Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrnusnillingurinn Paul
Gascoigne eða Gazza eins og
hann er iðulega kallaður er nú óð-
um að komast í form eftir að hafa
lengi átt í erfiðum meiðslum.
Hann er nú leikmaður Lazio á
Ítalíu, eins og fótboltaunnendur
vita, og hefur leikið vel með lið-
inu. Þá er hann búinn að spila tvo
leiki með enska landsliðinu í und-
ankeppninni fyrir heimsmeistara-
keppnina í Bandaríkjunum árið
1994 og hefúr verið besti maður
vallarins í hvorum tveggja. Var
maðurinn á bak við sigur Eng-
lendinga á Norðmönnum og í leik
gegn Tyrkjum skoraði hann tvö
glæsileg mörk.
Það er víst ekki ofsagt að
Gazza-æði hafi geisað nú um
nokkurt skeið og var raunar hafið
áður en hann meiddist. Það er til
siðs að framleiða ýmiskonar vör-
ur í nafni stórstjarna og skiptir þá
engu hvort þeir eru fótbolta-
stjörnur, kvikmyndastjörnur eða
annars konar stjörnur, á þessu
hefur Gazza grætt vel. Það eru til
Gazza-púsluspil, -tannkrem,
- plaköt, -myndbönd, -nærbuxur
og fleira og fleira. Strákur þarf
enda ekki að kvíða framtíðinni
peningalega: „Ég held ég standi
mig ekki illa, orðinn milljóna-
mæringur tuttugu og þriggja ára.
Ég er tuttugu og fimm ára núna
og á allt sem ég þarf og langar til
að eiga,“segirhann.
En þótt Gazza gangi allt í hag-
inn hefur hann ekki alltaf verið
Gervihnattasport
12.30 Snóker Screensport.
Spennandi íþrótt.
20.30 Fótbolti Screensport. Svip-
myndir frá Hollandi og
Spáni. í þessum löndum
leika margir afburða knatt-
spyrnumenn.
22.30 Körfubolti Eurosport. Bar-
áttan um Evrópumeistara-
titilinn er nú í algleymingi.
Margir þeirra leikmanna
sem hér koma við sögu
hafa leikið í NBA-deildinni.
12.00 Veitt í Ameríku Sky
Sports. Fýr að nafni Larry
Schoenborn ferðast um
Ameríku og veiðir í vötn-
um. Larry fær helling af
veiðisnillingum til liðs við
sig við að útskýra listina.
17.00 Fótboltabomsuher-
bergið Sky Sports. Gamli
senterinn Andy Gray fær til
spekúlanta og pælir í
enska fótboltanum.
18.30 Rall Eurosport. Sýnt frá ralli
í Chester á Englandi, en
það var hluti heimsmeist-
arakeppninnar.
wiiVM.'RMiMiSERsarma
13.00 fþróttir á laugardegi Sky
Sports. Það má ávallt
ganga að þessum þætti
vísum á laugardögum.
Blandaður þáttur; meðal
annars íshokkí og pllukast.
Og svo náttúrlega fótbolti.
17.50 Fótbolti Screensport. Bein
útsending frá Brasillu.
21.00 Hnefaleikar Screensport.
Bein útsending frá viður-
eign Chris Eubanks og Ju-
an Carlos Giminez. Tveir
klukkutímar eru fráteknir
fyrir þennan lið en hvort
annar verður rotaður inn-
an þess tíma er með öllu
óvíst.
SUNNUDAGUR
14.00 Fótbolti Sky Sports. Bein
útsending frá leik í úrvals-
deildinni ensku. Enn er
ekki Ijóst hvaða leikur verð-
ur fyrir valinu en hann
verður ugglaust valinn af
kostgæfni.
17.00 Skíði Eurosport. Þá eru
þeir byrjaðir enn á ný að
keppa í að renna sér á
skíðum. Bein útsending frá
Ítalíu.
18.00 Körfubolti Screensport.
Bein útsending frá leik í
þýsku úrvalsdeildinni. Þar
er leikinn fínn körfubolti.
23.00 Keila Screensport. Þeir í Es-
condido í Kaliforníu eru
býsna slyngir við að fella
keilurnar.
tekinn alvarlega. Mörgum þótti
hann — og þykir sumum enn —
hálfgerður flautaþyrill og trúður.
Hann þótti skemmtanafíkinn og
taka fæsta hluti alvarlega en vissu-
lega hefur hann róast þótt hann
viðurkenni fúslega að honum þyki
enn gaman að láta eins og fífl á
stundum. „George Best án heila“
var einkunnin sem blaðamenn
gáfú honum og vísuðu þá til óum-
deilanlegra hæfileika hans í fót-
bolta og hversu vitlaus hann væri.
