Pressan - 07.01.1993, Side 27

Pressan - 07.01.1993, Side 27
V E I FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 27 BARROKK TINGAHÚS BARIR BÍÓ Bara grínmynd ★★★ • Drykkjumaður PRESSUNN- AR átti ágæt jól og áramót, enda veislur á hverju kvöldi með tilheyrandi áfengis- neyslu. Þrátt fyrir að heit- strengingar um áramót séu honum lítt að skapi hét hann þó sjálfum sér því að drekka meira af góðu og dýru kon- íaki á því ári, sem nú er að hefjast, en hann hefurgert fram til þessa. Ástæða þessa er sú að hann eyddi notalegri kvöldstund í góðra vina hópi á Hótel Holti, þar sem er vægast sagt undursamlegt úrval af dásemdarkoníaki. Það spillti ekki heldur fyrir að þjónninn, sem bar veigarnar í drykkjumanninn og vini hans, hafði yfir mikilli kunn- áttu á eðalvínum þessum að búa og svalaði því líka fróð- leiksþorsta þeirra. Annars verður almennt og yfirleitt að hrósa Hótel Holti fyrir ein- staklega vel búinn bar. Að minnsta kosti saknaði drykkjumaðurinn engrar sortar og það sem meira var: voru gnægðirnar. En allt um það, að orgíu þessari lokinni hefði verið antíklímax að fara á hvaða bar sem var, svo strikið var tekið á Barrokk við Laugaveg. Drykkjumaðurinn hafði reyndar komið þangað skömmu eftir að hann var opnaður, en síðan hafði stað- urinn allt að því horfið hon- um úr minni, því yfirleitt er nóg að halda sig á milli Aðal- strætis og Klapparstígs til að svala áfengisfíkninni. En Bar- rokk sveik ekki. Stemmningin er kyrrlát og raffíneruð án þess að vera stíf eða hátíðleg. Innréttingin gerir sitt fyrir staðinn, þá ekki síst veggflúr- ið. Þá sakar heldur ekki að þjónustuliðið leggur sig í sér- staka framkróka um stima- mýkt. Það er til dæmis hægt að fá alveg sérstakt kikk út úr því að hóa í Hjalta Úrsus dyravörð til þess eins að biðja hann að fara með yfirhafnirn- ar í fatahengið fyrir mann. Lif- andi tónlist setur einnig svip á Barrokk, en yfir Ijúfum pí- anóleik voru sungnar klass- ískar dægurflugur af alls kyns toga. Hins vegar má segja að áfengisúrvalið á Barrokk gæti hæglega verið betra. Þá er ekki úr vegi að minnast á síg- arettuúrvalið, sem var bein- línis hlægilegt. Gestir gátu valið milli Winston Light og miiljón tegunda af mentol- taði. Það er alls ekki nógu gott hjá stað, sem vill sérstak- lega leggja upp úrglæsileika og góðri þjónustu. Það er sérstakt kikk að senda Hjalta Úrsus ífatahengið KARLAKÓRINN HEKLA EFTIR GUÐNÝJU HALLDÓRS- DÓTTUR HÁSKÓLABfÓI ★ @Karlakórinn Hekla er vond og örugglega versta íslenska myndin sem frumsýnd var á síðasta ári. Frameftir mynd má hafa gaman af henni (eins og það má hafa gaman af flestöllu með góðum vilja). En eftir að karlakórinn fer utan dettur allur botn úr mynd- inni. Áhorfandinn tapar áttum og tímaskyni og því miður virðist leikstjórinn bæði hafa tapað kímnigáfunni og stjórn á verk- efninu. Þessi utanferð er einn grautur. Persónur takar örlagaríkar ákvarðanir einhvers staðar á milli atriða. Áhorfendum líður eins og utanveltu, eins og per- sónurnar séu að leyna þá ein- hverju. Það sem virðist vera eftir- miðdagsstund í Svíþjóð líður á sama tíma og nokkrir dagar í Þýskalandi. Fólk helst í hendur og gengur úr kvölddrykkju og beint út í sumarblíðuna