Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Ástþór Magnússon Jilfilli Spútnlk í útlðndum eftir brefalt gjaldbrot á íslandl Ástþór, sem síðar fékk sér ættarnafnið Wium með sérstakri nafnbreytingu, fór með Myndiðjuna Ástþór, Vöruhúsið Magasín og sjálfan sig í gjaldþrot 1980 til 1983. Fór þá af landi brott og rekur nú alþjóðlegt fyrirtæki í London og flýgur um á einkaþotu. hóf Ástþór Magnússon, sem fyrir rúmum tíu árum fór á hausinn með fyrirtækin Myndiðjuna Ást- þór og Vöruhúsið Magasín og fluttist af landi brott í kjölfarið, er nú staddur hér á landi vegna markaðsvæðingar á íslenskum vörum erlendis. Hann hefur sýni- lega náð sér vel á strik eftir fyrri áföll, því hann rekur nú alþjóðlegt fyrirtæki í London og kom hingað til lands á sextíu milljóna króna einkaþotu fyrirtækis síns, „Spirit oflceland". UM 34 MILLJÓNA KRÓNA KRÖFUR í BÚ MAGASÍNS OG EIGENDA Ástþór var á sínum tíma sagður hafa flúið land frá gjaldþrotakröf- um og öðrum skuldum. Einn heimildamaður blaðsins fullyrti þannig að Ástþór skuldaði sér um tvær milljónir króna að núvirði vegna gjaldþrots Magasíns. Myndiðjan fór á hausinn upp úr 1980, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fundust engin gögn hjá skiptarétti — þau málalok virðast týnd og tröllum gefin. Hins vegar var í ágúst 1983 kveðinn upp úrskurður um gjald- þrotaskipti Magasíns, Ástþórs persónulega og Magnúsar K. Jótissonar trésmiðs, föður hans. Áður hafði Magasín fengið greiðslustöðvun og talsvert af eignum selt, þar sem andvirðið rann upp í forgangskröfúr. Ástþór fluttist aflandi brott í árslok 1983. Þrotabú þessi voru gerð upp í apríl 1985. Viðurkenndar al- mennar kröfur í bú Magasíns og eigendanna tveggja voru um 34 milljónir að núvirði og greiddust upp f þær um 23 milljónir að nú- virði. Tæplega 4 milljóna króna forgangskröfur greiddust hins vegar að fullu. Að auki voru greiddar veðtryggðar kröfúr upp á 7,7 milljónir að núvirði úr þrota- búi Magnúsar. SEGIR „FJANDSAMLEG ÖFL“ HAFA KNÚIÐ FRAM GJALDÞROT Samkvæmt þessu greiddust talsverðir fjármunir upp í bús- kröfur. Ástþór heldur því fram í dag að í raun hafi aldrei þurft til gjaldþrots að koma. Fyrirtækið hafi fengið greiðslustöðvun og þá hafi eignir verið vel umfram skuldir. „En einhver fjandsamleg öfl knúðu á um gjaldþrotaskipti. Skyndilega vildu menn ekki semja við okkur og eignir voru seldar vel undir raunvirði. Við vorum til- búnir með aðila sem vildi kaupa verslunina, en því var vísað frá í skiptarétti þótt tryggingar væru fyrir hendi. Menn hafa orðað það við mig að þarna hafi verið á ferð- inni hefnd bankakerfisins vegna þess að ég stóð í stofnun Kredit- korta hf., sem ógnaði hagsmun- um bankanna á þeim tíma. Þá spilaði inn í að mínu mati stjam- fræðilegur lögfræðingskostnað- ur,“ segir Ástþór. f skýrslu skiptaráðanda kemur frám að í heild hafi greiðst upp í 81 prósent krafna, þar af hafi yfir 72 prósent fengist upp í almennar kröfur á hendur Magasín, en það er í raun ofsagt, því krónurnar sem greiddust þar voru talsvert verðminni en krónumar á bak við upphaflegar kröfur, enda mikil verðbólga ríkjandi. Þá greiddist ekkert upp í vexti og kostnað frá upphafsdegi skipta. Þessar tölur bera engu að síður með sér að talsvert hefur fengist greitt upp í kröfúrnar vegna Magasíns. Að lík- indum hafa tapaðar almennar kröfur hið mesta náð 10 til 11 milljónum að núvirði þegar upp var staðið. Ástþór fór af landi brott í árslok 1983, sem fyrr segir, þegar gjald- þrotaúrskurður var nýlega kveð- inn upp. Út fór hann til að koma upp þjónustufyrirtæki við póst- verslanir. Mikla athygli vakti að í Spiri£’tflceland Einkaþotan „Spirit of lceland" á Reykjavíkurflugvelli, skráð eign fyrirtækis Ástþórs, Gold Feder Aviation, skráð á Jómfrúreyjum. Eign upp á 60 milljónir króna. árslok 1984 breytti Ástþór nafni sínu með því að taka upp ættar- nafnið Wium og fékk hann við það nýtt nafnnúmer. f öll þau níu ár sem liðin em frá því hann fór af landi brott hafa