Pressan - 26.11.1992, Side 4

Pressan - 26.11.1992, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 BÆTIFLÁKAR OKKAR MAÐ- UR HALIM AL „/ viðtali við Sjónvarpið ný- lega lýsti Halim Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu Hansen, viðhorfi sínu til uppeldisað- stœðna á íslandi. I ýmsu hafði Halim lög að mœla. Hann tók algild dœmi um samskipti ts- lenskra barna við foreldra sína og hvernigþau kotnast upp með hvaðeina vegna afskiptaleýsis íslenskra foreldra Margrét Kjartansdóttir í DV Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son uppeldisfræðingur: „Það er viss sannleikur í orðum bréf- ritara, enda skoðun margra að íslensk börn séu eftirlitslaus og þeim sé almennt minna sinnt en æskilegt væri. Að mínu mati er afar mikilvægt að virðing sé bor- in íyrir börnum og þau hljóti lýðræðislegt uppeldi. Því má þó ekki gleyma að virðing getur líka verið fólgin í aðhaldi. Hvað varðar forræðismál Sophiu Han- sen er ég mjög andsnúinn trúar- legu uppeldi og ef það er rétt, að dætur hennar búi við trúarlegt ofstæki á Tyrklandi, þá get ég tæpast verið þeirrar skoðunar að þær hljóti þar betra uppeldi en hér. Hins vegar er rétt að benda á, að aðallega önnur hliðin á málinu hefur verið kynnt í fjöl- miðlum.“ FANTARNIR FRÉTTAMENN „Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið að innleiða nýjan stíl og tekist vel að flestu leyti. Á tíma- bili í haust var „gul“ frétta- mennska áberandi hjá frétta- stofunni en það hefur breyst sem betur fer. Hins vegar kann Víkverji ekki við þá töffara- fréttamennsku sem sumir fréttamenn Stöðvarinnar hafa tamið sér. Dœmi um slíkt var nýlegt samtal við Sigurð Mark- ússon, stjórnarformann Sam- bandsins. Fyrsta spumingin var sú hvernig Sigurði þœtti að sjá um útför Sambandsins og við- talið var allt í þessum stíl. Sig- urður svaraði spyrlinum á sinn kurteisa máta en mátti þola frammíköll og loks að klippt var á hann í miðju svari. Sigurður Markússon á engan veginn skil- iðsvona meðferð." Víkverji í Morgunblaðinu Elín Hirst, varafréttastjóri Stöðvar 2: „Ég verð að hryggja Víkverja með því, að glæsileg út- koma fréttastofu Stöðvar 2 í síð- ustu skoðanakönnun Gallups bendir til þess að áhorfendur séu á allt annarri skoðun. Harðfylgi fréttamanna stöðvar 2 á ekkert skylt við ókurteisi. öllum að- dróttunum um „gula“ frétta- mennsku vísa ég til föðurhúsa Víkverja. Og spyr á móti: Hver er þessi Víkverji, sem fær að dæma allt og alla í útbreiddasta dagblaði landsins í skjóli nafn- leyndar?11 FYLLERÍ í ÚT- VARPI „Það erfáránlegt að hlusta á þá sem hringja í hina ýmsu út- varpsþcetti, svo sem Þjóðarsál, Kvöldsögur og jafnvel fleiri þætti, í einhvers konar annar- legu ástandi. Maður heyrir það bæði á röddinni og málfarinu en ekki síður á því efni sem þeir vilja rœða. Svona þættirgeta þó verið nytsamir ef þeir væru vinsaðir úr sem ekki eiga þarna heimal Ég hlusta oft á þessa þœtti ogfinnst garnan að heyra Davíð Oddsson forsætisrádherra B E S T Best við Davið er hversu mikill kappsmaður hann er og hvað honum veitist auðvelt að hrífa fólk með sér. Hér áður var það út- skýrt með því að hann væri svo fyndinn og skemmtilegur, en nær- tækara er að líta til gáfna hans og þess hversu auð- velt honum veitist að vekja hollustu við sig hjá öðrum. Verst við Davíð er að hann getur verið óþolin- móður i garð annarra, sem eftil vill þurfa lengri tima til að hugsa, hann á það til að vaða yfir fólk og likt og hann ku sjálfur hafa orðað það, þá er hann bæði langrækinn og hefnigjarn. fólk segja frá högum sínum og áhugaefrii. En fólkið verður að vera íjyrsta lagi edrú og ekki al- veghringlandi.