Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 24
24
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.JANÚAR 1993_
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
MYNDLIST
• lan Hamilton
Finlay, skoskur lista-
maður sem hlotið
hefur alþjóðlega
frægð sem Ijóðskáld, mynd-
listarmaður og skrúðgarða-
hönnuður, sýnir verk sín á
Kjarvalsstöðum á menningar-
hátíðinni SKOTTlS, skosk-ís-
lenskum menningardögum.
Á sýningunni, sem hefst á
laugardag, gefur að líta
myndverk Finlays, nokkra ne-
onskúlptúra og litskyggnur af
Stonypath- garðinum í Lan-
arkshire, einu af mikilvægustu
samtímalistaverkum Evrópu.
Hefst laugardag kl. 16.
• Inga Svala Þórsdóttir og
Olga Bergmann sýna verk
sín í Gallerí 11. Inga Svala sýn-
ir skúlptúrverk en Olga mál-
verk. Hefur hún tileinkað sér
gamla tækni, svonefnt egg
tempura, og eru öll verkin
máluð á tré.
• Bandarísk utangarðslist
í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar.
Sýningin, sem heitir öðru
nafni „Outsider USA", er
skipulögð af Thord Thordem-
an og hefur verið sett upp
viða um Norðurlönd. Héðan
fer sýningin til meginlands
Evrópu. Hefst laugardag.
• Afmælissýning Nýlista-
safnsins, sem á 15 ára af-
mæli um þessar mundir. Sex
listamenn sýna verk sín í boði
safnsins; Aðalheiður Elva
Jónsdóttir, Elsa D. Gísladóttir,
Pétur Örn Friðriksson, Ólöf
Nordal, Ragna Hermanns-
dóttir og Ingileif Thorlacius.
Hefst laugardag.
• Jóhann Jónsson frá Vest-
mannaeyjum sýnir vatnslita-
myndir sínar í Lóuhreiðri við
Laugaveg. Opið virka daga kl.
9-18 oglaugardagakl. 10-14.
• Ásmundur Sveinsson. í
Ásmundarsafni setndur yfir
sýningin Bókmenntirnar i list
Asmundar Sveinssonar. Opið
alladagakl. 10-16.
• Lítil verk íslenskra mynd-
listarmanna eru sýnd á mynd-
listarsýningu i Listmunahús-
inu. Á sýningunni eru tæp-
lega hundrað verk eftir eftir-
talda listamenn: Ásu Ólafs-
dóttur, Eyjólf Einarsson, Guð-
rúnu Einarsdóttur, Gunnar
Örn Gunnarsson, Huldu
Hákon, Hring Jóhannesson,
Jóhannes Geir-Jónsson, Jón
Axel Björnsson, Jón Óskar,
Magnús Kjartansson, Magnús
Tómasson, Sigríði Ásgeirs-
dóttur, Sigurð Örlygsson og
Willem Labey. Opið virka
daga kl. 12-18 og um helgar
kl. 14-18. Lokað i mánudög-
um.
• Sigurjón Sigurðsson
sýnir málverk sín í Perlunni, 1.
hæð. Síðasta sýningarhelgi.
• Peter Bishop sýnir grín-
aktugar teikningar (setustofu
Nýlistasafnsins. Opið kl.
14-18.
• Japanskar tréristur eru
myndhefð sem af mörgum er
talin eitt helsta framlag Jap-
ana til heimslistasögunnar.
Meðal annars eru á sýning-
unni í Mokka verk eftir suma
af stórsnillingum japanskrar
prentmyndahefðar. Síðasta
sýningarhclgi.
SÝNINGAR
• Víkin og Viðey,
sýning ( Nýhöfn á
fornleifum frá land-
námi til siðaskipta í Reykjavik,
á vegum Árbæjarsafns.
• Sigurgeir Sigurjónsson
sýnir landslagsljósmyndir (
Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann
hefur nýverið gefið út bók
með Ijósmyndum sínum.
• Lækningaminjasafn sem
sýnir áhöld og tæki sem
tengjast sögu læknisfræðinn-
ar á Islandi, í Nesstofusafni við
Neströð á Seltjarnarnesi.
