Pressan - 17.12.1992, Síða 9

Pressan - 17.12.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 9 Flugmálastjórn HIMINHÁIR FERÐfl- REIKNINGAR NOIADIR SEM LAUNABÆTUR FYRIR S1ARFSMENN Starfsmenn Flugmála- stjórnar innheimta fullt gjald af ríkinu fyrir farseðla sína í embættisferðum. Það gerist þrátt fyrir að þeir njóti sérstakra af- sláttarkjara hjá Flug- leiðum. Þessi afsláttar- kjör virðast því ekki skila sér til ríkissjóðs heldur hafa verið not- uð til launauppbóta í einni ferðaglöðustu stofnun ríkisins. Starfsemi Flugmálastjórnar ís- lands var til umræðu hjá fjárlaga- nefnd Alþingis fyrir skömmu. í framhaldi af því hefur verið ákveðið að taka starfsemi stofn- unarinnar til gagngerrar rann- sóknar effir áramót. Auk þess hef- ur verið ákveðið að öll endur- skoðun með stofnunni verði færð undir Ríkisendurskoðun. Eftir því sem komist verður næst hefur verið nokkuð rætt um það innan Flugráðs, sem formlega séð fer með yfirstjórn Flugmála- stjórnar, að stokka upp starfsemi stofnunarinnar. Þáð sem hefur vakið sérstaka athygli manna nú er himinhár ferðakostnaður sem virðist vera dulbúin launuppbót til starfs- manna. Þessir reikningar stangast á við þá staðreynd að starfsmenn Flugmálastjórnar í embættiser- indum greiða ekki nema 25 pró- sentaf flugfargjaldi. Margir telja að mikil ferðalög séu óhjákvæmilegur fylgifiskur stofhunar eins og Flugmálastjóm- ar. Það telur hins vegar Karl Steinar Guðnason, formaður fjár- laganefndar Alþingis, fullkomlega ofrnetið. „Það mætti halda að það væri ekki búið að fínna upp fax- ið,“ sagði Karl Steinar og starfs- maður Flugmálastjórnar sagði að mikið af þessum ferðalögum tengdist tilgangslausum fundar- setum. í því sambandi má minna á ummæli fyrrverandi flugmála- stjóra, Péturs Einarssonar, þegar hann tók við embættinu, en þá sagði hann að oft og tíðum væri nóg að senda íslenska fánann! MIÐARNIR DÝRARIEN EF FARIÐ VÆRIA SAGA CLASS Árið 1991 var ferðakostnaður Flugmálastjómar alls krónur 28,1 milljón en í ár verður hann 23,9 milljónir samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. í samtali við PRESSUNA tafdi maður tengdur stofnunni að eðlileg tala fyrir þennan kostnað væri á bilinu 10 til 12 milljónir króna. Það sem menn hnjóta þó helst um í ferðareikningum Flugmála- stjórnar er að flestallir farseðlar virðast vera á fullu verði. í sam- þykktri ferðaáætlun fyrir þetta ár áttu ferðir til Evrópulanda að kosta 97.000 krónur hver og 120.000 krónur ef farið yrði til Bandaríkjanna eða Kanada. Þess- ar upphæðir vekja furðu því í raun er ekki hægt að frnna nein fargjöld sem koma heim og sam- an við þær. Ef tekið er dæmi af nokkmm „Saga Class“ fargjöldum í dag þá kostar 77.460 krónur til Luxemborg, 80.520 til Kaup- mannahafnar og 97.460 krónur að fara til New York. Flugvallarskatt- ar em ekki innifaldir í þessum töl- um. Þá má bæta við að ef bókað er með minnst fjögurra daga fyrir- vara gefa Flugleiðir 20 prósent af- slátt af „Saga Class“ fargjaldinu. Þar sem flestir fundir, sem starfs- menn Flugmálastjómar sækja, em ákveðnir með löngum fyrirvara ætti að vera auðvelt að uppfylla þetta skilyrði. STARFSMENNIRNIR FERÐ- AST A ALLT ÖÐRU VERÐI EN REIKNINGARNIR SEGJA Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér fá starfs- menn Flugmálastjórnar, sem em í embættiserindum, 75 prósent af- slátt af fargjaldi og er þarna um að ræða sérstök afsláttarkjör sem þeir einir fá. Einnig segja heimild- ir að algengt sé að starfsmenn Flugmálastjórnar ferðist á al- mennu farrými, með öðmm orð- um á fargjöldum sem séu innan við 30.000 krónur. Þá njóta starfs- menn loftferðaeftirlitsins, sem er sérstök deild innan Flugmála- stjórnar, sérstakra afsláttarkjara hjá Flugleiðum — kjara sem helst er hægt að líkja við þau sem starfsmenn félagsins njóta í formi frímiða. f mörgum ferðum ferðast menn því ókeypis. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir um reglur varðandi far- seðlagreiðslur hins opinbera þá ber mönnum að skila inn farseðl- Pétur Einarsson: Ferðakostnað- ur hans árið 1991 var 1,6 millj- ónir króna. Hann dvaldist 76 daga erlendis í fyrra. unum með reikningi. Ekki er að sjá að þessi sérstöku afsláttarkjör komi fram í verði á farseðlunum sjálfum. Þar sem Þorgeir Pálsson, núverandi flug- málastjóri, er ekki á landinu var Pétur Einarsson spurður að því hvaða vinnulag tíðkaðist varðandi farseðla. Sagðist Pétur hafa barist fyrir því í sinni tíð að starfsmenn fengju alltaf ódýrasta apex-far- gjaldið sem byðist hverju sinni. Ríkissjóður hefur hins vegar ekki notið neinna slíkra kjara en menn eru hins vegar að reyna nú að hefja slíkar viðræður við Flugleið- ir. Þá neitaði Ágúst Valgeirsson, fjármálastjóri stofnunarinnar, því að þeir hefðu þessi kjör hjá Flug- leiðum en vildi ekki segja hver af- slátturinn væri. Nefna má að fýrir tveim árum flutti Birgir Þorgilsson flugráðs- maður tillögu þess efnis að starfs- menn Flugmálastjórnar tækju ekki við afslætti frá neinu flugfé- lagi. Slíkt mun vera til samræmis við það sem tíðkast erlendis. TÍÐAR SNJÓRUÐNINGS- TÆKJASÝNINGAR Sem dæmi um gagnsemi ferða- laganna má nefna ferðir Jóhanns H. Jónssonar, sem hefur með málefni flugvalla á landinu að gera, á snjóruðningstækjasýning- Karl Steinar Guðnason: Starf- semi Flugmálastjórnar til rann- sóknar eftir áramót. ar. Þessar ferðir hafa verið teknar til umræðu í flugráði og hafa eitt- hvað verið minnkaðar. Jóhann fór hins vegar á þessu ári til Buffalo í New York og kostaði sú ferð 285.135 krónur og þar af fargjald- ið 119.215 krónur. Blaðið hefur heimildir fyrir því að menn hafi hent nokkuð gaman að þessum ferðum vegna efasemda um sér- þekkingu Jóhanns á tækjakostin- um, en hann er mjólkurfræðingur að mennt. Þá hefur því verið hald- ið fram að allir framleiðendur snjóruðningstækja, sem sérstak- lega eru gerð fyrir flugvelli, séu þegar með umboðsmenn hér á landi. Þá má nefna rausnarlega ferð á miðju sumri í fyrra þar sem Pétur Einarsson bauð Agli Ólafssyni á Hnjóti í Örlygshöfn til Bandaríkj- anna til að skoða Smithsonian flug- og geimferðasafnið. Þangað fór Egill í fylgd Jóhanns og eigin- konu hans og borgaði Flugmála- stjórn fyrir þau bæði. Ferðin kost- aði 293.540 krónur. Pétur sagðist ekki hafa neinar efasemdir um að slíkur rausnarskapur hefði átt vel við, enda hafi Egiíl byggt upp ein- stakt flugminjasafn í Örlygshöfn. Varðandi verðlag á fargjöldum hjá Flugmálastjórn má nefna að þegar starfsmenn hennar fara til Seattle í Bandaríkjunum (þar sem Boeing-verksmiðjurnar eru) þá i kostar farið um 240.000 krónur á sæti. Kunnugir segja að vel sé hægt að komast þangað fyrir þre- falt til fjórfalt lægri upphæðir. VIÐGERÐARTÍMARNIR Á FLUGMÁLASTJÓRNARVÉL- INA NOTAÐIR SEM LAUNA- UPPBÆTUR Rekstur á flugvél Flugmála- stjórnar hefur oft orðið tilefni gagnrýni. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur ekki dregið úr þeirri gagnrýni undanfarið. Hefúr verið bent á að rekstur og viðhald sé dýrt, notkunin vafasöm og til- gangur með rekstri hennar óviss. A síðasta ári munu flugtímar á vélina hafa verið í kringum 540 og þar af leiguflug um 120 tímar. Innan flugráðs hefur komið fram gagnrýni þess efnis að vélin væri með þessu leiguflugi í samkeppni við einkafyrirtæki á því sviði. Auk þess hafa margoft komið upp til- vik sem vekja grunsemdir um misnotkun á vélinni. Eftir því sem komist verður næst hefur mikill fjöldi viðhalds- tíma verið skráður á vélina eða um 800 talsins. Þetta mun hafa komið upp í kjölfar launabaráttu flugvirkja og því augljóslega verið að búa til launauppbót með þess- um hætti. Maður kunnugur mál- inu sagði að viðhald af þessari stærðargráðu væri út í hött. Karl Steinar sagði að það hlyti að koma til greina að færa þetta viðhald undir Landhelgisgæsluna. „KENNEDY-BRÆÐUR" HAFA VEÐSETT FLUGSKÝL- IÐ FYRIR 80 MILLJÓNIR EN EKKIBORGAÐ KRÓNU ENN ÞÁ Eitt það atriði sem hvað harðast hefur verið gagnrýnt við embætt- isfærslur fyrverandi flugmála- stjóra er sala hans á flugskýli númer eitt tii íslandsflugs, sem er í eigu „Kennedy- bræðranna" svo- kölluðu á Akureyri. Á sínum tíma var salan harð- lega gagnrýnd og í Ijósi þess er sériega forvitnilegt að skoða eftir- mála sölunnar. Samkvæmt þing- lýstu afsali kostaði flugskýlið 15 milljónir en á afsalinu er aðeins gerð grein fyrir hvernig ætti að greiða 12 milljónir. Það var gert með þremur veðskuldabréfum sem enn er ekki farið að greiða af. Þess í stað er búið að veðsetja flugskýlið fyrir hátt í 80 milljónir króna sem er einmitt það sem menn héldu fram að yrði gert á sínum tíma. í ljósi þessa er athyglisvert að skoða ummæli Pétur Einarssonar í greinargerð hans til flugráðs 3. apríl 1991. Þar svarar hann ásök- unum um að væntanlegir kaup- endur ætli að nota húsið til veð- setninga vegna hás brunabóta- mats: „Ég hef kannað þetta mál og mér er tjáð af bankamönnum að mjög erfitt sé að fá lán veðsett í byggingum, sem ekki megi standa lengur en 10 ár svo sem er í þessu tilfelli...“ Eigi að síður eru nú um 80 milljónir áhvílandi á skýlinu. Farið hefur verið fram á það við flugráð að það beiti sér fýrir opin- berri rannsókn á sölunni. 17 PRÓSENT FRAM ÚR FJÁRLÖGUM AÐ MEÐAL- TALI f samtali við blaðið sagtist Pét- ur ávallt hafa haldið sig vel innan fjárlaga og aðeins farið um eitt prósent ffam úr fjárheimildum að meðaltali. Hvernig hann fær þá tölu út er óskiljanlegt, því ef marka má upplýsingar úr ríkis- reikningum (sem áður hafa verið birtar hér í PRESSUNNI) fór Flugmálastjórn um 17 prósent fram úr fjárlögum á fimm ára tímabili frá 1986 til 1990. Fram- reiknað voru Flugmálastjórn skammtaðar 626 milljónir á ári en hún eyddi 732 milljónum eða 106 milljónum umfram fjárheimildir að meðaltali. Á fimm ára tímabili nam þessi ffamúrakstur því rúm- lega hálfum milljarði. — Og það þótt að sértekjur Flugmálastjórnar hafí yfirleitt orðið meiri en gert hafi verið ráð fyrir við fjárlaga- gerð. Samkvæmt ársreikningi Flug- málastjórnar í fyrra fór stofnunin 164 milljónir fram úr fjárlögum, jafnvel þótt tekjur hafi orðið 80 milljónum hærri en gert var ráð fyrir._______________________ SigurðurMár Jónsson ásamt Friðrik Þór Guð- mundssyni Flugskýli íslandsflugs: „Kennedybræðu hafa ekki borgað krónu fyrir húsið en veðsett þaðfyrir hátt í 80 milljónir.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.