Pressan - 17.12.1992, Side 32

Pressan - 17.12.1992, Side 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 L í F I Ð E F T I R V I N N U KLASSÍKIN mmaiMMMi Sinfóníuhljómsveit ís- lands heldur jólatónleika. Flutt verða eftirtöld verk: iÞættir úr Hnotubrjótnum eftir Pjotr Tsjajkovskíj, Sigfried Idyll eft- ir Richard Wagner, Brandenborgar- konsert nr. 3, Aría úr Jólaóratoríunni eftir Johann Sebastian Bach og jóla- sálmar og jólalög eftir ýmsa höfunda. Einsöngvari er Tómas Tómasson bassasöngvari og tekur Skólakór Kárs- ness þátt í tónleikunum. Hljómsveitar- stjóri er Hákon Leifsson, sem í fyrsta sinn stjórnar opinberum tónleikum hjá SÍ. Langholtskirkja kl. 20. FOSTUDAGUR • Jólatónleikar Kórs Langholts- kirkju Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar heldur árlega jólatónleika sína. Fluttir verða ýmsir jólasöngvar. Sú nýbreytni verður nú höfð á, að tónleikarnir verða endur- teknir á sunnudag. Langholtskirkja kl. 23. • Ljósvíkingar Hópur listamanna les upp úr Ijóðabókum og flytur hug- Ijúfa tónlist. Meðal flytjenda eru Einar Kárason, Ólafur Gunnarsson, Sveinn Óskar Siqurðsson, Þórarinn Eldjárn, Kristín Omarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Rúnar Óskarsson. List- húsið Laugardal kl. 20.30. LAUGARDAGUR • Ljósvíkingar Dagskráin frá því á föstudag endurtekin á Selfossi. Sel- fosskirkja kl. 20.30. • Tónskóli Sigursveins heldur nemendatónleika sína. Norrœna húsið kl. 15. • Tónlistarfélag Vestur-Húnvetn- inga heldur tónleika. Fram koma Sig- urður Halldórsson sellóleikari og Daní- el Þorsteinsson píanóleikari. Vertshús, Hvammstanga. SUNNUDAGUR • Barnaheill Mótettukór Hallgríms- kirkju og Hörður Áskelsson organisti halda tónleika til styrktar Barnaheillum og rennur allur ágóði til þeirrar starf- semi. Einsöngvari er Kristján Jóhanns- son óperusöngvari. Tónlistarflutning- ur er í höndum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hallgrímskirkja. • Jólatónleikar Kórs Langholts- kirkju frá því á föstudag endurteknir. Langholtskirkja kl. 17. • Ljósvíkingar lesa upp úr Ijóðabók- um oq flytja hugljúfa tónlist fyrir heimafolk á Hellu. Laufafelli, Hellu kl. 20.30. LEIKHUS My Fair Lady Þetta ^ -^fræga söng- og leikverk eft- ir Alan Jay Lerner og Fre- derick Loewe verður frum- sýnt á annan dag jóla. Með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurðarson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en leikstjórn er í höndum Stefáns Bald- urssonar. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ymir Óskars- son í leikdómi. Næsta sýning sunnu- daginn 27. desember. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Fyr- ir þá leikhúsgesti sem ekki eru að elt- ast við nýjungar, heldur qömlu góðu leikhússkemmtunina, skrifar Lárus Ým- ir. Næsta sýning sunnudaginn 27. des- ember. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Dýrin í Hálsaskógi Hlutverkaskip- an var að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, svo vitnað sé í leikdóm Lárusar Ýmis. Næsta sýning þriðjudaginn 29. desember. Þjóðleik- húsiðkl. 13. • Hræðileg hamingja. Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikar- ans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, segir Lárus Ýmir. Næsta sýning er þriðjudaginn 29. desember. Hafnar- húsið kl. 20.30. • Ronja ræningjadóttir. Leikverk eftir þekktri sögu barnabókahöfundar- ins ástsæla Astrid Lindgren. Frumsýn- ing á annan dag jóla. Borgarleikhúsið kl. 15. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir. Næsta sýning sunnudaginn 27. desember. Borgar- leikhúsið kl. 20. • Platanov. Sýningin á Platanov er þétt og vel leikin og skemmtileg, svo enn sé vitnað í leikdóm Lárusar Ymis. Næsta sýning þriðjudaginn 29. des- ember. