Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 34
Nær ómögulegt að fá rjúpur GERVIRJÚPUR ÚR KJÖTFARSI SELDflR Á 400 KRÓIUUR STYKKIÐ „Auðvitað smakkast þessar gervirjúpur ekki eins og al- vörurjúpur. Þær eru hins vegar ótrúlegar svipaðar í laginu," - segir Bárður Jónsson kjötkaupmaður. „Ég er ekki að neyða þessar rjúpur upp á neinn en það er spurning hvort ekki sé betra að hafa eitthvað sem líkist rjúpum á borðum en að hafa ekki neitt," - segir Bárður kjötkaupmaður Jónsson. Nýstofnuð hagsmunasamtök barna MÓTMÆLA HÆKKUIU MEÐLAGS „I gegnum tíðina hefur sú hefð skapast að forræðislausir feður okkar hafa gefið okkur stærstu og verðmætustu pakkana. Með hækkun meðlagsins teljum við því að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni," - segir Kári Páll formaður samtakanna. 50. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 17. desember „Við ætlum í mál," segir Burkni Hjaltason, einn höfunda skýrsl- unnar. „Við erum hins vegar ekki alveg búin að gera upp við okk- ur hverjum við stefnum. Þó er Ijóst að Ketill Larsen sleppur ekki og heldur ekki umsjónarmenn Stundarinnar okkar undanfarin tuttugu og fimm ár." Samsæri foreldra og kaup- manna til að hafa áhrifá hegðun barna, halda þeim niðri og móta þau I með- færilegt form, - segir I nýút- kominni skýrslu nemenda- félags Melaskóla. „Hvernig heldur þú að okkur h'ði? Auðvitað trúðum við foreldrum okkar. Auðvit- að trúðum við kennurunum. Þegar maður er barn er það manns hald og traust að þetta fólk fari ekki á bak við mann. Og þegar maður áttar sig á því er maður sleginn. Annað væri óeðlilegt," sagði Burkni Hjaltason, formaður nem- endafélags Melaskóla, á blaðamannafundi í gær, en þar lagði nefnd á vegum nemendafélagsins fram skýrslu undir nafninu; „Lygi tuttugustu aldarinnar“. f skýrslunni er rakið hvernig hugmyndinni um jólasveininn hefur verið haldið að æsku landsins til að fá hana til að sýna af sér hegðun sem foreldrar og kennarar telja æskilega. „Ég held að þessi hegðun sé alls ekki sú sem æskileg er fyrir þroska okkar og uppeldi," sagði Burkni á fundinum. „Það getur ekki talist æskilegt að börn fari að sofa þegar þau eru ekki syfj- uð, séu stillt þegar þau þurfa út- rás eða dundi sér inni hjá sér þegar þau þyrstir í félagsskap.“ í skýrslunni er rakið hvernig sumir foreldrar hafa lagt á sig ótrúlegt erfiði til að viðhalda trú barna sinna á jólasveininn. Til dæmis er sagt frá móður í Breið- holtinu sem seig niður af þaki blokkarinnar til að skilja eftir fótspor á gluggakistu við her- bergi sonar síns. Sá drengur var orðinn þrettán ára þegar hann áttaði sig á að móðir hans hafði logið að honum alla tíð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig honum varð við,“ sagði Burkni á fimdinum. „Hann glat- aði öllu trausti á annað fólk. Ef að líkum lætur mun það taka hann mörg ár að öðlast aftur það traust sern honum er nauð- synlegt til að geta lifað frjáls í samfélagi við annað fólk.“ Ríkisstjórnin kaupir vaxmyndir af ráðherrunum ALDREI ÆTLUI\III\I AÐ SETJA ÞESSAR MYAIDIR í ÞJÚÐMINJASAFNIÐ - segir Davíð Oddsson. Samkvæmt heimildum GP var ráðgert að setja vaxmyndirnar niður á þing svo ráðherrarnir gætu lagtsig meðan stjórnarandstaðan héldi uppi málþófi. Enn vandræði með víðómsútsendingar Ríkissjónvarpsins HELGIE. HELGASON VIRKAR EKKI í STERÍO í hvert sinn sem Helgi birtistá skjánum þegar sent er út með víðómi sjást aðeins misjafnir kaflar á skjánum. Hinrik Karls- son tækni- maðurhorfir gáttaður á sjónvarps- myndina sem birtist í hvert sinn sem reynt er að senda út fréttir Helga E. Helgason- ar I steríó. HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Ung hjón í Breiðholti HAFA VERIfl í HAS8VÍMU í FIMM ÁR Áhl ÞESS Afl VITA AF ÞVÍ Máluðu nýju íbúðina sína með málningu frá málningar- fötusmyglurun- um. „Mérfannst þessir kögglar I máln- ingunni einkenni- legiren hrærði þá samt saman við. Það var ekki fyrr en málningarfötumálið kom fyrir héraðsdóm að ég áttaði mig á hvað hafði gerst og hvers vegna mér hefur fundist svona margt fyndið á undanförnum árum," segir Finnur Úlfarsson, sem málaði íbúðina sfna með hassblandaðri málningu. Sveitarstjórnin á Flateyri EINAR ODDUR SELDUR „Vonum aðþetta kenni útgerðar- mönnum að versla ekki með kvót- ann,“-segirí samþykkt sveitar- „Ég veit ekkert hvert þeir seldu mig. Þeir vildu ekki segja mér það," - sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson, for- stjóri Hjálms, þegar hann Stjórnar. var keyrður út á flugvöll á Flateyri í gær. Lygi tuttugustu aldarinnar JOLASVEINNINN ER EKKITIL Framlag þitt skilar árangri HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Gíróseðlar liggja frammi í bönkum og sparisjóðum i I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.