“ Kristín Sigurðardóttir í DV Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2: „Auð- vitað er drukkið fólk ekki gott útvarpsefni og að sjálfsögðu er þeim vísað frá sem hringja í Þjóðarsálina og eru í annarlegu ástandi, enda blátt bann lagt við því að menn séu undir áhrifum er þeir tala í útvarpið. Hjá því verður ekki komist að einn og einn sem þannig er ástatt fyrir sleppi í gegnum síuna, enda ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir ástandi manna. Slík slys verða þó sárasjaldan og við lít- um ekki á þetta sem vandamál. Allir íslending- ar hafa hitt drukkið fólk, það er viti sínu fjær og ekkert öðruvísi í út- varpi en annars staðar. Þjóðar- sálin er svo sannarlega ekki athvarf fyrir drykkju- fólk; áfengis- neysla íslend- inga er alfarið v a n d a m á 1 þjóðarinnar." Okkur blæðir hægt út PRESSAN/JIM SMART er stjórnarformaður Atlantsflugs, flugfélagið er í verulegum vanda þar sem stjórnvöld draga það á ákvörðun um framlengingu rekstrarleyfis. Á meðan getur það ■ hvorki gert samniiiga né staðið við aðrar skuldbindingar. Hver er staðan ídag? „f fyrstu ber að nefna að félagið hlaut flugrekstrarleyfi árið 1990 en tæpu ári síðar settu stjórnvöld nýjar reglur um stöðu fyrirtækja í flugrekstri. Fólust breytingarnar í því að flugfélagi væri skylt að gera tveggja ára áætlun fram í tímann og gert að ráða yfir þriggja mán- aða rekstrarfé sem miðast við meðaltalsinnkomu. Okkur var gert, samkvæmt nýjum reglum, að framlengja rekstrarleyfið í febrúar á þessu ári og lögðum við þegar fram öll tilskilin gögn. Skil- yrði um eiginfjárstöðu voru ekki nægjanlega góð og veittu stjórn- völd af þeim sökum einungis leyfi til áramóta, en á tíu mánuðum áttum við að koma fjármálunum í það horf að þau samræmdust reglugerðinni. Erlendir og inn- lendir fjárfestar vildu þá þegar fá vitneskju um hvort félagið fengi framlengt leyfi með áframhald- andi viðskiptasamninga í huga. Fyrsti hnykkurinn kom því til vegna þess að framlengingin var of stutt og ekki hægt að treysta nýja samninga.11 Þið getið þá lítið hreyftykkur í núverandi stöðu? „Við höfum engin svör fengið frá ráðuneytinu enn, en við álítum Atlantsflug alls ekki falla undir nýja reglugerð þar sem hún var gerð eftir að fyrirtækið hóf rekst- ur. Lögfræðileg úttekt á málinu styður málstað okkar, en ráðu- neytið heldur fast við sitt. Við það sem þegar hefur verið tilgreint má bæta að fyrirtækið á einnig að leggja fram tveggja ára áætlun. Flugfélag sem byggir eingöngu á leiguflugi á afar erfitt með að sýna ffarn á slíkt. Það vantar 125 millj- ónir til að standa undir kröfu stjórnvalda um eiginfjárstöðu sem dugar til þriggja mánaða rekstrar, en þessir peningar eru ekki til í þjóðfélaginu í dag. Þetta er óvönd- uð reglugerð þar sem margt stangast á og ég er hræddur um að ef hún yrði yfirfærð á stóru fýrir- tækin í íslensku atvinnulífi sem eru í nokkuð öruggum rekstri vantaði mikið upp á að þau stæðu undir þessari kvöð.