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 17. • Vanja frændi. Vanja geldur sam- flotsins við Platanov, eða svo segir Lárus Ýmir. Næsta sýning þriðjudag- inn 29. desember. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. Næsta svning sunnudaginn 27. des- ember. Islenska óperan kl. 20. • Hræðileg hamingja Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikar- ans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrifar Lárus Ýmir. Næsta sýning þriðjudaginn 29. desember. Alþýðu- leikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. MYNDLIST Lítil verk íslenskra I myndlistarmanna verða *sýnd á myndlistarsýningu Isem opnuð verður í List- 'munahúsinu á laugardag. Á sýningunni verða tæplega hundrað verk eftir eftirtalda listamenn: Ásu Ól- afsdóttur, Eyjólf Einarsson, Guðrúnu Einarsdóttur, Gunnar Örn Gunnarsson, Huldu Hákon, Hring Jóhannesson, Jó- hannes Geir Jónsson, Jón Axel Björns- son, Jón Óskar, Magnús Kjartansson, Magnús Tómasson, Sigríði Ásgeirs- dóttur, Sigurð Örlygsson og Willem Labey. Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mánu- dögum. • Sigurjón Sigurðsson hefur opn- að sýningu á málverkum sínum í Perl- unni, 1. hæð. • Kirsten Ortwed & Jan Sven- ungsson sýna verk sín í Nýlistasafn- inu. Listamennirnir, sem eru frá Dan- mörku og Svíþjóð, eru vel þekktir í hinum norræna listaheimi og koma sýningarnar frá Norrænu listamiðstöð- inni Sveaborg í Helsinki. • Svala Sigurleifsdóttir opnar svn- ingu á verkum sínum í Slunkaríki á ísa- firði á laugardag. Verkin á sýningunni eru svart/hvítar Ijósmyndir, stækkaðar og litaðar með olíulitum. Hvert verk samanstendur af fleiri en einni Ijós- mynd. • Harpa Björnsdóttir sýnir verk sín í Galleríi Sævars Karls. Myndverk sýn- ingarinnar eru að hluta til trúarleg. Opið á verslunartíma. • Barnamyndir - í Gerðubergi stendur nú yfir sýning á myndum úr samkeppni sem haldin var í tengslum við sýninguna Orðalist Guðbergs Bergssonar. Einnig eru sýndar myndir úr listsmiðju barna í Gerðubergi, Gagni og gaman. Opið mánudaga til fimmtudaga kl 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-16. • Peter Bishop sem á heiðurinn af sköpun Jóa í RafVeituauglýsingunum, sýnir gáskafullar teikningar í setustofu Nýlistasafnsins. Opiðkl. 14-18. • Álafoss-listamennirnir hafa opn- að sýningu á verkum sínum á vinnu- stofum sínum í Álafosshúsinu í Mos- fellsbæ. Sýningin stendur yfir fram að jólum. • Japanskar tréristur er myndhefð sem af mörgum er talin eitt helsta framlag Japana til heimslistasögunn- ar. Meðal annars eru á sýningunni í Mokka verk eftir suma af stórsnilling- um japanskrar prentmyndahefðar. SÝNINGAR Í# Desembervaka, menn- ingarveisla á vegum Gilfé- lagsins, stendur nú yfir í Grófargili á Akureyri. Um 65 listamenn af öllu landinu taka þátt í desembervökunni og sýna verk sín. Dagarnir 21. og 22. desember verða sérstakir markaðsdagar, haldnir í tengslum við menningarveisluna. • Finnsk glerlist Sýningin spannar 70 ár í glerlist Finna og eiga allir helstu glerlistamenn þeirra muni á henni. Fjölbreytt og söguleg sýning ( Nor- ræna húsinu. í anddyri er sýning á Ijóðum, bókum og myndum fyrir börn eftir finnska höfunda. Opiðkl. 14-19.. Spessi & Steingrímur Eyfjörð sýna Ijósmyndir af mátunarklefum á veggj- um Café Splitt. Sigurgeir Sigurjónsson sýnir lands- lagsljósmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann hefur nýverið gefið út bók með Ijósmyndum sínum. • Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur í tilefni 90 ára afmælisins opnað sýn- ingu í Hafnarborg, listamiðstöð Hafn- arfjarðar. Á sýningunni gefur að líta gamla muni sem varðveist hafa úr sögu sparisjóðsins, s.s. handskrifuð skjöl, peninga og vélar. