo mánuði á með- an verksmiðjunni er komið af stað. Það þýðir að verksmiðjan fær endurgreitt frá sjóðnum sem svarar bótunum á meðan fólkið starfar hjá henni. Slík fyrirgreiðsla er afar sjaldgæf. Undanfarna mánuði hafa eig- endur verksmiðjunnar reynt ákaft að koma henni á stofn í Njarðvík. Við það hafa þeir notið stuðnings Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og hefur ffamkvæmdastjóri þess, Oddur Einarsson, tekið sæti í stjóm verksmiðjunnar. Oddur tók þó fram að félagið hefði ekki lagt neitt fjármagn í verksmiðjunna — framlag þess fælist fyrst og fremst í aðstoð við þróun og markaðssetningu. Taldi Oddur markaðsmöguleika verksmiðj- unnar góða, jafnvel á erlendum mörkuðum. Það er hins vegar ljóst að eig- endur verksmiðjunnar eru ekki í stakk búnir til að koma henni á fæturna. Hefur því verið haldið ffam að þarna séu þeir eingöngu að nýta sér atvinnuástandið á Suðurnesjum til að fá fyrir- greiðslu. Verksmiðjan hefur verið starffækt það sem af er árinu við einhvers konar þróunarstarf. Oddur sagðist i samtali við blaðið ekki hafa efasemdir um að verksmiðjan hefði góða mögu- leika ef hún kæmist á laggirnar. Til að svo yrði þyrfti verksmiðjan hins vegar að fá verulegt fjármagn. Það er þó ljóst að lítið fjármagn er til hjá núverandi eigendum. HAFA LOFAÐ VEÐSETN- INGUM A YFIRVEÐSETTUM EIGNUM Hluti verksmiðjunnar er kom- inn til ára sinna, en hún var lengi rekin á Vatnsstíg í Reykjavík. Þeir feðgar ráku hana síðan á Bílds- höfða 14 og þar skulda þeir húsa- leigu. Verksmiðjan mun svo hafa ver- ið komin í þrot þegar þeim hugkvæmdist að flytja hana til Njarðvíkur. Eignarhaldsfélagið Nes hf. er í eigu Walters og skráð fyrir áttatíu milljóna króna hlutafé. Eftir því sem komist verður næst er það hlutafé í formi eigna á Hverfisgötu og Vitastíg. Eignarhaldsfélagið er skráð í Skipholti 50 C þar sem Pappírspokagerðin hefur haft söluskrifstofu. Þetta eignarhaldsfélag keypti nú- verandi húsnæði undir Pappírspokagerðina í Njarðvík af Sparisjóði Keflavíkur, en ekki hefur enn tekist að uppfylla þann kaupsamning. Ekki er Ijóst hve mikið fjármagn þarf til að koma verksmiðjunni af stað. Það er þó ljóst að eigendurnir núverandi hefa ekki mikla fjár- muni aflögu, enda hefur í aðra röndina verið rætt um að selja verksmiðjuna. Eftir því sem komist verður næst hafa núverandi eigendur boðist til að leggja fram veð í eig- um Eignarhaldsfélagsins Ness sem hlutafé við frekari rekstur. Þessar eignir eru nú þegar mikið veðsettar — eignin á Hverfisgötu til dæmis komin á nauðungarsölu — enda verið gefið út mikið af skuldabréfum með fasteignaveð- um í þeim. Meðal gerðarbeiðenda á Hverfisgötu 82 eru Lífeyrissjóð- ur lækna og Hávamál sf., sem er fjárfestingarsjóður í eigu Málning- ar hf. Þessi sjóðir hafa keypt skuldabréf þar sem Pappírspoka- gerðin er greiðandi með veði í Hverfisgötunni. Þessi bréf hafa fallið í gjalddaga án þess að af þeim væri greitt. Hverfisgata 82 verður því tæpast notuð til frekari fjáröflunar fyrir Pappírspokagerð- ina. MEÐ RÖÐ GJALDÞROTA Á BAKINU Þeir feðgar hafa báðir lent í slæmum gjaldþrotum fyrr á ferl- inum. Walter var úrskurðaður gjaldþrota 20. desember 1985, en þá rak hann verslunina Húsmuni sem einkafirma sitt. Skiptum lauk 20. september 1986 án þess.að neitt fengist upp í kröfur. Walter var aftur úrskurðaður gjaldþrota 10. júní 1990, en tæmd- ist þá arfur eftir föður sinn þannig að hann gat keypt bú