HVERNIG Á AÐ FJALLA
UM MENNIN GUNA?
f desembermánuði flæddu yfir
landsmenn bókapistlar og menn-
ingarrýni í fjölmiðlum, svo ríflega
að það gekk fram af venjulegu
fólki. Flóðbylgja þessi heyrir ekki
til nýmæla en getur verið skrambi
leiðigjörn sé ekki sæmilega að
henni staðið. Heilmikil umræða
fór þó fram um umfjöllunina sem
slíka og voru uppi ólíkar skoðanir
um ágæti hennar. PRESSAN innti
þrjá rithöfimda, Ólaf Gunnarsson,
Guðmund Andra Thorsson og
Friðriku Benónýs, um menning-
arlega umræðu hérlendis. Fara
spurningar og svör hér á eftir.
1. Að magninu slepptu, er op-
inber urnræða um menningu
og listir nógu góð?
Guðmundur Andri; „Um-
ræðan um það hvort umræðan sé
nógu mikil er að minnsta kosti al-
veg nógu mikil. Umræða um listir
snýst eiginlega ekki um neitt ann-
að en það. Og svo hitt að það vanti
peninga. Hins vegar gerist nánast
aldrei að maður heyri opinberlega
skemmtilegt fólk tala um eitthvað
annað en þessa endalausu um-
ræðu.“
Ólafur: „Nei, hún er ekki
nægilega vönduð og ekki nógu
fagmannlega unnin.“
Friðrika: „Það er svo afstætt
hvað er nógu gott. Sjálf hef ég ver-
ið blaðamaður, gagnrýnandi og
rithöfundur og því setið öllum
megin borðsins. Það hefur alltaf
farið í taugarnar á mér að lista-
menn hafa haft ótakmarkaðan að-
gang að fjölmiðlum í auglýsinga-
skyni. Þeir telja sig hafa þann rétt
og verða móðgaðir og fúlir segi
maður sem blaðamaður að það
ÓlafurGunnarsson
sem þeir hafi fram að færa sé ekki
nægilega gott til að um það sé
fjallað. Umræðan ber því oft keim
af auglýsinga- og yfirborðs-
mennsku."
2. Hverjir eru gallamir og
hverjir eru kostimir?
Guðmundur Andri: „Það er
einhver ótti við annars vegar dýpt
og hins vegar léttleika sem skilar
sér í þessu brúnaþunga tíðinda-
leysi. Það hafa til skamms tíma
verið of áberandi menn sem eru
einhvern veginn ibyggnir yfir
engu — svona „ég-hygg- að-hik-
laust-megi-segja-menn. Þeir eru
afurðir þess þegar stjórnmála-
flokkamir stjómuðu hér gagnrýni
eins og öðru og eru sennilega að
deyja út. Menningarumfjöll-
un hefúr smám saman víkk-
að með óháðum miðlum og
það er komið ffam fólk sem
telur sig hafa öðrum skyld-
um að gegna en búa til þjóð-
skáld.“
Ólafur: „Kostirnir eru
þeir að við njótum fámennis
og fáum umljöllun um bæk-
urnar. Erlendis er það víst
svo að þar er maður í fúllri
vinnu nokkra daga vikunn-
ar við að opna bókaböggla.
Aðeins lítill hluti ritverka
fær gagnrýni og afganginum
er einfaldlega skóflað á fom-
sölur. Gallinn hér er hins
vegar sá að gagnrýnin sem
birtist er oft hroðvirknislega
unnin. Þeir sem starfið
stunda mættu til dæmis
fylgjast betur með því sem
er að gerast erlendis og uppgötva
þar með sérstöðu íslands. Við eig-
um marga listamenn sem stand-
ast samanburð og höfum ekkert
til að skammast oldcar fyrir.“
Friðrika: „Gallarnir eru fyrst
og ffemst þeir að engin skýr mörk
era á milli auglýsingamennsku og
umfjöllunar. Að mínum dómi var
það hræðilegt af PRESSUNNI að
skella viðtölum við höfúnda sam-
an við gagnrýni. Þá fer þetta að
verða ískyggilega augljóst.“
3. Fá íslenskar bókmenntir þá
gagnrýni sem þær eiga skilið?