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18.. • Loftur Atli sýnir Ijósmyndir í Gallerí G 15. Opið á verslunartíma til jóla.. Tommi 09 Jenni í bfó Tommi og Jenni, velþekktir félag- ar úr teiknimyndaseríum sjón- varpsins, láta ekki deigan síga þrátt fyrir að hafa náð fimmtugs- aldri og birtast nú í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu. Þeir félagar eru kunnir fyrir að vera heldur litlir vinir, svo vægt sé til orða tekið, en aðstæður haga því svo að þeir snúa við blaðinu, taka höndum saman og vinna sameiginlega gegn óvinum sem á vegi þeirra verða. „Ég meina það,“ segja krakkarnir. „Frábært," hrópa for- eldramir. Ýmis vandkvæði vora á gerð myndarinnar og þóttu nokkrar breytingar nauðsynlegar. Var sag- an meðal annars lagfærð ögn og nokkrum fi'gúram bætt við íil að gera hana fyllri og skemmtilegri fyrir væntanlega áhorfendur. Stærsta breytingin fólst þó í því að gefa félögum okkar málið, en hingað til hefur það skort með öllu. Myndin hefur verið talsett á íslensku og fellur það í hlut Arnar Árnasonar að fara með rödd Tomma. Sigrún Edda Björnsdóttir sér um Jenna litla. yfvaðgera Bar- þjónar umjóíin? Friðrik Weisshappel á Bíó- barnum I„Ég vinn auðvitað aila dagana sem opiðer.jafnvel á gamlárskvöld, en á heilugustu frídög- unum, til dæmis á aðfanga- dag_, ætla ég að borða rjúpurn- arfiértnar mömmu og drekka ógrynnin öll af rauðvíni með. Á jóladag bregð ég mér svo til tengdaforeldra minna í Kefla- vík í heitan pott og hef það gott, en þar sem þetta eru fyrstu jólin okkar saman skap- aðist nokkurtogstreita um hjá foreldrum hvors okkar við ætt- um að eyða aðfangadags- kvöldinu. Ég reyni svo auðvit- að að lesa góðar bækur eins og Heimskra manna ráð, ef einhverjum dytti í hug að gefa mér hana íjólagjöf." Viddi á Glaumbar „Fyrirfjórum árumi upplifði ég ífyrstal skipti jól sem mérj líkaði; mjög rólegl ogfalleg jól og* mikla samkennd. Það eru fyrstu og einu alvöru jólin sem ég hef upplifað. Maður þarf a. nefnilega - rosa- lega —Jpr mikinn ^ tíma til að halda jól. Öll orkan fer í að hafa þetta sem glæsilegast en glæsileikinn hverfur vegna þess að jólin eru erfið í með- ferð og dýr. Þetta er eins og að kaupa sjöþúsund króna nauta- steik sem maður hefur í raun og veru ekki efni á. Fyrir vikið verður steikin ekki góð, þar sem maður sér svo eftir því að hafa keypt hana. Maður nýtur ekki matarins ef maður hefur ekki efni á honum. Annars ætla ég að reyna að hafa það sem best yfir hátíðisdagana en svo er mikil vinna framundan." Jói á Café Romance i„Ég ætla að nota Itækifærið til að |slappa afífaðmi Ifjölskyldunnar í 3Keflavík, hjá mömmu og pabba. En það verður aðeins tveggja daga frí frá vinnu, á aðfangadag og jóladag, því annar í jólum er laugardagur og þá verður væntanlega nóg að gera á barnum. Síðan kemurfjögurra daga frí í kringum áramótin, þar sem ekki verður opið fyrr en á nýárskvöld. Að venju verður borðuð sósa með rjúpu — ekki rjúpa með sósu — og brúnuðum kartöflum á að- fangadagskvöld." Tommi og Jenni ífyrsta sinn á hvíta tjaldinu annan íjólum í Regnboganum. Ýmislegt drífur á daga þeirra. Hvað á að gera um áramótin? GAMLÁRSKVÖLD í Tunglinu verður mikið lagt upp úr gamlárskvöldinu og fullt af óvæntum uppákomum. Gleðisveitin Júpíters verður aðalhljómsveit kvöldsins, en þeir eru að mæta aftur eftir nokkurra mán- aða hlé með splunkunýtt prógramm. Á Hótel íslandi spila tvær