Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 21 Allar tilraunir til að hefta fólksfjölgun á Indlandi hafa reynst árangurslausar og fer tala íbúa ört vaxandi, án þess að nokkuð fá- ist að gert. Sýnt er að í óefni stefnir, og ef svo heldur fram sem horfir verða Indverjar orðnir um tveir milljarðar talsins eftir fjörutíu ár. Á Indlandi er ástandið orðið svo svart, að það er næstum óhugsandi að það geti orðið öllu verra. Þrátt fyrir tilraunir til að sporna við fólksfjölgun á Indlandi heldur íbúum landsins áfram að fjölga með ógnarhraða og eru margir vantrúaðir á að nokkurn tímann verði unnt að halda aftur af þeirri þróun. Ef ekki dregur stórlega úr fólksfjölgun á Indlandi má reikna með því að íbúafjöld- inn, sem nú er um 875 miljónir, verði kominn í tvo miljarða árið 2035. Þar með væri Indland kom- ið fram úr risanum Kina hvað fólksfjölda varðar. Örbirgðin á Indlandi er gífurleg og teljast um fjörutíu prósent íbúa landsins vera undir fátæktar- mörkum. Hún er því ekki fögur framtíðarsýn Indlands, ef fólks- fjöldinn þar á eftir að tvöfaldast næstu fimmtíu árin; í þessu landi sem tæpast getur brauðfætt þegna sína. Ef svo fer sem horfir sjá sér- fræðingar fram á hið versta; þjóð- félagshræringar, óeirðir, hung- urnsneyð og algjöra eymd. DREGIÐ ÚR FRAMLÖGUM TIL MENNTAMÁLA Allar tilraunir indverskra yfir- valda til að hefta ört vaxandi fólksfjölda hafa mistekist og margir eru svartsýnir á að það verði nokkurn tíma mögulegt. Fé- lagsráðgjafar hafa komist að þeirri niðurstöðu að árangursríkasta leiðin sé ekki sú að hvetja til notk- unar smokksins, heldur sé lausnin fólgin í að stórbæta menntun ind- verskra kvenna. Nú virðist þó vera útséð um að hægt verði að fara þá leið, því mjög hefur verið skorið á framlög hins opinbera til heil- brigðis- og menntamála, í því skyni að draga úr útgjöldum ríkis- ins. Indversk yfirvöld ásaka að hluta sjálf sig fyrir misheppnaðar aðgerðir í baráttunni gegn fólks- fjölgun, sem einkennst hafi af spillingu og dugleysi. Jafnframt er skuldinni skellt á erlenda sérfræð- inga í mannfjöldaþróun, sem hvöttu Indverja til að samþykkja úrlausnir, sem hentuðu betur ein- ræðisríkjum en lýðræðislegu stjórnarfari. FARIÐ AÐ FORDÆMI KÍNVERJA I umræðunni um þann vanda sem Indland stendur frammi fyrir hefur gjarnan verið litið til Kína og þeirra aðgerða sem gripið var til þar í baráttunni gegn ört vaxandi fólksfjölda. Eins og mörgum er enn í fersku minni tókst valdboðs- stjórninni þar í landi á miskunn- arlausan hátt að draga stórlega úr fólksfjölgun. Með herferðinni gegn barneignum, sem hófst 1979, var blátt bann lagt við því að hjón eignuðust fleiri en eitt barn. Þótt um væri að ræða alvarlegt brot á mannréttindum var aðgerð þeirra Kínverja árangursrík og tókst að draga verulega úr fólksíjölgun í landinu. Á sjöunda áratugnum eignuðust kínversk hjón að með- altali sex börn, nú eru þau 2,5 á hverja fjölskyldu. Á Indlandi hefur verið stefnt að þeirri grundvallarþróun, að árið 2000 verði orðin sú breyting á að fjölskyldur takmarkist við einung- is tvö börn. Enn sem komið er er meðaltalið fjögur börn á hverja fjölskyldu. Víst er að í hinu ind- verska lýðræðisþjóðfélagi verður ekki hægt að endurtaka sömu miskunnarlausu aðgerðirnar og í Kína 1979. Indiru Gandhi tókst reyndar að koma ófrjósemisað- gerðum inn í neyðarlög árið 1975, en glataði vinsældum sínum fyrir vikið. Þrátt fyrir ritskoðun yfir- valda barst það út að lögregla hefði stöðvað heilu strætisvagn- ana og leitt alla karla á aldrinum sautján til sjötíu ára inn í sjúkra- tjöld þar sem þeir voru neyddir til að gangast