daginn eftir. Svona má endalaust telja upp endemis klúður sem ger- samlega kafsiglir það sem hugs- anlega gat eitthvað orðið í fýrri helmingnum. Það sorglegasta við þessa mynd er að það skín af henni að aðstandendur hennar líta á hana sem „bara“ gamanmynd; eins- konar löggulíf fyrir lítinn heima- markað. Þeir virðast hins vegar ekki skynja markað sem fólk og því hafa áhorfendur ekkert sér- staklega gaman af. Karlakórinn er „bara“ vond mynd. Hugmyndin að baki karla- kórnum er ágæt og hljómar sjálf- sagt vel í tíu setninga útdrætti. Gallinn er sá að handritshöfund- ur hefur engu bætt við þennan útdrátt. Kórfélögum eru ekki út- veguð sérstök persónueinkenni. Einn brandari er yfirleitt látinn nægja hverju atriði og oft verður það til þess að búið er að teygja svo á honum að áhorfandinn sér hann fyrir þá loks hann kemur. Aðalleikararnir þrír; Egill, Garðar og Ragnhildur, eiga hrós skilið fyrir að hafa bjargað sér frá þeim dauða sem handritshöf- undurinn brallaði þeim. Sama má segja um Sigurð Sigurjóns- son, sem bjargar sér á því að leika Dodda á þrítugsaldri. Um aðra leikara er fátt hægt að segja, enda hafa þeir flestir fátt að segja. Ég sé ekkert sérstaklega eftir því skattfé sem fór í að styrkja þessa mynd. Ég sé heldur ekkert eftir 800-kallinum sem ég borg- „Aðalleikararnir þrír; Egill, Garðar og Ragnhildur, eiga hrós skiliðfyrir að hafa bjargað sérfrá þeim dauða sem handritshöfundur- inn brallaðiþeim. “ aði inn á hana né þeim tveimur tímum sem ég eyddi í hana. En ég get ekki gert að því að ég sé eftir þeim tíma og vinnu sem þeir ágætu kraftar sem koma fram í myndinni eyddu í hana. Kvikmyndasjóður Islands er ekki auðugri en svo að hann get- ur einungis komið vinnslu á tveimur myndum í gang á ári hverju. Það eru hins vegar miklu fleiri kvikmyndahöfundar um hituna. Eftir að hafa séð Karla- kórinn Heklu er það ekki svo ýkja sorglegt. Aðstandendur hennar hefðu að ósekju mátt bíða mun lengur eftir startinu og nýta tímann til að búa til handrit sem er boðlegt leikurum og áhorfendum. Gunnar Smári Egilsson Það besta & uersta frá Vikublaðið Entertainment hefur birt niðurstöður sínar um bestu og verstu kvikmyndir sem fram- leiddar voru vestanhafs á síðasta ári. Valið stóð um 50 myndir og voru gagnrýnendur blaðsins fengnir til að leggja mat sitt á af- rakstur kvikmyndaársins. Að auki setti blaðið saman ýmsa aðra lista: yfir besta/versta sjónvarpsefnið, bestu/verstu bækurnar, vinsæl- ustu súperstjörnurnar... BESTU KVIKMYNDIRNAR 1. The Player. Hulunni svipt af gervitilveru Hollywoodstjarn- anna. Þykir ffábærlega meinfýnd- in afþreying. 2. Glengarry Glen Ross. Sjaldan kviknar líf þegar vinsæl leikrit eru fest á filmu, en undantekningin sannar regluna. 3. The Best Intentions. Handrit Ingmars Bergman um ástir for- eldra sinna er tilfinningaþrungið og snUldarlegt í meðförum leik- stjórans, BUle August. íslendingar sáu sjónvarpsþættina. 4. Malcolm X. SpUce Lee segir söguna á sinn hátt, án upp- hafhingar, án niðurlægingar. Ervæntanleg. 