eðalhljóm- sveitir, Nýdönsk og Jet Black Joe, og má búast við að aðalgrúppíspíurnar verði þar. Lokað verður á ömmu Lú þetta kvöldið. í Súlnasal Hótels Sögu verður dansleikur með knöllum, kampavíni og húllumhæi. Óli Haralds ætlar að ögra bragðlaukum gesta í Ing- ólfskaffi og liðið verður skreytt með höttum og ýmsum öðru nýársglingri. Kvennaflagarinn Bogomil Font trallar fyrir viðstadda og freyðivínið mun flæða. Miðar verða seldir í forsölu! Á Tveimur vinum verður lifandi tónlist. Á Berlín verður haldin ein mesta sumar- gleði ársins en þar á bæ voru áramótin haldin hátíðleg í haust... og nýársgleð- in tíu dögum síðar. Því er von á hvers kyns súmarglensi og þeir sem mæta í stuttbuxum fá óvæntan glaðning. Á Hressó verður mikið um sprell og spé, flugeldasýning og þvílíkt hafarí. í Sjall- anum skemmta Skriðjöklar og er fólk beðið að taka með sér hesta og hnakka. 1000 andlit sýna sitt rétta á Þotunni í Keflavík. í Casablanca verður auk disk- óteks slegið á fjórar bongótrommur og spilað á saxófón. Meðan á gleðinni stendúr verður boðið upp á kampavín og jarðarber. NÝÁRSKVÖLD Á Hótel fslandi verður valin forsíðu- stúlka Vikunnar. Átta krúttibollur keppa um titilinn. Meðan gestir snæða fjögurra rétta málsverð spilar píanistinn Edda Erlendsdóttir argentínska tónlist ásamt níu manna Njómsveit. Skemmti- atriði verða af ýmsu tagi og gestum er gert að mæta í sínu fínasta pússi. Sálin hans Jóns míns spilar það sem eftir er kvölds. Það var þegar uppselt á Ömmu Lú fyrir þremur vikum og nöfn fimmtíu manna og kvenna hafa verið sett á bið- lista. Þar verður á boðstólum fjögurra rétta glæsimálsverður og háttvirtur utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, verður veislustjóri. Heiðar Jónsson heldur ræður kvöldsins. Bubbi Morthens syngur Kúbusöngva og sex manna hljómsveit sendir fólk svo dans- andi inn í nóttina. Fagnað verður nýju ári í Súlnasal Hótels Sögu með mat, drykk og skemmtidagskrá. Ingólfskaffi verður opið eins og venjulega. Tveir vinir hafa ráðið til sín spaugarana í Sniglabandinu til að halda fólki vak- andi og það stendur til að halda nýárs- fagnað á Berlín en það hefur ekki feng- ist staðfest. Hressómenn ætla að hvíla sig á fyrsta degi nýs árs. Svartur pipar verður í Sjallanum. 2. JANÚAR Síðan skein sól er á Hótel íslandi fyrir þá sem enn hafa orku og úthald í skemmtanir. Bogomil Font bregður sér á Tvo vini og haldið verður barnaball hjá þeim fýrir sunnan í Þotunni. Þrefalt húrra fyrir að muna eftir pollunum. Stjórnin gleður stóra fólkið að kvöldi. Topplistamenn í IMýló Aðstandendur Nýlistasafnsins eru öflugir um þessar mundir og hefur nú verið opnuð sýning tveggja listamanna frá Norðurlöndunum sem báðir eru sagðir fremstir meðal jafninga. Annars vegar er um að ræða hina dönsku Kirsten Ort- wed, sem fyrir áratug sló í gegn víða um Evrópu, en þá hafði hún verið þekkt fyrir verk sín heimafyrir um árabil. Hún vinnur mikið með vax og brons og þykir hugmyndaríkur skúlptúristí sem spannar breitt svið. Kirsten er skörp og þyk- ir oftar en ekki hitta naglann á höfuðið í listsköpun sinni. Hins vegar er um að ræða Jan Svenungsson, ungan sænskan lista- mann sem var við nám í listaskóla í París. Hann vinnur mildð með ljósmyndir en málar líka og er einn eftirtektarverðastí listamaður sinnar kynslóðar. Sýningin stendur ffam á nýárið. B I O B O R G I N Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Frábaer skemmtun. Spyrjið bara börnin. Pað er helst að þeim leiðist yfir boðskap jólanna í gervi útigöngukonu. Þau tryllast hins vegar af fögnuði yfir öllu því dóti sem lendir é hausnum é bóf- unum. Sálarskipti