Pressan - 07.01.1993, Side 19

Pressan - 07.01.1993, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. )ANÚAR 1993 19 ndanfarið hefur mátt sjá auglýs- ingar frá Heimsklúbbi Ingólfs Guð- brandssonar þar sem auglýstar eru ótrú- lega ódýrar Brasilíu- ferðir. Verðið á þeim hefur vakið furðu margra enda kosta þær innan við 100.000 krón- ur. Skýringin á þessu er meðal annars sú að Andri Már Ingólfs- son hefur náð góðum samningum í tengslum við Kanaríeyjaflugið, en flogið er þaðan til Brasih'u. A Kanaríeyjum þarf Andri Már hins vegar enn að glíma við fortíðarvanda Veraldar og mun ekki fá neina gistingu þar fýrir farþega klúbbsins nema greiða fyrirfram. Hótelstjórar, sem töpuðu milljónum á Veraldargjaldþrot- inu, æda ekki að brenna sig á sama hlutn- um affur... s V^Jú breyting á veðhæfni fiskiskipa sem hinar nýju BIS- bankareglur kveða á um getur haft víðtæk áhrif á bókhaldsuppgjör lánastofnana. Úr því Landsbankinn þarf að fara að flokka þessi veð sem áhættulán hvað verður þá um aðrar lánastofnanir? Þar má meðal annars telja lán Fiskveiða- sjóðs, sem er með útistandandi lán á hverju einasta fiskiskipi á landinu. Lögum samkvæmt á Fiskveiðasjóður að hafa 1. veðrétt, sem einmitt hefur verið talinn góður og gildur síðan kvótinn fór að telj- ast þar með... Undanfarið hafa verið staddir hér á landi sölumenn frá Tælandi sem bjóða fyrirtækjum upp á ódýr klæðskeravið- skipti. Hafa þeir vakið athygli fyrirtækja sem notast við starfsmannaklæðnað og þá getur verið um töluverðar upphæðir að ræða. Bjóðast þeir til að taka snið af starfsmönnum og sauma úti í Tælandi fyrir brot af því verði sem annars tíðk- ast... A JL Jl þriðjudagskvöld komust Selfyss- ingar í fyrsta skipti í úrslit í bikarkeppni HSÍ eftir ffækilegan sigur á KA-mönnum. Er það enn ein skraut- fjöðrin í hatt Einars Þorvarðarsonar þjálf- ara, en í fyrra datt liðið út í fyrstu umferð. Mik- ið lið stuðningsmanna flaug með liðinu norður til Akureyrar og var komið suður aftur eftir miðnætti. Var þá hálfgerð móttökuathöfn við veitingastað- inn Inghól og flugeldum skotíð þar á loft klukkan tvö eftir miðnætti... i nýlegri skýrslu sem Wolfgang Edel- stein frá Max Planck-stofnuninni í Þýskalandi gerði um félagsvísindadeild Háskólans er til þess tekið hversu sjaldan er vitnað í íslenska félagsvísindamenn í erlendum fagtímaritum. Þetta kom þeim, sem til þekkja, ekki á óvart, enda hefúr ff æðimennska við deildina einkum beinst að íslenskum viðfangsefnum sem vekja eðlilega lítinn áhuga erlendis. í skýrslunni má hins vegar lesa að sá sem langoftast var vitnað tQ erlendis var Erlendur Har- aldsson, prófessor í sálarfræði, enda er hann ötull við ritstörf á sérsviði sínu, dul- sálarffæði. Hann nýtur þess líka að það er tiltölulega fámennur hópur fræðimanna í heiminum sem fæst við rannsóknir á dul- rænum fyrirbærum og svo náttúrlega hins, að þessi fræðigrein virðir engin venjuleg landamæri... Stjörnu snakK TALAÐU VIÐ OKKUR UM BÍLASPRAUTUN LARÉTTINGAR Auöbrekku 14. sími 64 2141 Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1993 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 1. janúar 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1. janúar 1989 vísitala 2.629 1. janúar 1990 vísitala 3.277 1. janúar 1991 vísitala 3.586 1. janúar 1992 vísitala 3.835 1. janúar 1993 vísitala 3.894 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI K'Zh \ /. _s \v > DANSSKÓLIHERMANNS RAGNARS FAXAFENI14, NÚTÍÐ, 108 REYKJAVÍK _SÍMI: 687480 & 687580 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Við höfun fengið til okkar franskan gestakennara Houry Kouiders en hann hefur unn sem danshöfundur og dansari við söngleiki, sjónvarpsþætti, óperur og starfað við leikhús í París eins go Folies Bergeres, Moulin Rouge, Casino de Paris svo eitthvað sé nefnt. Við munum vera með flokka fyrir börn, unglinga og fullorðna í Jazz, modern, rock og „showdansi“ þar sem Houry Kouiders dansari og danshöfundur mun leggja línurnar og kenna ásamt Henny. Tilvalið tækifæri fyrir leikara, söngvara og dansara og annað sviðsfólk til að öðlast öryggi og þjálfun. Innritun í þessa hópa er daglega frá kl. 16-19 í síma 68 75 80 og 68 74 80 og spyrjið um Henny eða Hermann Ragnar. Kennsla er í Gerðubergi, Breiðholti og Fjörgyn, Grafarvogi.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.