5. The Crying Game. Róman- ú'sk spennumynd af bestu sort. NeU Jordan tekur upp þráðinn þar sem ffá var horfið árið 1986, þegar hann gerði Monu Lisu. 6. Howards End. Að þessu sinni hefur „A Room with a View“- genginu tekist að brjóta sig út úr glansímyndum og skapað raun- sanna kvikmynd eftir sögu E.M. Forster. Hún hreyfir við fóUd. 7. Reservoir Dogs. Kemst óþægilega beint að efninu. 8. The Last of the Mohicans. Blóðugur víg- vöUur indíána og hermanna er snUldarlega útfærður hjá Mannfred Mann og myndin nær að halda manni föngnum aUan tímann. Halda mætti að Daniel Day-Lewis hefði stokkið út úr mannkynssögubókunum. 9. American Dream. Kvikmynd um ameríska verkamanninn er ekki algeng. Ótrúlegt að hún skuli hafa náð vinsældum. Segir meira um þarlent þjóðfélag en margt annað. 10. A Few Good Men. Gamaldags af- þreying með ósviknum HoUywood- stjörnum. Sýn- ir að þrátt fyrir Player lifír draum- urinn enn. Áhorfandinn kemstað því að Tom Cruise getur leUdð. VERSTU KVIKMYNDIRNAR 1.1492: Conquest of Paradise. Gér- ard Depardieu uppgötvar „hinn Nýja heim“ í hlut- verki Kristófers Kólumbusar. ÁRÖNGUNNI MYNDIN SEM VARÐ FLOPP EN ÁTTIAÐ SLÁ í GEGN Alien3 MYNDIN SEM SLÓI GEGN OG EKKERT HAFÐI Lethal Weapon 3 MYNDIN SEM BEÐIÐ ER EFTIR MEÐ EFTIRVÆNT- INGU Wayne’s World 2 MYNDIN SEM VIÐ ÓTT- UMST AÐ VERÐISÝND Beethoven snýr aftur Ridley Scott fer heldur betur flatt á þessari, leiðinlegri en flest það sem leiðinlegt er. 2. The Bodyguard. Það gerist einfaldlega ekkert á mUli þeirra. Whitney Houston og Kevin Costner tekst aldrei að komast svo langt ffá stjörnuímyndinni að þau nái því að leika. 3. Preldue to a Kiss. Alec Bald- win gengur að eiga Meg Ryan en kemst snemma að því að hún, vegna einhvers töffamáttar, breyt- ist í aldraðan niann fyrir augun- um á honum. Ekki nægir það til að ástin dvíni. Ef eitthvað þessu líkt hefur komið fyrir þig er möguleiki að þér fmnist hún ein- hvers virði. 4. Cool World. Teiknimynda- höfundur sogast ofan í eigið sköp- unarverk. Myndin er enn leiðin- legri en aðalpersónan. Þá er nú betra að halda sig við „Heavy Met- al“. 5. Hoffa. Betur hefði farið á því að grafa handritið með jarðnesk- um leifum Hoffa en að gera heila kvUcmynd eftir því. Frammistaða Jacks Nicholson er hörmuleg. SENUÞJÓFAR Michelle Pfeiffer í Batman Re- turns. Mjá! Wes Studi í Síðasta Móhíkanan- um. Hann leikur hinn hefhigjarna, dáleiðandi Magua. Judy Davis í Husbands and Wi- ves. BESTA SJÓNVARPSEFNIÐ Meðal þess sem kosið var besta sjónvarpsefnið og við íslendingar könnumst við má nefna: Rose- anne, fituhlunkahúmor, The Simpsons, hæfilega subbulegur verkamannahúmor fyrir alla ald- urshópa, Late Night With Dav- id Letterman, sem reyndist tví- fari Hannesar Hólmsteins Giss- urasonar og Hallgrímur Thorst hefur stælt svo snilldarlega, og síðast en ekki síst Cheers, ævar- andi pubbagrín. Beverly Hills, 90210 er besti ruslþátturinn og annar er við það að staðna en það er Melrose Place sem Stöð 2 er að taka til sýningar. VERSTA SJÓNVARPSEFNIÐ Quantum Leap var álitið fjórða versta sjónvarpsefnið sem hægt var að horfa á. Ekkert er þreyttara en ferðalög í tíma. L.A. Law þóttu eitt sinn prýðisþættir en hafa heldur betur misst flugið. Hljóta fimmta sætið. FÓRNARLÖMB í SPENNUMYNDUMÁ SÍÐASTA ÁRI: UPPAR The Hand that Rocks the Cradle Single White Female Unlawful Entry Consenting Adults SKEMMTIKRAFTAR ÁTOPPNUM 1. Saturday Night Life. Tekur púlsinn. 