undir ófrjósemisað- gerð. Samkvæmt opinberum töl- um gengust átta milljónir manna nauðugir viljugir undir slíka að- gerð þá átján mánuði sem neyðar- lögin voru í gildi. STÚLKUBÖRN BORIN ÚT Neyðarlögin í Indlandi gáfu ekki góða raun og var loks horfið frá því að þvinga menn í ófrjó- semisaðgerðir, enda var sú aðgerð fordæmd harðlega af mörgum. Nú hafa indversk yfirvöld brugðið á það ráð að semja við konur og bjóða þeim um 400 íslenskar krónur gegn því að þær gangist undir ófrjósemisaðgerð. Þótt fimm milljónir kvenna hafi látið tilleiðast á síðasta ári og tekið þessu „gylliboði" hefur ekki náðst ýkja mikill árangur í baráttunni gegn fólksþölgun á Indlandi. Enda mun það vera raunin, að í lang- flestum tilfellum er um að ræða konur í eldri kantinum sem komnar eru yfir barneignaaldur. Ekki hefur almennt tekist að fá konur í barneign til að fallast á að eignast ekki fleiri börn en tvö. Er ástæða þess einkum sú, hve marg- ir foreldrar missa börn sín úr sjúkdómum og hungursneyð á Indlandi. Ef foreldrar eignast að- eins tvö börn og missa þau svo bæði, eins og algengt er, hver á þá að sjá fyrir þeim í ellinni? spyrja félagsráðgjafar með réttu. Það er nefnilega í höndum sonanna, en ekki indverska ríkisins, að hugsa um foreldra sína þegar þeir eldast. Afþeirri ástæðu er það til siðs í fjallahéruðunum í Himachal Pra- desh, að eiginmenn grafi holu í jörðina þegar konur þeirra verða þungaðar. Ef barnið reynist stúlka er það grafið lifandi í holunni, enda talið vera til lítils að eiga telp- ur á þessum slóðum. Ef það hins vegar er drengur og honum hampað og gróðursetur faðirinn tré í holunni af einskæru stolti. YFIRVÖLD RÁÐÞROTA Víst er að vandi Indverja er mikill og það er ekki að ástæðu- lausu að yfirvöld í landinu eru nú ráðþrota. Ýmsir erlendir sérfræð- ingar í mannfjöldaþróun halda fast við þá skoðun sína að aðeins verði hægt að hefta fólksfjölgun á Indlandi með því að hvetja til notkunar getnaðarvarna; lausnin sé ekki fundin með óffjósemisað- gerðum. Halda sömu menn því fram að eina ráðið sé að dreifa ýmsum tegúndum getnaðarvarna, s.s. pillunni og smokknum, til fólks og þá einkum í dreifbýli, þar sem menntun er af skornum skammti og barnafjöldinn hvað mestur. Indverskir sérfræðingar líta málið þó öðrum augum. Vissulega sé það vel framkvæm- anlegt að fylla flugvél af smokkum og dreifa þeim yfir sveitir lands- ins. Það hafi þó ekki minnstu þýð- ingu, ef fólkið hefur ekki hug- mynd um til hvers smokkarnir eru ætlaðir! Nýtt frá Leonard Cohen Eins og margir muna heillaði gamla kempan Leon- ard Cohen ís- lendinga upp úr skónum á hljómleikum sínum í Laug- ardalshöll fýrir rúmum fjórum ár- um. Enginn taldi sig mega missa afþessum viðburði og fjölmenntu tvær kynslóðir í höllina; þeir yngri til að kynnast nýju, þeir eldri til að rifja upp gamla tíma. Lítið hefur farið fyrir hinum 58 ára Cohen síðan, en hann hefur þó aldeilis ekki setið aðgerðalaus. Cohen hef- ur unnið að gerð nýrrar plötu og má segja að hann hafi notað tím- ann vel, því samkvæmt því sem hann hefur sagt sjálfur tók það hann t.d. næstum tvö ár að semja lagið góða Hallelujali á sínum tíma. Nýverið leit afraksturinn dagsins ljós, en nýja platan heitir The Future og er sögð býsna góð. Platan er á rólegu nótunum og á henni syngur Cohen um allt milli himins og jarðar, m.a. eiturlyfið „krakk“, kynlíf, Charles Manson og Chevrolet-bifreiðir. Ef nýja platan á eftir að fá jafngóðar við- tökur og sú síðasta hefur Cohen enga ástæðu til að óttast um vin- sældir sfnar. Frakkarbanna reykingar Mikil óánægja ríkir nú meðal reykingafólks í Frakklandi, eftir