sitt aftur. Jón sonur hans var einnig tekinn til gjaldþrotaskipta 18. ágúst 1989 og lauk skiptum árið eftir án þess að nokkuð fengist upp í kröfur. Þá má nefna fyrirtækið Plast-X hf. sem Jón rak ásamt Sveini Kjartanssyni. Það var tekið til gjaldþrotaskipta hjá Skiptarétti Reykjavíkur 9. maí og lauk skipta- meðferð 3. október sama ár án þess að nokkuð fengist upp í kröf- ur að andvirði um 50 milljóna króna. Jón sagði reyndar að sú tala segði ekki allt vegna þess að um væri að ræða áædaða skatta upp á 35 milljónir auk 10 milljóna króna söluskattsáætlunar. Eftir því sem komist verður næst hefur verið leitað eftir fjár- magni víða vegna verksmiðjunnar og var Byggðastofnun búin að veita vilyrði fyrir láni sem þó hef- ur ekki verið afgreitt. Sú ákvörðun að draga umsóknina um bæjar- ábyrgð til baka hefur ekki verið skýrð, en ennþá er rætt um að ný- ir aðilar komi hugsanlega inn í fyrirtækið. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um hveijir það eru. Sigurður Már Jónsson Hverfisgata 82 er nú í uppboðsmeðferð eftir miklar veðsetningar vegna Pappírspokagerðarinnar. Sérstæðar nágrannaerjur fvrir dómi Vararíhis- saksóhnari dæmdun fyrir að fella tré Bragi Steinarsson og frú dæmd til að greiða alls um 120 þúsund krónur fyrir að fella tré í óleyfi. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari, Ríkey Rtkharðs- dóttir hjúkrunarfræðingur, kona Braga, og Jótt Kr. Guð- mundsson vélfræðingur hafa verið dæmd tii að greiða ná- grönnum sínum um 60 þús- und króna skaðabætur og 60 þúsund krónur (málskostnað samkvæmt dómi í sérstæðu kærumáli. Auður Þorbergsdóttir hér- aðsdómari kvað um daginn upp þann úrskurð að Bragi, Rikey og Jón, sameigendur að Safamýri 59, hefðu í febrúar 1991 í óleyfi sagað niður 13 Al- askavíðistré á mörkum lóðar þeirra og lóðar Safamýrar 53. Deilur spruttu upp um hver hefði átt trén, ennfremur um hvoru megin lóðarmarka þau stóðu, flest eða öll. Stefhendur, Aron Björnsson læknir, Bald- ur Daviðsson landmælinga- maður og örn S. Danielsson stýrimaður, héldu því fram að flest trén hefðu verið á sinni lóð og verið frísk og óskemmd. Stefndu héldu því hins vegar fram að fyrrum eigandi Safa- mýrar 59 hefði gróðursett og átt trén og hirt um þau og stefndu keypt þau síðar og haldið áfram umhirðu þeirra. Trén hafi verið orðin úr sér vaxinogónýt. Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóri í Reykjavík, var dóm- kvaddur til að meta tjón stefn- enda og komst að þeirri niður- stöðu að tjónið væri 49.920 krónur, sem væri kostnaður af ræktun á samsvarandi gróðri í gróðrarstöð. Stefnendur töldu trén hafa haft bæði talsvert verðgildi og persónulegt gildi og að niður- sögun þeirra hefði falið í sér verulegt tjón á garðinum. Missir sinn væri mikill auk þess sem „verknaðurinn sé einstaklega ruddalegur gagn- vart stefnendum og iýsi fá- dæma óvirðingu og skeyting- arleysi í þeirra garð“. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Bragi, Ríkey og Jón hefðu ekki eignarrétt á trjánum fyrir hefð og þá ekki heldur einhliða ráðstöfunar- rétt. Trén hefðu skipt máli um útlit garðs stefnenda og um- gjörð hans breyst við að trén voru felld. Tjónið var metið á 49.920 krónur, sem með drátt- arvöxtum er um 60 þúsund. Bragi, Ríkey og Jón voru og dæmd til að greiða 60 þúsund króna málskostnað. Niðursög- un trjánna kostaði þau því um 120þúsundkrónur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.