Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 F Y R S T & F R E M S T M E N N Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans Hver vill sitja kyrr þegar Jóhannes hefurflúið hið sökkvandi skip? Það á ekki af íslendingum að ganga. Þorskurinn er horfinn. Fiskeldisævintýrið orðið martröð. Landið er að fjúka burt. Ríkis- sjóðshallinn er krónískur og skuldir hlaðast upp. Enginn vill kaupa raforkuna af okkur — að minnsta kosti ekki á þessari öld. Það er ekkert ljós framundan. Að- eins myrkur og fullvissan um að við munum feta slóð Færeyinga; ganga á fund dönsku ríkisstjórn- arinnar, skila fullveldinu og óska eftir að Danir taki við okkur aftur. Þetta er ekki par ft'n framtíðar- sýn. Það er ekki auðvelt að staul- ast í gegnum daginn með hana á bakinu. En það var hægt - allt þar til í síðustu viku að Jóhannes Nor- dal lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í Seðlabankanum og skilja okkur ein effir með vandann. Þá féll manni allur ketill í eld. Hvernig á íslenska þjóðin að lifa án Jóhannesar? Man einhver hvernig henni tókst til áður en dómgreindar hans fór að njóta við? Líkast til ekki. Jóhannes hafði varla fyrr sleppt orðinu til að boða brotthvarf sitt en þjóðin fór á taugum. Greinar voru skrifaðar í blöðin þar sem bent var á að íslendingar fengju að öllum líkindum engin lán í út- löndum úr þessu. Jóhannes þekk- ir nefnilega svo marga banka- stjóra og ef marka má greinarnar fékk hann lán hjá þessum vinum sínum út á eigin mannkosti en ekki greiðslugetu fslendinga. Og það er enginn kominn til með að segja að þessir vinir Jóhannesar séu tilbúnir að veita lán út á mannkosti Jóns Sigurðssonar eða einhvers ámóta manns. Og þetta er aðeins dæmi um það gat sem Jóhannes skilur eftir sig. Hver á skrá gengið þegar hann hættir? Hver á að ráðleggja ríkis- stjórnum í efhahagsmálum? Hver á að kaupa geirfúgla á útlenskum uppboðum? Hver á að gefa út Fjármálatíðindi? Einhverjir hrokagikkir munu sjálfsagt gera lítið úr þessu vanda- máli og segja sem svo, að það sé ekki mikill söknuður að leiðsögn „Einhverjir hrokagikkir munu segja sem svo, aðþað sé ekki mikill söknuður að leiðsögn Jóhannesar og dómgreind, úr því við sitjum uppi með raforku sem enginn vill kaupa, vitlaust skráð gengi, allt of mikið afskuldum, kolvitlausarjjárfest- ingar og aðrar afleiðingar fáránlegrar efnahagsstefnu undanfarinna áratuga.í( Jóhannesar og dómgreind, úr því við sitjum uppi með raforku sem enginn vill kaupa, vitlaust skráð gengi, allt of mikið af skuldum, kolvitlausar fjárfestingar og aðrar afleiðingar fáránlegrar efnahags- stefnu undanfarinna áratuga. En þetta eru ábyrgðarlausir gárungar. Eða geta þeir svarað því hvert Steingrímur, Ólafúr, Jón og Davíð hefðu leitt okkur ef Jóhannes hefði ekki rúnnað af mestu vitleysuna? Nei, málið er að nú þegar Jó- hannes er flúinn hið sökkvandi skip er lítið vit fyrir okkur hin að reyna að þrauka áffam. Hann hef- ur gefið tóninn. Við hlýðum hon- um eins og áður._______________ ÁS Gylfi Sveinsson viðskiptafræðingur Útgefandi svarta listans ákærður fyrir fölsk viðskipti Ríkissaksóknari hefur ákveðið að ákæra tvo menn, þá Gylfa Sveinsson viðskipta- fræðing og Magnús Guðjóns- son prentara, vegna viðskipta með prentvél. Þeim er gefið að sök að hafa gefið út falsaða sölunótu til að sýna fram á viðskipti sem ekki virðast hafa farið fram. Gylfi Sveinsson hefur um langt skeið rekið Reiknistof- una hf. í Hafiiarfirði. Þar hef- ur Gylfi séð um útgáfu á hin- um umdeilda „svarta lista“ yf- ir vanskilamenn sem bankar og lánastofnanir hafa keypt. Þessi listi hefur verið um- deildur í gegnum tíðina og þess jafnvel dæmi að Gylfi hafi orðið fyrir aðkasti vegna þess. Málið sem hér um ræðir verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun, föstu- dag. Ákæruefnið lýtur að brotum á lögum um virðis- aukaskatt. Þeim Gylfa og Magnúsi er gefið að sök að hafa útbúið málamyndaafsal og meðfýlgjandi reikning fyrir prentvél sem á að hafa kostað 2,3 milljónir. Með þeim hætti átti að Iíta svo út að Gylfi keypti prentvélina af einkafýr- irtæki Magnúsar. Með þess- um hætti fengu þeir endur- greidda tæplega hálfa milljón króna í innskatt. Rannsókna- deild ríkisskattstjóra og RLR rannsökuðu málið. „Það er