Guðmundur Andri: „Ég veit
það ekki. Sumt af henni er svolítið
loðmullulegt og til marks um það
hvað íslendingar eiga bágt með að
fjalla um hugmyndir. Hún á ekki
endilega að vera „hörð“ eða
„væg“, þarf ekki einu sinni alltaf
að vera sanngjörn. Hún verður
hins vegar að vera greindarleg.
Það ætti að vera leiðarljós gagn-
rýnendum þegar þeir setjast niður
til að skrifa: Eg vil að fólki finnist
ég svo greind(ur).“
Ólafur: „Það er stöðugt til
vandræða að flestallar bækur era
gefnar út á síðustu mánuðum árs-
ins í einni kös. Mér finnst því að
oft fái þær fagmannlegri umfjöll-
un eftir áramót þegar tíminn er
rýmri og má í því sambandi nefna
tímarit Máls og menningar."
Friðrika: „Oftast nær. Það er
þó einn hvimleiður ávani gagn-
rýnenda sem færst hefúr í aukana
með árunum en hann er sá að
setja samasemmerki á milli gagn-
rýni og niðurrifsstarfsemi. Niður-
rifsstarfsemi er að slá sjálfan sig til
Friðrika Benónýs
riddara með því að vera ofsa-
lega harður og töff. Frum-
skilyrðið er að ganga út ffá
forsendum bókmenntanna
sjálfra.
Það er alltaf leiðinlegt að
lesa dóma þar sem gagnrýn-
andi segir rithöfundinum
hvernig bók hann hefði átt
að skrifa í stað þess að fjalla
um bókina sjálfa. Svo er
hreint og beint ógnvekjandi
að jafnvel sá sem sér um
neytendasíðuna skrifi um
bókmenntir eins og tíðkaðist
á DV fyrir þessi jól. Þar var
enginn faglegur grundvöllur
lagður að gagnrýni."
4. Taka rithöfúndar næg-
an þátt í þessari umræðu
sjálfir, eða er hún ef til vill
hlutverk annarra?
Guðmundur Andri: „Nei.
Mér fmnst of algengt að sjá höf-
unda víkjast undan þvf að tala um
nokkurn skapaðan hlut með alíbí-
inu „Mitt er að yrkja, ykkar að
skilja“. Umræða höfunda um
bókmenntir er of mörkuð hags-
munum í brauðstriti, sem ég býst
við að sé óhjákvæmilegt. Það er þá
þeim mun brýnna að þeir séu
ekki að skipta sér af umfjöllun
gagnrýnenda, sætti sig við að rætt
sé um það sem þeir senda ffá sér.“
Ólafún „Það er aldrei gott að
taka þátt í gagnrýnni umræðu um
eigið verk, það er erfitt og ef til vifl
tilgangslaust. Gagnrýnandi á að
segja hvað honum sjálfum finnst
og ef rithöfundur setur sig í þau
spor er eins og hann sé að halda
stjórnarfúnd um ágæti verka
sinna.“
Friðrika: „Mér finnst rithöf-
undarnir fá of mikið sjálfdæmi
um hveiju þeir vilja koma á ffam-
færi. Þeir vora til dæmis fáránlegir
og jafnframt neyðarlegir bóka-
kynningarþættirnir tveir sem
sýndir voru í Ríkissjónvarpinu
fyrir jólin þar sem hóað var sam-
an hópi af rithöfundum sem
klöppuðu hver öðrum á bakið.“
5. Geturðu nefiit dæmi um
umfjöllun síðustu mánaða
sem var góð og jafnframt um
einhverja sem var vond?