sögur gengið um mikil umsvif hans erlendis, eign- arhald á húsum, flugvélum og snekkjum. Þessar sögur, sem Ást- þór segir verulega ýktar, hafa eðli- lega ekki fallið í góðan farveg hjá þeim sem telja sig hafa tapað pen- ingum á Ástþóri. En hvað segir hann sjálfur? BEINT ÚR SKÓLA í STRÍÐ VIÐ HANS PETERSEN - Þú varst áberandi í tslensku viðskiptalífi á sínum tíma, með Myndiðjuna Ástþór og Magasín, en svofór allt á hausinn. Skild- irðu menn eftir með miklar tap- aðarkröfur? „Ég satt að segja man ekki glöggt eftir uppgjörinu á Myndiðj- unni, en get fullyrt hvað Magasín varðar að það voru nær allar kröf- ur borgaðar á endanum. Ég byrj- aði með Myndiðjuna strax eftir skóla í Englandi, gerði samning við Fjárfestingarfélagið um kaup- leigu á tækjum. Ég fór út í sam- keppni við Hans Petersen, með nýjum aðferðum og mikilli mark- aðsfærslu og það varð mikið stríð. Þeir neituðu að selja okkur ýmis hráefni og það olli mikilli truflun á starfseminni. Ég á að kaupa vörur framhjá umboðsaðilanum, sem gekk í töluverðan tíma eða þar til Kodak erlendis fékk Hans Petersen til að af- greiða okkur, sem brást við þessu með því að hækka ekki verð hjá sér um langt tímabil í óðaverð- bólgu. Það varð til þess að við lentum í bullandi tapi og gjald- þroti." FÁRÁNLEGT AÐ SEGJA AÐ ÉG HAFIFLÚIÐ LAND - Þú hlýtur að muna hvort kröfur töpuðust vegna Myndiðj- unnar Ástþórs? „Örugglega eitthvað, en ekki miklar. Fyrirtækið keypti ekki mikið innanlands og því lítið um kröfur héðan. Þetta verður að skoðast í ljósi þess að ég fer út í þetta beint úr námi og hafði ekk- ert grætt. Við vorum með kaup- leigutæki og þetta var ekki spum- ing um að stinga undan eignum. Við héldum áfram í nafni Maga- síns til að reyna að halda þessu á floti. Það gekk mjög vel í fyrstu, við gáfúm út pöntunarlista og það var mikið pantað þangað til 1983, að mikil kreppa varð og kaup- máttarhrun. Það seldist ekkert, markaðurinn var alveg dauður. Ég held að sala á fatnaði hafi almennt dregist saman um helming. Við vorum síðan þannig staddir með pöntunarlistana, að við þurftum að kaupa inn vörur löngu áður en þær kæmust á markað. En þrátt fyrir allt greiddust allar forgangs- kröfur og almennar kröfur að mestu leyti. Ég veit ekki til þess að ég hafi skilið neinn hér eftir í sár- « um. - / árslok 1983 fórstu til Dan- merkur. Flúðirðu land? „Ég get ekki tekið undir slíka lýsingu, það er fáránlegt að segja slíkt.“ VAR EINFALDLEGA AÐ BÆTA ÆTTARNAFNINU WIUMVIÐ - Þú ert þá sáttur við þennan viðskilnað við Island? „Ég er sáttur. Blaðaskrif um mál mín ollu mér leiðindum. Ég fór ekkert út með fúllar töskur fjár eða skildi eftir skuldahala. Ég lenti einfaldlega í harðri samkeppni, óðaverðbólgu og síðar fjaraði undan Magasíni þegar kaupmátt- ur hrundi. En ég var í fleiru og get nefnt að það var ekki síst ég sem hóf krítarkortastarfsemina hér á landi. Ég var ekki opinberlega í fararbroddi eftir að Myndiðjan fór yfirum, en ég vann í tvö ár að undirbúningi að þessu, náði hlut- höfum saman til stofnunar á Kreditkortum hf. og réð Gunnar Bœringsson til starfa. Ég var þarna potturinn og pannan og um það geta fúndargerðir vitnað.“ - / árslok 1984, eftir að þú varst farinn út, breyttirðu nafni þínu úr Ástþór Magnússon íAst- þór Magnússon Wium ogfékkst nýtt nafnnúmer. Hvernig stóð á því? „Ég breytti ekki nafúinu, heldur bætti ættarnafninu við. Ég hafði ekki hugmynd um að nafnnúmer- ið breyttist við þetta, en þama var ég kominn út. Þessi breyting hafði engin áhrif, hvorki hér né erlend- is, þar sem íslensk nafnnúmer eða kennitölur eru ekki notaðar. Þetta var blásið út að óþörfú.