ekki mfiin háttur að tjá mig um svona mál á þessu stigi. En ég get sagt þér eitt: að það er ólíklegt að viðskiptafræðingur skuli ekki kunna eitthvað fyrir sér í viðskiptum,“ sagði Gylfi þegar sakarefnið var borið undir hann. En ferð þú inn á svarta list- annnúna? „Þetta er allt öðruvísi mál. Til dæmis má nefna að mál sem eru í bókinni hjá mér koma úr héraðs- dómum, fiá sýslumönnum og úr dagblöðum. Þetta eru dómar og Gylfi Sveinsson viðskiptafræðingur: Ætlar ekki að setja sjálfan sig á svarta listann. úrskurðir. Ef við tökum hins veg- ar skattamál almenns eðlis, skatt- kærur, umferðarlagabrot og svo framvegis, þá fer það ekki inn á skrá hjá mér. Þetta mál er sama eðlis. Þetta er í rauninni bara túlk- un á skattalögum eða þess háttar.“ Þó hefúr þetta leitt til ákæru og það gæti komið dómur? „Já, en sá dómur er öðruvísi. Þetta er ekki dómur í máli milli tveggja aðila, þar sem annar lofar að borga hinum og svo framvegis. Þetta er miklu frekar inni í skatta- málapakka og þau mál eru með- höndluð á allt annan hátt og yfir- leitt aldrei talað neitt um þau.“ Þannig að þótt það kæmi dómur myndi það ekki falla undir þá flokkun sem þú hefur beitt á Ustann. „Nei, eins og við vorum að tala um áðan. Þetta er allt annar mála- flokkur."______________________ Sigurður MárJónsson Á L I T Pólitísk skipun í stöðu Seðlabankastjóra Anna ívarsd., formaður Samb. ísl. bankamanna „Ég er á móti pólitískum stöðuveitingum og tel mikilvægt að stöðuveitingar í bankakerfinu byggist á faglegu mati. Sam- kvæmt núgildandi lögum um Seðlabanka ísiands er stöðuveit- ing bankastjóra í höndum við- skiptaráðherra og á hann að framfylgja stefnu ríkisstjórnar- innar í peninga- og efnahagsmál- um. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Seðlabankann þar sem gert er ráð fyrir að hann verði sjálfstæðari og óháðari rík- isvaldinu og um leið er vald við- skiptaráðherra til að skipa Seðla- bankastjóra takmarkað, þar sem hann getur aðeins valið úr hópi umsækjenda sem bankaráð hefur mælt með. Bankaráð gerir þær kröfur til umsækjenda að þeir hafi víðtæka þekkingu í peninga- og efnahagsmálum og tel ég það mjög til bóta ef þetta frumvarp nær fram að ganga.“ össur Skarphéðinss., form. n þingfl. Al- þýðufl.: „Æskilegt er að horfið sé frá þeirri stefnu að Seðlabankinn sé elliheimili fyrir afdankaða stjórn- málamenn. Reyna' á að velja menn í krafti reynslu sinnar og menntunar en ekki vegna stjórn- málaafskipta. Ég hygg að Seðla- bankinn geti fremur gegnt hlut- verki sínu ef ráðið er í stöðu bankastjóra hans með faglega hæfni að leiðarljósi og stjórn- málaafskipti ráði þar engu um.“ Páll Péturss., form. þingfl. I Framsóknarfl.: „Meginatriði er að hæfni sitji í fyrirrúmi við ráðningu manna í stöðuna en hins vegar má ekki refsa mönnum fyrir pólitískar skoðanir sínar, sem flestir full- þroska menn hafa. Með afskipt- um sínum af stjómmálum öðlast menn dýrmætari og dýpri reynslu en í mörgu öðru og ég vil heldur vita af pólitískum and- stæðingi mínum í þessari stöðu en skoðanalausri manneskju. Það er hræðilegt að skipa menn í stöður sem hafa menntun, en á þröngu sviði, sem gerir þá lokaða fýrir málefnum þjóðfélagsins, og því heppilegast að í starfið veljist menn sem hafa skoðanir. Þá aðila virði ég ffemur en hina ópólitísku sem venjulega reynast laumu- menn sem eldci þora að gefa upp stjórnmálaskoðun sína jafnvel þótt þeir hafi hana. Mikilvægt er einnig að bankaráð sé pólitískt skipað þar sem Seðlabankinn á, lögum samkvæmt, að fylgja stefnu sitjandi ríkisstjórnar og tryggja að stefna hennar nái frarn að ganga. Bankaráð á að endur- spegla hlutfallslega skiptingu stjórnmálaaflanna sem sitja þing, á að kjósa strax að lokinni stjóm- armyndun og segja af sér þegar stjórn fer ffá.“ Margrét Frímannsd., form. | þingfl. Al- þýðubandal.: „Mér finnst fáránlegt að vera með pólitískar stöðuveitingar, sérstaklega í stöðu Seðlabanka- stjóra, og tel að hæfni eigi fyrst og fremst að ráða. Mikið hefur að segja að menn geti Ieitað til Seðla- bankastjóra úr öllum fylkingum, því ráðleggingar hans og aðstoð hafa mikið að segja. Erfitt verður að fylla stól Jóhannesar og mikil- vægt að hæfur maður veljist til starfans." I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.