“ I Ijósi sögunnar ervart hœgt að segja að flugrekstur á íslandi telj- ist öruggur atvinnurekstur. „Flugrekstur hefur mikið snúist um völd og pólitík og svo virðist sem þegar samgöngumál hjá þessari eyþjóð eru annars vegar er eins og ákveðnir aðilar vilji sitja að þeirri köku og hafa til þess varð- hunda. Það voru til að mynda ekki neinar „mjólkurleiðir“ sem Arnarflug fékk í sinn hlut, ef það félag er tekið sem dæmi. Þetta horfír öðruvísi við okkur, því við fljúgum leiguflug og megum á ákveðnum tíma árs fljúga inn á eftirsóttustu staðina. Ef EES- samningarnir verða að veruleika verður flug innan EFTA- og Evr- ópulandanna nánast óheft en svo- kallaður þriðji pakki í flugi og frjálsum flutningum tekur gildi innan bandalagsins fyrsta janúar á næsta ári.“ Einhverjar takmarkanir hljóta að vera eðlilegarsvo ekkiþurfi að kotna til gjaldþrot upp á tugi milljóna? „Reglurnar, eins og þær eru nú, eru letjandi vegna þess að eftir því sem fýrirtækinu gengur betur þeim mun hærri eiginfjárstöðu þarf það að sýna fram á í hvert sinn sem það sækir um framleng- ingu Ieyfis sem þegar er í gildi. Það er mun eðlilegra að í gildi sé eftirlitsþáttur eins og sá sem við- hafður var fram að þeim tíma sem reglugerðarbreytingin átti sér stað.“ Er„status quo“ hjá fyrirtœkinu nú? „Þar sem við vitum ekki hvert framhaldið verður eru starfsskil- yrði afar erfið. Við getum ekki gert samninga eða tekið á okkur skuldbindingar framyfir áramót og við höfum misst af ýmsum verkefnum vegna þessa. Við vor- úm með tvær vélar í rekstri en höfum þurft að stöðva þær báðar. Það er því ljóst að enda þótt gefin verði undanþága erum við smám saman að missa út úr höndunum framtíðarmöguleika fyrirtækis- ins.“ Vélarnar tvœr hafa verið kyrr- settar og þið bíðið átekta? „önnur er þegar farin til annars flugrekanda, þar sem við gátum ekki gengið að samningi sem okk- ur bauðst fyrir hana, og hinni hef- ur verið lagt í Shannon á Irlandi. Við bíðum eftir viðbrögðum stjórnvalda, en á meðan blæðir okkur hægt út.“ Á RÖNGUNNI T V Í F A R A R Guðanna bænum ekki láta leðurfötin trufla ykkur... það er einmitt það sem þessir uppreisnarkálfar vilja. — Drottinn minn, þessi aldur! Á dögunum fetigu konur loks leyfi til að taka prestvígslu í bresku biskupakirkjunni. Þrátt jyrirað margir telduþama snúiðfráfordœmi meistarans fögnuðu konurþessum sigri ákaf- lega, eins ogsjá má á myndinni til htegri, sem er hluti myndar er birtistyfirþveraforsíðu The Sunday Times. Þvt miður er okkur ófcert að upplýsa lesendur urn nafn konunnar, sem þar nánastfroðu- fellir af trúarlegum æsingi ogfögnuði. Tvífara hennar á mynd- inni til hœgri getum við sem hœgast nafngreint, þvíþar er komin síra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem vafalaust nefursamglaðst kynsystrum sínum suður á Englandiþótt sennilegast hafihún gertþað af ögn meiri stillingu. En um það erekki neinum blöð- um aðfletta; sú nafnlausa ogAuður Eir eru algerir tvífarar, áhugamálin eru öldungis glögglega þau sömu, fatasmekkurinn hinn sami, hárið er eins, hið glœsilega nef er eitts, og til að kór- óna sköpunarverkið hafa þœr báðar hina samkeltnesku skúffu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.