2. Whoopi Goldberg. Stjörnu- leikkona, full af orku. 3. Jerry Seinfeld. Enginn venju- legur maður. 4. Spike Lee. Segir makalausar sögur. 5. Garth Brooks. Sveitasöngvar- inn sem sat í efsta sæti popplist- ans. 6. Sharon Stone. Nýjasta mega- stjaman. 7. Joshua Band & John Falsey. Snillingar í gerð sjónvarpsþátta. 8. Madonna. Er nokkuð hægt að segja? 9. Vanessa Williams. Fyrrum fegurðardrottning finnur sig í poppbransanum. 10. Red Hot Chili Peppers. Brú- aði bilið milli þungarokks og dæg- urlaga. 11. Terry McMillan. Metsölurit- höfundur vestanhafs. 12. Clint Eastwood. Enn á ný ógleymaniegur kúreki. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Ef strákarnir gætu ekki horft á Whitney Houston og stelpurnar á Costner mundu sjálfsagt allir sofna. Þetta er sorglega vond mynd. Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Aloite 2 - Lost in New York •k-k-k-k Frábær skemmtun. Spyrjið bara börnin. Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol -k-kk Prúðuleikurunum og ekki síst Michael Caine tekst að blása enn nýju lífi í þessa sögu en það er varla fyrir hvern sem er að horfa á hana eftir jólahátíðina. Friðhelgin rofin Unlawful Entry kk Fríða og dýrið The Beauty and the Beast irk-k Eilífðardrykkurinn Death Becomes Her kk Svört kó- medía sem leikstjórinn Ro- bert Zemeckis hefur blandað svo svarta að hún verður furðulítið skemmtileg. Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol kkk Systragervi Sister Act kk Leitin mikla kk Burknagil, síðasti regn- skógurinn kk Karlakórinn Hekla ★ Versta íslenska rhyndin frá síðasta ári. Aðstandendur hafa ætlað að búa til „bara gamanmynd" en uppskáru „bara vonda mynd". Aðalleikararnir halda hins vegar lífi þrátt fyrir ætlan handritshöfundarins. Howard’s End ★★★★ Frá- bær mynd; kvikindisleg, svört og djúp. Sigur fyrir leikstjór- ann Ivory, handritshöfundinn Jhabvala. Dýragrafreiturinn 2 Pet Se- matary Two k Hryllingur. Hákon Hákonsen ★★ Ottó Otto der Liebesfilm k Boomerang ★ Svo á jörðu sem á himni ★★★ Háskaleikir Patriot Games kk . Eilífðardrykkurinn Death Becomes Her kk The Babe ★★★ Tálbeitan Deep Cover kk REGNBOGINN Síðasti móhíkaninn The Last of the Mohicans ★★★ Myndin hefst á sögukennslu en lifnar heldur betur við. Daniel Day Lewis er rosaflott- ur. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo kkk Tommi og Jenni ★★★ Enn ein teiknimyndin með ís- lensku tali frá þeim Regn- bogamönnum. Eini gallinn við þessa er að það fer helst til of vel á með þeim Tomma og Jenna. Á réttri bylgjulengd Stay Tunedk Leikmaðurinn The Player kkkk Sódóma Reykjavík ★★★ Prinsessan og durtarnir ★★★ Fuglastríðið í Lumbruskógi ★★★ Meðleigjandi óskast Single White Female kkk Spenn- andi, eilítið smart og ágæt- lega óhugnanleg. í sérflokki A League of their Own kkk Ágætlega skemmtileg og Ijúf mynd. , Síðustu fimmtán mínúturnar | eru hins vegar óbærilega væmnarog leiðinlegar. Bitur máni Bitter Moon kkk Börn náttúrunnar ★★★ Lífvörðurinn Tlie Bodyguard k Aleinn heima 2 - Týndur í | New York Home Alone 2 - Lost in New York kkkk Burknagii - Siðasti regn- skógurinn kk

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.