Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 PÉTUR Sigurðsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða, nýtur ótrúlega mikilla óvinsælda þessa dagana. Norður á Akur- eyri gerðu hátt í fimm hundruð manns lítið annað í nokkra daga en að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti ASÍ. Fólk mátti bara ekki til þess hugsa og leitaði í örvæntingu að einhverjum öðrum — næstum hverjum sem er. Samt kom aldrei fram nákvæmlega hvað það var sem fólki fannst svona hræðilegt við Pétur, ekki ffekar en hver það er sem JÓHÖNNU Sigurðardóttur er svona svakalega ilia við í þingflokki Alþýðuflokksins. Aðfaranótt mánudags sat hún nefnilega á löngum ríkisstjórnarfundi um efnahagsráðstafanir og náði samkomulagi við alla við- stadda. En þegar kom á þing- flokksfund krata heyrðust reiðihróp að innan og Jóhanna strunsaði af fundi rauðþrútin og reið. Nú er spurningin: Hver er það af óbreyttum þing- mönnum krata sem fer svona í taugarnar á henni? Það mundi skýra margt ef Jóhanna gæfi þetta upp, en hún þegir um það eins og annað, alveg ólíkt ÁGÚSTU Ágústsdóttur, bestu og van- metnustu söngkonu landsins að eigin mati. Hún er enn að skrifa í Moggann vestan úr Dýrafirði til að skammast út í íslenskt sönglíf eins og það leggur sig, af því að enginn vill leyfa henni að syngja í óper- unni eða yfirleitt viðurkenna að hún sé söngtækniséníið sem hún segist vera. Ágústa er sér- staklega seinheppin með skot- mark í Guðmundi Jónssyni stórsöngvara sem syngur eins og syfjaður teiknimyndahund- ur, svo vitnað sé í dr. Gunna. Það er tækni sem ekki er kennd í útlöndum, en hefur reynst Guðmundi betur en öll útlandsmenntun Ágústu. Löng útlandsmenntun ÓLAFS RAGNARS Grímssonar hefur greinilega heldur ekki skilað sér í þeldc- ingu á vestrænni alþýðumenn- ingu. Hann þekkti ekkert betra skrímsli en King Kong til að kenna skattpíningar Friðriks Sophussonarvið. Hvenær fór Ólafur Ragnar eiginlega síðast í bíó? Hefur hann aldrei heyrt minnst á Hannibai Lecter? Og var hann búinn að gleyma Dra- kúla greifa? Hann var einmitt sagður myndarlegur og vel klæddur — og saug blóðið úr þegnum sínum af einstakri ástríðu og hugkvæmni. Kristján Ó. Skagfjörð hf. rær lífróður: slæmt ástand þessa 80 ára fyrrum stórveldis á heildsölumarkaðin- um. Einkum er bent á mistök vegna tölvudeildarinnar; þar hafi markaðsvæðing misheppnast og peningar verið teknir úr deildinni. Einn heimildamaður blaðsins sagði að auki að „margir hluthafar hafa tekið milda peninga út úr fyr- irtækinu á löngum tíma“. Mannabreytingar hafa verið tíðar í stjórnunarstöðum innan KÓS á allra síðustu árum. Þannig er Jónína G. Jónsdóttir þriðji að- alframkvæmdastjóri fyrirtæídsins á fáeinum árum, en hún er jafn- framt stjórnarformaður. Deildar- stjórar hafa stoppað stutt við á sama tíma, en eftir sölu tölvu- deildarinnar eru nú eftir matvöru- deild, veiðarfæradeild og bygging- arvörudeild. Rekstur fyrirtækisins hefur þyngst verulega og taprekstur 1990 og 1991 var yfir 50 milljónir króna hvort árið. Eftir sölu tölvu- deildarinnar var áætlað að tapið í ár yrði 30 til 40 milljónir, en nú stefhir í meiri taprekstur. Þá hefur ekki hjálpað upp á sakirnar að KÓS hefur bæði misst góð umboð og hæfa starfsmenn. Fnðnk Þór Guðmundsson GALGAFRESTUR HL GJALDÞ KÓS hefur árangurslaust leitað að hluta- íjárframlögum og kaupendum að hluta eða öllu húsnæði fyrirtækisins. Á fram- haldi nauðungaruppboðs nýverið veittu íslandsbanki og Gjaldheimtan fyrirtæk- inu frest þar til í febrúar að leysa mál sín. Eigendur Kristjáns Ó. Skagfjörð (KÓS) vinna nú hörðum höndum að því að bjarga því sem eftir er af fyrirtækinu frá gjaldþroti. Leit að hlutafjárframlögum hefur engan árangur borið og á framhaldi nauðungaruppboðs nýverið gáfu fslandsbanki og Gjaldheimtan í Reykjavík fyrirtækinu lokafrest fram í febrúar næstkomandi til að leysa vandamál sín. ÁRANGURSLAUS LEIT AÐ HLUTAFÉ OG KAUPENDUM Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur skuldastaða KÓS lítið batnað við söluna á tölvu- deild fyrirtækisins til Örtölvu- tækni. Söluandvirðið losaði fyrir- tækið við skuldir vegna Digital er- lendis, en velta hefur dregist tals- vert saman á þessu ári. Árið 1990 velti fyrirtækið um einum millj- arði, en áætluð velta í ár er 500 til 550 milljónir króna. Er það tals- vert minna en menn gerðu sér vonir um við áætlanagerð fyrir ári og um mitt þetta ár. Skuldir eru