“ TVÖ HEIMILIÁ ENGLANDI — EN ENGIN SNEKKJA - Hvað varð til þess að þúfórst til útlanda? „Ég var í viðskiptum við stórt póstverslunarfyrirtæki í Dan- mörku, Grattan, en þeir buðu mér að taka við sölu á öllum Norður- löndunum. Þessu tók ég, auk þess sem ég fór meðfram að selja tölvuforrit víða um Evrópu. Seinna jók ég við þá starfsemi Ástþór Magnússon Wium: „Ég veit ekki til þess að ég hafi skilið neinn héreftirísárum... Égfór ekkert út með fullar töskur fjár eða skildi eftir skuldahala." Kröfur í þrotabú Magasfns, Ást- þórs og föður hans greiddust að talsverðu leyti. með því að fara út í sölu á sérstök- um snertiskjátölvum og skyldum tækjum. Þar er ég með þrjú forrit sem em mjög framarlega á þessu sviði.“ - Hefur þú einnig tekið að þér að markaðsvœða íslenskar vörur erlendis? „Ég hef verið að hjálpa íslend- ingum að komast á markað úti í góðri samvinnu við bankafyrir- tæki í London. Það starf er rétt að byrja. Ég hef t.d. unnið að því að koma íslenska bjórnum á fram- færi, íslenska vatninu og svo sér- stökum skiltum." - Þú rekur sérstakt Jýrirtœki í London? „Ég er með eigin fyrirtæki, Gold Feder, í samvinnu við annað fyrir- tæki í London. Annað skylt fyrir- tæki er Northern Technology & Trading Group, sem er samstarfs- fyrirtæki bankans og míns.“ -Þaðer sagt aðþú vaðir ípen- ingum. Ertu ríkur? „Ég hef ekki sagt að ég sé ríkur. Ég á ekki snekkju og þotan til- heyrir fyrirtækinu, þar sem ég er einn margra hluthafa. Ég bý í London og á annað heimili á Eng- Iandi. Þetta er ekki mikið ríki- dæmi.“ - Hefurðu fjárfest á íslandi? „Nei.“ Friðrik Þór Guðmundsson Vanhæfir en á fullu í kerflnu Fyrir skömmu var sagt frá ný- legum dómi Hæstaréttar hér í PRESSUNNI í máli gegn tollstjór- anum í Reykjavík. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tengdasonur Björns Her- mannssonar tollstjóra væri van- hæíúr til að vinna sem fógetafull- trúi í málum sem tengdust emb- ættinu. Fulltrúinn, Jón B. Snorrason, hafði því unnið við vörslusviptingar í sjö ár án þess að vera til þess hæfur að mati æðsta dómstóls þjóðarinnar. Ekki verður séð að þessi niðurstaða kalli á nein sérstök viðbrögð, enda virðist algengt að slíkt viðg- angist. Hér verða rakin nokkur augljós dæmi um að hagsmuna- árekstrar leiða til vanhæfni ein- staklinga. Formennska Leifs Magnús- sonar, framkvæmdastjóra flug- rekstrarsviðs Flugleiða hf., hjá Flugráði hefur margoft verið gagnrýnd. Eru menn á því að hann teljist tæpast hæfur, enda hlýtur mikið af starfi Flugráðs að snúast um starfsemi Flugleiða. Formennska hans þar er því talin „...skýrt og ótvírætt brot á grundvallarreglum íslensks stjórnsýsluréttar“, eins og Davíð Þór Björgvinsson, kennari við lagadeild Háskóla íslands, sagði. Seta Alberts Guðmundsson- ar í bankaráði Útvegsbankans um leið og hann var stjórnarfor- maður eins helsta viðskiptavinar bankans, Hafskjps. Að sama skapi var seta Kristínar Sigurð- ardóttur í bankaráði Lands- bankans óviðurkvæmileg á með- an hún var starfsmaður Kaup- þings. Á þetta benti Sverrir Her- mannsson rækilega á og Kristín hætti hjá Kaupþingi. Á síðasta vetri skilaði Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Al- þingis, því áliti að seta Einars Magnússonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, í lyfja- verðlagsnefnd væri óeðlileg. Gaukur áleit að Einar væri van- hæfur til setu í nefndinni vegna starfa sinna í ráðuneytinu, en þar gegndi hann meðal annars starfi lyfjamálastjóra. Páll Magnússon, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, hefur bent á að um alvarlega hagsmunaárekstra sé að ræða þar sem er for- mennska Hrafns Gunnlaugs- sonar, dagskrárstjóra sjónvarps- ins, í Menningarsjóði útvarps- stöðva. Hér í PRESSUNNI hefúr verið bent á þá Gunnar Birgis- son, forseta bæjarstjórnar Kópa- vogs, og Jóhann Bergþórsson, sem úthluta sér verkefnum sitj- andi báðum megin borðs. Að lokum má benda á skond- ið dæmi um slíka hagsmuna- árekstra þar sem er formennska Stefáns Skaftasonar í gróður- verndarnefnd Mývatns um leið og hann er launaður ráðunautur Búnaðarfélagsins. Þegar þessi tvöfeldni kom upp í umræðu í útvarpi barst svar sem verður að teljast dæmigert fyrir þá sem skynja ekki hagsmunaárekstr- ana: „Hver er betur í stakk búinn til að taka þetta að sér?“ Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.