að lög er banna reykingar á opinber- um stöðum gengu í gildi 1. nóv- ember. Mikið er reykt í Frakklandi en þar nota um 15 milljónir manna tóbak og helst franskt, sem er mun sterkara en flest annað tóbak. Frá og með mánaðamótum er nú óheimilt að reykja á opin- berum stöðum; í neðanjarðarlest- um, skrifstofum, spilavítum og næturklúbbum, og á matsölustöð- um er skylt að bjóða upp á reyk- Iaus svæði. Mikil herferð er nú í Frakklandi gegn reykingum, en þar deyja árlega um 54 þúsund manns af völdum tóbaksneyslu. Með stöðugum auglýsingum í blöðum og sjónvarpi eru menn hvattir til að fara að hinum nýju reykingalögum, en þungar sektir eru við broti á þeim. Reykingafólk og einkum eigendur matsölustaða í Frakklandi eru vægast sagt ósátt- ir við þessa aðför „böðla tóbaks- ins“ að þeim er reykja, og sumir eru staðráðnir í að hunsa hin op- inberu lög. Enda líta margir svo á, að reykingar séu ómissandi hluti ff anskrar menningar. Málverkafundur aldarinnar? Ef satt er, sem ítalskur verslunar- eigandi nokkur á Ítalíu heldur fram, þá verður hann líklegast að teljast til heppnustu manna í heimi. Maður- inn keypti af rælni sex teikningar, sem troðið hafði verið saman í einn ramma, af skransala einum í Suður- Frakklandi og borgaði um fjögur þúsund krónur fyrir. Manninum þótti myndirnar óvenjufallegar og ákvað að láta það eftir sér að kaupa þær, þótt dýrar væru og eftir óþekkt- an listamann, að því er talið var. Þegar ramminn var tekinn í sundur kom hins vegar í ljós, að aftan á teikningarnar hafði verið skrifað Vincent ’88, og bendir allt til þess að myndirnar séu áður óþekkt verk hol- lenska listmálarans Vincents van Gogh, sem hann málaði árið 1888 er hann bjó í Arles í Frakklandi. Málverka- fundurinn hefur valdið miklu fjaðrafoki, enda ekki á hverjum degi sem menn rekast á óþekkt verk eftir snill- inginn van Gogh. Rithandarséríræðingar telja engan vafa leika á því að rithöndin aftan á teikningunum sé list- málarans. Það sem rennir enn frekari stoðum undir kenningar um að verkin séu ekta eru bréf listamannsins sem varðveist hafa, þar sem van Gogh lýsir nákvæmlega teikningunum sex og tilurð þeirra. Listfræðingar hafa þó allan vara á sér og ýmsir draga í efa, að verkin séu eftir Vincent van Gogh, enda séu þau mjög ólík öllu öðru sem hann fékkst við í listmálun sinni. m uu. MiL. mú tnu i Hin síðari ár hefur sú þróun orð- 1 ið í sjónvarpi að afþreyingarefni á æ meiri vinsæidum að fagna meðal áhorfenda og að margra mati er ekkert eins skemmtilegt og sápu- óperan. Eru það einkum frjálsu sjónvarpsstöðvarnar sem sýna sáp- una, enda lögð ríkari áhersla á af- þreyingarefni á þeim vígstöðvum en þætti um stjórnmál, menningu eða listir. Ein þeirra ríkisreknu sjónvarpsstöðva í Evrópu sem 1 m rW *s J&i ^ jp ^ i' iJR; þykja afar íhaldssamar er þýska sjónvarpið, ARD, en það hefur fram til þessa lítið hvikað frá þeirri stefnu sinni að sýna aðeins vandað sjónvarpsefni, þrátt fyrir auknar vinsældir frjálsu sjónvarpsstöðvanna með af- þreyinguna í fararbroddi. Það þótti því tíðindum sæta þegar þýska ríkissjónvarpið hóf á dögunum sýningar á þýskri sápuóperu, Stjörnum suðursins, sem sýnir ungt, fallegt og ríkt fólk og þykir ekki gefa bandarískri sápu neitt eftir. Hjá ARD segjast menn ekki hafa haft önnur úrræði, en ríkissjónvarpið á undir högg að sækja vegna samdráttar í auglýsingum og minnkandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Sápuóperan er lausnarorðið þegar þannig er ástatt fyrir sjónvarpsstöðvum, en hún er ódýr í framleiðslu og vel fallin til vin- sælda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.