vel yfir 300 milljónum króna og þar af mun stærsti hlutinn vera skammtímaskuldir. Eigendur KÓS hafa leitað log- andi ljósi að nýju fjármagni í fyrir- tækið og viljað auka hlutaféð um 40 til 50 milljónir króna. Enginn hefur léð máls á því að koma inn í fyrirtækið með hlutafé og því hef- ur ofuráhersla verið lögð á að selja hluta eða allt húsnæðið á Hólma- slóð. KÓS hefur falið fasteignasöl- um að halda úti fyrirspurnum, en af sölu hefur ekki orðið þrátt fyrir fyrirspurnir, þar sem farið er ffam á allt of hátt verð. Einn heimilda- manna blaðsins sagði að m.a. hefði Grandi skoðað hluta fast- eignarinnar með kaup í huga, en annar heimildamaður dró slíkt í efa. TILBOÐ í VEIÐARFÆRA- DEILD OG MATVÖRU- DEILD KÓS Þessi stóra fasteign fyrirtækis- ins er mjög veðsett og vafamál að hún seldist fyrir „viðunandi" verð á nauðungaruppboði. Gjald- heimtan er með tvö lögtök á 16. og 17. veðrétti vegna um 30 millj- óna króna skuldar, en þar á und- an eru lán vegna íslandsbanka ffá því í september 1990 upp á 35 milljónir. Framreiknaður höfuð- stóll veðsetninga er um 130 millj- ónir. Framhald nauðungaruppboðs vegna fasteignarinnar fór fram nýlega. Áður en til sölu kom náð- ist bráðabirgðasamkomulag þar sem KÓS fékk ffest ffam í febrúar til að leysa úr málum sínum. Fyr- irtækið fékk því gálgafrest í fáeina mánuði til að bjarga sér ffá annars óumflýjanlegu uppboði og gjald- þroti. Auk þess sem reynt hefur verið að selja hluta eða allt húsnæði fyr- irtækisins hefur stíft verið leitað til KÓS um kaup á umboðum eða deildum í heild sinni. Áður hefur komið fram að Asiaco hafi sýnt veiðarfæradeild fyrirtækisins áhuga og heimildamenn blaðsins segja að Nathan og Olsen hafi gert tilboð í matvörudeild fyrirtækis- ins, þar sem er að finna mjög vænleg umboð. TÍÐ MANNASKIPTIMEÐAL YFIRMANNA Ýmsar kenningar eru á loffi um Jónína G. Jónsdóttir, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri KÓS. Veltan hrapar, tapið Fjölmiðlakönnun ÍM/Gallup Lesendum PRESSUNNAR fjölgar Samkvæmt fjölmiðlakönnun ÍM/Gallup hefur lesendum PRESSUNNAR íjölgað, lesendahópurinn hefur yngst og enn sem fyrr er PRESSAN sterkust meðal tekjuhærri hópa. ( fjölmiðlakönnun ÍM/Gallup kemur fram að þeim, sem segjast hafa lesið PRESSUNA undanfama þrjá mánuði, hefur fjölgað úr 48 prósentum í 52 prósent landsmanna á hálfu ári, frá mars til októbers síðastlið- ins. Þeim, sem sögðust hafa lesið PRESSUNA einhvern tímann undanfarna tólf mánuði, hefur á sama tíma fjölgað úr 60 prósentum í 66 prósent. Samkvæmt þessu er PRESSAN á sígandi uppleið. Þá viku sem könnunin var gerð mældist lestur PRESS- UNNAR 18 prósent. Hálfu ári fyrr var lesturinn 16 pró- sent. Þremur mánuðum áð- ur hafði hann hins vegar mælst 20 prósent. Eins og sjá má af þessu sveiflast sala PRESSUNNAR frá viku til viku, enda er blaðið mik- ið selt í lausasölu. Mæling á lestri yfir lengri tíma en eina viku segir því ef til vill meira um á hvaða ieið blað- ið er. 2 prósentustig til eða frá eru auk þess innan skekkjumarka kannana og þvi ekki til þess fallin að draga af ályktanir. Annað sem kom fram í könnuninni var að lesenda- hópur PRESSUNNAR hefur yngst. Fyrir hálfu ári kom aldursflokkurinn 35 til 49 ára sterkastur út. Nú er stærsti aldurhópurinn á bil- inu 25 til 34 ára en hópur- inn 35 til 49 næststerkastur. Þegar tekjur lesenda PRESSUNNAR eru skoðaðar kemur í Ijós að tekjuhæsti hópurinn, sá sem hefur 200 þúsund krónur eða meira í mánaðartekjur, kemur sterkastur út. Síðan koll af kolli niður tekjustigann. Þeir tekjulægstu, með minna en 50 þúsund á mán- uði, eru þunnskipaðasti hópurinn. Sem fyrr er stærstur hluti lesenda búsettur í Reykja- vík, þar næst kemur Reykja- nes, þá Norðurland eystra og íoks aðrir hlutar lands- ins. Ef litið er á skiptingu eftir starfsgreinum eru sérfræð- ingar og sjálfstæðir at- vinnurekendur stærsti hóp- urinn. Síðan koma skrif- stofumenn, þá verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn en heimavinnandi, nemar og lífeyrisþegar eru fæstir meðal lesenda PRESSUNN- AR. Ef þetta allt er tekið sam- an má segja að lesendur PRESSUNNAR búi flestir í þéttbýlinu á suðvestur- horninu, þeir hafi hærri tekjur en gengur og gerist og séu flestir á aldrinum 25 til 49 ára. Þótt sveiflur séu í lestri blaðsins hefur það hægt og sígandi aukið út- breiðslu sína á undanförn- um mánuðum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.