Prelude to a Kiss ★★ Alec Baldwin lendir í þeim ósköp- um að gamall maður kyssir kon- una hans löngum kossi og skiptir um líkama við hana á meðan. Friðhelgin rofin Unlawful Entry ★★ Þetta gæti verið Höndin sem vöggunni ruggar II. O H O L L I N Systragervi SisterAct ★★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þegar það á við. Systragervi SisterAct ★★ Kúlnahríð Rapid Fire ★★ Hefnd sonar Bruce Lee. Grínistinn This is my life ★★ Hugljúf mynd og stundum eilítið fyndin. Borg gleðinnar City of Joy ★★★ Myndin kemur óhugnaði fátækra- hverfanna í Kalkútta vel til skila en sagan mætti hins vegar vera ris- meiri. Blade Runner ★★ Litlu breytt frá frummyndinni og ekkert til bóta. Beethoven ★★ Leitin mikla ★★ Burknagil, síðasti regnskógurinn ★★ Dýragrafreiturinn 2 Pet Sematary Two ★ Hryllingur. Góður fyrir þá sem geta ekki lifað án gæsahúðar. Hákon Hákonsen ★★ Norsk æv- intýramynd. Því miður ekki miklu betri en það hljómar. Aðdáendur Ævintýrabókanna fá þó eitthvað við sitt hæfi og skiptir þá engu þótt mörg ár séu liðin síðan síðasta bókin var lögð til hliðar. Dingo ★★★ Þetta er mynd fyrir djassara. Þeir kætast. Aðrir ekki. Og þó. Semí-djassistar gætu endan- lega frelsast. Ottó Otto der Liebesfilm ★ Otto Waalkes virðist vera svo fljótur að búa til myndir að engar líkur eru á að eftirspurn eftir honum vaxi á milli myndanna. Boomerang ★ Myndin sem átti að draga úr hraðri niðurleið Eddies Murphy af stjörnuhimninum. Hann stendur sig þokkaiega en getur samt litlu bjargað. Forboðin ást Ju Dou ★★★★ Meistaraverk. Óvenjustílhrein mynd þar sem hvert smáatriði er mikilvægur þáttur í magnaðri heild. Svo á jörðu sem á himni ★★★. Háskaleikir Patriot Games ★★ Smásmugulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy. Þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. LAUGARASBIO The Babe ★★★ Hrífandi mynd um einfeldning sem bjó yfir ein- stökum hæfileikum í hafnabolta. John Goodman er eins og skapað- ur í hlutvekið. Lifandi tengdur Live Wire ★ Mynd fyrir myndbandamarkað sem einhverra hluta vegna hefur fengið forsýningu í bíó. Tálbeitan Deep Cover ★★ Nokk- uð smart mynd með meira af spennu en ofbeldi. En spennan og sagan renna út í sandinn eins og tálbeitutrixið hjá fíkniefnalögregl- unni. Miðjarðarhafið Mediterraneo ★★★ Myndin sem hrifsaði verð- launin af Börnum náttúrunnar — eins og segir í auglýsingunni. Það þarf mikinn þjóðernissinna til að finnast það ósanngjarnt. Á réttri bylgjulengd Stay Tuned Leikmaðurinn The Player ★★★★ í senn þriller, gamanmynd og háðsádeila. Algjört möst — líka til að sjá 65 stórar og litlar stjörnur leika sjálfar sig. Sódóma Reykjavík ★★★ Homo Faber ★★★★ Henry, nærmynd af fjöldamorð- ingja ★★ Prinsessan og durtarnir ★★★ Fuglastríðið í Lumbruskógi ★★★ STJORNUBIO Meðleigjandi óskast Single White Female ★★★ Spennandi, eilítið smart og ágætlega óhugnanleg. Helsti gallinn við myndina er sá að önnur bíó hafa tekið margar svip- aðar myndir til sýningar þótt þessi hafi verið frumsýnd fyrr í útlönd- um. íslenskir áhorfendur hafa því séð eftirgerðirnar á undan. í sérflokki A League of their Own ★★★ Bitur máni Bitter Mooti ★★★ Meinlega erótísk og oft kvikindis- lega fyndin sápuópera. Mikið tal, strandferðaskip og allt sem prýða má góða og gamaldags sögu. Börn náttúrunnar ★★★ S O G U B Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast icirír Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þegar það á við. Hún sannar að því lygilegri sem sagan og umbúnaðurinn eru því auðveldara á áhorfandinn með að lifa sig inn í verkið. i

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.