Guðmundur Andri: „Bóka-
blað PRESSUNNAR var jafn líf-
legt og skemmtilegt og bókablað
Moggans var dauðyflislegt. Það
sama var upp á teningnum í sjón-
varpinu. Þeir hjá Stöð 2 gerðu
frísklega og fagmannlega kynn-
Guðmundur Andri Thorsson
mgarþætti á jóiabókunum, meðan
ríkissjónvarpið varð sér enn eitt
árið til skammar í sinni umfjöll-
un.“
Ólafún „Nei, á hvorugan veg-
inn get ég það. Almennt má hins
vegar segja að jákvætt er þegar
gagnrýnendur leyfa sér að vera
ekki svo stórir með sig sjálfir að
þeir þori að hrífast af öðrum en
dauðum mönnum. Þeir verða að
segja meiningu sína og verða jafn-
framt að vera færir um að sleppa
fram af sér beislinu, ekki aðeins
þegar þeir eru reiðir, heldur líka
þegar þeir era glaðir.“
Friðrika: „Sjónvarpsþættirnir
vora fyrir neðan allar hellur. Einn-
ig fannst mér sárt að sjá umfjöllun
Kolbrúnar Bergþórsdóttur, sem er
að mörgu leyti mjög góður gagn-
rýnandi, um bók Trausta Steins-
sonar. f dómnum kvaðst hún hafa
hætt lestri á blaðsíðu fjörutíu.
Engu að síður skrifaði hún gagn-
rýni. Ekki veit ég um hvað hún var
að skrifa fyrst hún las ekki bókina.
Dæmi um mjög vel unna og góða
gagnrýni voru hins vegar dómar
Jóns Halls Stefánssonar í PRESS-
UNNI um nýjustu bækur Þor-
steins ffá Hamri og Gyrðis Elías-
sonar, en auk þess að fjalla um
feril þeirra kristallaðist þekking
hans á rithöfundunum í dómun-
um. Maður verður að bera þá
virðingu íyrir sjálfúm sér að skrifa
ekki eingöngu um eitthvað sem
manni dettur fyrst í hug. Einkenni
bókmenntakynningar Stöðvar 2
var hraðsuða; stutt, knappt og
töff.“
Ljóðskáld, myndlistarmað-
ur og skrúðgarðahönnuður
Nú um helgina verður opnuð
sýning á verkum eins þekktasta
listamanns Skota, Ians Hamilton
Finlay. Hann hóf feril sinn sem
ljóðskáld og rithöfundur. Finlay
var einn þeirra fyrstu sem hófu
að vinna myndrænt með ljóð,
„konkretpóesíverk", og var
brautryðjandi á því sviði í Evr-
ópu. Út frá rituðum orðum sín-
um hefúr hann unnið þrívíð verk
og prentuð af ýmsu tagi, en hann
málar hins vegar aldrei.
Alþjóðlega frægð hefur hann
ekki síst hlotið fyrir sérstakt við-
fangsefni sitt og listrænt undur,
skrúðgarðinn „Litlu Spörtú'. Þar
heldur hann sig öllum stundum
en ekki allir hljóta það happ að fá
inngöngu í hann, því Finlay
þennan má nefnilega telja til örg-
ustu sérviskupúka. Al-
menningur þarf að fara
eftir töluverðum króka-
leiðum til að fá aðgang að
garðinum og era kvenfé-
lög til dæmis í litlu uppá-
haldi hjá honum.
Sérviska hans veldur
því einnig að hann fylgir
verkum sínum aldrei úr
hlaði og kýs að nota
óhefðbundnar leiðir til
samskipta við umheim-
inn. Til að koma hug-
myndum sínum á fram-
færi má segja að hann tali
í gegnum listaverkin svo
og íjölmiðlana, en árið
1961 hleypti hann af
stokkunum sérstöku útgáfúfyrir-
tæki, „Wild Hawthom“, sem hef-
sýningar á Kjarvalsstöðum um helg-
ina, en þarfereinn kunnasti listamaður Bretlandseyja sem jafnframt hefur
hlotið mikla alþjóðlega frægð.
ur fram-
leitt meira en 800 verka hans. Þar
á meðal má nefna póstkort, ljóð,
tímarit, bæklinga og jafnvel hlífar
fyrir sultukrukkur.
Tveir fýrirlestrar verða haldnir
um listamanninn; annar á sunn-
dag en hinn síðar í mánuðmum.