En Gazza er alls óvitlaus. Hann
hefúr aftur á móti verið ófeiminn
við að skamma blaðamenn —
sérstaklega þá ensku — fyrir að
láta einkalíf sitt ekki í ffiði og því
kannski ekki orðið mjög vinsæll
hjá þeirri stétt. Og hann var ekki
kátur þegar mynd af unnustu
hans, Sheryl Kyle, þar sem hún lá
berbrjósta í sólbaði við villu þeirra
í Róm, birtist í ensku blöðunum.
„Ég hef búið í rúma þrjá mánuði á
Ítalíu núna og einu blaðamenn-
Manfred Binz er „líberó“ hjá
Eintracht Frankfurt í þýsku úr-
valsdeildinni og góður sem slíkur.
Binz lék fyrsta leik sinn með
Eintracht 6. desember árið 1986
og síðan hefúr hann ekki misst úr
leik! Hann hefúr aldrei á þessum
tíma meiðst og honum hefur
heldur aldrei verið skipt út af.
Hann hefur ekki misst svo mikið
sem mínútu úr leikjum liðsins ffá
þeim tíma.
Binz er nú 27 ára og á því vænt-
anlega eftir að leika marga leiki
enn. Hann nær þó varla að slá met
gamla refsins Sepp Maier sem
stóð í markinu hjá Bayern Mu-
nchen á árunum 1966 til 1979.
Maier spilaði nefnilega hvorki
irnir sem hafa hangið
fyrir utan húsið mitt
eru enskir,“ segir
Gazza og ber ítölsk-
um blaðamönnum
vel sögunna, segir þá
virða einkalíf sitt.
„En maður býst við
þessu af Englending-
unum. Hverjir halda
þeir að þeir séu?
Hvað gera þeir? Þeir
eru ekki neitt. Þeir fá
borgað fyrir að skrifa
eitthvert bull og elta
fólk hvert sem það
fer.“
Ensku blöðin
gerðu lítið úr mögu-
leikum Gazza á að
standa sig á Ítalíu.
Hann gæti ekki lært
ítölsku og hann
mundi ekki geta
samlagast lífinu þar.
Mikið var til dæmis
gert úr því að Gazza hefði eytt
heilu ári í ítölskunám en gæti þó
ekki sagt neitt annað en „Mamma
mia“. Hann viðurkennir að ítalsk-
an sín sé ekki upp á marga fiska
og grínast með það: „Mér er alveg
sama hvað ítölsku blöðin skrifa
um mig. Ég skil þau ekki þannig
að það er ekkert vandamál!"
En pilturinn er staðráðinn í að
kveða allar efasemdarraddir í kút-
inn, ætlar að standa sig á Ítalíu og
ekki síður bíður hann spenntur
eftir heimsmeistarakeppninni árið
1994. „Ég elska England. Ég elska
enskan fótbolta en staðreyndin er
sú að ég lék á Englandi í átta ár og
mig langar að reyna mig hér í ein-
hver ár. Það var kominn tími til
fyrir mig að fara. Ég hafði helling
af öfundsjúku fólki á bakinu, öf-
undsjúkar skepnur. Ég var króað-
ur inni og líf mitt virtist stefnu-
laust. Nú er ég hins vegar mjög
ánægður,“ segir hann.
meira né minna en 442 leiki með
Bayem í röð. Binz á langt í það og
þess ber líka að gæta að mark-
menn spila lengur ffam eftir aldri
en útileikmenn.
Binz reykir að sjálfsögðu hvorki
né drekkur og æfir mun meira en
félagar hans. Teygir sérstaklega
vel eftir hverja æfingu og hvern
leik og þjálfar líkamann oft í viku í
líkamsræktartækjunum sem hann
á í kjallaranum heima hjá sér.
Berti Vogts, landsliðsþjálfari
Þjóðveija, hélt að í Binz væri kom-
inn framtíðar-“líberó“ þýska
landsliðsins en Binz hefur ekki
náð sér á strik í þeim landsleikjum
sem hann hefúr leikið og er ekki í
landsliðshópnum núna.
Manfred Binz hefur ekki misst úr leik með Eintracht Frankfurt frá
1986; aldrei meiðst og aldrei verið tekinn út af.
Hefur spilað óslitið
í 18.000 mínútur
Gascoigne ásamt unnustunni Sheryl, sem ekki þykir hafa góðan
fatasmekk.
Anthony og
Ágúst til Fram ?
Anthony Karl Gregory og Ágúst Gylfa-
son. Klæðast þeir búningi Fram næsta
tfmabil?
Nokkur lausung virðist
nú vera á leikmönnum
fyrstudeildarliðs Vals í
knattspyrnu og mikið um
það rætt manna á meðal
að hinir og þessir leik-
menn séu að fara ffá félag-
inu.
Fram hefúr komið í
fjölmiðlum að Anthony
Karl Gregory sé á förum
frá Val en Anthony lék
mjög vel í sumar og skor-
aði mikið af fallegum mörkum
fyrir liðið. Hann hefúr verið orð-
aður við Skagamenn, en þeir
hafa eins og kunnugt er misst
helstu markamaskínur sínar,
Arnar og Bjarka Gunnlaugs-
syni. Nú heyrum við að Fram-
marar hafi átt í viðræðum við
Anthony og sömuleiðis Ágúst
Gylfason, félaga hans hjá Val,
um að þeir gangi til liðs við Safa-
mýrarliðið og mun ekki ólíklegt
að saman gangi þótt viðræðum-
ar séu á byrjunarstigi ennþá.
Eins og knattspyrnuunnend-
ur vita mun Ásgeir Sigurvirtsson
þjálfa Frammara næsta sumar,
en Ásgeir er fyrir löngu orðinn
goðsögn í íslenskum knatt-
spymuheimi.
Eins og hér á landi
eiga knattspyrnulið í
nágrannalöndum okk-
ar i fjárhagserfiðleik-
um. I Sviþjóð hefur
hálfatvinnumennska
lengi verið við lýði, en
fyrir þremur árum fóru
stjórnendur Malmö út
í að gera liðið að
hreinræktuðu at-
vinnumannaliði. Mal-
mö hefur því undan-
farin þrjú ár verið eina
hreinræktaða at-
vinnuknattspyrnuliðið
íSviþjóð. Rekstur liðs-
ins hefur gengið upp
og ofan, en svo illa ár-
ar nú að stjórn liðsins
hefur ákveðið að gefa
atvinnumennskuna
upp á bátinn og
hverfa aftur til hálfat-
vinnumennsku.
Þorglls
Ótlar
kominn
af stað
„Ég er svona rétt að byrja að
hreyfa mig. Það verður bara að
koma í ljós hvort maður hefur
tíma til að sinna þessu og kemst í
gang aftur,“ sagði Þorgils Óttar
Mathiesen aðspurður um hvort
hann væri endanlega hættur í
handbolta eða ætlaði sér af stað
aftur af fullum krafti.
Þorgils Óttar er að stíga upp úr
erfiðum meiðslum og uppskurði.
FH-ingar em svo sem ekki í neinu
línumannahallæri því arftaki Þor-
gils Óttars, Hálfdán Þórðarson,
hefúr spilað mjög vel undanfarið
og vaxið gífurlega sem línumaður
en endurkoma Þorgils Óttars
mundi engu að síður styrkja lið fs-
landsmeistaranna. Hann fer þó
varlega í sakimar enn sem komið
er og ekki er ljóst hvert framhaldið
verður. „Ég er hálfgerður sjúkra-
þjálfaramatur ennþá,“ sagði Þor-
gils Óttar.
Þorgils Óttar
Mathiesen er
að ná sér af
meiðslum, en
óvíst hvort
hann hellir
sér af fullum
krafti (hand-
boltann á ný.
Skemmir Maradona
Argentínumönnum?
Snillingurinn Diego Maradona
er kominn á fullt í fótboltann með
Sevilla á Spáni eins og fótboltafíkl-
um er væntanlega kunnugt. Mar-
adona mun einnig vera tilbúinn í
slaginn með argentínska landslið-
inu, en draumur hans er að leiða
liðið til sigur í úrslitum heims-
meistarakeppninnar í Bandaríkj-
unum árið 1994.
En þótt skrýtið sé kannski þá
eru ekki allir jafnsannfærðir um
að endurkoma Maradona í lands-
liðið verði því til góðs. Argent-
ínska landsliðið þykir sterkt um
þessar mundir og spila góðan fót-
bolta. Fyrir skemmstu vann liðið
fjögurra liða mót í Sádí-Arabíu en
í því tóku þátt, auk Argentínu,
landslið Bandaríkjanna, Fflabeins-
strandarinnar og Sádí-Arabíu.
Vissulega öttu Argentínumenn
þarna ekki kappi við sterkustu
landslið heims, enda vann liðið
leiki sína næsta örugglega. Fót-
boltaspekúlantar þykjast samt sjá
að argentínska liðið hafi alla burði
til að verða feikisterkt; liðið spilar
góðan bolta og geislar af sjálfsör-
yggi. Það eru líka svo sem engir
aukvisar í argentínska liðinu. Þar
dugir að nefna markvörðinn
Sergio Coycochea, Fabian Basu-
aldo, Oscar Ruggeri, GabrielBat-
istuta og senterinn öfluga
Claudio Caniggia. Margir telja að
Argentínumenn eigi að einbeita
sér að því að byggja liðið upp í
kringum þessa menn og aðra liðs-
menn. Það sé vænlegra en að setja
traust sitt á Maradona, sem ekki
er í góðu líkamlegu formi þessa
dagana, og vonast eftir því að
hann geri einhver kraftaverk í
Bandaríkjunum.
fyrir
Menn eru miskátir með að Mar-
adona verði valinn aftur í arg-
entlnska landsliðið. Landsliðið
spilarvel um þessar mundir og
sumir segja að Maradona muni
eyðileggja uppbygginguna.